Stækkun golfvallar, fundarboð!

Harðarfélagar eru boðnir velkomnir á kynningarfund í Harðarbóli þann 31.október klukkan 16.30

Skipulag íþróttasvæðis við austurhluta Hlíðavallar
Mosfellsbær auglýsir til kynningar og umsagnar verk- og skipulagslýsingu vegna aðal- og deiliskipulags fyrir íþróttasvæðið við Hlíðavöll.
Markmið skipulagslýsingar er fyrst og fremst að kynna fyrir íbúum og helstu hagaðilum áform skipulagsins. Þar með talið tilgang, ástæður, áætlun, áhrif, markmið, áform og fyrirhugaða tímalínu ferlis. Skipulagslýsing er fyrsta skref í opnu samráði og mikilvæg upplýsingagjöf. Í verk- og skipulagslýsingu er ekki að finna uppdrætti, tillögur eða útfærslur breytinga eða nýtt skipulag. Slíkt verður kynnt með áberandi hætti á síðari stigum.
Markmið aðal- og deiliskipulags Hlíðavallar er að bæta öryggi iðkenda svæðisins og íbúa sem fara um eða búa í nálægð við golfvöllinn. Endurhanna á brautir og högglínur svo öryggi gangandi, hlaupandi, hjólandi og ríðandi verði betur tryggt. Með breytingu er stefnt að því að stækka íþróttasvæðið til austurs við strandlengjuna svo færa megi brautir og þrengja völlinn.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta, fyrirhuguð stækkun vallarins snertir okkur verulega og mikilvægt að við séum upplýst um málið og framvindu þess.

464152684_1086254950176558_4503321015763725477_n.jpg

 

 

Aðalfundur 6.nov 2024 kl 20:00

Boðað er til aðalfundar hestamannafélagsins Harðar miðvikudaginn 6. nóvember 2024  kl 20 í Harðarbóli.

Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta. 

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 5. gr félagsins.

Dagskrá aðalfundar skal vera:

Formaður setur fund og tilnefnir fundarstjóra og fundarritara

Formaður flytur skýrslu stjórnar

Gjaldkeri skýrir reikninga félagsins og kynnir 9 mánaða milliuppgjör

Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins

Reikningar bornir undir atkvæði

Fjárhagsáætlun næsta árs og umræður

Árgjald ákveðið

Lagabreytingar

Kosningar samkvæmt 6. grein laga félagsins

Önnur mál

Fundarslit

6.grein

Stjórn félagsins skipa átta manns auk formanns. Stjórnin skiptir með sér verkum að undanskildum formanni, sem kosinn er beinni kosningu. Kosning stjórnar og formanns félagsins skal fara fram á aðalfundi félagsins samkvæmt eftirfarandi reglum:

Formaður skal kosinn til eins árs í senn og getur verið endurkjörinn alls þrisvar sinnum.

Átta meðstjórnendur skulu kosnir til tveggja ára þannig að fjórir stjórnarmenn gangi úr stjórn ár hvert. Þeir sem ganga úr stjórn með þessum hætti geta verið endurkjörnir.

Á aðalfundi skal kjósa tvo skoðunarmenn reikninga félagsins til eins árs í senn.

Þá skal og kjósa fulltrúa félagsins á ársþing og aðalfundi þeirra samtaka sem félagið á aðild að en formaður félagsins skal þó teljast vera sjálfkjörinn.  Aðalfundur getur heimilað stjórn að tilnefna fulltrúa til setu á fundum þeim sem getið er hér að framan.

Einungis félagar eldri en átján ára eru kjörgengir í kosningum til stjórnar, formanns félagsins, til að vera skoðunarmenn ársreikninga og til að vera fulltrúar félagsins á ársþingum og aðalfundum þeirra samtaka sem félagið á aðild að.

Framboð til kosninga á aðalfundi skulu berast stjórn minnst 7 dögum fyrir aðalfund.

Knapamerki bóklegt

Boðið verður upp á bóklegt nám í öllum knapamerkjunum í haust sem fer fram á formi fjarkennslu. Því lýkur svo á skriflegu prófi sem fer fram í TM-höllinni í Spretti. Kennari er Sigrún Sig Hörður mun síðan bjóða upp á verklega kennslu eftir áramót ef þátttaka næst og verður það auglýst síðar. Hvetjum alla til að skrá sig í þetta skemmtilega og gagnlega nám sem hentar öllum aldurshópum!

 

 

Bókleg knapamerkjakennsla haustið 2024

Bókleg knapamerki verða kennd í október/ nóvember (ef næg þátttaka fæst) og lýkur námskeiðunum með skriflegum prófum í haust..

Námskeiðið er opið öllum þeim er hafa áhuga á að ljúka bóklegu námi í haust.

