Sýnikennsla í Fáki - Sigvaldi Lárus

Hvað ungur nemur, gamall temur.Sigvaldi Lárus Guðmundsson, tamningamaður og reiðkennari, verður með sýnikennslu í Lýsishöllinni í Fáki fimmtudaginn 21. nóvember kl.19:00
Í ár ætlar Sigvaldi að mæta 3-4 hesta á mismunandi aldri og á ólikum stað í þjálfunarstiganum.
Þá ætlar Sigvaldi að fjalla um hans hugmyndir og þjálfunaraðferðir og sýna hvernig hann vinnur með yngri hross í hendi og hvernig hann yfirfærir svo þjálfunina á hestinn þegar komið er í hnakkinn. Með honum til aðstoðar verða ungir og efnilegir knapar þau Helgi og Elísabet.
Spennandi, áhugaverð og skemmtileg samtvinning í sýnikennslu með bæði eldri og yngri knöpum og hestum.
Sigvaldi er útskrifaður Reiðkennari frá Háskólanum á Hólum, hefur starfað sem reiðkennari á Hólum og við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, kenndi Reiðmanninn og er nú yfirreiðkennari hæfileikamótunar LH fyrir krakka á aldrinum 14-17 ára ásamt því að hafa tamið og þjálfað víða til margra ára.
Viðburðurinn er haldin sameiginlega af hestamannafélögunum á höfuðborgarsvæðinu og er sá fyrsti af fjórum sem verða í vetur, Síðustu ár hafa félögin verið að halda keimlík fræðsluerindi með fáum þáttakendum sem hafa jafnvel endað á því að standa ekki undir kostnaði. Með þessum hætti geta félögin unnið saman, haldið stærri viðburði og hjálpast að við að halda fræðsluna.
Við hvetjum alla til að mæta á viðburðina og auka þekkingu og færni hjá sér og sínum hestum.
Aðgangseyrir er 2000kr fyrir fullorðna, 500kr fyrir ungmenni og unglinga. Frítt er fyrir börn 12 ára og yngri.

SV_synikennsla.png

 

Vetrarfjör - vinnu við hendi

Næsti viðburður í Vetrarfjörinu okkar verður næstkomandi sunnudag (17.nóv) þar sem farið verður yfir vinnu í hendi. Farið stig af stigi í gegnum ýmsar aðferðir við að vinna í hendi, sem er nauðsynlegur grunnur til að bæta samskipta kerfið mill manns og hests. Samspil ábendinga, misstyrk hjá hestinum, hafa hann færanlegan og sveigjanlegan Unnið er með hestinn við beisli og keyri.

Námskeiðið hefst klukkan 14:00 en skipt verður í hópa eftir þáttakendafjölda ef þess þarf. Krökkum er frjálst að mæta með eigin hest, hestlaus eða hafa samband við Sonju Noack (Hestasnilld) um að fá hest að láni en það þarf þá að hafa samband við hana sem fyrst. Hvetjum alla til að mæta!

Skráning er hafin inn á Vetrarfjör | Skráning Sportabler og lýkur á laugardagskvöldið.

Kennari að þessu sinni er Ragnheiður Þorvaldsdóttir!

Hlökkum til að sjá ykkur!

465727724_1103910678410985_8993803391202404943_n.jpg

vetrarfjör.jpg

 

Endurmenntun reiðkennara 2025 með Mette Moe Mannseth í Herði

Helgina 9.-11.janúar 2025 verður haldin endurmenntunar helgi fyrir starfandi reiðkennara. Námskeiðið verður haldið í hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ. Kennari helgarinnar verður Mette Moe Mannseth og verður þemað mismunandi nálgun í reiðkennslu.

Helgin hefst á föstudags kvöldinu með fyrirlestri.
Þetta námskeið mun gilda sem símenntunarnámskeið LH og FEIF og uppfyllir þær kröfur FEIF til þess að reiðkennarar geta haldið skráningu sinni á reiðkennaralista FEIF (Matrix list).

Nánari dagskrá og skráning verður auglýst síðar. Endilega takið helgina frá!

