- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Miðvikudagur, apríl 24 2024 08:39
-
Skrifað af Sonja
Þá er komið að því að hreinsa hverfið okkar, reiðgöturnar og nær umhverfið eins og við gerum hvert vor.
Við byrjum við reiðhöllina kl 9.30 næstkomandi fimmtudag, sumardaginn fyrsta.
Allir fá úthlutað svæði til að hreinsa, og plastpokum til að setja ruslið í. Það er nóg pláss fyrir alla og fólk hvatt til að taka þátt, ungir sem aldnir. Gott er að hafa með malarhrífur séu slíkar tiltækar og þeir sem eiga léttar kerrur mega gjarnan hafa þær með. Gámur verður staðsettur við reiðhöllina og í hann losum við ruslið.
Um klukkan 12 verður boðið upp á grillaða hamborðara og pylsur við reiðhöllina.
Eins og félagsmenn vita, þá er hreinsunin bæði gagnleg og skemmtileg og mikilvægt að við stöndum öll saman í að gera snyrtilegt í kringum hesthúsin og okkar íþróttasvæði. Því fleiri sem leggja hönd á plóg því betra 😊
Mætið endilega tímanlega, eigum skemmtilegan dag saman!
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Mánudagur, apríl 22 2024 14:17
-
Skrifað af Sonja
Við óskum eftir hugmyndum af atriðum frá Harðarfélögum á öllum aldri fyrir dag íslenska hestsins þann 1. maí nk.
Það er allt opið - endilega komipð með hugmyndir og sendi á okkur á hordur@hordur.is fyrir 25.apríl næstkomandi!
Við erum að leita eftir miklu fjölbreytni og alskonnar hugmyndum! Getur verið fleiri saman eða einhver einn, eða jafnvel eitthvað blandað með hest og einhver án hest eða með hund eða nefndu það :)
Við miðum við að hver atriði taki sirka 5mínútur!
Endilega sendi okkur eftirfarandi upplýsingar:
Nafn/nöfn þátttakanda/-enda og stutt lýsing á atriði og hvort óskað er eftir tiltekinni tónlist í atriðið.
Hestamannafélag Hörður

- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 23 2024 13:26
-
Skrifað af Sonja

- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Fimmtudagur, apríl 18 2024 14:36
-
Skrifað af Sonja
Lokun reiðleiðar vegna framkvæmda
Unnið er að lagningu kaldavatnslagnar við Skarhólabraut. Lögnin mun liggja meðfram reiðstíg frá Skarhólabrautinni og niður að Reykjavegi.
Framkvæmdir eru hafnar en gert hefur verið ráð fyrir hjáleið sem nýtist sem reiðleið hluta framkvæmdatímans, hún hefur þegar verið tekin í notkun.
Verkið verður stöðvað fram yfir 9. júní þannig að leiðinni verður ekki lokað fram að þeim tíma, heldur notuð áður nefnd hjáleið. Svo mun leiðinni verða lokað í óákveðinn tíma.