Knapamerkjabækurnar fast td í Líflandi, Ástund og hjá Hólaskóla. Sum bókasöfn eiga einnig eintök. ( ATH Nýjustu bækurnar eru allar gormabækur)

Áætlaðir kennsludagar eru 

Km 1 og 2    30/10-4/11-6/11-11/11

Km 3     31/10-5/11-7/11-12/11-14/11-19/11

Km 4.    31/10-5/11-7/11-12/11-14/11-19/11-21/11

KM 5     Áhugasamir sendi línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Knapamerki 1.  8 bóklegir tímar (4 skipti) og próf                Kr. 19.000.-

Knapamerki 2.   8 bóklegir tímar (4 skipti) og próf                kr.  19.000.-

Knapamerki 3.  12  Bóklegir tímar (6 skipti)og próf                 kr.  22.000-

Knapamerki 4   14 bóklegir tímar ( 7skipti) og próf              kr.   32.000

Kennsla er að mestu á netinu og verða sendar nánari upplýsingar á þátttakendur þegar nær dregur.  Öll skrifleg próf fara fram í  TM höllinni í Spretti.

Skráning á sportabler  þar sem skráð er í hvert km fyrir sig.

Kennari: Sigrún Sig

 

ATH! Lokun reiðleiðar.

Nú stendur til að ljúka framkvæmdum við Varmárræsi neðan við íþróttahúsið að Varmá. Við það lokast reiðstígurinn frá Tunguvegi að Brúarlandi tímabundið. Áætlað er að verklok við verkið verði 31. október n.k. 

Það verður lítil umferð vinnuvéla og leiðin upp með Köldukvísl og undirgöngin við Varmá við Tunguveg verða opin.

 

varma.jpg

 

Í tún­inu heima 2024

ENGIN FLUGELDASÝNING!

Bæjarhátíðun Í túninu heima er framundan og nokkrir viðburðir snerta okkar svæði, reiðleiðir eða öryggi hrossa og reiðmanna umfram aðra.

Tindahlaupið á laugardag og hjólaviðburðurinn Fellahringurinn á fimmtudag fara fram árlega, við höfum þegar sent út tilkynningu um hjólakeppnina Fellahringurinn en höfum ekki upplýsingar um lokanir eða truflanir vegna Tindahlaupsins. Frekari upplýsingar á vefslóðum í samantektinni hér að neðan. Við sýnum tillitssemi að vanda og skemmtum okkur vel saman.

Fimmtudagur 29. ágúst.

18:00 Fellahringurinn – sjá tilkynningu á heimasíðu og facebooksíðu Harðar. REIÐLEIÐUM VERÐUR LOKAÐ Á MEÐAN KEPPNIN FER FRAM Á ÞEIM.

Hér eru leiðirnar sem hjólaðar verða:

https://www.strava.com/routes/9729777 og https://www.strava.com/routes/2862819023435245748

Föstudagur 30. ágúst

20:30 Skrúðgöngur leggja af stað frá Miðbæjartorgi.

Hestamannafélagið Hörður leiðir gönguna með vöskum fákum.

Laugardagur 31. ágúst

9:00-17:00 Íþróttasvæðið á Tungubökkum

Fótboltamót Aftureldingar og Gæðabaksturs, 6. og 7. flokkur karla og kvenna.

Búast má við fjölda bíla og að þeim sé lagt á reiðvegi jafnvel.

9:00-16:00 Tindahlaupið

Náttúruhlaup sem hefst við Íþróttamiðstöðina að Varmá. Ræst verður í þremur ráshópum, 5 og 7 tindar kl. 9:00, 1 tindur og 3 tindar kl. 11:00. Fjórar vegalengdir í boði, 7 tindar (38 km), 5 tindar (34 km), 3 tindar (19 km) og 1 tindur (12 km). Tindahlaup Mosfellsbæjar er í boði Nettó.

Hlaupaleiðir á korti: https://tindahlaup.is/hlaupaleidir/ Hlaupinu lýkur í síðasta lagi kl 16.00.

12:00-17:00 Wings and Wheels – Tungubakkaflugvöllur

Fornbílar, flugvélar og dráttarvélar verða til sýnis. Kl 13.30 fer fram glæsilegt listflug! Stótsveit Íslands ásamt söngvurum verða með tónleika á staðnum kl 14.30 og aftur kl 15.30.

Karamellukast á Tungubökkum kl 16.30

13:00-14:00 Teymt undir börnum á Stekkjarflötinni í boði Hestamenntar.

21:00-23:00 Stórtónleikar á Miðbæjartorgi

Engin flugeldasýning er í ár!

Sunnudagur 1.september

9:00-17:00 Íþróttasvæðið á Tungubökkum

Fótboltamót Aftureldingar og Gæðabaksturs, 6. og 7. flokkur karla og kvenna

Búast má við fjölda bíla og að þeim sé lagt á reiðvegi jafnvel.

