Reglur um notkun og útleigu hestakerrustæða hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ
Reglur um notkun og útleigu hestakerrustæða hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ.
- Tilgangur
Kerrustæðin er eingöngu ætluð fyrir hestakerrur og tengd ökutæk, hér eftir nefnt einu nafni hestakerruri. Stæðin eru númeruð og hefur hver leigutaki aðgang að sínu merkta stæði á meðan leiga er í gildi samkvæmt samningi þar um.
- Leigutakar og skilmálar
Kerrustæðin eru aðeins til útleigu fyrir skuldlausa félagsmenn í hestamannafélaginu Herði. Hver félagsmaður getur leigt eitt stæði undir hestakerru.
Kerrustæði fylgir ekki hesthúsi og ekki er hægt að framleigja kerrustæði þegar hesthús er selt eða við aðrar aðstæður. Útleiga stæða er ávallt í höndum hestamannafélagsins.
Stæði skal skilað til félagsins og það tilkynnt félaginu ef leigu er hætt, leigusamningur fellur þá úr gildi.
Ekki er heimilt að veita þriðja aðila aðgang að leigðu kerrustæði.
3. Leigutími og greiðslur
Leigutími kerrustæðis er eitt ár í senn samkvæmt samningi.
Leigugjald er endurskoðað árlega af stjórn félagsins og birt á heimasíðu og öðrum miðlum sem félagið notar.
Samningur telst undirritaður með staðfestingu í tölvupósti.
- Notkun og umhirða
Hestakerrur skulu vera í góðu ástandi og ekki valda hættu fyrir aðra notendur stæðanna.
Félagsmenn skulu ganga frá stæðunum og halda þeim snyrtilegum, ekki henda neins konar rusli á svæðinu.
Óheimilt er að vera með óskráðar kerrur í stæðunum..
- Ábyrgð leigutaka
Leigutaki ber fulla ábyrgð á sinni hestakerru sem staðsett er á kerrustæði Harðar.
- Viðbrögð við brotum á reglum um kerrustæði
Brot á þessum reglum geta leitt til viðvörunar og/eða að leigusamningi verði rift.
- Útgáfa og breytingar á reglum
Stjórn félagsins áskilur sér rétt til að gera breytingar á þessum reglum ef þörf krefur. Allar breytingar verða auglýstar á miðlum félagsins.
Mosfellsbæ 15.02.2025
Stjórn Harðar