Skýrsla Reiðveganefndar 2022

Reiðveganefnd hefur til ráðstöfunar árið 2022 frá Landssambandi Hestamannafélaga
til framkvæmda við reiðvegi í Mosfellsbæ kr. 3.700.000,- og til ferðaleiða kr. 2500.000,-
Samtals til reiðvegaframkvæmda hjá Hestamannafélaginu Herði kr. 6.200.000,-
Helstu verkefni og framkvæmdir á vegum Harðar og reiðveganefndar árið 2022 :

 

Áfram var keyrt út efni og jafnað á reiðgötur um Tungubakkahringinn og vestur með
Leirvogsá norðan við Flugskýlin. Skipt um tvö ræsi á reiðvegi yfir Köldukvísl - mynd 1


Í reiðleiðir R106.22 Leirvogstungumelar og reiðleið R20.02 Kollafjarðarleið upp að
Esjumelum var keyrt út efni og það brotið og jafnað út. Á sama hátt var reiðleið R20.01
Tungubakkaleið frá Varmdalsbrú og út að Tungubakkahring unnin, efni keyrt út,
brotið og jafnað – mynd 2


Á reiðleið R10.04 Köldukvíslarleið var skipt um ræsi austan við Mosfellsveg
Á reiðleið R11.10 Skammaskarð var tekið upp pípuhlið sem hætt var að þjóna
tilgangi sínum einnig var keyrt út efni í reiðleið niður undir NorðurReyki, það brotið
og jafnað út – mynd 3


Frágangi á reiðleiðum R10.04 Köldukvíslarleið og á reiðleið R11.09 Brúarlandsleið
Í tengslum við nýjan göngu- og hjólastíg í gegnum Ævintýragarðinn er lokið og er
gamla göngubrúin nú notuð fyrir hestaumferð – mynd 4


Í sumar var lagt bundið slitlag á Hafravatnsveginn frá Úlfarsfellsvegi að Nesjavallavegi.
Ekki var lögð reiðleið samhliða þeirri framkvæmd þó allt hafi verið reynt til þess að það
yrði gert. Mosfellsbær er að láta vinna deiliskipulag fyrir reiðleið- og göngustíga með
veginum – mynd 5


Unnið er við Skógarhólaleið og haldið áfram þar sem frá var horfið í haust við Stiflisdalsvatn
og lagfæringar verða gerðar á reiðleið milli Brúsastaða og Selkots – mynd 6


Sæmundur Eiríksson október 2022

aamynd1.jpgaa_mynd2.jpgaamynd3.jpgaamynd4.jpgaamynd5.jpgaamynd6.jpg

 

 

 

Ársskýrsla Fræðslunefndar Harðar 2021-2022

                         

Formáli

Sonja Noack sér alfarið um skipulagningu á reglulegum námskeið. Hún sér um að skipuleggja helgarnámskeið og viðburði og stjórnin sér um framkvæmd helgarnámskeiða og viðburða.

Kynningar námskeiða og viðburða fór fram í gegnum heimasíðu félagsins og í gegnum FB síðu Harðar.

 

Helgarnámskeið – Hinrik Sigurðsson Grunnreiðmennska og þjálfun

Það átti að vera annað námskeið í janúar sem þurfti að fella niður sökum covid. Þetta námskeið var haldið 18.-20.febrúar 2022 og var fullbókað. Nemendur voru mjög ánægðir með einstaklingsmiðaða kennslu Hinriks.

Námskeið með Johan Haggberg

Í samstarfi við Fák var boðið upp á einkatíma með Johan Haggberg í april. Samstarfið og kennslan gekk prýðilega vel og allir voru sáttir eftir kennsluna.

Keppnisnámskeið fyrir vana keppnisknapa - Þórarinn Eymundsson

Námskeið var haldið á tveimum laugardögum með 2 vikna millibili. Það voru fá sæti í boði sem fylltust hratt. Nemendur voru hæstánægðir með námskeiðið.

Sirkus-helgarnámskeið – Ragnheiður Þorvaldsdóttir

Þetta frábæra námskeið er komið með fastan sess í dagskrá Harðar, enda frábær leið til að bæta samskipti við hestinn sinn. Mikið var gaman hjá öllum.

Helgarnámskeið með Sigvalda Lárusi

Námskeið var fellt niður vegna dræmrar skráningar. Líklega af því að það var orðið svoltið seint að árinu fyrir marga ( um miðjan apríl).

Frumtamninganámskeið með Róbert Petersen

Námskeiðið var sett upp sem 2 helgarnámskeið í lok september 2022 og var góð skráning. Heppnaðist allt vel og tamningar gengu vel. Róbert er með marga ára reynsla við þetta námskeið.

Vikuleg námskeið í Herði – Veturinn 2022

Það var fjölbreytt úrval af námskeiðum í vetur.

Hnakkafastur – Ásetunámskeið Fredricu Fagerlund var boðið bæði fyrst fyrir byrjendur og svo fyrir lengra komna. Þessi námskeið hafa verið í boði núna í nokkur ár og er það frábært fyrir alla hestamenn.

