- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Þriðjudagur, desember 05 2023 16:44
-
Skrifað af Sonja
🌲🌲🌲
Hestamenn í Herði 60+
Aðventukvöld í Harðarbóli
fimmtudaginn 14. desember 2023.
Húsið opnar kl. 19:00
Borðhald hefst kl. 19:30
🎹
Guðmundur á Reykjum þenur nikkuna í anddyrinu og kemur okkur í rétta gírinn.
Matseðill
Aðlaréttur
Jólahangikjöt borið fram með kartöflum í hvítri sósu, rauðkáli, grænum baunum og laufabrauði
Eftirréttur
Hinn margrómaði jólaís
" ala" Þuríður á Reykjum.
🍷🍺🍷
Opinn bar og drykkir seldir á sanngjörnu verði.
Þeir sem vilja geta tekið með sér sína drykki.
Hátíðardagskrá.
Félagar úr Karlakór Kjalnesinga.
Einsöngvari Jón Magnús Jónsson.
Undirleikari Andri Gestsson
🎸🎹
Hákon Hákonarson og Kristín Ingimarsdóttir
stilla saman strengi og stjórna fjöldasöng
eins og þeim einum er lagið.
Verð kr. 5000
posi á staðnum.
Tilkynnið þátttöku hjá Sigríði Johnsen
á netfangiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
eða í síma 896-8210
í síðasta lagi föstudaginn 8.des.
🌲🌲🌲
Með góðum kveðjum og tilhlökkun að hitta ykkur öll í jólaskapi
🙂😘🙂
Lífið er núna njótum þess
Hákon, Gunnar, Kristín, Sigríður, Þórdís, Þuríður.
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Þriðjudagur, desember 05 2023 14:18
-
Skrifað af Sonja
ATH ÆSKULÝÐSNEFND
Næstkomandi sunnudag, 10.12. Kl 13, býður Benedikt Ólafsson- heimsmeistari og Harðarfélagi- heim til sín í Ólafshaga!
Hvetjum alla krakka, unglinga og ungmenni að mæta!
Benedikt ætlar að sýna hesthúsið og aðstöðuna og tala um þjálfun og kynna sig fyrir öllum!
Mæting í Ólafshaga í Mosfellsdalnum kl 13:00
Mælum með að foreldrar sameina ferðirna 
Áslaug Erlín Þorsteinsdóttir ætlar að vera á staðnum fyrir hönd æskulýðsnefndar 


- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Mánudagur, desember 04 2023 15:20
-
Skrifað af Sonja
Hindrunarstökksnámskeið er skemmtileg og fjölbreytt námskeið þar sem unnið er með hindranir og brokkspýrur til að styrkja þor og styrk bæði hjá hesti og knapa.
Byrjað er á lágum hindrunum og eru þær hækkaðar hægt og rólega eftir getu knapa og hests.
Knapi þarf að hafa góða stjórn á hesti sínum og þarf að hafa gott grunnjafnvægi.
Kennt er í 45 mínútur í senn, í 4-5 manna hópum.
Kl 17-17:45 og 17:45-18:30
Kennt verður á föstudögum og er námsekiðið 6 skipti í heildina.
Kennt verður á eftirfarandi dagsetningum: 19.1. / 26.1. / 16. 2. / 23. 2. / 15. 3. / 22. 3.
Kennari námskeiðsins verður Guðrún Margrét Valsteinsdóttir sem er útskrifuð með B.Sc. í Reiðmennsku og reiðkennslu frá Háskólanum á Hólum.
Verð: 12500kr

- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Mánudagur, desember 04 2023 15:13
-
Skrifað af Sonja
Knapamerki 2 – bóklegt og verklegt
***Markmið Knapamerkjanna
Að stuðla að auknum áhuga á reiðmennsku á íslenskum hestum og hestaíþróttum.
Að auðvelda aðgengi að skipulagðri og markvissri menntun í reiðmennsku og hestaíþróttum fyrir unga sem aldna.
Að
bæta þekkingu á meðferð, notkun og umhirðu íslenska hestsins á breiðum grunni.
Með stigskiptu námi í hestamennsku sem hér er kynnt er stuðlað að bættu aðgengi að fræðslu, þjálfun og menntun í hestamennsku. Markmiðið er að kennslan verði faglegri og samræmdari en verið hefur og nemandinn leiddur stig af stigi í takt við getu hans og áhuga. Þar með er lagður grunnur að árangri og öryggi í hestamennskunni hvort sem hún verður stunduð til frístunda eða sem keppnisíþrótt í framtíðinni. ***
Knapamerki 2:
Knapinn öðlast vald og þekkingu á eftirfarandi þáttum:
x Geta látið hestinn kyssa ístöð á baki og við hönd, til beggja hliða
x Riðið einfaldar gangskiptingar
x Riðið helstu reiðleiðir á reiðvelli
x Geta riðið í hlutlausri lóðréttri ásetu, hálfléttri og stígandi ásetu
x Hafa gott jafnvægi á baki hestsins og nota rétt taumhald
x Látið hestinn stoppa, standa kyrran og ganga aftur af stað
x Geta riðið á slökum taum og léttri taumsambandi
x Grunnskilningur fyrir samspil ábendinga
x Sýna það í reiðmennsku og umgengni við hestinn að hann hafi tileinkað sér rétt viðhorf til hans
x Geta riðið hesti á víðavangi, haft góða stjórn og gætt fyllsta öryggis
Kennt verður 2 bóklega (1,5h) og 12 verklegir tímar (plús verklega próf og bóklega próf).
Námskeið byrjar á bóklega tíma 8.janúar 2024 Kl 1830.
Dagsetningar: Bóklegar tímar í Hardabol á mánudögum:
8.1. og 15.1. kl 17:30-19:00
Bóklegt próf mánudaginn 22. janúar 2024 – í Hardarboli Kl 1800-1900
Verklegar tímar á miðvikudögum
17jan / 24jan / 31jan
07feb / 14feb / 21feb / 28feb
06mars / 13mars / 20mars /
03april / 10april
Verklegt Próf: 17april2024
Tímasetningar: Tímar verða milli 18:30 og 20:30 fer eftir skráningu.
Jafnvel bæt við annan dag enn miðvikudagar.
Kröfur til knapans: Það þarf að vera búin með Knapamerki 1.
Kröfur til hestsins: Hesturinn verður að vera spennulaus og rólegur. Hesturinn þarf að fara um á brokki án vandarmála og einnig þarf að geta riðið tölt og taka stökk.
Kennarar: Thelma Rut Davíðsdóttir
Verð: Ungmenni 38.000 krónur með prófi og skírteini