AC8I5081-1536x1024.webp

 

 

Samvinnu Hestamannafélaga

Á komandi tímabili hafa fræðslunefndir hestamannafélaganna á höfuðborgarsvæðinu ákveðið að samræmast um sýnikennslur og fræðsluviðburði. Ákvörðunin var tekinn til að auka fjölda á hverjum viðburði fyrir sig og geta því jafnvel haldið stærri og flottari viðburði fyrir hestafólk á höfuðborgasvæðinu.

Síðustu ár hafa félögin verið að halda keimlík fræðsluerindi með fáum þáttakendum sem hafa jafnvel endað á því að standa ekki undir kostnaði.

Með þessum hætti geta félögin unnið saman, haldið stærri viðburði og hjálpast við að halda fræðsluna.

Við hvetjum alla til að mæta á viðburðina og auka þekkingu og færni hjá sér og sínum hestum. Hlökkum til að sjá sem flesta á þeim flottu fræðsluviðburðum sem verða í boði í vetur.

Fræðslunefndir hestamannafélagana á höfuðborgasvæðinu.

samvinna.jpg

 

Íþróttakona og íþróttakarl Mosfellsbæjar og Harðar 2024

Nú er komið að tilnefningu Harðar til Íþróttakonu og
Íþróttakarli Mosfellsbæjar 2024.

Viðkomandi eru jafnframt íþróttafólk Harðar fyrir árið 2024.
Útnefning íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2024 fer
fram 9. janúar 2025.
Við biðjum félagsmenn að senda inn tillögur á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
til síðasta lagi 15. nóvember 2024.

Reglur
Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttafólk Mosfellsbæjar skulu
koma úr röðum starfandi íþróttafélaga /deilda í
bæjarfélaginu eða eru með lögheimili í Mosfellsbæ en stunda
íþrótt sína utan sveitarfélagsins. Komi útnefning frá tveimur
félögum í sömu íþróttagrein má nefndin leita til sérsambands
ÍSÍ um álit.
Tilnefna skal tvo einstaklinga (konu og karl) sem fulltrúa
félags/deildar í kjöri til íþróttakonu og íþróttakarls

Með tilnefningunni skal fylgja texti þar sem tilgreint er:
• Helstu afrek ársins, með félagsliði eða sem einstaklingur.
• Æfingamagn, ástundun, félagsleg færni og annað sem á erindi í textann
um viðkomandi einstakling.
• Mynd af viðkomandi íþróttamanni.
• Símanúmer og netfang hjá viðkomandi.
• Greinagerðin skal að hámarki vera um 80 orð.


Ítrekum sérstaklega að hafa góðan texta og góða mynd!

Reglur um kjör íþróttafólks Mosfellsbæjar.
Viðmið til afreksverðlauna Harðar.

mos.jpg

 

 

Áminning: Uppskeruhátíð æskulýðs Harðar

Uppskeruhátíð æskulýðs Harðar verður haldin sunnudaginn 10. nóvember kl. 17

Það verða veitt verðlaun fyrir besta keppnisárangur ársins í barna-, unglinga- og ungmennaflokki. Einnig verða veitt hvatningarverðlaun fyrir fulltrúa Harðar á landsmóti 2024 í barnaflokki.

Eftir viðurkenningarathöfnina ætlum við að eiga skemmtilegt kvöld saman þar sem allir eiga að koma með skemmtilegt spil með sér og við spilum saman, pöntum pizzu og fáum okkur eitthvað gott með því.

Við hvetjum alla sem eru nýir að koma og gleðjast með okkur. Hvetjum einnig ykkur sem hafið mætt áður til að bjóða vinum sem eru í hestunum í Herði að koma og kynnast okkur fyrir veturinn. Þetta verður skemmtilegt kvöld !

Kveðja æskulýðsnefndin

uppskera.jpg

 

Knapamerki 1 bóklegt Haust 2024

Kennt verður 3 bóklega (1,5h) tíma og bóklegt próf.

