Kjark-námskeið fyrir konur

Finnst þér þú vera óörugg á hesti? Hefur þér stundum langað að sleppa því að fara á bak, gera það frekar á morgun? Viltu bæta kjarkinn og byggja upp gott samband við hestinn þinn stig af stig með hjálp af fagmanni?

Þá er þetta námskeið fyrir þig!
Stundum þarf bara smá hjálp að koma sér (aftur) af stað og það er ekkert að því!

Kennari: Ragnheiður Þorvaldsdóttir

6 skipti á miðvikudögum Kl 19-20
Dagsetningar:
27. Feb
06. Mars
13. Mars
20. Mars
03. April
10. April

Verð 17500ISK

Skráning: skraning.sportfengur.com

Hnakkfastur – sætisæfinganámskeið - fyrir lengra komna - krefjandi

FULLBÓKAÐ

 

Áseta knapans er eitt þvi mikilvægasta sem hann þarf að tileinka sér. Hún fegrar ekki bara heildarmyndina, heldur er knapi í góðu jafnvægi þægilegri fyrir hestinn, notar skilvirkari ábendingar til að stjórna hestinum og síðast en ekki síst bætir það öryggið þar sem knapinn dettur siður af baki. Kosturinn við ásetuæfingar í hringtaum er að knapinn getur einbeitt sér einungis á sig og sinn líkama án þess að þurfa að stjórna hestinum. Gerum æfingar bæði á hesti og á gólfi með markmiðið að bæta líkamsstöðu og -vitund okkar á hestbaki sem og í daglegu lífi.

Á námskeiðinu er unnið í pörum þar sem annar nemandinn hringteymir og hinn gerir æfingar á hesti til skiptis. Max 6-8manns.
Nemendur fá hest til afnota. 

ATH: ÞETTA ER NÁMSKEIÐ FYRIR LENGRA KOMNA KNAPAR SEM ERU NÚ ÞEGAR MEÐ GRUNNJAFNVÆGI OG ERU TILBÚNAR Í KREFJANDI ÆFINGAR! ÞURFA AÐ GETA HRINGTEYMA HEST (hestarnir kunna vel að láta hringteyma sig 😉 )! MJÖG SKEMMTILEG TÆKIFÆRI AÐ BÆTA ÁSETU OG JAFNVÆGI!

Kennt verður í 6 skipti á miðvikudögum kl 17:00
Dagsetningar:
27. febrúar
13.mars
20.mars
03. april
10. april
17. april

Kennari verður Fredrica Fagerlund

Verð: 13.900 kr

 

Skráning er opin:
skraning.sportfengur.com

Töltnámskeið hennar Ragnheiðar

FULLBÓKAÐ

 

Lögð verður áhersla á ásetu og stjórnum. Form, mýkt, jafnvægi og samspil ábendinga.
Kennt verður í 6 skipti á miðvikudögum kl 20:00

Dagsetningar:
27. febrúar
06. mars
13. mars
20. mars
03. april
10. april

Kennari verður Ragnheiður Þorvaldsdóttir

Verð: 17.900 kr

Skráning á skraning.sportfengur.com52407181_697853693942701_5940292013520846848_n.jpg

Töltnámskeið hennar Ragnheiðar

Lögð verður áhersla á ásetu og stjórnum. Form, mýkt, jafnvægi og samspil ábendinga.
Kennt verður í 6 skipti á miðvikudögum kl 20:00

Dagsetningar:
27. febrúar
06. mars
13. mars
20. mars
03. april
10. april

Kennari verður Ragnheiður Þorvaldsdóttir

Verð: 17.900 kr

Skráning á skraning.sportfengur.com

 

Árshátíð Harðar - endilega panta miða sem fyrst

Árshátíðin er að nálgast.  Pantið ykkur miða sem fyrst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..  Gott að fá líka fram óskir um borð, ef vinahópar vilja sitja saman. Húsið opnar kl 18.30.  Hægt að kaup miða í Harðarbóli föstudaginn 22. feb á milli kl 17 og 20.

Miðar verða líka til sölu á Árshátíðarmótinu sem haldið verður að venju í reiðhöllinni laugardaginn 23.

Hestamenn í Karlakór Kjalnesinga ætla að syngja nokkur hestalög, eins þeim einum er lagið.

NefndinCapture

Reglur í reiðhöll

Félagsmenn eru beðnir um að virða reglurnar.  Skoðið vel stóra spjaldið við innganginn og lærið reglurnar.  Munið að hreinsa hestaskítinn eftir hestinn.
Ef þér finnst einhver trufla þig í þínu prógrammi, er oftast besta leiðin að tala beint við viðkomandi í góða tón og biðja um smá tillitsemi.  Samtímis biðjum við þá sem eru t.d. að æfa prógramm að láta aðra reiðmenn vita af því ef ykkur langar til að fara af sporaslóð og taka nokkra hringi, hvort að það sé ekki í lagi 😊 Oftast leysist málið ef við bara tölum saman og misskilningi er eytt😊

Við erum öll í hestamennskunni til að hafa gaman. Höfum gaman saman!!!

POLLAR ! POLLAR ! POLLAR !

Pollanámskeið – teymdir og ekki teymdir 6 skipti

Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki og grunnstjórnun hestsins í gegn um leik og þrautir. Foreldrar teyma undir börnunum eða eru á staðnum. Höfum gaman saman með hestinum. Ætlað fyrir 7 ára og yngri.
ATH: KRAKKAR MÆTTA MEÐ EIGIN HEST OG BÚNAÐ.