Grunnþjálfun unga hestsins var einnig kennt í vetur og var það líka Fredrica Fagerlund sem var með það námskeið og var fullbókað á það.

Almennt Reiðnámskeið og Töltnámskeið var kennt hjá Ragnheiði Þorvaldsdóttur og var það vel sótt og sýndi fram á að margir að sækja í almenna reiðkennslu.

Ingunn Birna Ingólfsdóttir og Ragnheiður Þorvaldsdóttir buðu líka upp á einka- og paratíma og nemendur þeirra voru mjög ánægðir.

Ragnheiður Þorvalds og Sonja Noack voru með Knapamerkjahópana og voru kennd öll stig í vetur og gekk vel. Námskeiðin eru bæði opin fyrir æskulýðs og fræðslunefndarhópa (börn og fullorðna). Áfram er mikil aðsókn á knapamerkja námskeið, sem er frábært þar sem um hnitmiðað og vel uppbyggð nám er að ræða.

Anton Páll Níelsson bauð upp á einkatíma bæði í janúar og febrúar (2x í mánuði). Var námskeiðið fullbókað og voru allir nemendur mjög ánægðir eins og venjulega.

Hrafnhildur Helga Guðmundsdóttir var með 2 námskeið hjá okkur í vetur. Hringteymingar- og brokkspíruþjálfun og vinna við hendi. Námskeiðin voru fullsetin og allir ánægðir.

Aðrir viðburðir

Örnámskeið í hestanuddi- í mars var Auður Sigurðardóttir með dagsnámskeið í hestanuddi og var þessi fræðandi viðburður vel sóttur.

Framundan 2022

Það verður Gæðingafimi helgarnámskeið með Fredricu Fagerlund sem byrjar í desember. Námskeið nær svo yfir fleiri helgar í heild og inniheldur að auki keppni í Herði þar á milli.

 

 

Fræðsluerindi um Hrossasótt í Harfnarfirði

Það verður Fræðsluerindi um Hrossasótt, Fim.10.nóv. Kl.20.00 í sal Íshesta, Sörlaskeið 26, aðalinngangur. 
Erindið verður um 1-1,5klst langt með opnum spurningum. 
Í boði verður kaffi, te og kakó 
Verð er 4.500kr á mann 
 
Skráning er til og með 8.nóv.
Skráning og fyrirspurning sendist á tölvupóstfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 
Allir velkomnir að taka þátt !
 
 

Uppskerahátíð Æskulýðsnefndar

Þá er komið að uppskeruhátíð hjá okkur í æskulýðsnefnd takið frá 19.okt 22
Verðlaunaafhending, matur og skemmtun!
Hlökkum til að sjá sem flesta í Harðarbóli miðvikudaginn 19.okt kl 18:30-20
kveðja æskulýðsnefndin
 

Keppnisárangur barna, unglinga og ungmenni 2022

Nú er komið að því að skila inn keppnis árangri 2022 vinsamlegast sendið á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 6. Okt 22

Uppskeruhátíð verður augl síðar kveðja æskulýðsnefndin

Aðalfundur Harðar 27.10.2022

Boðað er til aðalfundar hestamannafélagsins Harðar fimmtudaginn 27. október 2022. kl 20 í Harðarbóli. 

Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta.  

 

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundatstörf samkvæmt 5. gr félagsins.

 

Dagskrá aðalfundar skal vera:

Formaður setur fund og tilnefnir fundarstjóra og fundarritara

Formaður flytur skýrslu stjórnar

Gjaldkeri skýrir reikninga félagsins og kynnir 9 mán. Milliuppgjör

Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins

Reikningar bornir undir atkvæði

Fjárhagsáætlun næsta árs og umræður

Árgjald ákveðið

Lagabreytingar

Kosningar samkvæmt 6. grein þessara laga

Önnur mál

Fundarslit

 

Fyrir fundinum liggur ein lagabreyting:

1. grein

Nafn félagsins er: Hestamannafélagið Hörður. Félagssvæðið nær yfir Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós. Heimili og varnarþing er Mosfellsbær.Félagið er aðili að UMSK, LH og ÍSÍ og háð lögum og samþykktum íþróttahreyfingarinnar. 

Í félaginu er starfandi sem sér deild félag hesthúsaeigenda sem hefur það að markmiði að gæta sameiginlegra hagsmuna eigenda hesthúsa sem byggð hafa verið eða kunna að vera byggð á félagssvæði Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ samanber nánar ákvæði 13.gr. laga þessara.

 

1. Grein verði

1.grein

Nafn félagsins er: Hestamannafélagið Hörður. Félagssvæðið nær yfir Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós. Heimili og varnarþing er Mosfellsbær.Félagið er aðili að UMSK, LH og ÍSÍ og háð lögum og samþykktum íþróttahreyfingarinnar. 

Í félaginu er starfandi sem sér deild félag hesthúsaeigenda sem hefur það að markmiði að gæta sameiginlegra hagsmuna eigenda hesthúsa sem byggð hafa verið eða kunna að vera byggð á félagssvæði Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ samanber nánar ákvæði 13.gr. laga þessara.

