Ársskýrsla fræðslunefndar 2024

Ársskýrsla fræðslunefndar Harðar

Markmið fræðslunefndar Harðar er að halda uppi öflugu fræðslustarfi sem höfðar til félagsmanna og stuðla þannig að eflingu hestamennskunnar.

Í fræðslunefnd Harðar eru: Anna Jóna Huldudóttir, Anna Lísa Guðmundsdóttir, Þórdís Þorleifsdóttir og Berghildur Ásdís Stefánsdóttir

Fræslunefnd hefur unnið í góðri samvinnu við Sonju Noack starfsmann Harðar og yfirreiðkennnara

Fræðslunefnd hittist tvisvar sinnum á fundi á starfsárinu og nýtir auk þess messanger hóp vel til samskipta og skipulags.

Viðburðir starfsársins

  1. Gæðingafiminámskeið með Fredrica Fagerlund. Námskeiðið byggist á bóklegum tíma, sýnikennslu þann 9. febrúar sem opin var öllum og síðan veklegum hluta sem dreifðist yfir þrjár helgar.
  1. Þann 14. janúar var Benedikt Ólafsson heimsmeistari með mjög fróðlega fyrirlestur í Harðarbóli
  1. Töltnámskeið með Guðrún Margréti Valsteinsdóttur reiðkennara. Námskeiðið byrjaði um miðjan janúar og kennt var vikulega, sex 45 mínútna tímar.
  2. Hindrunarstökksnámskeið byrjaði um miðjan janúar og var kennt vikulega í sex skipti, 45 múnútna tímar. Kennari var Guðrún Margrét Valsteinsdóttir reiðkennari.
  3. Vinna í hendi, námsekið sem Ingunn Birna Ingólsdóttir reiðkennari kenndi og var kennt einu sinni í viku alls sex skipti, 45 mínútur í senn. Námskeiði hófst 16. janúar.
  1. Námskeiði Fimi og flæði kenndi Thelma Rut Davíðsdóttir reiðkennari. Fjórir tímar sem dreifðust frá janúar fram í lok mars.
  1. Karlahópur, áhersla á töltþjálfun og þjálni var námskeið með Ingu Maríu S. Jónínudóttur reiðkennara. Námskeið var sex 45 mínútna kennslustundir í febrúar og mars.
  2. Almennt reiðnámskeið með Ingu Maríu S. Jónínudóttir reiðkennara, sex 45 mínútnatímar í febrúar og mars.
  3. Unghestaþjálfun. Námskeið með Ingu Maríu S. Jónínudóttir reiðkennara. Kennt var í febrúar og mars 30 mínútur í senn.
  4. Knapamerki 3 sem Sonja Noack kenndi tvisvar sinnum í viku janúar, febrúar og mars og lauk með verklegu prófi í lok mars.
  5. Leiðtogahæfin og samspil. Helgarnámskeið um miðjan janúar með Ragneiði Þorvaldsdóttur reiðkennara.  
  6. Knapaþjálfun námskeið með Bergrúnu Ingólfsdóttur einkaþjálfara og reiðkennar. Námskeið sem bæði var í fyrirlestraformi og verklegt með og án hests.
  1. Einnig var boðið upp á einkatímapakka sem góð ásókn var í. 5x 30 mínútna einkatímar voru í boði með eftirtöldum reiðkennurum:

Thelmu Rut Davíðsdóttur
Ingunni Birnu Ingólfsdóttur
Ragnheiði Þorvaldsdóttur
Sonju Noack

bensi.jpg

 

 

 

              

Búið var að skipuleggja bæði “ Liberty” sýnikennslu og námskeið með Steinari Sigurbjörnssyni sem því miður þurfti að fela niður

6.des 2023 var Sýnikennslu með Súsönnu Sand sem var vel sótt og mjög skemmtileg og svo var 7. febrúar Sýnikennsla með Fredricu Fagerlund sem var líka mjög vel heppnuð og vel mætt.

 Aflýsa þurfti skyndihjálpanámskeiði vegna dræmrar þáttöku.

Þórdís Þorleifsdóttir sem verið hefur í fræðslunefnd síðustu ár tekur sér nú hlé frá nefnindi og þökkum við henni góð störf.

Fræðslunefnd vinnur að skipulagi vetrarins í samvinnu við Thelmu Rut Davíðsdóttur nýjan yfirreiðkennara félagsins og Sonju Noack starfsmann félagsins.

