Framkvæmdir í hverfinu í dag

ATH ATH

Mjög stuttur fyrirvari! Þetta er í dag!

Þann 04.07.2024 frá kl. 13:00 til kl. 16:00

verður unnið við yfirlagnir á Harðarbraut frá Varmárbakka niður fyrir

Blíðubakka (báðar akreinar). Hjáleið er gegnum hesthúsahverfið.

Athugið að þessi áætlun er veðurháð og getur því tekið breytingum.

Beðist er velvirðingar á þeim truflunum sem þessar framkvæmdir geta

valdið. Vegfarendur eru beðnir um að sýna framkvæmdaraðilum

tillitssemi.

Ist möglicherweise ein Bild von Karte, Grundriss und Text

 

Til kerrueiganda á félagsvæði Harðar

Kæru félagsmenn, dagana 17-21.júlí höldum við Íslandsmót barna og unglinga á félagsvæðinu hjá okkur. Búast má við töluverðri kerru umferð á meðan mótinu stendur.

Okkur langar að biðla til þeirra félagsmann sem eiga kerrur á kerrustæðum félagsins að færa þær af svæðinu á meðan mótinu stendur, til auðvelda keppendum aðgengi.

Kveðja

Framkvæmdarnefnd Íslandsmót

aja.jpg

 

 

Hesthúspláss fyrir keppendur Íslandmót barna og unglinga

Aðgengi að hesthúsplásum fyrir keppendur á Íslandmóti barna og unglinga dagana 17-21. júlí.

Eins og allir félagsmenn Harðar vita þá styttist í Íslandsmót barna og unglinga sem fer fram á félagsvæði okkar dagana 17.-21. júlí.

Við ætlum að taka vel á móti keppendum og leggja okkur fram við að útvega þeim pláss fyrir sín keppnishross.

Okkur langar að biðla til þeirra sem sjá sér fært að leigja aðstöðu í hesthúsunum sínum að skrá sig á google sheetið hérna í viðhenginu eða hafa beint samband við Jón Geir í síma 825-8439.

Þegar umsóknir berast frá keppendum um hesthúspláss veður þeim komið í samband við hesthúshúsaeigendur og hafa þeir þá bein samskipti sín á milli vaðrandi leigugjald og afhendingu.

 Viðmiðunarverð er 1.500 krónur fyrir sólarhringinn, án heys og spæni.

 https://docs.google.com/spreadsheets/d/14xeNb4WmDhFO_uKExxGfsLMFVGKUr9NhFWbFfJNv4ZQ/edit?usp=sharing

 

Kveðja

Framkvæmdarnefnd

 

Daginn í dag og dagskrá miðvikudags 3.júli

Annar dagur Landsmóts var ekki síður áhugaverður en sá fyrsti.
Sérstök forkeppni í unglingaflokki var fyrri part dags og svo tók við sérstök forkeppni í A flokki.
Okkar fulltrúar stóðu sig að vanda með prýði en keppnin er hörð og enginn náði einkunn áfram inn í milliriðil.
Margar glæsilegar sýningar sem við getum öll verið stolt af.

Á morgun miðvikudag heldur veislan áfram og er dagskrá sem hér segir með tilgreindri röð Harðarfélaga í keppni;

Aðalvöllur

09:00 Tölt T2 forkeppni

13. Benedikt Ólafsson og Bikar frá Ólafshaga

10:45 Hlé

11:00 Barnaflokkur milliriðill
22. Sigríður Fjóla Aradóttir og Ekkó frá Hvítárholti

13:20 Matarhlé

14:10 B-flokkur ungmenna milliriðill
14. Aníta Eik Kjartansdóttir og Rökkurró frá Reykjavík

15:25 Hlé

15:40 B-flokkur ungmenna milliriðill
24. Guðrún Lilja Rúnarsdóttir og Kolgríma frá Morastöðum

16:55 Hlé 17:15 Fimmgangur F1 forkeppni

19:25 Matarhlé

20:25 Dagskrárlok á aðalvelli

449082345_7774114509342214_2151014720753767493_n.jpg

 

 

Harðarfélagar á þriðjudegi á Landsmótinu

Kæru félagar

Fyrsti dagur á Landsmóti var viðburðaríkur og strax komin spenna fyrir næsta dag!
Í barnaflokki í dag heppnuðust allar sýningar og stóðu krakkarnir sig vel, voru félaginu til sóma!
Hver og eitt barn má vera svo stolt af sér að hafa tekið þátt á svona stórmóti!
Hún Sigríður Fjóla og Ekkó eru búnar að vinna sig áfram í milliriðil í barnaflokki með einkunnina 8,62.
Glæsileg sýning hjá þeim og verður spennandi að sjá þær aftur á miðvikudags morgun þegar milliriðlar í barnaflokki fara fram.