25.11. 18:30-20:00
2.12. 18-19:30
9.12. 18-19:30
PRÓF 16.12. 18-19

Kennsla fer fram í Harðarboli, Félagsheimilið Hestamannafélag Harðar.

Kennari : Sonja Noack

Verð: börn, unglingar, ungmenni 10 000 krónur

Verð: Fullorðnir 12 000 krónur

Skráning:

https://www.sportabler.com/shop/hfhordur

Ársskýrsla Æskulýðsnefndar Harðar 2023-2024

Formaður æskulýðsnefndar Harðar 2022-2023 er Hrafnhildur Jóhannesdóttir en með henni í nefndinni eru þau Brynjar Már Valdimarsson og Margrét Eðvarðsdóttir.

Nefndin hefur starfað í góðu samstarfi við Sonju Noack starfsmann hestamannafégsins Harðar en hún heldur utan um allt námskeiðshald meðal annarra starfa fyrir félagið.

Kynningar viðburða fóru fram í gegnum heimasíðu félagsins og á facebook síðu æskulýðsnefndar.

æsku1.jpg

æsku2.jpg

æsku3.jpg

æsku4.jpg

æsku5.jpg

æsku6.jpg

 

æsku7.jpg

æsku8.jpg

æsku9.jpg

æsku10.jpg

æsku11.jpg

 

Uppfærð viðmið til afreksverðlauna Harðar

Stjórn Harðar hefur farið yfir reglur og stigagjöf fyrir íþróttafólk Harðar og uppfært þær í samræmi með hina Hestamannafélög á Höfuðborgasvæði.
Þetta eru reglur sem gilda fyrir keppnisárið 2024.

Eftirfarandi verðlaun verða veitt:

Besti keppnisárangur í barna, unglinga og ungmennaflokka.
Íþróttakarl Harðar
Íþróttakona Harðar

Eftirtalin mót gefa stig: Landsmót, Íslandsmót, Gæðingakeppni Harðar, Íþróttamót Harðar, öll WR mót, öll opin íþróttamót, öll opin gæðingamót, öll opin mót innanhúss, Heimsmeistaramót og Norðurlandamót.Meistaraflokks prógram, T1, V1, F1, T2 gefa 5 auka stig fyrir hvert sæti í öllum flokkum.
Stigahæsti einstaklingurinn í fullorðins eða ungmennaflokki verður útnefndur keppnisknapi Harðar.
Þurfi að skera úr um sigurvegara í hverjum flokki verður það gert með sætaröðun, sá/sú sem hefur oftar verið í 1.sæti sigrar.

Opin Íþróttamót, opin Gæðingamót, öll opin mót innanhúss, hver grein gefur eftirfarandi stig
1. sæti 20 / 2. sæti 15 / 3. sæti 10 / 4. sæti 9 / 5. sæti 8
6. sæti 7 / 7. sæti 6 / 8. sæti 5 / 9. sæti 4 /10. sæti 3Íþróttamót Harðar, Gæðingamót Harðar, öll WR mót,

Áhugamannamót Íslands, íþróttakeppni Landsmóts
1.sæti 50/ 2. Sæti 45/ 3. Sæti 40 / 4. Sæti 35 / 5. Sæti 30
6. sæti 25 / 7. Sæti 20 / 8. Sæti 15 / 9. Sæti 10 / 10. Sæti 5

Landsmót (gæðingakeppni), Íslandsmót og Norðurlandamót
1.sæti 150 / 2. Sæti 100 / 3. Sæti 50 / 4. Sæti 40 / 5. Sæti 35
6. sæti 30 / 7.sæti 25 / 8. Sæti 20 / 9. Sæti 15 / 10. Sæti 10

Skeiðgreinar
1. sæti 40 / 2. Sæti 35 / 3. sæti 30 / 4. Sæti 25 / 5. Sæti 20

Heimsmeistaramót  1. Sæti 200 stig/ 2. Sæti 100 stig /3. Sæti 50 stig /4. Sæti 40 stig/5. Sæti 35 stig 6. sæti 30 stig/ 7.sæti 25 stig/ 8. Sæti 20 stig /9. Sæti 15 stig/10. Sæti 10 stig

Stig fyrir samanlagðan sigurvegara eru eingöngu veitt fyrir 1.sæti.

