- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, desember 16 2025 08:46
-
Skrifað af Sonja
Hið sívinsæla töltnámskeið með Ingunni Birnu verður á sínum stað! Frábært fyrir knapa sem vilja aðstoð með að þjálfa sinn hest á uppbyggilegan hátt með áherslu á tölt! Námskeiðið er í formi hópatíma og verður kennt á föstudögum. Námskeiðið verður ekki í hverri viku sem gefur nemendum góðan tíma til að æfa sig heima á milli tíma! Kennt verður á föstudögum og námskeiðið hefst 16.janúar. Námskeiðið er ætlað knöpum 21 árs og eldri.
Skráning er hafin inn á abler.io/shop/hfhordur og lýkur 11.janúar!
Kennari: Ingunn Birna Ingólfsdóttir
Janúar: 16. / 23.
Febrúar: 13. / 20.
Mars: 27.
Apríl: 10.
Verð: 24.000

- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, desember 08 2025 12:49
-
Skrifað af Sonja
Skráning á bland í poka her hafin!
Ath. Takmarkaður fjöldi plássa svo um að gera að vera fljótur að skrá sig!
Bland í poka er nýtt námskeið sem hefur göngu sína í vetur! Námskeið fyrir alla sem vilja kynnast fjölbreyttum hliðum hestamennskunnar! Hér fá nemendur tækifæri til að vinna með alls konar reiðkennurum og mismunandi þema er eftir vikum! Til hvers að einblína á eitthvað eitt þegar hægt er að prófa fleira?
Meðal þess sem farið verður yfir er vinna við hendi, sætisæfingar, grunnþjálfun gangtegunda, liberty þjálfun, þjálfun fyrir keppni, vinna með brokkspírur og fleira spennandi! Kennt er í 45 mínútur í senn og eru 3-4 saman í hóp.
Námskeiðið er 15 skipti og hefst: 13.janúar. Öll kennsla fer fram í stóru höllinni.
Kennarar eru:
Ingunn Birna Ingólfsdóttir
Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Fredrica Fagerlund
Sonja Noack
Thelma Rut Davíðsdóttir
Verð fullorðnir: 55.000
Verð 21 árs og yngri: 25.000
Skráning inn á abler.io/shop/hfhordur

- Nánar
-
Skrifað þann Laugardagur, desember 06 2025 09:54
-
Skrifað af Sonja
Viðburður á vegum sameiginlegu fræðslunefnda höfuðrborgarsvæðisins!
Fimmtudaginn 11.desember verður fyrirlestur um alls kyns hagnýt atriði sem tengjast því að hafa hest á húsi og taka hest inn!Kennari er Hrafnhildur Blöndahl sem er menntaður hestafræðingur, leiðbeinandi og tamningamaður.
Fyrirlesturinn fer fram í veislusal Spretts í Kópavogi og hefst klukkan 18:00!
Létt snarl verður í boði! Hvetjum alla sem eru með hesta á húsi og aðstandendur sem vilja bæti við sig þekkingu til að mæta!

