Niðurstöður Firmakeppni Harðar 2019

Barnaflokk

1. Oddur og Hrafnagaldur
2. Ísabella og Játvarðs-Von
3. Lína

Unglingaflokk
1. Viktoria Von og Ymur
2. Inga Rún og Vera
3. Helga og Kolli

3. Flokk
1. Helga og Stóri-Brúnn
2. Bryndís og Mökkur
3. Gígja Dröfn og Fótus
4. Anna-Lísa og Knésól
5. Alexandra og Hersir

2. Flokk
1. Ingvar og Trausti
2. Loftur og Grettir
3. Eveliina og Strákur
4. Kristján og Jónsi
5. Gunni og Stjörnunótt

1. Flokk
1. Ragnheiður og Hrímnir
2. Óli og Rökkvi
3. Halldóra og Askur
4. Kristján og Lára
5. Játi og Estill

Takk fyrir skemmtileg mót :)

Áminning: Umsókn Beitarhólf 2019

Minnum félagsmenn á að sækja um beitarhólf  fyrir sumarið.
Eins og undanfarin ár geta skuldlausir félagar sótt um beit á  heimasíðu félagsins undir fyrirsögninni „Sækja um beit.“  
Allir þurfa að sækja um, líka þeir sem voru með beit í fyrra eða undafarin ár.
Kynnið ykkur úthlutunarreglurnar á heimsíðunni áður en þið fyllið út umsókn.
Umsóknir verða að berast fyrir 25. apríl n. k.
Stjórnin

Firmakeppni 2019

Hin árlega firmakeppni féalgsins verður Sumardaginn fyrsta frá kl 14 – 17.  Fínt að skella sér í keppnisgallann eftir tiltekt morgunsins.  Verðlaunaafhending í anddyri reiðhallarinnar.

Heildarlisti 100 stóðhesta í stóðhestaveltunni

Undanfarin ár hefur landslið Íslands í hestaíþróttum leitað til stóðhesteigenda og óskað eftir að fá endurgjaldslaust folatoll undir þeirra úrvals hesta. Tollarnir eru svo seldir á stærsta viðburði landsliðsins sem er „Þeir allra sterkustu“.  Undantekningarlítið hafa stóðhesteigendur tekið beiðninni vel og gefið tolla undir sína hesta. Við hjá Landssambandi hestamannafélaga og landsliðsnefnd erum ákaflega þakklát fyrir þennan mikla stuðning sem styrkir okkur í okkar vinnu.  LH lítur svo á að þessar gjafir sýni glöggt velvilja hestamanna til landsliðsins og viljum við nota þetta tækifæri og þakka öllum þeim sem í þetta sinn og hingað hafa veitt LH stuðning með því að gefa folatolla.

Nánar...

Þeir allra sterkustu

Styrktarmót landsliðs Íslands í hestaíþróttum fer fram laugardaginn 20. apríl í TM-reiðhöllinni í Víðidal. Landsliðsknaparnir okkar mæta með sína bestu hesta ásamt fleiri valinkunnum knöpum.

Happdrættismiði á 1000 kr. og stóðhestavelta á kr. 35.000.

Kl. 12.00 miðasala opnar í TM-reiðhöllinni, miðaverð 3.500 kr.

Kl. 18.30 húsið opnar - Páskalamb í veislusal reiðhallarinnar, lambalæri og kótilettur á kr. 2.500.

Hreimur Örn Heimisson og Karlakór Kjalnesinga sjá um upphitun 

Kl. 20.30 Þeir allra sterkustu

Dagskrá 

  • U21-landsliðshópur LH
  • Stóðhestasýning
  • Fimmgangur - úrslit
  • Stóðhestasýning

           - Hlé -

  • Skeiðkeppni - flugskeið
  • Fjórgangur - úrslit
  • Stóðhestasýning
  • Dregið í happdrætti
  • Tölt - úrslit

 Fylgstu með þeim allra sterkustu á facebook

Hreinsunardagur

Minni á hreinsunardaginn sumardaginn fyrsta frá kl 10 – 12 n.k. fimmtudagur).  Hittumst við reiðhöllina.  Gylfi formaður Umhverfisnefndar deilir út svæðum og ruslapokum.

Hvet félagsmenn til að taka til í hverfinu og í kringum hesthúsin.  Að venju verður gámur við reiðhöllina. Grillaðar pylsur eftir hreinsun.

Umhverfisnefnd.

Veikir hestar

Að undanförnu hafa hestar verið að veikjast í Hafnarfirði, Spretti og fleiri hverfum. Sóttin hefur borist í hverfið okkar og eru nokkrir hestar orðnir veikir.  Lýsingin er lystarleysi, slappleiki og hiti. Gott er að mæla hrossið og kalla til dýralækni sem gefur hrossinu sýklalyf o.fl. Sóttin ætti að ganga yfir á 3 – 5 dögum. Hún er smitandi, en erfitt er að koma í veg fyrir smitun. Höfum þetta þó í huga í allri umgengni. Þó er æskilegt að hleypa veikum hrossum út í gerði. Það ætti ekki að saka.

Form.