Lokaniðurstaða móts, þ.e. að úrslitum loknum, telur í stigagjöf. 

Komi knapi tveimur hestum eða fleiri í úrslit þá telja stig fyrir þann hest sem riðið er í úrslitum.
Gestagreinar á stórmótum, t.d. íþróttakeppni á Landsmóti og gæðingakeppni á Íslandsmóti telja ekki til stiga fyrir Landsmót/Íslandsmót, heldur falla undir íþróttakeppni Landsmóts og opin gæðingakeppni.

Ársskýrsla Kvennanefndar Harðar 2024

Kvennanefnd Harðar sér um að skipuleggja viðburði, reiðtúra og stærri kvennareiðar fyrir Harðar-Konur. Markmið kvennanefndar Harðar er að fá sem flestar konur til að taka þátt í viðburðum og fara saman í reiðtúra, kynnast og auðga félagsandann. Þáttaka fór rólega af stað í mars og má þar sennilega kenna leiðinlegu veðri um. En sífellt bættist í hópinn, þegar leið fram á vorið vorum við orðnar 42 konur saman í reiðtúr. Kvennanefnd Harðar auglýsir alla sýna viðburði á fésbókinni á síðu sem heitir Harðar-Konur.

20.mars Fóru þær allra hörðustu í reiðtúr í brjáluðu veðri og þáðu súpu í Flugubakka 2 á eftir. Fámennt var vegna veðurs og var upphaflega stefnt á að fara Blikanesið. Reiðtúrinn var styttur vegna veðurs enda tók smá tíma að fá hita í kroppinn eftir þá ferð, en ekkert sem heit og góð súpa gat ekki lagað.

10.apríl Góður hópur c.a 20 konur riðu í heimsókn til Nonna í Varmadal. Nonni tók á móti okkur og fengum við aðstöðu í skemmunni til að fá okkur smá hressingu.Tekinn var smá monnt hringur á góðu tölti á vellinum hjá Nonna.

24. apríl var riðið til Nínu á Hraðastöðum. Þar voru grillaðar pylsur. Mæting með besta móti 38 konur miklu fleiri en skráðu sig og fengu einhverjar ekki pylsur en það var bara bætt upp með öðrum veigum.

22.maí Riðið í Laxnes í Pizzu og fljótandi veigar. Þar tók Haukur á móti okkur og myndaðist mikil og góð stemning  enda 42 konur þar á ferð.

1.júní Stóra Kvennareiðin. Byrjað var í fordrykk á Snæstöðum hjá Ragnhildi. Síðan var riðið í Dalland. Þar tók Axel á móti okkur. Búllubíllinn mætti á svæðið og blandaðir voru Basil Gimlet kokteilar “A la Danni”og  danskennari kenndi okkur línudansa í reiðhöllinni á eftir.

Við þökkum gestgjöfum okkar kærlega fyrir að taka á móti okkur. Við erum mjög þakklátar  fyrir hvað allir voru jákvæðir og tilbúnir að taka á móti svona stórum hópum.

Ragnhildur gjaldkeri fær sérstakar þakkir fyrir alla hjálpina og utanumhald á skráningar greiðslum fyrir viðburði. Rukkað var hæfilegt gjald fyrir hvern viðburð til að standa straum af kostnaði á veitingum.

Kvennanefnd Harðar mun funda fljótlega og setja saman dagskrá fyrir vor 2025 sem verður kynnt eftir áramót.

Áfram Hörður!

Kvennanefnd Harðar 2024

Elín Hrönn Jónasdóttir            Kristjana Þórarinsdóttir

Guðný Guðlaugsdóttir             Olga Rannveig Bjarnadóttir

Guðrún Hildur Pétursdóttir      Sædís Jónasdóttir

Harpa Groiss                          Margrét Ólafía Ásgeirsdóttir

Screenshot_2024-11-06_124351.jpg