Opinber félagsbúningur skal vera hvít skyrta, rautt bindi, hvítar buxur og svört stígvél eða legghlífar, jakki skal vera Harðargrænn með flauelskraga eða svartur einlitur, Harðarmerki skal vera á hægra brjósti.

 

Aðeins skuldlausir félagar hafa atkvæðisrétt á fundinum skv. 3.gr laga félagsins.

Stjórnin  

Félagshesthús Harðar - laus pláss

Það eru nokkur laus pláss í félagshesthúsi Herði.
Þetta er skemmtilegt tækifæri fyrir krakka sem eru á 12. til 16. ári á starfsárinu 2023 og eru með eigin hest (eða hest sem þau eru með í láni). Hesturinn þarf að vera amk 6 vetra og fulltaminn.
Krakkarnir þurfa vera skráðir í Hestamannafélagið Hörð eða skrá sig í leiðinni.

Í nóvember verður "hestlaus" mánuður sem farið verður í allskonar sem er tengt hestinum - "bóklegt" og allskonar verklegt líka. Innifalið inn í þessu er líka foreldrafræðsla þar sem foreldrar mæta eitt kvöld (væntanlega 25.11) og fá að vita grunnhluti um hesta og umhirðu þeirra.
Þessi námskeiðshluti er skyldumæting (líka foreldrafræðslan) fyrir alla sem eru með í félagshesthúsinu og kostar mánuðurinn 15'000.

Eftir það (desember - miðjan júni) kostar mánuðurinn 28'000. Þar er innifalið hesthúsapláss (með spænir og hey) og hjálp frá leiðbeinanda (Nathalie Moser) 1-2 í viku.
Einu sinni til tvísvar sinnum í mánuði verður líka reiðkennari á staðnum.
Nathalie hjálpar ef einhver vandamál koma upp á, fer með krökkunum í reiðtúr ef þess þarf kannski sérstaklega í byrjun, getur svarað spurningum varðandi umhirðu hesta og er í raun og veru til staðar fyrir allt sem getur komið uppá.

Auk þess eru krakkar sem eru í félagshesthúsinu hvattir til þess að nýta sér námskeiðin sem eru í boði hestamannafélagsins, eins og Knapmerkjanámskeiðin, almenn reiðnámskeið barna, sirkúsnámskeið o.s.frv.
Ef einhverjum vantar meiri utanumhald þá er hægt að semja um það beint við Nathalie.

Hestarnir þurfa að vera komnir á hús helgina 3./4. desember og erum við að reyna að semja við járningamann aftur sem myndi koma í vikunni eftir það til að járna þá hesta sem þarf (á kostnað eiganda hestsins samt) og dýralæknir til að raspa / ormahreinsa og allt sem þarf. Þessi fyrsta heilbrigðisskoðun er borguð af Hestamannafélaginu enn eftir það er kostnaður hjá krökkunum/foreldrum .

Krakkar sem skrá sig í félagshesthúsið skuldbinda sig til þess að taka þátt allt tímabilið (sem er frá nóvember ("hestlaust" námskeið og svo desember - miðjan júni (með hesta))

Ef einhverjar spurningar vakna má senda Nathalie Moser skilaboð eða senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Skráning fer fram á sportabler. Takmarkað pláss í boði. Hlekkurinn er hér fyrir neðan: https://www.sportabler.com/shop/hfhordur

280944276_7441046579269819_7337098382019220009_n.jpg

Hrossakjötsveislan 2022

UPPSELT!
 
verður haldin í Harðarbóli
laugardaginn 5.nóvember
❖ Húsið opnar kl. 19:00
Veislustjórar og skemmtikraftar, hinir einu og sönnu Jógvan og Matti Matt
❖ Happdrætti með ótrúlegum vinningum
❖ Dansleikur og fjör
 
Matseðill
❖ Fordrykkur
❖ 8-villt hlaðborð aldarinnar að hætti Hadda kokks (grafið, reykt, bjúgu, carpaccio, medalíur, gljáður vöðvi, að ógleymdum
forrétti og eftirrétti)
 
❖ Barinn opinn allan tímann
 
Miðaverð aðeins kr. 8.500
miðapantanir á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Fyrstur kemur, fyrstur fær
Miðinn gildir sem happdrættismiði
Eins og áður þá mun ágóði af veislunni nýtast til eflingar og styrkja
hestamannafélagið Hörð
Hrossakjötsveislan er opinn öllum – endilega takið með ykkur gest
hrossakjot.jpg

Bóklegt Knapamerki 3 nám í óktober

4x 1,5klst plús próf
Verklegt nám verður í boði eftir áramót.
Mætta þarf með eigin bók (gormabók er nýjasta og kennsla fer eftir því).
Nemandi þarf að vera búin með Knapamerki 2 (bóklegt og verklegt)
 
Dagsetningar:
Bóklegar tímar í Hardabol á mánudögum og fimmtudögum í október:
3.10, 6.10. 10.10. og 13.10. kl 1830-20
Bóklegt próf mánudaginn 17. október 2022 – í Hardarboli Kl 1800-1900
 
Verð unglingar/ungmenni 14000
Verð fullorðnir 16000
 
Námskeið er með fyrirvara um nóg marga þáttakendur