- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Mánudagur, maí 26 2025 14:38
-
Skrifað af Sonja
Opið Mosfellsbæjarmeistaramót Harðar verður haldið 29. Maí - 01. Júní næstkomandi.
Skráning er hafin í Sportfeng, www.sportfengur.com, og stendur til miðnættis Mánudaginn, 26. Maí.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum og greinum:
Meistaraflokkur: V1, F1, F2, T1, T2, PP1 og P2
1.flokkur: V2, F2, T3, T4, T7, PP1 og P2
2.flokkur: V2, V5, F2, T3, T4, T7 og PP1
Ungmennaflokkur: V1, V2, F1, F2, T1, T2, T3, T4 og PP1
Unglingaflokkur: V2, F2, T3, T4, T7 og PP1
Barnaflokkur: V2, V5, T3 og T7
Skráningargjöld í fullorðins- og ungmennaflokki eru 7.000 kr.
Skráningargjöld í unglinga- og barnaflokki eru 5.000 kr.
Mótshaldari áskilur sér rétt að sameina flokka eða fella niður ef dræm þáttataka er (viðmið er færri en 5 skráningar).
Einungis verður tekið við afskráningum í gegnum messenger á facebook síðu mótanefndar Harðar.
- Unghrossakeppni Harðar er ein vinsælasta greinin á hverju vori hjá Harðarfélögum en þar etja kappi 4 og 5 vetra unghross (fædd 2020 og 2021) (skráning á messenger Mótanefndar Harðar) skráningargjald er 5.000-kr
-Nafn á hrossi
-Aldur
-Knapi
-Eigandi / Ræktandi
-Litur
-Foreldrar
-Smá lýsing á hrossi (ekki nauðsynlegt)
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Miðvikudagur, maí 14 2025 20:12
-
Skrifað af Sonja
Á laugardaginn kemur þann 17. maí fer fram KB þrautin hér í Mosfellsbæ.
Að hluta verður hlaupið á reiðleið frá Brúarlandi og að Köldukvísl, sem sagt frá brúnni við Brúarland (við Vesturlandsveginn) meðfram íþróttamiðstöðinni að Varmá og niður að brúnni við Leirvogstunguna – þar beygja hlauparar í átt að Ævintýragarðinum.
Þeir sem ræsa hlauparana munu brýna fyrir þeim að taka tillit til hestamanna, ef einhverjir verða á leið þeirra.
Hlaupararnir verða á ferðinni á þessum hluta leiðarinnar frá ca 9:45 til 11.30 á laugardaginn.
Aðstandendur hlaupsins þakka tillitssemi og vonandi veldur viðburðurinn ekki raski á útreiðum þennan tíma.

