Hreinsunardagur

Minni á hreinsunardaginn sumardaginn fyrsta frá kl 10 – 12 n.k. fimmtudagur).  Hittumst við reiðhöllina.  Gylfi formaður Umhverfisnefndar deilir út svæðum og ruslapokum.

Hvet félagsmenn til að taka til í hverfinu og í kringum hesthúsin.  Að venju verður gámur við reiðhöllina. Grillaðar pylsur eftir hreinsun.

Umhverfisnefnd.

Veikir hestar

Að undanförnu hafa hestar verið að veikjast í Hafnarfirði, Spretti og fleiri hverfum. Sóttin hefur borist í hverfið okkar og eru nokkrir hestar orðnir veikir.  Lýsingin er lystarleysi, slappleiki og hiti. Gott er að mæla hrossið og kalla til dýralækni sem gefur hrossinu sýklalyf o.fl. Sóttin ætti að ganga yfir á 3 – 5 dögum. Hún er smitandi, en erfitt er að koma í veg fyrir smitun. Höfum þetta þó í huga í allri umgengni. Þó er æskilegt að hleypa veikum hrossum út í gerði. Það ætti ekki að saka.

Form.

Skriftstofu lokuð

Kæru félagar

Ég verð í frí frá því þessa helgina og kem aftur 26.april, skriftstofa Harðar verður lokuð á þessari tíma.
Ef einhver vill fá reiðhallarlykill eða bóka höllina í þessari tíma (páskar), eða er með annað mál, þá bið ég ykkur um að hafa samband við mig í þessari viku/sem fyrst.

Kærar þakkir
Sonja Noack
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Nýtt deiliskipulag – fleiri lóðir

Fljótlega mun nýtt deiliskipulag verða auglýst og þá gefst möguleiki á að koma að athugasemdum. Nýtt deiliskipulag verður til fyrir áeggjan stjórnar Harðar, en það er mat margra að vöntun er á lóðum undir hesthús.  Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað mjög hratt og áætlun bæjarins er að íbúum muni fjölga í 30.000 á næstu árum.  Deiliskipulagið gerir ráð fyrir verulegri fjölgun, en fjölgunin nái til næstu 10 – 15 ára.  Deiliskipulagið var ekki unnið af stjórn félagsins, heldur unnið af arkitektastofu í samráði við bæjaryfirvöld. Okkar sýn var samt sú að nýta vel mögulegt svæði svo ekki þyrfti að breyta deiliskipulagi aftur síðar. Hvaða lóðum verði síðan úthlutað er seinni tíma mál og væntanlega mun stjórn félagsins geta haft einhver ítök þar.  Þegar nýja deiliskipulagið hefur verið auglýst, er hugmyndin sú að fá arkitektinn og vonandi fulltrúa bæjarins á félagsfund þar sem hugmyndirnar yrðu kynntar og ræddar.

Formaður

Aðalfundur Félags hesthúsaeigenda á Varmárbökkum í Mosfellsbæ

Aðalfundur Félags hesthúsaeigenda á Varmárbökkum í Mosfellsbæ verður haldinn fimmtudagskvöldið 9. maí 2019 í Harðarbóli. Fundurinn hefst kl: 20:00.
 
Dagskrá aðalfundar:  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.   2. Skýrsla formanns um starfsemi félagsins árið 2018.  3. Endurskoðaður ársreikningur félagsins lagður fram til afgreiðslu.   4. Lagabreytingar.  5. Ákvörðun um félagsgjald.  6. Kosning til stjórnar félagsins.  7. Kosning endurskoðanda.  8. Önnur mál. 
Tillaga að nýrri lagagrein: Lagt er til að nýrri lagagrein verði bætt inní lög félagsins varðandi tilkynningaskyldu hesthúseigenda um eigendaskipti svohljóðandi: 
13. gr.
Hesthúsaeigendum ber að tilkynna eigendaskipti á hesthúsum til félagsins. 
Tillaga að lagabreytingu: Lagt er til að breyta 4. gr. sem er svohljóðandi:  
Félagið er deild innan Hestamannafélagsins Harðar. Stjórn félagsins er skipuð 5 mönnum, þar af einum tilnefndum af stjórn hestamannafélagsins Harðar. Stjórn félagsins er kosin á aðalfundi. Aðrir í stjórn eru kosnir óhlutbundinni kosningu til 2ja ára í senn. Stjórn skiptir með sér verkum.
4. gr. verði: 
Stjórn félagsins er skipuð fimm félagsmönnum og þar af einum tilnefndum af Hestamannafélaginu Herði. Stjórn félagsins er kosin á aðalfundi til tveggja ára þannig að tveir gangi úr stjórn ár hvert. Þeir sem ganga úr stjórn með þessum hætti geta verið endurkjörnir.
 
Mosfellsbæ mars 2019
    Stjórn Félags hesthúsaeigenda  á Varmárbökkum í Mosfellsbæ