Skýrsla Reiðveganefndar 2025
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Miðvikudagur, október 29 2025 19:06
- Skrifað af Sonja
Hörður reiðveganefnd :
Ingibjörg Guðmundsdóttir, Rúnar Sigurpálsson og Sæmundur Eiríksson formaður
Helstu verkefni og framkvæmdir á vegum Harðar og reiðveganefndar árið 2025 Í febrúar og mars urðu miklar skemmdir vegna vatnavaxta og flóða á reiðleiðum á félagssvæði Harðar sem voru að mestu kostaðar af Mosfellsbæ :
Mynd 1 : reiðleið í fjöru út að Blikastaðanesi, keyrt út efni í reiðleið og lagfærð grjótvörn, keyrt út efni í reiðleið og jafnað í brekku niður að Fuglahúsi.
Mynd 2 : lagfæring á reiðleið og ræsum á Tungabakkahring og reiðleið með Leirvogsá, lagfæring á reiðleið að og í undirgöngum á Tunguvegi og upp með Köldukvísl.
Mynd 3 : keyrt út efni og jafnað á reiðleið með Köldukvísl upp að Víðiodda, lokað með grjóti við eldra vað þar sem áin hefur flætt inn á reiðleið í vorflóðum.
Mynd 4 : keyrt út yfirlag á reiðleið frá Víðiodda og upp að vaði vestan við golfvölll, lagfært ræsi á reiðleið neðan við Kirkju. Lagfært ræsi neðan við golfvöll og keyrt út efni og jafnað á reiðleið neðan golfvallar og með Köldukvísl.
Mynd 5 : keyrt út yfirlag á reiðleið frá Hafravatnsvegi og upp að Úlfarsfelli, lagfært ræsi í gili bætt efni ofan á ræsið og hlaðið grjóti við báða enda.
Mynd 6 : Vegagerðin lagði nýjan reiðveg með Hafravatnsvegi að Óskotsvegi, þegar Vegagerðin hafði lokið við reiðleiðina var bætt við yfirlagi ofan á reiðleið.
Mynd 7 : lögð var reiðleið við hið Óskotsvegar um 400 m vegarkafli, siðan var lagt yfirlag á reiðleiðina frá Hafravatnsvegi og á akveg/reiðleið upp í brekkuna að Óskoti.
Mynd 8 : keyrt út yfirlag á nýja reiðleið með Hafravatnsvegi frá Nesjavallaleið að Seljadalsá.
Mynd 9 : verið er að vinna í reiðleiðinni frá Skógarhólum að Öxará leiðin er grjóthreinsuð keyrt er út efni og það jafnað og brotið.
Sæmundur Eiríksson október 2025








