Kótilettukvöld 28.1.2023

Screenshot_2023-01-16_141034.jpg

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Gamlársdagsreið

Á morgun er stefnt að hinni hefðbundnu gamlársdagsreið okkar Harðarmanna í Varmadal. Veðurhorfur eru ekki sérlega góðar, en við tökum bara stöðuna í fyrramálið, förum ekki að ana í neina vitleysu. Höldum plani þangað til annað kemur í ljós og sjáumst vonandi sem flest hress og kát 🙂

Lagt af stað úr naflanum klukkan 12.

 

 

Sýnikennsla - Léttleiki, virðing og traust

 
Sigvaldi Lárus Guðmundsson, hestamaður og reiðkennari ætlar að vera með sýnikennslu í Reiðhöllinni í Herði xxx. Sigvaldi ætlar að fjalla um sýnar hugmyndir sem snúa að hestamennskunni, tamningu, þjálfun og reiðmennsku. Við fáum að kynnast hans nálgun við tamningu og þjálfun ungra hesta og ekki síður knapa með virðingu og traust að leiðarljósi. Hann verður með unga og efnilega einstaklinga með í för. 
 
Sigvaldi er útskrifaður Reiðkennari frá Háskólanum á Hólum, starfað sem reiðkennari á Hólum og við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, kenndi Reiðmanninn og er nú yfirreiðkennari Hæfileikamótunar LH fyrir krakka á aldrinum 14-17 ára ásamt því að hafa tamið og þjálfað víða til margra ára.
 
Aðgangseyri er 1000kr
Frítt fyrir 21 og yngri
 
 
Screenshot_2022-12-29_171711.jpg
 

Jólakveðjur

Kæru Harðarfélagar fjölskyldur og aðrir velunnarar.

 

Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld og gleði á nýju ári. Þökkum skemmtilegt ár sem er að líða.

 

Stjórn Harðar

Gamlársreið!

Kæru Harðarfélagar.

Þá getum við loksins farið aftur í okkar hefðbundnu reið á gamlársdag! Að venju verður farið ríðandi til þeirra sæmdarhjóna Nonna og Haddýjar í Varmadal. 

Lagt verður af stað úr Naflanum kl.12.00.  Léttar veitingar verða á staðnum, heitt súkkulaði og fleira. Hlökkum til að sjá sem flesta.

Kveðja, stjórnin

Árlega áminning :) Reiðhallarlyklar!

Árlega áminning :)

Reiðhallarlyklar!

Fyrir alla sem eru ekki skráð í sjálfkrafa endurnýjun um áramót og vilja fá lykill 2023 - bið ég um að senda email á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til að endurnýja lyklana sína fyrir 2023.

***Við minnum alla á að hver lykill gildir eingöngu fyrir þann sem skráður er fyrir lyklinum.***

Upplýsingar sem senda þarf að senda inn
1. Nafn og kennitala eiganda
2. kennitala borganda ef ekki sama og 1.
3. hvernig áskrift

Bara skuldlausir félagar geta kaupa sér aðgang að reiðhöllinni.
Það verður lokað á ógreidda lykla.
Bannað er að lána lykillinn.

Nauðsynlegt er að kynna sér reglunar áður farið er að nota reiðhöllina!

Reiðhöll (hordur.is)


Gjaldskrá:
https://hordur.is/index.php/felagid/gjaldskra

 

Símenntunarnámskeið með Mette Mannseth 20-22 janúar

Símenntunarnámskeið með Mette Mannseth 20-22 janúar fyrir menntaða reiðkennarar. 
 
Símenntunarnámskeið með meistara Mette Manseth verður í samvinnu við Hestamannafélagið Hörð 20-22 janúar. Verklegt og bóklegt (8 reiðkennarar komast að með hest í 2x45min einkatíma) Aðrir fylgjast með og taka virkan þátt í umræðum. Viðurkennt símenntunarnámskeið hjá LH, FT og matrixu FEIF (24einingar). Hægt að sækja um námskeiðs styrk hjá FT fyrir skuldlausa félaga. 
Verð fyrir sá sem mætta með hest í einkatíma er 30 000isk
Áhorfandi er 20000isk
 
