Formannsfrúarreið Harðar

63 konur hittust í Naflanum kl 10 og kl 11 var skundað á Þingvöll og lagt af stað nærri Bolabás og riðin nýja Gjábakkaleiðin. Þar beið þeirra vegleg veisla, snittur o.fl. góðgæti.  Reiðin gekk mjög vel, lítil fluga og lítið ryk.  Um kvöldið var síðan matarveisla að hætti Hadda í Harðarbóli.  Með fjölmennari hópreiðum á vegum félagsins, amk hin síðari ár.61604998 2783741521667038 1728982623088279552 n

Kirkjureið

Hin árlega kirkjureið okkar Harðarmanna var farin í blíðskaparveðri sl sunnudag.  Sveitin blómstraði sem aldrei fyrr.  Margrét Dögg var með frábæra hugvekju sem snerti alla viðstadda og karlakórinn Stefnir söng.  Eftir messu var boðið upp á kaffiveitingar í Harðarbóli, heitt súkkulaði og nýbakaðar vöfflur.

IMG 3551

Kirkjureið og kirkjukaffi

Nk sunnudag kl 14 verður hestamannamessa í Mosfellskirkju.  Margrét Dögg verður með prédikun dagsins og karlakórinn Stefnir syngur létt lög.

Lagt af stað frá Naflanum kl 13.  Að lokinni messu verða veitingar í reiðhöllinni í boði Harðar. Gömul og góð hefð sem við Harðarmenn viljum halda í. 

Óskum eftir aðstoð við vöfflubakstur að lokinni messu. Vinsamlega sendið póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Stjórnin

Beitarúthlutun

Búið er að úthluta þeim sem sóttu um sama stykki og í fyrra og uppfylltu reglur félagsins um úthlutun.  Aðrar umsóknir verða afgreiddar í vikunni og tilkynning send út eftir helgi.  Eitthvað er um að umsækjendur kynni sér ekki nýju reglurnar sem kveða m.a. á um að þeir sem hafa hesta á félagssvæði Harðar hafi forgang við úthlutun.

Stjórnin

Fjarnám í þjálfaramenntun

Sumarfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun 1. og 2. stigs hefst þri. 18. júní nk.  Þetta er kjörið fyrir þá sem hafa lokið knapamerkjunum og eða eru að taka knapamerkin en það er sérnámshlutinn sem LH viðurkennir.

Endilega hvetjið ykkar félagsmenn til þátttöku í þessu vinsæla námi sem er í takt við áherslur íþróttahreyfingarinnar um menntun íþróttaþjálfara.  

Það að hafa fleiri þjálfara/reiðkennara eða aðstoðarmenn reiðkennara í reiðskólum og aðstoðarmenn á tamningastöðvum með þessa menntun er t.d. meiri möguleiki á að geta fengið þær styrkveitingar sem sótt er um t.d. dæmist til sveitarfélaga en þar er horft til menntunar starfsmanna í þeim verkefnum sem sótt er um fyrir. Meiri menntun starfsmanna/aðstoðarmanna í reiðskólum og tamningastöðvum stuðlar að meiri fagmennsku í greininni.

Sjá í viðhengi auglýsingu fyrir sumarfjarnámið og hér eru nánari upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ http://isi.is/fraedsla/thjalfaramenntun-isi/

Landsamband hestamannafélaga