Fjórðungsmót Vesturlands 2025

Skráning er hafin í opnar greinar á Fjórðungsmót Vesturlands 2025.

Fjórðungsmót Vesturlands fer fram dagana 2. - 6. júlí í Borgarnesi og er nú búið að opna fyrir skráningar í opnar greinar og hvetjum við áhugasama knapa til að tryggja sér þátttöku.

Þær opnar greinar sem eru í boði:

Tölt T1 

Tölt T3 

Tölt T3 U17 

P2 100 m Flugskeið 

Skráning fer fram í gegnum Sportfeng og er skráningarfrestur og þar að leiðandi seinasti dagur til að greiða skráningu miðnætti 27. júní nákvæmlega. 

Athugið að fjöldi keppenda í hverri grein er takmarkaður svo fyrstur kemur fyrstur fær!

Komum saman og fögnum íslenska hestinum á Fjórðungsmóti í Borgarnesi !

IMG_3102.jpeg

 

 

Kjósarreið Harðarfélaga 2025

Ágætu félagar,

Sumarið er tími hestaferða. Okkur í ferðanefnd Harðar langar að endurvekja gamla hefð en það er að ríða til nágranna okkar í Kjósinni. Flækjustig og kostnaður verða í lágmarki en alltaf þarf eitthvað samt að skipuleggja. Gróft plan er þetta:

-Fimmtudagur 26.júní: Riðið úr hverfi upp að Skrauthólum á Kjalarnesi. Ca 13-15 km. Lagt af stað frá Nafla kl.18. Kristjana og Guðni á Skrauthólum taka á móti okkur með kræsingum og næturgistingu fyrir hross.

-Föstudagur 27.júní: Riðið frá Skrauthólum að Miðdal. Ca 13-15 km. Mæting að Skrauthólum kl. 17.00. Bændur í Miðdal munu taka á móti okkur. Hross í næturhólfi í Miðdal. Kjötsúpa í Miðdal.

-Laugardagur 28.júní: Riðið frá Miðdal að Hrosshóli í Kjós. Ca 18-20 km. Lagt af stað frá Miðdal kl. 13. Farið verður framhjá Eilífsdal að Laxárbökkum í Kjós. Bakkarnir riðnir upp með ánni að Hrosshóli. Hross í næturhólfi að Hrosshóli. Grillaðir hamborgarar á Hrosshóli.

-Sunnudagur 29.júní: Hrosshóll - Hörður. Ca. 20-22 km

Lokadagur reiðar. Hugmyndin er að fara yfir Svínaskarðið yfir í Mosfellsdalinn. Möguleiki er einnig að fara Kjósaskarðið og niður í Mosfellsdalinn, sem er um 30-32 km leið, verður það ákveðið þegar að því kemur eftir veðri, vindum og áhuga hópsins.

Við þurfum kanna hversu mörg hross verða með í för, og hversu marga munna á að metta. Greiða þarf girðingagjald 800 kr.pr. hross fyrir næturbeit á hverjum stað. Boðið verður upp á léttar veitingar á Skrauthólum fyrsta dag reiðar en svo ráðgerum við að vera með kjötsúpu á föstudagskvöldi í Miðdal á 2000 kr. pr. mann og hamborgara á laugardagskvöldi á Hrosshóli á 2000 kr. pr.mann . Hver sér um sína drykki og að nesta sig til dagsins og ferðalagsins. Við viljum biðja áhugasama um að skrá sig hér fyrir 20.júní og greiða heildarkostnað á uppgefið reikningsnúmer. Ferðin er ætluð öllum Harðarfélögum og vinum þeirra. Hægt er að koma inn í ferðina hvenær sem er og ríða þá valda áfanga. Greiðsla jafngildir skráningu

Bestu kveðjur

Guðný, Ib og Ingibjörg

Ferðanefnd Harðar

 

Kjósarreið 2025 - skráning - Google-töflureikna

Mosfellsbæjarmeistaramót

Dagskrá birt með fyrirvara um breytingar.