Nefndin tekur gjarnan við tilögum eða óskum frá félgsmönnum um fræðslustarf.

Aðalfundur í kvöld! 6.nov 2024 kl 20:00

Boðað er til aðalfundar hestamannafélagsins Harðar miðvikudaginn 6. nóvember 2024  kl 20 í Harðarbóli.

Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta. 

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 5. gr félagsins.

Dagskrá aðalfundar skal vera:

Formaður setur fund og tilnefnir fundarstjóra og fundarritara

Formaður flytur skýrslu stjórnar

Gjaldkeri skýrir reikninga félagsins og kynnir 9 mánaða milliuppgjör

Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins

Reikningar bornir undir atkvæði

Fjárhagsáætlun næsta árs og umræður

Árgjald ákveðið

Lagabreytingar

Kosningar samkvæmt 6. grein laga félagsins

Önnur mál

Fundarslit

6.grein

Stjórn félagsins skipa átta manns auk formanns. Stjórnin skiptir með sér verkum að undanskildum formanni, sem kosinn er beinni kosningu. Kosning stjórnar og formanns félagsins skal fara fram á aðalfundi félagsins samkvæmt eftirfarandi reglum:

Formaður skal kosinn til eins árs í senn og getur verið endurkjörinn alls þrisvar sinnum.

Átta meðstjórnendur skulu kosnir til tveggja ára þannig að fjórir stjórnarmenn gangi úr stjórn ár hvert. Þeir sem ganga úr stjórn með þessum hætti geta verið endurkjörnir.

Á aðalfundi skal kjósa tvo skoðunarmenn reikninga félagsins til eins árs í senn.

Þá skal og kjósa fulltrúa félagsins á ársþing og aðalfundi þeirra samtaka sem félagið á aðild að en formaður félagsins skal þó teljast vera sjálfkjörinn.  Aðalfundur getur heimilað stjórn að tilnefna fulltrúa til setu á fundum þeim sem getið er hér að framan.

Einungis félagar eldri en átján ára eru kjörgengir í kosningum til stjórnar, formanns félagsins, til að vera skoðunarmenn ársreikninga og til að vera fulltrúar félagsins á ársþingum og aðalfundum þeirra samtaka sem félagið á aðild að.

Framboð til kosninga á aðalfundi skulu berast stjórn minnst 7 dögum fyrir aðalfund.

Vetrarfjör!

Viðburðarröð fyrir börn, unglinga og ungmenni sem eru í Hestamannafélaginu Herði. Ekki nauðsynlegt að vera komin með hesta á hús og skemmtilegt tækifæri til að kynnast fjölbreyttum þáttum hestamennskunnar. Skemmtileg byrjun á vetrinum og hvetjum við sem flesta til að skrá sig!

Nudd og teygjur – 10.nóvember
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Farið verður yfir ýmsar sniðugar teygjur sem hægt er að gera fyrir og eftir þjálfun til að liðka hestinn og stuðla að heilbrigðari líkamsbeitingu og vellíðan. Hægt er að mæta með eigin hest eða fá lánshest hjá Hestasnilld. Bráðsniðugt að hita upp á nuddnámskeiði og mæta síðan á uppskeruhátíðina klukkan 17!

Vinna við hendi – 17.nóvember
Kennari: Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Farið stig af stigi í gegnum ýmsar aðferðir við að vinna í hendi, sem er nauðsynlegur grunnur til að bæta samskipta kerfið mill manns og hests. Samspil ábendinga, misstyrk hjá hestinum, hafa hann færanlegan og sveigjanlegan Unnið er með hestinn við beisli og keyri.

Hringtaumur – 1.desember
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Farið verður yfir ýmsan hringtaumsbúnað og notkun hans. Hringteymingar stuðla að fjölbreyttni í þjálfun og er góð leið til að styrkja hestinn og kenna honum rétta líkamsbeitingu án auka þyngdar knapa. Knapar þurfa ekki að mæta með hest á þennan viðburð, kennari mætir með hest og leyfir nemendum að spreyta sig.

Leiðtogafærni og samspil – 8.desember
Kennari: Ragnheiður Þorvaldsóttir
Á þessu námskeiði er farið í ýmiskonar leiðtoga æfingar með hestinn. Nemendur læra að bera sig rétt og staðsetja sig. Læra að lesa í atferli hestsins og líkamsstöðu. Fá virðingu og fanga athygli hans. Fá hestinn rólegan, færanlegan og samstarfsfúsann. Unnið er með hestinn í hendi við snúrumúl og langan vað. Unnið er út frá hugmyndafræði Pat Parelli og Monty Roberts.