Í B-flokki fullorðinna voru líka flottar sýningar og stóðu knapar og hestar sig vel þó enginn okkar keppenda kæmist upp í milliriðil í mjög sterkri keppni.

Ungmennaflokkur keppti á aðalvellinum í lok dags og urðu þær Guðrún Lilja og Kolgríma efstar Harðarfélaga með 8,52 og eru þar með komnar áfram í milliriðil.
Einnig komst Aníta Eik með Rökkurró áfram í milliriðil, þær enduðu forkeppninu með 8,44.

Benedikt Ólafsson lauk svo keppni dagsins fyrir hönd Harðarfélaga með þátttöku í gæðingaskeiði á Tóbíasi, enduðu þeir í 15. sæti með einkunnina 7,08.

Allir okkar keppendur stóður sig vel og óskum við þeim til hamingju með árangurinn!

Mikil spenna fyrir öðrum degi Landsmóts:

 

 

Aðalvöllur

09:00 Unglingaflokkur forkeppni holl 1-18

1.holl Amelía Carmen Agnarsdóttir og Grímhildur frá Tumabrekku
12.holl Erlín Hrefna Arnarsdóttir og Ástríkur frá Traðarlandi
18.holl Þórdís Arnþórsdóttir og Hrönn frá Þjóðólfshaga 1

11:00 Hlé
11:15 Unglingaflokkur forkeppni holl 19-36

28.holl Tara Lovísa Karlsdóttir og Smyrill frá Vorsavæ II
32.holl Ísabella Helga Játvarðsdóttir og Gutti frá Skáney


13:15 Matarhlé
14:15 A-flokkur forkeppni holl 1-13

3.holl Tobías frá Svarfholti og Benedikt Ólafsson
7.holl Laufi frá Horni 1 og Súsanna Sand Ólafsdóttir
11. Salómon frá Efra-Núpi og Fredrica Fagerlund


16:05 Hlé
16:20 A-flokkur forkeppni holl 14-25
18:00 Matarhlé
19:00 A-flokkur forkeppni holl 26-38

27.holl Lazarus frá Ásmundarstöðum og Ingunn Birna Ingólfsdóttir
33.holl Glúmur frá Dallandi og Elín Magnea Björnsdóttir
38.holl Blakkur frá Traðarholti og Rakel Sigurhansdóttir


20:50 Fjórgangur V1 forkeppni
22:20 Dagskrárlok á aðalvelli

 

e9d46738-4320-4225-b03e-fa19c5f9ad33.jpg

 

Öryggisupplifun Knapa

Á neðangreindum hlekk er hægt að lesa skýrslu um öryggisupplifun knapa og samspil við aðra útivistahópa á reiðleiðum á höfuðborgarsvæðinu. Áætlað er að um 10.000 manns hið minnsta stundi hestamennsku að staðaldri á höfuðborgarsvæðinu, en ekki eru allir iðkendur hestamennsku skráðir í hestamannafélag. Þar að auki er fjöldi barna í reiðskólum og ferðamenn í hestaleigum sem erfitt er að henda reiður á.

Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt og formaður reiðveganefndar Fáks og Katrín Halldórsdóttir starfsmaður Vegagerðarinnar ákváðu að sameina krafta sína og reynslu og sóttu um styrk í rannsóknarsjóð Vegagerðarinnar. Verkefnið hlaut styrkveitingu en heiti þess er „Samspil ríðandi umferðar og annara vegfarenda á stígakerfi höfuðborgarsvæðisins“ Fókusinn í verkefninu er fyrst og fremst að huga að öryggi knapa á reiðleiðum og kortleggja hvar og hvernig hætta skapast af völdum innviða, annarrar umferðar, bæði farartækja sem og útvistarhópa af ýmsum toga.

Til að nálgast þetta víðfeðma efni enduðum við á að setja upp skoðanakönnun meðal hestamanna til að reyna að kortleggja hvar knapar upplifa helst ógnir af völdum innviða eða annara útivistarhópa.

Niðurstöðurnar geta gefið vísbendingu um hvar úrbóta er þörf á innviðum og / eða hvernig þurfi að fræða betur og upplýsa notendur um hegðun sem getur valdið slysahættu á knöpum.


Hægt er að lesa skýrsluna á meðfylgjandi hlekk: 

https://fakur.is/wp-content/uploads/2024/06/20240319-Reidleidir-a-hofudborgarsvaedinu-oryggisupplifun-knapa.pdf

 

Landsmót 2024 - Mánudagur 1.7.2024

Kæru félagar

Nú er að fara að hefjast veisla á mánudaginn, Landsmót hestamanna 2024!

Við erum mjög spennt og hlökkum til að sjá keppendur okkar spreyta sig í næstu viku!

Áfram Hörður!

