Reiðhjálmar fyrir yngri flokka.

Hestamannafélagið Hörður ætlar í samstarfi við Josera búðina að bjóða upp á hjálma fyrir börn, unglinga og ungmenni sem eru skráð í Hestamannafélagið Hörð á sérstöku afsláttar verði. Félagið greiðir niður hjálmana að hluta.

Allir hjálmarnir verða merktir með Harðarmerkinu.

Í boði eru eftirfarandi Casco hjálma:

barnahjálmur Choice kostar í black 5500kr

Reiðhjálmur Mistrall-2 black matt kostar 14500kr

Reiðhjálmur Mistrall black 12000kr

Reiðhjálmur Champ-3 black 27600kr

Þegar þið sendið inn pöntun þarf nauðsynlega eftirfarandi upplýsingar:

- Kennitala barnsins og nafn

- Týpa og stærð hjálmsins

- Kennitala greiðanda

- email

Pöntun þarf berast fyrir 23. janúar 2026.

hjalmur.jpg

 

Tjaldstæði á Landsmóti 2026

Hverjar hafa áhuga að leigja tjaldstæði í Harðarþorpinu? Erum að fara að panta nokkur stæði saman.

Endilega sendið email á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir kl 12:00 á mánudaginn 5.jan 2026.

aaaaaaaaaaaaaaaaa.jpg

 

 

Vinna við hendi!

Vinna við hendi námskeiðið er frábært fyrir þá sem vilja aðstoð með að vinna með hestinn í hendi!

Vinna við hendi meðal annars eykur samspil manns og hests, liðkar og mýkir og skerpir á ábendingum!

Kennsla fer fram aðra hvora viku í Blíðubakkahöllinni

Hefst: 29.janúar

Verð: 24.000kr

18 ára og eldri

Kennari: Ingunn Birna Ingólfsdóttir

Janúar: 29.

Febrúar: 12./ 26.

Mars: 12./ 26.

Apríl: 9.

Skráning inn á abler.io/shop/hfhordur

 

im.jpg

🐎✨ Gamlársreið Harðar 2025 ✨🐎

Að venju verður riðið í Varmadal á gamlárdag og hús tekið hjá Nonna og Haddý.

📅 31. desember 2025
⏰ Lagt af stað kl. 12:00
📍 Úr Naflanum

Í áningunni verða léttar hressingar í boði og góð stemning í anda þeirrar skemmtilegu hefðar sem þessi reið er orðin hjá félaginu 🎉☕️

Hlökkum til að sjá sem flesta í hnakknum og ríða saman inn í nýtt ár 🐴❄️

— Stjórn Harðar

Reiðhallarlyklar 2026

ATH - þetta kemur við alla, líka þá sem hafa verið í áskrift.

Nú er hægt að panta og borga lykill fyrir 2026 inni abler appinu. 

Ath unglingar/ungmenni og 70plús miðast við afmæli 2026.

Bannað er að lána lykill á aðra.

 

Beint link inn á abler

 

Fleiri upplýsingar eru hér:

https://hordur.is/index.php/reidhholl/gjaldskra

Allar lyklahafnar eiga að kynna sér reglurnar vel:

https://hordur.is/.../reidhholl/umgengnisreglur-i-reidhhoell

🐎✨ Gamlársreið Harðar 2025 ✨🐎

Að venju verður riðið í Varmadal á gamlárdag og hús tekið hjá Nonna og Haddý.

📅 31. desember 2025
⏰ Lagt af stað kl. 12:00
📍 Úr Naflanum

Í áningunni verða léttar hressingar í boði og góð stemning í anda þeirrar skemmtilegu hefðar sem þessi reið er orðin hjá félaginu 🎉☕️

Hlökkum til að sjá sem flesta í hnakknum og ríða saman inn í nýtt ár 🐴❄️

— Stjórn Harðar

Töltnámskeið með Ingunni Birnu!

Hið sívinsæla töltnámskeið með Ingunni Birnu verður á sínum stað! Frábært fyrir knapa sem vilja aðstoð með að þjálfa sinn hest á uppbyggilegan hátt með áherslu á tölt! Námskeiðið er í formi hópatíma og verður kennt á föstudögum. Námskeiðið verður ekki í hverri viku sem gefur nemendum góðan tíma til að æfa sig heima á milli tíma! Kennt verður á föstudögum og námskeiðið hefst 16.janúar. Námskeiðið er ætlað knöpum 21 árs og eldri.

Skráning er hafin inn á abler.io/shop/hfhordur og lýkur 11.janúar!

Kennari: Ingunn Birna Ingólfsdóttir

Janúar: 16. / 23.

Febrúar: 13. / 20.

Mars: 27.

Apríl: 10.

Verð: 24.000

 

600442323_1455295283272521_3241683418757069759_n.jpg

 

Jólakveðjur

Kæru félagsmenn,
við hjá Herði viljum senda ykkur öllum innilegar jólakveðjur og bestu óskir um gleðilegt og farsælt nýtt ár!
Takk fyrir allar góðar stundir á árinu sem er að líða – hvort sem það var á hestbaki, í félagsstarfinu eða á viðburðum félagsins.
Við hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári.

Framundan er spennandi ár, vetrarstarfið er fullt af spennandi námskeiðum, viðburðum og mótum, þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Njótið hátíðanna með fjölskyldu, vinum – og auðvitað hestunum.

ATH: Skriftstofan er lokað fram að 2.1.2026.

Með jólakveðju,

Starfsmenn og stjórn Hestamannafélagsins Harðar

 

jóla.jpg

 

75 ára afmæli!

Hestamannafélagið Hörður var stofnað árið 1950 og fagnar því 75 ára afmæli í ár.
Við ætlum að fagna tímamótunum í reiðhöll Harðar 14. desember næstkomandi á milli 13 og 15. Það verður skemmtileg sýning frá 13-14 þar sem ungir og aldnir munu sýna hesta og reiðmennsku og kynna starf félagsins. Að sýningu lokinni verður teymt undir börnum til klukkan 15.
Vöfflur og drykkir í boði og allir velkomnir!

584627482_1434557782012938_4943378230161876872_n.jpg