- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, apríl 25 2025 13:21
-
Skrifað af Sonja
Harðarfélagar ætla að lyfta sér upp og heimsækja vini sína í Fák næstkomandi laugardag. Þeir munu ríða á móti og hitta okkur í Óskoti. Lagt verður af stað úr naflanum kl 13.
Smá bras er að komast framhjá framkvæmdum sem eru við undigöngin undir Reykjaveg, en Ingibjörg fararstjóri mun leiða okkur krókaleið til þess að komast upp á Skarhólabraut og þaðan í Fák.
Ef eru einhverjar spurningar getið þið heyrt í Ingibjörgu Ástu s. 8220589, eða sent henni skilaboð.
Harðarmenn koma í heimsókn – Laugardag klukkan 13:00 – Fákur
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, apríl 23 2025 13:16
-
Skrifað af Sonja
Okkur barst erindi frá stjórn Víghóls, íbúasamtaka í Mosfellsdal með ábendingu sem við að sjálfsögðu tökum vel í og hvetjum alla til að ganga vel um fallega dalinn okkar.
"Nú þegar daginn er tekið að lengja og hlýnar í veðri eykst umferð
hestamanna um reiðstíga Mosfellsdals sem og annars staðar. Því miður
fylgir aukinni umferð hestamanna í Dalnum ýmiss konar úrgangur sem
leiðinlegt er að horfa uppá. Má t.d. nefna dósir og flöskur alls konar,
salernispappír, sígarettustubba og tóbakspúða. Þennan úrgang er að finna
jafnt á reiðleiðum sem og í áningastöðum."
Jafnframt minna samtökin á á að góð
umgengni gerir allt skemmtilegra og betra.

- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, apríl 23 2025 11:54
-
Skrifað af Sonja
Næsta fimmtudag, sumardaginn fyrsta er komið að því að hreinsa hverfið okkar, reiðgöturnar og nær umhverfið eins og við gerum hvert vor.
Við hittumst við reiðhöllina kl 9.30.
Allir fá úthlutað svæði til að hreinsa, og plastpokum til að setja ruslið í. Það er nóg pláss fyrir alla og fólk hvatt til að taka þátt, ungir sem aldnir. Gott er að hafa með malarhrífur séu slíkar tiltækar og þeir sem eiga léttar kerrur mega gjarnan hafa þær með. Gámur verður að venju við reiðhöllina og í hann losum við ruslið.
Um klukkan 12 verður boðið upp á grillaða hamborgara og pylsur við reiðhöllina.
Eins og félagsmenn vita, þá er hreinsunin á svæðinu okkar bæði gagnleg og skemmtileg og mikilvægt að við stöndum öll saman í að gera snyrtilegt í kringum hesthúsin og okkar íþróttasvæði. Því fleiri sem leggja hönd á plóg því betra 
Mætið tímanlega, eigum skemmtilegan dag saman!

- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 08 2025 14:22
-
Skrifað af Sonja
Skriftstofa Harðar verður lokuð 12. - 22. apríl.
Ef þið eru með erindi sem getur alls ekki beðið, þá getið þið haft samband við Jón Geir formaður, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Annars er líka hægt að bjalla í Rúnar framkvæmdastjóri í 8647753
Ef það er eitthvað áríðandi vegna reiðhallarlyklar er hægt að heyra í Nathalie í 7625810
Gleðilega páska!