Vetrarþjálfun Harðarkrakka - með Thelmu Rut

Vetrarþjálfun Harðarkrakka

Spennandi námskeið fyrir krakka í Herði.
Aldur er ca 10-15ára (reynum að hópa eftir aldri ef það verða nógu margar skráningar).
Námskeiðið er byggt upp á bæði verklegum og bóklegum hluta.
Námskeiðið byrjar á bóklegan tíma í Harðarboli 03.1. kl 19:15-20:15.
Verklegir tímar fara svo fram í Reiðhöll Harðar á eftirfarandi dagsetningum (miðvikudögum):
10.01.
17.01.
24.01. BLÍÐUBAKKA
31.01.
07.02.

Það verða bara 4-5 í hóp og er tíminn 45min á hvern hóp Tímar eru kl 19:00-19:45
Þegar það eru helgaruppákomur hjá æskulýðsnefnd er það innifalið í þennan námskeið nema annað verður tekið fram. Kennari bóklegt/verklegt: Thelma Rut Davíðsdóttir

Verð á hvern þáttakanda er 18000 kr
Það verður framhald í boði!

Skráning: https://www.sportabler.com/shop/hfhordur

Knapamerki 3 - verklegt - fullorðna

Knapamerki 3 - verklegt - fullorðna

verklegur hluti (bóklegt er sérnámskeið sem alltaf kennt er um haustið) 

Knapinn öðlast vald og þekkingu á eftirfarandi þáttum: 

Að láta hestinn víkja um fram og afturhluta 

Knapinn hafi vald á lóðréttri ásetu, stígandi ásetu og hálfléttri ásetu 

Knapinn geti riðið gangskiptingar markvisst og af nákvæmni 

Knapinn geti riðið við slakan taum og langan taum 

Knapinn geti látið hestinn fara krossgang áfram og til hliðar á sama tíma 

Knapinn hafi gott vald á að nota reiðvöllinn rétt 

Knapinn hafi tileinkað sér rétt viðhorf gagnvart hestinum bæði í reiðmennsku & umgengni 

Knapinn geti látið hestinn fara rétt yfir slár og stökkva yfir litla hindrun 

Kennt verður 1-2x í viku, á þriðjudögum 1930 og stundum á fimmtudögum 19

18 verklegir tímar plús prófi og skírteini.

Kröfur til knapans: Búin með bóklega og verklega Knapamerki 2. Best er þegar Knapinn er búin að taka bóklega hluti í Knapamerki 3 um haustið. 

Kröfur til hestsins: Hesturinn á að vera spennulaus og vera með fín gangskil af 4 gangtegundum.

Tímasetningar: Kl 1930-2030 (Þriðjudaga og suma fimmtudaga 19-20

Dagsetningar 

Janúar þ02 / þ09 / f04 / þ16 / f18 / þ 23 / þ30 
Febrúar f 08 / þ06 / þ13 / f15 /þ20 / þ27 /f29 / 
Mars þ05 / þ12 / f14 /þ19 /   
Verklegt próf 21. Mars

Kennari : Sonja Noack

Minnst 4, max 4 manns. 

Námskeiðið byrjar 02. janúar 2024

Verð: fullorðna 66000 krónur 

 

ATH: Börn - unglingar og ungmenni voru auglýst í sérpóst

Skráning: https://www.sportabler.com/shop/hfhordur

knapamerki2.jpg

 

 

Knapamerki 3 - verklegt - börn - unglinga - ungmenni

Knapamerki 3 - verklegt - börn - unglinga - ungmenni

verklegur hluti (bóklegt er sérnámskeið sem alltaf kennt er um haustið) 

Knapinn öðlast vald og þekkingu á eftirfarandi þáttum: 

Að láta hestinn víkja um fram og afturhluta 

Knapinn hafi vald á lóðréttri ásetu, stígandi ásetu og hálfléttri ásetu 

Knapinn geti riðið gangskiptingar markvisst og af nákvæmni 

Knapinn geti riðið við slakan taum og langan taum 

Knapinn geti látið hestinn fara krossgang áfram og til hliðar á sama tíma 

Knapinn hafi gott vald á að nota reiðvöllinn rétt 

Knapinn hafi tileinkað sér rétt viðhorf gagnvart hestinum bæði í reiðmennsku & umgengni 

Knapinn geti látið hestinn fara rétt yfir slár og stökkva yfir litla hindrun 

Kennt verður 1-2x í viku, á þriðjudögum 1830 og stundum á fimmtudögum 18-19 inni blíðubakkahöllinni,

18 verklegir tímar plús prófi og skírteini.