Við tókum saman keppendur okkar 1.7.2024. Með fyrirvara um mistök og innsláttarvillur - endilega sendið ábendingu á mig. Ekki hefur verið farið yfir kynbotahesta félagsmanna en má endilega senda mér upplýsingar (Nafn hest, knapa og klukkan hvað og í hvaða flokk hesturinn er sýndur og bæti ég inní planið).Aðalvöllur

08:30 Barnaflokkur forkeppni holl 1-15

9. Vigdís Björk Sveinbjörnsdóttir og Sigurrós frá Þjóðólfshaga 1
14. Ása María Hansen og Kraflar frá Grenjum

10:15 Hlé

10:30 Barnaflokkur forkeppni holl 16-31

16. Sigríður Fjóla Aradóttir og Ekkó frá Hvítárholti
24. Sunna María Játvarðsdóttir – Hörður frá Syðra-Skörðugili
30. Bryanna Heaven Brynjarsdóttir og Kraftur frá Laufbrekku


12:30 Matarhlé


13:30 B-flokkur forkeppni holl 1-19

12. Ævar frá Galtastöðum - Janneke M. Maria L. Beelenkamp
14. Kofúsíus frá Dallandi og Axel Ásbergsson

15:35 Hlé

15:55 B-flokkur forkeppni holl 20-38

21. Gissur frá Héraðsdal og Adolf Snæbjörnsson
22. Bergstað frá Þingbrekku og Súsanna Sand Ólafsdóttir 
22. Feykri frá Mosfellsbæ og Alicia Flanigan
26. Sjarmur frá Fagralundi og Fredrica Fagerlund
32. Dís frá Bjarkarey og Adolf Snæbjörnsson

18:00 Matarhlé

18:40 B-flokkur ungmenna forkeppni holl 1-15

5. Helga Stefánsdóttir og Kolbeinn frá Hæli
Hanna Björg Einarsdóttir og Dofri frá Kirkjubæ
10. Aníta Eik Kjartansdóttir og Rökurró frá Reykjavík

20:20 Hlé

20:30 B-flokkur ungmenna forkeppni holl 16-30

18. Natalía Rán Leonsdóttir og Víðir frá Norður-Nýjabæ
21. Eydís Ósk Sævarsdóttir og Heiða frá Skúmsstöðum
26. Guðrún Lilja Rúnarsdóttir og Kolgríma frá Morastöðum
27. Viktoría Von Ragnarsdóttir og Lokkadís frá Mosfellsbær

22:10 Dagskrárlok á aðalvelli

Kynbotavöllur

21:25 Gæðingaskeið PP1

14. Benedikt Ólafsson og Tobías frá Svarfholti

Afhending Harðarjakkanna

Afhending Harðarjakkanna fer fram í Harðarbóli í dag: fimmtudaginn 30.mai milli 19-20:00.  Einnig mánudaginn 03.júní milli 18-19:00.
Posi á staðnum fyrir greiðslur. 
Allir sem eiga pantaða jakka geta sótt (keppnisjakkar - Heklujakkar - hettupeysur).

Sleppa á beit

Heimilt er að sleppa hrossum í beitarhólf á vegum félagsins föstudaginn 14. júní næstkomandi.
Notendur beitarhólfa skulu gæta að því að fara varlega með hólf þar sem spretta er skammt á veg komin, ekki randbeita til dæmis, taka hross inn hluta sólarhrings eða jafnvel gefa hey með. Það er nokkuð misjafnt ástand á hólfum þetta vorið.
Mosfellsbær leggur í okkar hendur að meta ástand hólfanna og að hver og einn sýni skynsemi og fari vel með hólf sem þeir hafa til umráða.
Allir gæta þess nú sem áður að hafa nóg rafmagn á girðingum enda er það eitt af skilyrðum þess að fá úthlutað beit. Eins verða settar vaktir sem þarf að standa varðandi að fanga laus hross, því sinna þeir sem fá beit og það er annað skilyrði þess að fá beit. Þetta verða ekki margir dagar á mann og við stöndum sama í að vinna þetta vel. Nánari upplýsingar næstu daga.
Ef eitthvað er óljóst má hafa samband við formann félagsins, Möggu Dögg í síma 8247059.
 

Fyrri úrtaka Adams og Harðar

Fyrri úrtaka Harðar og Adams fer fram miðvikudaginn 5. Júní hún gildir inná Landsmót en ekki í úrslit.
Hörður sendir fyrir sína hönd 6 hesta í hverjum flokk.
Adam sendir fyrir sína hönd 1 hest í hverjum flokk.
Aðeins er tekið við skráningum hesta í eigu skuldlausra félagsmanna.
Keppt verður í:
-A flokk
-B flokk
- Ungmennaflokk
- Unglingaflokk
- Barnaflokk
Skráningar fara í gegnum sportfengur.com
Skráningu lýkur sunnudagskvöldið 02.06 kl. 24
Einungis verður tekið við afskráningum í gegnum messenger á Facebook síðu Mótanefndar Harðar.