- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Sunnudagur, september 07 2025 15:44
-
Skrifað af Sonja
Bóklegt Knapamerki Haust 2025!
Allt kennt í Harðarbóli
Skráning opnar: 8.september klukkan 16:00 inn á https://www.abler.io/shop/hfhordur
Próf fer fram í Harðarbóli 20.nóvember 17:00-20:00!
Ath. skilyrði fyrir að skrá sig í knapamerki 2, 3, 4 og 5 er að hafa lokið knapamerkinu á undan 
Markmið Knapamerkjanna
Að stuðla að auknum áhuga á reiðmennsku á íslenskum hestum og hestaíþróttum.
Að auðvelda aðgengi að skipulagðri og markvissri menntun í reiðmennsku og hestaíþróttum fyrir unga sem aldna.
Að bæta þekkingu á meðferð, notkun og umhirðu íslenska hestsins á breiðum grunni.
Knapamerki er mælt með fyrir knapa á 12 aldursári og upp úr
Knapamerki 1 (Miðvikudagar)
4x1,5klst
17:00-18:30
Október: 22., 29.
Nóvember: 5., 12.
Verð fullorðnir (>21): 11.000kr
Verð börn/unglingar/ungmenni (<21): 9.350kr
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Knapinn ætti að öðlast þekkingu á eftirfarandi þáttum:
- Skilji grunnþætti í atferli, eðli og hegðun hesta
- Þekkja líkamsbyggingu og heiti á líkama hestsins
- Kunna skil á helstu öryggisatriðum er lúta að hestahaldi og búnaði fyrir hest og knapa
- Þekkja gangtegundir íslenska hestsins
- Þekkja helstu reiðtygi, notkun þeirra og umhirðu
- Þekki helstu ásetur og rétt taumhald
Knapamerki 2 (Miðvikudagar)
4x1,5klst
18:30-20:00
Október: 22., 29.
Nóvember: 5., 12.
Verð fullorðnir (>21): 11.000kr
Verð börn/unglingar/ungmenni (<21): 9.350kr
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Knapinn ætti að öðlast þekkingu á eftirfarandi þáttum:
- Sögu íslenska hestsins
- Réttu viðhorfi til hestsins með tilliti til skaps hans og skynjunar
- Þekkja helstu ábendingar og notkun þeirra
- Vita hvernig á að ríða hestinum áfram og stoppa hann
- Þekkja reiðvöllinn og notkun hans
- Kunna skil á réttu taumhaldi og taumsambandi
- Þekkja grunnatriði sem gilda þegar unnið er við hönd
- Þekkja æfinguna “að kyssa ístöð”
- Þekkja einfaldar gangskiptingar
- Þekkja reglur sem gilda um útreiðar á víðavangi
Knapamerki 3 (Fimmtudagar)
6x1,5klst
17:30-19:00
Október: 9., 16., 23., 30.,
Nóvember: 6., 13.
Verð fullorðnir (>21): 16.000kr
Verð börn/unglingar/ungmenni (<21): 13.600kr
Kennari: Sonja Noack
Knapinn ætti að öðlast þekkingu á eftirfarandi þáttum:
- Þekkja vel allar gangtegundir íslenska hestsins
- Kunna skil á helstu þáttum er lúta að fóðrun hesta og umhirðu
- Þekkja rólegan hest frá spenntum
- Þekkja helstu þætti í byggingu hestsins og þvi hvernig hann hreyfir sig rétt
- Þekkja helstu þjálfunarstig og hugtök þeim tengd
- Þekkja einfaldar fimiæfingar og grundvallaratriði þeirra
- Vita hvað liggur til grundvallar gangtegundaþjálfun
- Vita hvernig á að undirbúa og ríða hesti yfir slár og hindranir
Knapamerki 4 (Mánudagar)
7x1,5klst
17:00-18:30
Október: 6., 13., 20. 27.
Nóvember: 3., 10., 17.