Kröfur til knapans: Búin með bóklega og verklega Knapamerki 2. Best er þegar Knapinn er búin að taka bóklega hluti í Knapamerki 3 um haustið. 

Kröfur til hestsins: Hesturinn á að vera spennulaus og vera með fín gangskil af 4 gangtegundum.

Tímasetningar: Kl 1830-1930 (Þriðjudaga og suma fimmtudaga 18-19(fimmtudagar eru inni Blíðubakka)

Dagsetningar 

Janúar þ02 / þ09 / f11 / þ16 / þ 23 / þ30
Febrúar f 01 / þ06 / þ13 / þ20  / þ27
Mars þ05 / f07 /þ12 / þ19 / f21 
Apríl þ02 / þ09 
Verklegt próf þriðjudagur 16. Apríl 

ATH PÁSKAFRÍ  26.mars2024

Kennari : Thelma Rut Davíðsdóttir

Minnst 4, max 4 manns. 

Námskeiðið byrjar 02. janúar 2024

Verð: Unglingar/Ungmenni 44.000 krónur 

 

https://www.sportabler.com/shop/hfhordur

Vinna í hendi - námskeið 2024

Vinna í hendi - námskeið - FULLT / Biðlista

6 skipti kennt á þriðjudögum kl.18:30 í Blíðubakkahöllinni.

Tíminn er í 45min - 2hópar í boði (1830 og 1915)

Fyrsti tími 16. Janúar

Farið verður í gegnum nokkrar mismunandi útfærslur af vinnu við hendi.
Vinna við hendi styrkir samband knapa og hests, eykur fjölbreytni í þjálfun, er liðkandi (fyrir bæði mann og hest) æfir stjórnun og samhæfingu og svo mætti lengi telja.
Vinna við hendi er líka frábær undirbúningur fyrir það sem koma skal á baki.

Kennari verður Ingunn Birna Ingólfsdóttir en hún er útskrifaður þjálfari og reiðkennari frá Hólum og að auki með áralanga reynslu af tamningum og þjálfun.

Verð: 18500 kr

4pláss á hóp

Skráning:  https://www.sportabler.com/shop/hfhordur

404995808_701626428733882_5460908165525863846_n.jpg

 

 

Pollanámskeið – teymdir og ekki teymdir - 2024 - 5 skipti

Pollanámskeið – teymdir og ekki teymdir - 2024 - 5 skipti
Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki og grunnstjórnun hestsins í gegn um leik og þrautir. Foreldrar teyma undir börnunum eða eru á staðnum. Höfum gaman saman með hestinum. Ætlað fyrir 7 ára og yngri.
ATH: KRAKKAR MÆTTA MEÐ EIGIN HEST OG BÚNAÐ.
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Dagsetningar Þriðjudagar
BYRJAR 23.1.
23. janúar
30. janúar
06. febrúar
13. febrúar
20. febrúar
kl 1600-1630 teymdir
kl 1630-1700 ekki teymdir
Kennt einu sinni í viku í hálftíma í 5 skipti í BLÍÐUBAKKAHÖLLINNI
Verð: 5000 kr
Skráning:
https://www.sportabler.com/shop/hfhordur

405948534_370073438847060_4080097495358700676_n.jpg

 

Aðventukvöld í Harðarbóli - Hestamenn í Herði 60+

🌲🌲🌲

 

Hestamenn í Herði 60+

Aðventukvöld í Harðarbóli

fimmtudaginn 14. desember 2023.

Húsið opnar kl. 19:00

Borðhald hefst kl. 19:30

🎹

Guðmundur á Reykjum þenur nikkuna í anddyrinu og kemur okkur í rétta gírinn.

Matseðill

Aðlaréttur

Jólahangikjöt borið fram með kartöflum í hvítri sósu, rauðkáli, grænum baunum og laufabrauði

Eftirréttur

Hinn margrómaði jólaís

" ala" Þuríður á Reykjum.

🍷🍺🍷

Opinn bar og drykkir seldir á sanngjörnu verði.

Þeir sem vilja geta tekið með sér sína drykki.