Föstudagur
16:00 T1 Meistaraflokki
16:25 T2 Meistaraflokkur
16:45 T2 ungmennaflokkur
17:05 F1 Meistaraflokki
17:45 Kaffi
18:00 V1 Meistaraflokk
18:45 V1 Ungmennaflokkur

Laugardagur
09:00 V2 1.flokkur
09:40 V2 2.flokkur
10:10 V2 unglingaflokkur
10:35 V5 2.flokkur
10:50 V5 Barnaflokkur
11:30 F2 Unglingaflokkur
12:10 Matur
13:00 F2 1.flokkur
14:15 T7 2.flokkur
14:45 T7 1.flokkur
14:55 T7 unglingaflokkur
15:05 T7 Barnaflokkur
15:35 T4 1.flokkur
15:45 T4 Unglingaflokkur
16:05 Kaffi
16:35 T3 1.flokkur
17:00 T3 2.flokkur
17:25 Úrslit V1 Meistaraflokkur
17:55 Úrslit V1 Ungmennaflokkur
18:25 Úrslit F1 Meistaraflokkur
18:55 Matur
20:00 Gæðingaskeið 1.sprettur allir flokkar 2.sprettur allir flokkar
20:25 100m skeið allir flokkar

Sunnudagur
09:00 Úrslit V2 1.flokkur
09:30 Úrslit V2 2.flokkur
10:00 Úrslit V2 Unglingaflokkur
10:30 Úrslit V5 2.flokkur
10:50 Úrslit V5 Barnaflokkur
11:10 Úrslit F2 1.flokkur
11:40 Úrslit F2 Unglingaflokkur
12:10 Pollar
12:10 Matur
13:10 Unghrossakeppni
13:40 Úrslit T7 1.flokkur
14:00 Úrslit T7 2.flokkur
14:20 Úrslit T7 Unglingaflokkur
14:40 Úrslit T7 Barnaflokkur
15:00 Úrslit T4 1.flokkur
15:20 Úrslit T4 Unglingaflokkur
15:40 Úrslit T2 Meistaraflokkur
16:05 Kaffi
16:25 Úrslit T2 Ungmennaflokkur
16:50 Úrslit T3 1.flokkur
17:10 Úrslit T3 2.flokkur
17:30 Úrslit T1 Meistaraflokkur

Akstur á reiðvegum er bannaður!

Tungubakkahringurinn er í sérlega góðu ástandi núna og þannig viljum við halda honum. Það fylgir því töluverð vinna og kostnaður að halda reiðvegum í lagi, sérstaklega þeim sem mikið eru farnir.
Að gefnu tilefni skal það áréttað að einungis er heimilt er að keyra vélknúin ökutæki um reiðvegi til að sinna hrossum í beitarhólfum á sumrin og þegar verið er að reka á morgnana yfir vetrartímann (Tungubakkahringur). Á öðrum tímum og af öðrum ástæðum er akstur vélknúinna ökutækja um reiðvegi óheimill.
Bent skal á að þegar verið er að sinna hrossum í beitarhólfum við reiðvegi skal takmarka akandi umferð eins og kostur er, við erum almennt að reyna að takmarka slíka umferð á öllum reiðvegum og getum ekki ætlast til að það gangi vel þegar við sjálf förum ekki eftir tilmælum, almennri skynsemi eða hugum að því að reyna að halda reiðvegunum okkar í lagi.

Vorreið Harðarfélaga

Laugardaginn 24.maí er vorreið Harðarfélaga. Hvetjum alla, börn, konur og karla til að slást í för með okkur. Lagt af stað úr Nafla kl. 13.

Riðið verður meðfram Æsustaðahlíðinni inn í Helgadal. Þar verður áning og hestunum sleppt í hólf. Varðeldur og gítarspil ef veður leyfir. Frjáls leið og reið heim. Kjörin ferð fyrir tvo hesta en vel mögulegt að fara á einum hesti í góðu formi.

