- Nánar
-
Flokkur: Kvennadeild
-
Skrifað þann Mánudagur, maí 14 2012 22:40
-
Skrifað af Super User
Kæru Harðarfélagar nú líður að kirkjukaffinu, okkur vantar kökur, brauð og þessháttar á kökuhlaðborðið. Tekið verður á móti bakkelsinu milli 11:00 og 12:30 í Harðarbóli. Hvetjum við alla félaga til að koma með eitthvað gómsætt eins og vanalega. Hittumst svo hress og kát.
Stjórn kvennadeildarinnar.
- Nánar
-
Flokkur: Kvennadeild
-
Skrifað þann Mánudagur, maí 14 2012 22:16
-
Skrifað af Super User
Þá er loksins komið að því, Langbrókarmótið 2012, skemmtimót kvennadeildarinnar, sem allar hafa beðið eftir verður haldið með pompi og prakt næstkomandi föstudag þann 18. maí! Það passar akkúrat að síðustu leifar marbletta eru sagðir horfnir eftir síðasta Langbrókarfjör (við nefnum engin nöfn) og því tímabært að fara að huga að einhverri gleði. Nú er stefnt að því að sleppa marblettakaflanum og því er dagskráin með eftirfarandi hætti:
1. Hittumst í Naflanum klukkan 18:30
2. Förum ríðandi upp í Varmadal til snillingshjónanna Nonna og Haddýar - þokki og glæsibragur mun einkenna hópinn (enda Helena Kristins með í för)
3. Fordrykkur í Varmadal
4. Langbrókarmótið formlega sett - laufléttar þrautir með megin áherslu á þokka og gleði - stefnt er á marblettalaust mót!
5. Boðið er uppá kjúklingasalat og létta drykki í hesthúsinu
6. Riðið heim (og enn er stefnt að þokka og gleði)
7. Móti formlega slitið - alls óvíst með hvenær (en hverjum er ekki sama!)
Þema mótsins er fjólublátt fyrir allan peninginn!!!!
Skráning fer fram á Feisbúkk eða senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Kvennadeild Harðar
- Nánar
-
Flokkur: Kvennadeild
-
Skrifað þann Laugardagur, apríl 28 2012 17:43
-
Skrifað af Super User
Fáksarar komu í heimsókn til okkar Harðarmanna í dag og heyrðum við því fleygt að ekki hafa mætt svona margir síðan að kaffið var í Hlégarði í gamla daga. Brokkkórinn kom og söng nokkur lög við miklar vinsældir og frábærar undirtekktir, þökkum við þeim snilldar kór fyrir sönginn og vonumst við til að heyra í þeim aftur að ári. Við viljum þakka öllum þeim sem komu með kökur og góðgæti. Sérstakar þakkir til þeirra sem stóðu vaktina í eldhúsinu. Aldrei klikkar kvennadeild Harðar sem er orðin með þeim öflugri á landinu, ÞREFALT HÚRRA FYRIR ÞEIM.
Stjórn kvennadeildarinnar.