Námskeiðin fara fram á sunnudögum og hefjast klukkan 14:00. Skipt verður í hópa eftir þátttöku en kennslan fer fram í reiðhöll Harðar. Þeim sem vantar hesta geta haft samband við Sonju Noack (865-9651) hjá Hestasnilld, takmarkaður hestafjöldi í boði svo um að gera að vera tímanlega að óska eftir hesti.

Verð fyrir hvert námskeið er 1.500kr og er skráning hafin inn á sportabler.com/shop/hfhordur

Hlökkum til að sjá ykkur! 

vetrarfjör.jpg

 

 

Uppskeruhátíð æskulýðs Harðar 2024

Uppskeruhátíð æskulýðs Harðar verður haldin sunnudaginn 10. nóvember kl. 17

Það verða veitt verðlaun fyrir besta keppnisárangur ársins í barna-, unglinga- og ungmennaflokki. Einnig verða veitt hvatningarverðlaun fyrir fulltrúa Harðar á landsmóti 2024 í barnaflokki.

Eftir viðurkenningarathöfnina ætlum við að eiga skemmtilegt kvöld saman þar sem allir eiga að koma með skemmtilegt spil með sér og við spilum saman, pöntum pizzu og fáum okkur eitthvað gott með því.

Við hvetjum alla sem eru nýir að koma og gleðjast með okkur. Hvetjum einnig ykkur sem hafið mætt áður til að bjóða vinum sem eru í hestunum í Herði að koma og kynnast okkur fyrir veturinn. Þetta verður skemmtilegt kvöld !

Kveðja æskulýðsnefndin

uppskera.jpg

 

 

Vetrarfrí

Skriftstofa Harðar verður lokuð 22. - 28. október og framkvæmdastjóri félagsins er líka í fríi þessa daga. Erfitt getur því reynst að fá erindum sinnt fyrr en eftir 27. október.

Ef þið eru með eitthvað sem getur alls ekki beðið, þá getið þið sent póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. en formaðurinn er þó erlendis frá 23-30 október og mun varaformaður sinna erindum eins og hægt er.

Ef það er tengt námskeið getið þið sent mail á yfirreiðkennari, Thelma Rut, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Knapamerki bóklegt

Boðið verður upp á bóklegt nám í öllum knapamerkjunum í haust sem fer fram á formi fjarkennslu. Því lýkur svo á skriflegu prófi sem fer fram í TM-höllinni í Spretti. Kennari er Sigrún Sig Hörður mun síðan bjóða upp á verklega kennslu eftir áramót ef þátttaka næst og verður það auglýst síðar. Hvetjum alla til að skrá sig í þetta skemmtilega og gagnlega nám sem hentar öllum aldurshópum!

 

 

Bókleg knapamerkjakennsla haustið 2024

Bókleg knapamerki verða kennd í október/ nóvember (ef næg þátttaka fæst) og lýkur námskeiðunum með skriflegum prófum í haust..

Námskeiðið er opið öllum þeim er hafa áhuga á að ljúka bóklegu námi í haust.

Knapamerkjabækurnar fast td í Líflandi, Ástund og hjá Hólaskóla. Sum bókasöfn eiga einnig eintök. ( ATH Nýjustu bækurnar eru allar gormabækur)

Áætlaðir kennsludagar eru 

Km 1 og 2    30/10-4/11-6/11-11/11

Km 3     31/10-5/11-7/11-12/11-14/11-19/11

Km 4.    31/10-5/11-7/11-12/11-14/11-19/11-21/11

KM 5     Áhugasamir sendi línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Knapamerki 1.  8 bóklegir tímar (4 skipti) og próf                Kr. 19.000.-

Knapamerki 2.   8 bóklegir tímar (4 skipti) og próf                kr.  19.000.-

Knapamerki 3.  12  Bóklegir tímar (6 skipti)og próf                 kr.  22.000-

Knapamerki 4   14 bóklegir tímar ( 7skipti) og próf              kr.   32.000

Kennsla er að mestu á netinu og verða sendar nánari upplýsingar á þátttakendur þegar nær dregur.  Öll skrifleg próf fara fram í  TM höllinni í Spretti.

Skráning á sportabler  þar sem skráð er í hvert km fyrir sig.