Ferðin er sem fyrr segir ætluð öllum Harðarfélögum. Við hvetjum fólk til að nesta sig til ferðarinnar og njóta dagsins með okkur.

Ferðanefnd Harðar

 

Mosfellsbæjarmeistaramót síðasti skráningadagurinn í dag

Opið Mosfellsbæjarmeistaramót Harðar verður haldið 29. Maí - 01. Júní næstkomandi.
Skráning er hafin í Sportfeng, www.sportfengur.com, og stendur til miðnættis Mánudaginn, 26. Maí.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum og greinum:

Meistaraflokkur: V1, F1, F2, T1, T2, PP1 og P2
1.flokkur: V2, F2, T3, T4, T7, PP1 og P2
2.flokkur: V2, V5, F2, T3, T4, T7 og PP1
Ungmennaflokkur: V1, V2, F1, F2, T1, T2, T3, T4 og PP1
Unglingaflokkur: V2, F2, T3, T4, T7 og PP1
Barnaflokkur: V2, V5, T3 og T7

Skráningargjöld í fullorðins- og ungmennaflokki eru 7.000 kr.
Skráningargjöld í unglinga- og barnaflokki eru 5.000 kr.

Mótshaldari áskilur sér rétt að sameina flokka eða fella niður ef dræm þáttataka er (viðmið er færri en 5 skráningar).

Einungis verður tekið við afskráningum í gegnum messenger á facebook síðu mótanefndar Harðar.

- Unghrossakeppni Harðar er ein vinsælasta greinin á hverju vori hjá Harðarfélögum en þar etja kappi 4 og 5 vetra unghross (fædd 2020 og 2021) (skráning á messenger Mótanefndar Harðar) skráningargjald er 5.000-kr
-Nafn á hrossi
-Aldur
-Knapi
-Eigandi / Ræktandi
-Litur
-Foreldrar
-Smá lýsing á hrossi (ekki nauðsynlegt) 

KB þrautin á laugardaginn

Á laugardaginn kemur þann 17. maí fer fram KB þrautin hér í Mosfellsbæ.  

 

Að hluta verður hlaupið á reiðleið frá Brúarlandi og að Köldukvísl, sem sagt frá brúnni við Brúarland (við Vesturlandsveginn) meðfram íþróttamiðstöðinni að Varmá og niður að brúnni við Leirvogstunguna – þar beygja hlauparar í átt að Ævintýragarðinum.  

 

Þeir sem ræsa hlauparana munu brýna fyrir þeim að taka tillit til hestamanna, ef einhverjir verða á leið þeirra.

Hlaupararnir verða á ferðinni á þessum hluta leiðarinnar frá ca 9:45 til 11.30 á laugardaginn.

 

Aðstandendur hlaupsins þakka tillitssemi og vonandi veldur viðburðurinn ekki raski á útreiðum þennan tíma.

kb.jpg

leið.jpg

 

 

Málþing um framtíð Heiðmerkur

Miðvikudaginn 28. maí fer fram málþing um framtíð Heiðmerkur - aðgengi almennings og vetnsvernd, í Norræna húsinu á vegum Skóræktar Reykjavíkur.

Aðgengi hestamanna að Heiðmörk er mikið kappsmál fyrir okkur hestamenn og væntum við þess að hestamenn fjölmenni á fundinn og kynni sér málið.

Hægt verður að fylgjast með málþinginu í beinu streymi hér: https://vimeo.com/event/5152966

500405811_1241768417955407_8979800742973737241_n.jpg

 

 

Hlégarðsreið á laugardaginn

Næstkomandi laugardag 3. maí eru Harðarmenn að taka á móti Fáksmönnum.
Við munum ríða á móti þeim í Óskot og lóðsa þeim í hverfið okkar í mat og gleðskap.
Hvetjum alla til að mæta.
Leggjum af stað úr Naflanum kl 13.

Kv. Ferðanefnd Harðar