Kennari: Ragnheiður Þorvaldsdóttir

Dagsetningar Miðvikudaga
BYRJAR 13.2.
13.2.
20.2.
27.2.
13.3.
20.3.
(engin kennsla 7.mars)

Ath: Staðsetningu: BLÍÐUBAKKAHÚSIÐ!
kl 17-1730 teymdir
kl 1730-18 ekki teymdir

Kennt einu sinni í viku í hálftíma í 5 skipti
Skraning í gegnum email This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Verð: 3.500 kr

Styrk til uppbyggingar TREC þrautabrautarsvæðis

Hestamannafélagið Hörður hlaut í dag styrk upp á 2.000.000 kr frá Samfélagssjóði Kaupfélags Kjalarnesþings til uppbyggingar TREC þrautabrautarsvæðis, en slíkt svæði mun nýtast æskulýðsstarfi, nemendum FMOS, reiðskólabörnum og öllum félagsmönnum sem vilja þjálfa hestana sína í brautunum. Svæðið verður byggt upp í beitarhólfi milli gamla íþróttavallar og reiðhallar og mun verða eitt glæsilegasta þrautabrautar svæði landsins og býður uppá einstaka möguleika á keppni í þrautum og víðavangskeppni. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir með vorinu.51144988_283248169010975_3141866433558872064_n.jpg51767650_1213898908786969_4993309371803893760_n.jpg

Íþróttakarl og Íþróttakona Harðar 2018

Benedikt Ólafsson er Íþróttakarl og Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir er Íþróttakona Harðar 2018.  Viðurkenningar þeirra verða veittar á árshátíð Harðar 23. febrúar nk.

Ekki þarf að fjölyrða um afrek Benedikts á árinu, en þar rís hæst Landsmótsmeistara titillinn. 

VETRARMÓT HARÐAR

1 vetrarmót  2.sæti

2 vetrarmót 3. sæti

3 vetrarmót 2. sæti

ÍÞRÓTTAMÓT HARÐAR

Tölt T3  2. sæti

Fjórgangur 1. sæti

Fimmgangur 4. sæti

GÆÐINGAMÓT HARÐAR

Unglingaflokkur 1. sæti

A flokkur Áhugamanna  2. sæti

100m skeið  3. sæti

Valinn ásamt Biskupi frá Ólafshaga glæsilegasta par mótsins.

BLUE LAGOON MÓTARÖÐIN

Fjórgangur.    2. sæti

Fimmgangur. 1. sæti

LÍFLANDSMÓT FÁKS

Fjórgangur 4.sæti

Fimmgangur 2.sæti

MEISTARADEILD ÆSKUNNAR

Fimmgangur 8.sæti

REYKJAVIK RIDERS CUP

 Fjórgangur 7.sæti

REYKJAVIKURMÓT

Gæðingaskeið 1.sæti

LANDSMÓT

Unglingaflokkur 1.sæti

ÍSLANDSMÓT

Tölt T1  2.sæti

Fimi 3.sæti

Fimmgangur 7.sæti

SUÐURLANDSMÓT YNGRI FLOKKA

Tölt T3 2.sæti

Fjórgangur 7.sæti

Fimmgangur 2.sæti

Gæðingaskeið 2.sæti

 

 

Aðalheiður gerði frábæra hluti á árinu

 

Meistaradeild 4g - 5. sæti

Meistaradeild gæðingafimi - 3. sæti

Meistaradeild PP1 - 4. sæti

Meistaradeild skeið í gegn - 7. sæti

Meistaradeild, sæti í einstaklingskeppni - 7. sæti

ÍÞRÓTTAMÓT HARÐAR

4g - 2. sæti

5g - 5. sæti

GÆÐINGAMÓT HARÐAR

B-flokkur 1. og 2. sæti

A-flokkur 2. sæti

ÍÞRÓTTAMÓT SLEIPNIS

Slaktaumatölt - 1. sæti

Fjórgangur - 2. sæti

Fimmgangur - 6. sæti

ÍSLANDSMÓT

Gæðingaskeið - 2. sæti

Slaktaumatölt - 2. sæti

fjórgangur - 6. sæti

REIÐMENNSKUVERÐLAUN FT OG ISIBLESS Á LANDSMÓTI OG FT FJÖÐRIN

TILNEFND TIL KYNBÓTAKNAPA OG KNAPA ÁRSINS

Stjórnin38774895_964187550428183_333940033750827008_n.jpg36919726_10157580447743146_5179765369685934080_n.jpg

Sirkus helgarnámskeið 16-17Feb

Helgina  16- 17 Feb.
Staðsetning Reiðhöll Hörður
Kennari Ragnheiður Þorvaldsdóttir.
5 tímar 1 bóklegur og 4 verklegir.


Laugardagur:  7 games eftir Pat Parelli. Sunnudagur: Smellu þjálfun, brellu þjálfun og umhverfis þjálfun.
Unnið er eingöngu með hestinn í hendi. Útbúnaður sem þarf er snúrumúll og langur mjúkur kaðaltaumur. Smella sem fæst í helstu gæludýrabúðum og Líflandi. Aldurstakmark 12 ára.
Skemmtilegt námskeið til að nálgast hestamennskuna á annan hátt.
Ragnheiður leggur mikið upp úr fjölbreitni í þjálfun og að gleyma ekki afhverju við erum öll í hestamennsku,  JÚ AF ÞVÍ AÐ ÞAÐ ER SVO GAMAN.

Lágmarksfjöldi á námskeiðinu er 8 manns – max 12 manns.

Verð 12000 isk.

Skráning: skraning.sportfengur.com39519296_10216909056588627_1289621650689490944_o.jpg