Almennt reiðnámskeið Fullorðnir Haust 2020 með Fríða Hansen

Á reiðnámskeiðinu verður lögð áhersla á að mýkja, liðka og styrkja reiðhestinn sem leiðir til aukins skilnings og samspils knapa og hests. Frábær undirbúningur fyrir vetrarþjálfunina.
Einstaklingsmiðuð kennsla þar sem nemandi og reiðkennari setja sameiginlegt markmið fyrir námskeiðið.
1x í viku á miðvikudögum kl 18-19 - 5 tímar
Dagsetningar
30.9.
7.10.
14.10.
21.10.
28.10
Verð 16000
Skráningafrestur: Laugardagur næstkomandi, 26.9.2020
ATH: Það þarf allavega 6 manns að við getum halda þennan námskeið.
Kennari:
Fríða Hansen er menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum og hefur stundað hestamennsku frá blautu barnsbeini og tamið og þjálfað hross á öllum stigum tamningar.
Hún er einnig öflugur keppnisknapi og efnilegur kynbótaknapi. Hún hefur einnig haldið námskeið bæði fyrir börn og fullorðna hérlendis og erlendis með góðum árangri.:
Einnig verður boðið upp á einkatímar með Fríðu sama daga fyrir /eftir þennan námskeið (eftir eftirspurn)
Verð fyrir einkatímar er 30000kr / 5x30min pakki119953760_267754097591549_536310235166318071_n.jpg119968911_1037150053380625_2760472889251270184_n.jpg

Einkatímapakki með Arnar Bjarki Sigurðarson - Haustnámskeið

 
Arnar Bjarki er með Bsc gráðu frá Háskólanum á Hólum í reiðmennsku og reiðkennslu, var þjálfari U21 landsliðs LH og er einnig alþjóðlegur kynbótadómari, auk mikillar reynslu á sviði íþróttakeppna.
Einkatímar 5x30min
Dagsetningar:
29.9.
6.10.
13.10.
20.10
27.10
Tímar verða milli 19-22 jafnvel eitthvað fyrr ef þetta fyllast.
Verð: 30000isk
Skráning: skraning.hordur.is
Skráningafrestur, næstkomandi laugardagur 26.09.
ATH: Það þarf allavega 6 manns að við getum halda þennan námskeið.

119962090_2884910328404961_2723825253763615053_n.jpg

Ógreidd félagsgjöld 2020

119676839_4412816008759573_6100066384049368409_o.jpg

 

Alltof margir félagsmenn eiga eftir að greiða félagsgjöldin fyrir 2020. Án félagsgjalda er erfitt að halda úti þjónustu sem allir nota árið um kring eins og viðhaldi sem við tökum sem sjálfsögðum hlut í okkar hestamennsku.

Við biðlum því til félagsmanna sem eiga ógreidd félagsgjöld að greiða félagsgjöldin í heimabankanum.

Árgjaldið fyrir fullorðna er aðeins 12.000 kr. og 7.000 kr. fyrir 17 til 21 árs.

Hvað gerir hestamannafélagið fyrir þig?

  • Félagið hefur byggt upp síbatnandi reiðvegakerfi í samstarfi við Mosfellsbæ
  • Félagið heldur úti öflugri hagsmunagæslu fyrir sína félagsmenn
  • Félagið heldur úti öflugu félagsstarfi fyrir alla aldurshópa
  • Félagið rekur reiðskóla fatlaðra, sem hefur vakið mikla athygli og er stolt okkar Harðarmanna
  • Félagið þjónustar og viðheldur mannvirkjum félagsins, s.s. reiðhöllina, keppnisvöllinn og Harðarból

Forsendurnar fyrir rekstri félagsins er að þeir sem stunda hestamennsku sína á félagssvæði Harðar séu félagar og greiði félagsgjöld sín til félagsins

Ert þú skuldlaus félagi?  Athugaðu í heimabankann og ef þú ert ekki viss, sendu þá póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Stjórnin

Reiðhöllin

 

Gólf reiðhallarinnar var tætt upp og sett á það furuflís.  Reiðhallinar í Spretti, Sörla, Fák og Sleipni eru allar með furuflís á gólfum og hefur það reynst mjög vel.