Yfirreiðkennari Harðar

Gengið hefur verið frá ráðningu í starf yfirreiðkennara/þjálfara hjá Herði. Harðarfélaginn Thelma Rut Davíðsdóttir hlaut starfið, en fjórir reiðkennarar sóttu um.

Thelma hefur stundað hestamennsku í Herði frá unga aldri, er útskrifaður reiðkennari frá Hólum og hefur sinnt kennslu bæði hér og annarstaðar auk þess að þjálfa hross.
Thelma er íþróttadómari og hefur nokkra reynslu af dómstörfum.
Við bjóðum Thelmu velkomna til starfa og stjórn félagsins hlakkar til spennandi samstarfs.
Yfirreiðkennari er með netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og er sjálfsagt að hafa samband við hana í gegnum það eða koma með ábendingar.

03f27572-3838-4a2d-93cf-e56384d01d57.jpg

 

 

ATH ATH! Lokun reiðleiða!

Fellahringurinn er hjólreiðakeppni sem er hluti af bæjarhátíðnni í Túninu Heima.  Keppnin í ár hefst kl 18 fimmtudagskvöldið 29 ágúst og stendur í um 2 klukkutíma.

Hjólað er um stíga og slóða umhverfis fellin í Mosfellsbæ. Boðið er upp á tvo mögulega hringi, litla 15km og stóra 30km. https://hri.is/vidburdur/539

Báðar leiðirnar fara inn á reiðvegi okkar Harðarmanna sem verður þess vegna lokað á meðan keppnin fer fram.  Hestamenn eru beðnir að forðast að vera á ferli á þessum vegum þetta kvöld á meðan keppnin stendur og sýna ítrustu tillitssemi séu þeir þarna á ferli.  Brautarskoðun fer að auki fram þriðjudaginn 27. ágúst en ekki verður neinum leiðum lokað.

Hér er mynd af leiðunum og hlekkur inn á þær:

https://www.strava.com/routes/9729777  Litli hringur

 

https://www.strava.com/routes/2862819023435245748  Stóri hringur

 

 

https://hordur.is/index.php/frettir/3456-hjolakeppni-25-8 

Ath vegna beitar.

Allir beitarhafar hafa fengið tölvupóst þar sem farið er yfir beitarlok og annað sem viðkemur beitarhólfum á vegum félagsins. Eins og áður eru beitarlok 10. september eða þar um bil, leyfilegt að beita fram að næstu helgi þar sem næg beit er. Vinsamlega þeir sem við á, skoðið sendan póst!

Kv Stjórnin

Auglýsing: Leitum að áhugasömu fólki til nefndarstarfa hjá Hestamannafélaginu Herði!

Ertu með áhuga á hestamennsku og vilt leggja þitt af mörkum til
félagsins?
Hestamannafélagið Hörður er að leita að nýju og kraftmiklu fólki til að taka þátt í spennandi nefndarstarfi.
Þetta er frábært tækifæri til að hafa áhrif á starfsemi félagsins, kynnast nýju fólki og þróa nýja hæfileika!Við leitum að fólki í eftirfarandi nefndir:
* Fræðslunefnd: Skipuleggur fræðsluviðburði og námskeið fyrir félagsmenn.
* Mótanefnd: Sér um undirbúning og framkvæmd móta félagsins.
* Æskulíðsnefnd: Stendur fyrir viðburðum og verkefnum fyrir ungt fólk.
* Umhverfis- og mannvirkjanefnd: Ber ábyrgð á aðstöðu og umhverfi félagsins.
* Árshátíðarnefnd: Skipuleggur félagslega viðburði og árshátíð félagsins.
* Fræðslunefnd fatlaðra: Tryggir að fræðsla og viðburðir séu aðgengilegir fyrir alla.
* Ferðanefnd: Skipuleggur og sér um ferðir og útivistarviðburði fyrir félagsmenn.

Af hverju að taka þátt?
* Þú færð tækifæri til að hafa áhrif á þróun félagsins.
* Það er frábært tækifæri til að kynnast nýju fólki og byggja upp sterkt tengslanet.
* Þú færð reynslu og þekkingu sem getur nýst þér í öðrum verkefnum.
* Það er tækifæri til að þróa leiðtogahæfileika og samskiptahæfni.
* Þú hjálpar til við að skapa betra umhverfi og tækifæri fyrir aðra félagsmenn.Ef þú hefur áhuga á að taka þátt eða vilt fá nánari upplýsingar, vinsamlegast sendu okkur línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða á heimsíðunni.  

Komdu með og leggðu þitt af mörkum til að gera Hestamannafélagið Hörð að enn betra félagi fyrir alla!

 https://hordur.is/index.php/frambod-i-innra-starf