Hátíðardagskrá.

Félagar úr Karlakór Kjalnesinga.

Einsöngvari Jón Magnús Jónsson.

Undirleikari Andri Gestsson

🎸🎹

Hákon Hákonarson og Kristín Ingimarsdóttir

stilla saman strengi og stjórna fjöldasöng

eins og þeim einum er lagið.

 

Verð kr. 5000

posi á staðnum.

Tilkynnið þátttöku hjá Sigríði Johnsen

á netfangiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

eða í síma 896-8210

í síðasta lagi föstudaginn 8.des.

🌲🌲🌲

Með góðum kveðjum og tilhlökkun að hitta ykkur öll í jólaskapi

🙂😘🙂

Lífið er núna njótum þess

Hákon, Gunnar, Kristín, Sigríður, Þórdís, Þuríður.

Þrif á reiðtygi + Jólasmáköku/kakópartý - Sunnudagur 17. desember kl. 14-16 - Æskulýðsnefnd

Þrif á reiðtygi + Jólasmáköku/kakópartý - Sunnudagur 17. desember kl. 14-16 - Æskulýðsnefnd
Við ætlum að hittast í reiðhöllinni næstkomandi sunnudag (kl. 14-16).
Gerum reiðtygin klár fyrir útreiðar vetrarins, drekkum kakó og borðum jólasmákökur saman.
Endilega að koma með fötu en svampar, tuskur, sápa og olía er á staðnum.
Ef einhver er í þrifstuði eða einfaldlega vill læra að hirða reiðtygi rétt, en er ekki með eigið reiðtygi, þá er hægt að heyra í Sonju og fá hnakka og beisli í láni hjá reiðskóla hestasnilld (Sonja 865 9651).😁
Vonumst til að sjá sem flesta!
þrif.jpg
 

Heimsókn til Benedikts - Heimsmeistari og Harðarfélagi

ATH ÆSKULÝÐSNEFND

Næstkomandi sunnudag, 10.12. Kl 13, býður Benedikt Ólafsson- heimsmeistari og Harðarfélagi- heim til sín í Ólafshaga!

Hvetjum alla krakka, unglinga og ungmenni að mæta!

Benedikt ætlar að sýna hesthúsið og aðstöðuna og tala um þjálfun og kynna sig fyrir öllum!

Mæting í Ólafshaga í Mosfellsdalnum kl 13:00
Mælum með að foreldrar sameina ferðirna 🙂

Áslaug Erlín Þorsteinsdóttir ætlar að vera á staðnum fyrir hönd æskulýðsnefndar 🥰

 

Ist möglicherweise ein Bild von 3 Personen, Pferd, Hose und Text408289396_849211387214250_1344840652756633466_n.jpg

 

Sýnikennsla með Súsanna Sand

Sýnikennsla þriðjud 12 des n.k.
Súsanna Sand mun fjalla um áherslur sínar í þjàlfun í upphafi vetrar.
Sýnikennslan hefst kl. 19:00 í reiðhöllinni Harðar í Mosfellsbæ
Allir velkomnir!
Verð kr. 1000
Frítt fyrir 21árs og yngri

408034777_850113980457324_517751098657817323_n.jpg

 

 

Hindrunarstökksnámskeið æskulýðsnefndar

Hindrunarstökksnámskeið er skemmtileg og fjölbreytt námskeið þar sem unnið er með hindranir og brokkspýrur til að styrkja þor og styrk bæði hjá hesti og knapa.
Byrjað er á lágum hindrunum og eru þær hækkaðar hægt og rólega eftir getu knapa og hests.

Knapi þarf að hafa góða stjórn á hesti sínum og þarf að hafa gott grunnjafnvægi.

Kennt er í 45 mínútur í senn, í 4-5 manna hópum.

Kl 17-17:45 og 17:45-18:30

Kennt verður á föstudögum og er námsekiðið 6 skipti í heildina.

Kennt verður á eftirfarandi dagsetningum: 19.1. / 26.1. / 16. 2. / 23. 2. / 15. 3. / 22. 3.

Kennari námskeiðsins verður Guðrún Margrét Valsteinsdóttir sem er útskrifuð með B.Sc. í Reiðmennsku og reiðkennslu frá Háskólanum á Hólum.

 

Verð: 12500kr

400834310_229714256807954_4293705713222380703_n.jpg