Þeirra reynsla er samt sú að það er MJÖG áríðandi að þrífa hestaskítinn strax af gólfinu.

Reiðhöllin hefur tekið stakkaskiptum á sl árum. 

Nýtt og öflugt loftræstikerfi, ný hitalögn, led lýsing í loftið, ný sjoppa, hvíttaðir battar, speglar á battana og svo furuflís á gólfið.

Um leið og við óskum sjálfum okkur til hamingju – minnum við á að góð umgengni sýnir innri mann😊

 

Stjórnin

Haustfjarnám 2020 þjálfaramenntun 1. 2. og 3. stigs ÍSÍ

Haustfjarnám 1. 2. og 3. stigs ÍSÍ hefst mánudaginn 21. sept. nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. og 3. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni. Nám allra stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og þátttakendur komið frá fjölda íþróttagreina. Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til frekari réttinda. Þátttökugjald á 1. stig er kr. 34.000.- og öll námskeiðsgögn eru innifalin í því verði. Þátttökugjald á 2. stig er kr. 28.000.- og öll námskeiðsgögn eru innifalin. Gjaldið á 3. stig er kr. 40.000.- Athugið að þeir nemendur/þjálfarar sem koma frá fyrirmyndarfélögum/-deildum ÍSÍ fá 20% afslátt af námskeiðsgjaldi. Skráning er rafræn og þarf henni að vera lokið fyrir mánudaginn 21. sept. Rétt til þátttöku á 1. stigi hafa allir sem lokið hafa grunnskólaprófi. Slóð á skráningu á öll stig í sumarfjarnámi þjálfaramenntunar ÍSÍ 2020: http://isi.is/fraedsla/thjalfaramenntun-isi/skraning-i-thjalfaramenntun/

Allar nánari uppl. um fjarnámið og þjálfaramenntun ÍSÍ gefur

Viðar Sigurjónsson í síma 460- 1467 & 863-1399 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sóttvarnir

Sóttvarnir

 

í samræmi við auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum vegna farsóttar sem tók gildi á mánudag, 7. september, hafa reglur LH um sóttvarnir á æfingum og mótum verið uppfærðarHelsta breyting frá fyrri auglýsingu er að nú gildir eins metra fjarlægðarregla í stað 2 metra áður. Einnig er fjöldatakmörkun nú hækkuð úr 100 í 200 manns.

Auglýsum eftir reiðkennurum fyrir veturinn 2020 / 2021 

Hestamannafélagið Hörður auglýsir eftir reiðkennurum til starfa veturinn 2020/21. Í umsóknunum skal gerð grein fyrir menntun og reynslu og gott væri að fá tillögur að reiðnámskeiðum. Einnig má koma fram hvaða daga hentar best eða alls ekki. Einnig hvort viðkomandi hefur áhuga að kenna í haust (líklegast lítið í boði). Umsóknir má senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 20. september næskomandi.

Fyrirhuguðum aðgerðum flýtt vegna veðurspár Aðgát á reiðvegi

Þriðjudaginn 15. september verður kvikmyndataka á svæðinu bak við Stórakrika.  Verið er að taka upp leikið efni fyrir börn.  Einhver umferð bíla verður á reiðveginum, en reiðvegurinn verður ekki lokaður, félagsmenn á ferðinni á þessum slóðum eru beðnir um að vera vel á verði. 

Myndatakan stendur yfir frá kl 8.00 tiil kl 20.00.

Meðfylgjandi er mynd af svæðinu, reiðvegurinn verður ekki í mynd heldur kletturinn þar á bak við.  

Stjórnin

 

 image001.png