Lokahóf hjá Félagshesthúsinu

Í gær voru krakkarnir í Félagshesthúsinu með skemmtilega sýningu uppí hvíta gerði og komu foreldrar og vinir að fylgjast með.
Á sýningunni var farið í tunnuhlaup þar sem knapar þurftu að hleypa hrossum sínum í slöngur á milli tunna.
Lokaatriði sýningar var hindrunarhlaup og sýndu ungu knaparnir mikil tilþrif með hross sín.
Í Félagshesthúsinu hafa verið 12 börn í vetur og eru þau á aldrinum 12-16 ára og nokkur hafa nú lokið Knapamerki I. Þær stöllur Sara Bjarnadóttir og Nathalie Moser hafa séð um kennslu og utanumhald með krökkunum. Ragnheiður Þorvaldsdóttir kom reglulega að kenna og gefa input.
Hestamennt var styrktaraðili félagshesthús og þökkum við þeim innilega fyrir stuðninginn!
Vorum að heyra hjá börnum og fullorðnum að fyrsta starfsár félagshesthússins hefði tekist vel.
 
280666586_7441039809270496_3618923258429210496_n.jpg
281133185_7441047122603098_5914778135029432402_n.jpg280944276_7441046579269819_7337098382019220009_n.jpg281133368_7441050075936136_9076361069757538591_n.jpg
281335208_7441047839269693_3291839940594355449_n.jpg281538330_7441050505936093_2935295469993883027_n.jpg281643463_7441051482602662_2183684993914272954_n.jpg281442602_7441050939269383_8691523100881650601_n.jpg281506672_7441051122602698_7941734069519853656_n.jpg281458167_7441050692602741_8781392202840015661_n.jpg
 280889783_328948169345265_5440437542650550524_n.jpg
 
 
 
 
 

Aðalfundarboð Félags hesthúsaeigenda

Aðalfundarboð Félags hesthúsaeigenda
 
Aðalfundur Félags hesthúsaeigenda á Varmábökkum verður haldin 31. maí kl. 20:00 í Harðarbóli.
 
Dagskrá aðalfundar:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla formanns um starfsemi félagsins árið 2021.
3. Endurskoðaður ársreikningur félagsins lagður fram til afgreiðslu.
4. Lagabreytingar.
5. Ákvörðun um félagsgjald.
6. Kosning til stjórnar félagsins.
7. Kosning endurskoðanda.
8. Önnur mál.

Litla kvennareið

Tilkynning til Harðar kvenna,
Stóru kvennareiðinni sem átti að vera 14.maí, hefur verið frestað fram á næsta vor en aftur á móti verður Litla kvennareiðin farin 25. maí, kl. 18:00 frá Naflanum. Við ætlum fram í Mosfellsdal. Fyrsta stoppið verður við vatnstankinn, sunnanmegin við ána. Þar geta Dalskonur hitt okkur og þær sem komast ekki af stað kl 18. Næsta stopp verður hjá Sillu á Vindhóli sem tekur höfðinglega á móti okkur með léttum veitingum. Þegar heim er komið og allar búnar að ganga frá fákum sínum ætlum við að hittast í Harðarbóli kl 21:00. Þar sleppum við beislunum og gleðigeislunum með mat (ef hægt er að kalla flatböku mat), söng…vatni og dansi eða bara því sem kætir okkur og gleður. Þessi Litla reið mun kosta lágmark 3000 kr í reiðufé, ekki hægt að taka við kortum.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar og auðvitað kátar og hressar.

Kveðja Litla kvennareiðnefndin
p.s. nánari samskipti verða á fb síðunni okkar; Harðar konur
Kveðja
Litla kvennareiðnefndin
61702567_10157429373033140_2469219055437873152_n.jpg
 

Hesthúsadagur með Harðarkrökkum

Á sunnudaginn 15. maí ætlum við öll að hittast í Reiðhöllinni kl. 16.00.
Við ætlum öll að fá okkur göngutúr saman um hverfið og krakkarnir ætla að sýna hvort öðru sitt hesthús og sinn/sína hesta. Það væri best ef að þeir sem eru yngri en 8 ára kæmu í fylgd með fullorðnum.
Endum svo aftur í Reiðhöllinni þar sem verður boðið upp á veitingar.
Með kveðju
Fanney og Hrafnhildur Jóhannesdóttir sem munu vera með ykkur á þessum viðburði

Thelwell-pony.jpg
 

Fáksreið

Á laugardaginn 7. maí er FÁKSREIÐIN. Lagt af stað frá Naflanum kl. 13:00  Frábær hefð og við fjölmennum auðvitað eins og venjulega.

 

Fáksfélagar eru þegar farnir að undirbúa veitingar fyrir okkur og munu ríða  á móti okkur. Ragnar Lövdal verður farastjóri.

 

Hlökkum til

Ferðanefndin

98. ársþingi UMSK

Á 98. ársþingi UMSK í liðinni viku hlaut hestamannafélagið Hörður hvatningarverðlaun UMSK 2021 fyrir starf fræðslunefndar fatlaðra.  Verðlaununum fylgir peningastyrkur og erum við ákaflega stolt og þakklát fyrir þessa viðurkenningu á frábæru starfi á reiðnámskeiðum fatlaðra sem borið er uppi af fræðslunefndinni og sjálfboðaliðum og rekið með styrkjum.

Á myndinni eru Jón Geir Sigurbjörnsson stjórnarmaður og Margrét Dögg Halldórsdóttir formaður Harðar að taka við viðurkenningunni úr hendi Guðmundar Sigurbergssonar formanni UMSK.

 

1E1A9924.jpg

 

Hringvöllurinn laugardaginn 30.4.

Hringvöllurinn laugardaginn 30.4.
Ath! Það eru ungar og efnilegar knapar að æfa sig á hringvellinum laugardaginn 30.4. frá kl 09-16.
Því er hringvöllurinn þá frátekinn fyrir Hæfileikamótun LH!
Takk fyrir skilninginn!
 
 

Hjólamót á laugardaginn 7 maí

Mótið fer fram við Reykjalund og er hjólað upp Skammadalsveg frá Reykjum og inn með Reykjafelli að Æsustaðafelli og niður Skammdalsveg aftur (hringur) niður að Reykjalundi aftur 3-5 hringir
Hefst kl 10 og stendur í ca 2-3 tíma.
 
fahrradfahrer-clipart-1.jpg