Kennari: Sigrún Sig

 

Stækkun golfvallar, fundarboð!

Harðarfélagar eru boðnir velkomnir á kynningarfund í Harðarbóli þann 31.október klukkan 16.30

Skipulag íþróttasvæðis við austurhluta Hlíðavallar
Mosfellsbær auglýsir til kynningar og umsagnar verk- og skipulagslýsingu vegna aðal- og deiliskipulags fyrir íþróttasvæðið við Hlíðavöll.
Markmið skipulagslýsingar er fyrst og fremst að kynna fyrir íbúum og helstu hagaðilum áform skipulagsins. Þar með talið tilgang, ástæður, áætlun, áhrif, markmið, áform og fyrirhugaða tímalínu ferlis. Skipulagslýsing er fyrsta skref í opnu samráði og mikilvæg upplýsingagjöf. Í verk- og skipulagslýsingu er ekki að finna uppdrætti, tillögur eða útfærslur breytinga eða nýtt skipulag. Slíkt verður kynnt með áberandi hætti á síðari stigum.
Markmið aðal- og deiliskipulags Hlíðavallar er að bæta öryggi iðkenda svæðisins og íbúa sem fara um eða búa í nálægð við golfvöllinn. Endurhanna á brautir og högglínur svo öryggi gangandi, hlaupandi, hjólandi og ríðandi verði betur tryggt. Með breytingu er stefnt að því að stækka íþróttasvæðið til austurs við strandlengjuna svo færa megi brautir og þrengja völlinn.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta, fyrirhuguð stækkun vallarins snertir okkur verulega og mikilvægt að við séum upplýst um málið og framvindu þess.

464152684_1086254950176558_4503321015763725477_n.jpg

 

 

Aðalfundur 6.nov 2024 kl 20:00

Boðað er til aðalfundar hestamannafélagsins Harðar miðvikudaginn 6. nóvember 2024  kl 20 í Harðarbóli.

Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta. 

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 5. gr félagsins.

Dagskrá aðalfundar skal vera:

Formaður setur fund og tilnefnir fundarstjóra og fundarritara

Formaður flytur skýrslu stjórnar

Gjaldkeri skýrir reikninga félagsins og kynnir 9 mánaða milliuppgjör

Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins

Reikningar bornir undir atkvæði

Fjárhagsáætlun næsta árs og umræður

Árgjald ákveðið

Lagabreytingar

Kosningar samkvæmt 6. grein laga félagsins

Önnur mál

Fundarslit

6.grein

Stjórn félagsins skipa átta manns auk formanns. Stjórnin skiptir með sér verkum að undanskildum formanni, sem kosinn er beinni kosningu. Kosning stjórnar og formanns félagsins skal fara fram á aðalfundi félagsins samkvæmt eftirfarandi reglum:

Formaður skal kosinn til eins árs í senn og getur verið endurkjörinn alls þrisvar sinnum.

Átta meðstjórnendur skulu kosnir til tveggja ára þannig að fjórir stjórnarmenn gangi úr stjórn ár hvert. Þeir sem ganga úr stjórn með þessum hætti geta verið endurkjörnir.

Á aðalfundi skal kjósa tvo skoðunarmenn reikninga félagsins til eins árs í senn.

Þá skal og kjósa fulltrúa félagsins á ársþing og aðalfundi þeirra samtaka sem félagið á aðild að en formaður félagsins skal þó teljast vera sjálfkjörinn.  Aðalfundur getur heimilað stjórn að tilnefna fulltrúa til setu á fundum þeim sem getið er hér að framan.

Einungis félagar eldri en átján ára eru kjörgengir í kosningum til stjórnar, formanns félagsins, til að vera skoðunarmenn ársreikninga og til að vera fulltrúar félagsins á ársþingum og aðalfundum þeirra samtaka sem félagið á aðild að.

Framboð til kosninga á aðalfundi skulu berast stjórn minnst 7 dögum fyrir aðalfund.

ATH! Lokun reiðleiðar.

Nú stendur til að ljúka framkvæmdum við Varmárræsi neðan við íþróttahúsið að Varmá. Við það lokast reiðstígurinn frá Tunguvegi að Brúarlandi tímabundið. Áætlað er að verklok við verkið verði 31. október n.k. 

Það verður lítil umferð vinnuvéla og leiðin upp með Köldukvísl og undirgöngin við Varmá við Tunguveg verða opin.

 

varma.jpg