Bóklegur tími föstudag 20.01. í Harðarboli kl 1830-2030
21. og 22.1. er Mette að kenna þeim sem eru á hestbaki
09-0945 1. timi 
10-1045 2.timi
11-1145 3. timi
12-1245 4.timi
13-14 Hádegispásu - ætlum að reyna að fara saman að borða (ekki innifalið í verðinu)
14-1445 5.timi
15-1545 6. timi
16-1645 7.timi
17-1745 8.timi
 
Námskeiðið verður haldið hjá Hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ.
Skráning opnar fimmtudaginn 22.12.2022 kl 20:00
 
https://www.sportabler.com/shop/hfhordur
 
Hestamannafélagið Hörður og FT
mette.jpg
 

Tilnefningu Harðar til Íþróttakonu og Íþróttakarli Mosfellsbæjar 2022

Nú er komið að tilnefningu Harðar til Íþróttakonu og
Íþróttakarli Mosfellsbæjar 2022.

Viðkomandi eru jafnframt íþróttafólk Harðar fyrir árið 2022.

Útnefning íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2022 fer
fram í byrjun janúar 2023

Við biðjum félagsmenn að senda inn tillögur á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
til síðasta lagi 18. desember 2022.


Reglur
Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttafólk Mosfellsbæjar skulu
koma úr röðum starfandi íþróttafélaga /deilda í
bæjarfélaginu eða eru með lögheimili í Mosfellsbæ en stunda
íþrótt sína utan sveitarfélagsins. Komi útnefning frá tveimur
félögum í sömu íþróttagrein má nefndin leita til sérsambands
ÍSÍ um álit.

Tilnefna skal tvo einstaklinga (konu og karl) sem fulltrúa
félags/deildar í kjöri til íþróttakonu og íþróttakarls
Mosfellsbæjar 2022.

Ath: Greinagerð þarf að vera að hámarki 80 orð.

Með tilnefningunni skal fylgja texti þar sem tilgreint er:

     * Nafn og aldur á árinu (viðkomandi skal vera 16 ára eða eldri)

     * Helstu afrek ársins, með félagsliði eða sem einstaklingur
     * Önnur atriði sem skipta máli eins og æfingamagn, ástundun,
félagsleg færni og annað sem á erindi í textann um viðkomandi
einstakling
     * Mynd af viðkomandi íþróttamanni.
     * Símanúmer og email hjá viðkomandi.
     * Lögheimili í Mosfellbæ

Ítrekum sérstaklega að hafa góðan texta og góða mynd!!
mos.jpg

Nýtt námskeið með Ragnheiði Þorvalds!!!

Að bæta hestinn sinn í hendi.

Farið stig að stigi í gegnum ýmsar aðferðir við að vinna í hendi, sem er nauðsynlegur grunnur til að bæta samskiptakerfið mill manns og hests. Samspil ábendinga, misstyrk hjá hestinum, hafa hann færanlegann og sveigjanlegan. Unnið er með hestinn við beisli og keyri.

Kennari: Ragnheiður Þorvaldsdóttir

6 skipti

Fimmtudaga kl 18-19
Dagsetningar

19.1.
26.1.
9.2.
16.2.
23.2.
2.3.

Verð: 22 000 kr

Skráning opnar í sportabler í kvöld (15.12.) kl 20:00

 

https://www.sportabler.com/shop/hfhordur

319066064_697112835384563_2301239604292932058_n.jpg

 

 

Námskeið: ​Leiðtogafærni og samspil

 

Á þessu námskeiði er farið í ýmiskonar leiðtogaæfingar með hestinn. Nemendur
æfa að bera sig rétt og staðsetja sig. Læra
lesa í atferli hestsins og líkamsstöðu.
Fá virðingu og fanga athygli hanns. Fá hestinn rólegan, færanlegann og
samstarfsfusann. Unnið er með hestinn í
hendi við snúrumúl og langan vað. Unnið
er út frá hugmyndafræði Pat Parelli og Monty Roberts.

 Kennari: Ragnheiður Þorvaldsdóttir

Þáttakendur þurfa að vera allavega 12ára 

Dagsetning: 14. og 15.janúar 2023

Verð: 12000kr 

Minnst 8 max 12 manns :)

 

Skráning opnar kl 20:00 þriðjudag 13.12.2022 á 

https://www.sportabler.com/shop/hfhordur

 

ragnheiður.jpg

ragn.jpg