Verð fullorðnir (>21): 18.500kr
Verð börn/unglingar/ungmenni (<21): 15.700kr
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Knapinn ætti að öðlast þekkingu á eftirfarandi þáttum:
- Markmiðssetningu og hugþjálfun
- Réttri líkamsbeitingu knapans og þjálfun hans
- Þekkja helstu staðreyndir er lúta að heilbrigði og heilsufari hesta
- Þekkja helstu staðreyndir er lúta að umhirðu fóta og járningum
- Þekkja vel mismunandi þjálfunarstig og hugtök þeim tengd
- Þekkja vel æfingar er lúta að því að bæta jafnvægi hestsins og skilja hvað liggur þeim til grundvallar
- Þekkja grundvallaratriði hringteyminga og teyminga á hesti
Knapamerki 5 (Mánudagar)
7x1,5klst
18:30-20:00
Október: 6., 13., 20. 27.
Nóvember: 3., 10., 17.
Verð fullorðnir (>21): 18.500kr
Verð börn/unglingar/ungmenni (<21): 15.700kr
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Knapinn ætti að öðlast þekkingu á eftirfarandi þáttum:
- Þekkja grunn í sögu reiðmennsku og þróun fram á daginn í dag
- Kunna skil á helstu þáttum þjálfunarlífeðlisfræði og þjálfunar hesta
- Skilja hvað liggur til grundvallar æfingunum opnum sniðgangi og að láta hestinn ganga aftur á bak
- Þekkja mjög vel gangtegundir íslenska hestsins og hvað liggur til grundvallar þjálfunar þeirra
- Þekkja og skilja virkni íslenskra stangaméla
- Þekkja helstu stofnanir og félagskerfi íslenskrar hestamennsku


- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Föstudagur, október 03 2025 12:03
-
Skrifað af Sonja
Aðalfundur Félags hesthúsaeigenda á Varmábökkum í Mosfellsbæ verður haldin miðvikudaginn 15. október 2025 kl. 18:00 í Harðarbóli

- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Sunnudagur, september 07 2025 15:33
-
Skrifað af Sonja
Opið er fyrir umsóknir í félagshesthús Harðar fyrir tímabilið 2025-2026.
Ekki er skilyrði að hesthúspláss sé leigt á ákveðnum stað,
heldur verður niðurgreitt pláss þar sem viðkomandi kýs að vera.
Þetta er skemmtilegt tækifæri fyrir krakka sem eru á 12. til 16.
ári á starfsárinu 2025 og eru með eigin hest (eða hest sem þau eru
með í láni), til að komast inn í hestamennskuna og kynnast
félagsstarfinu.
Í boði eru 10 pláss á þessu ári.
Félagshesthúsatímabilið er frá des/jan til loka maí - félagið
greiðir niður hesthúsaplássið fyrir börn 12.-16.ára um 18.000 á
mánuði.
Meðlimir í félagshesthúsi fá aðgang að hjálp frá leiðbeinanda
1-2 sinnum í viku. Ef þörf er á meiri hjálp er hægt að semja um
það við leiðbeinanda/umsjónarmann félagshesthúss. Leiðbeinandinn
er til aðstoðar ef einhver vandamál koma upp, fer með krökkunum í
reiðtúr ef þess þarf, sérstaklega í byrjun, svarar spurningum
varðandi umhirðu hesta og er í raun og veru til staðar fyrir allt
sem getur komið uppá. Meðlimir skulu taka virkan þátt í starfi og
viðburðum æskulýðsnefndar og sækja námskeið.
Skilyrði fyrir þátttöku í félagshesthúsi Harðar:
Krakkarnir þurfa vera skráðir í Hestamannafélagið Hörð eða
skrá sig þegar starfið hefst.
Stuttu eftir að hestarnir koma á hús verður framkvæmd
heilbrigðisskoðun af yfirreiðkennara og leiðbeinanda félagshúss
sem hestarnir þurfa að standast. Ef það eru einhver vafaatriði
verður dýralæknir kallaður til.
Hver og einn ber fulla ábyrgð á sínum hesti varðandi umhirðu,
járningar osfrv. Hestarnir þurfa að vera orma- og lúsahreinsaðir,
tannraspaðir (munnholsskoðun framkvæmd af dýralækni) og
skaufahreinsaðir þegar þeir koma á hús.
Í upphafi tímabils verður skrifað undir samning milli barns/unglings/forráðamanns og Harðar varðandi umgengnii, framkomu og viðveru í verkefninu.
Auk þess hvetjum við alla að nýta sér knapamerkjanámskeiðin sem
eru í boði hestamannafélagsins.
Hér er hlekkur til að sækja um pláss, fyrstir koma fyrstir fá:
https://forms.gle/duaMMPNcJynBYi8t8