- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, ágúst 29 2024 18:06
-
Skrifað af Sonja
ENGIN FLUGELDASÝNING!
Bæjarhátíðun Í túninu heima er framundan og nokkrir viðburðir snerta okkar svæði, reiðleiðir eða öryggi hrossa og reiðmanna umfram aðra.
Tindahlaupið á laugardag og hjólaviðburðurinn Fellahringurinn á fimmtudag fara fram árlega, við höfum þegar sent út tilkynningu um hjólakeppnina Fellahringurinn en höfum ekki upplýsingar um lokanir eða truflanir vegna Tindahlaupsins. Frekari upplýsingar á vefslóðum í samantektinni hér að neðan. Við sýnum tillitssemi að vanda og skemmtum okkur vel saman.
Fimmtudagur 29. ágúst.
18:00 Fellahringurinn – sjá tilkynningu á heimasíðu og facebooksíðu Harðar. REIÐLEIÐUM VERÐUR LOKAÐ Á MEÐAN KEPPNIN FER FRAM Á ÞEIM.
Hér eru leiðirnar sem hjólaðar verða:
https://www.strava.com/routes/9729777 og https://www.strava.com/routes/2862819023435245748
Föstudagur 30. ágúst
20:30 Skrúðgöngur leggja af stað frá Miðbæjartorgi.
Hestamannafélagið Hörður leiðir gönguna með vöskum fákum.
Laugardagur 31. ágúst
9:00-17:00 Íþróttasvæðið á Tungubökkum
Fótboltamót Aftureldingar og Gæðabaksturs, 6. og 7. flokkur karla og kvenna.
Búast má við fjölda bíla og að þeim sé lagt á reiðvegi jafnvel.
9:00-16:00 Tindahlaupið
Náttúruhlaup sem hefst við Íþróttamiðstöðina að Varmá. Ræst verður í þremur ráshópum, 5 og 7 tindar kl. 9:00, 1 tindur og 3 tindar kl. 11:00. Fjórar vegalengdir í boði, 7 tindar (38 km), 5 tindar (34 km), 3 tindar (19 km) og 1 tindur (12 km). Tindahlaup Mosfellsbæjar er í boði Nettó.
Hlaupaleiðir á korti: https://tindahlaup.is/hlaupaleidir/ Hlaupinu lýkur í síðasta lagi kl 16.00.
12:00-17:00 Wings and Wheels – Tungubakkaflugvöllur
Fornbílar, flugvélar og dráttarvélar verða til sýnis. Kl 13.30 fer fram glæsilegt listflug! Stótsveit Íslands ásamt söngvurum verða með tónleika á staðnum kl 14.30 og aftur kl 15.30.
Karamellukast á Tungubökkum kl 16.30
13:00-14:00 Teymt undir börnum á Stekkjarflötinni í boði Hestamenntar.
21:00-23:00 Stórtónleikar á Miðbæjartorgi
Engin flugeldasýning er í ár!
Sunnudagur 1.september
9:00-17:00 Íþróttasvæðið á Tungubökkum
Fótboltamót Aftureldingar og Gæðabaksturs, 6. og 7. flokkur karla og kvenna
Búast má við fjölda bíla og að þeim sé lagt á reiðvegi jafnvel.
- Nánar
-
Skrifað þann Laugardagur, ágúst 24 2024 08:08
-
Skrifað af Sonja
Fellahringurinn er hjólreiðakeppni sem er hluti af bæjarhátíðnni í Túninu Heima. Keppnin í ár hefst kl 18 fimmtudagskvöldið 29 ágúst og stendur í um 2 klukkutíma.
Hjólað er um stíga og slóða umhverfis fellin í Mosfellsbæ. Boðið er upp á tvo mögulega hringi, litla 15km og stóra 30km. https://hri.is/vidburdur/539
Báðar leiðirnar fara inn á reiðvegi okkar Harðarmanna sem verður þess vegna lokað á meðan keppnin fer fram. Hestamenn eru beðnir að forðast að vera á ferli á þessum vegum þetta kvöld á meðan keppnin stendur og sýna ítrustu tillitssemi séu þeir þarna á ferli. Brautarskoðun fer að auki fram þriðjudaginn 27. ágúst en ekki verður neinum leiðum lokað.
Hér er mynd af leiðunum og hlekkur inn á þær:
https://www.strava.com/routes/9729777 Litli hringur
https://www.strava.com/routes/2862819023435245748 Stóri hringur
https://hordur.is/index.php/frettir/3456-hjolakeppni-25-8
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, ágúst 21 2024 09:52
-
Skrifað af Sonja
Ertu með áhuga á hestamennsku og vilt leggja þitt af mörkum til
félagsins?
Hestamannafélagið Hörður er að leita að nýju og kraftmiklu fólki til að taka þátt í spennandi nefndarstarfi.
Þetta er frábært tækifæri til að hafa áhrif á starfsemi félagsins, kynnast nýju fólki og þróa nýja hæfileika!Við leitum að fólki í eftirfarandi nefndir:
* Fræðslunefnd: Skipuleggur fræðsluviðburði og námskeið fyrir félagsmenn.
* Mótanefnd: Sér um undirbúning og framkvæmd móta félagsins.
* Æskulíðsnefnd: Stendur fyrir viðburðum og verkefnum fyrir ungt fólk.
* Umhverfis- og mannvirkjanefnd: Ber ábyrgð á aðstöðu og umhverfi félagsins.
* Árshátíðarnefnd: Skipuleggur félagslega viðburði og árshátíð félagsins.
* Fræðslunefnd fatlaðra: Tryggir að fræðsla og viðburðir séu aðgengilegir fyrir alla.
* Ferðanefnd: Skipuleggur og sér um ferðir og útivistarviðburði fyrir félagsmenn.
Af hverju að taka þátt?
* Þú færð tækifæri til að hafa áhrif á þróun félagsins.
* Það er frábært tækifæri til að kynnast nýju fólki og byggja upp sterkt tengslanet.
* Þú færð reynslu og þekkingu sem getur nýst þér í öðrum verkefnum.
* Það er tækifæri til að þróa leiðtogahæfileika og samskiptahæfni.
* Þú hjálpar til við að skapa betra umhverfi og tækifæri fyrir aðra félagsmenn.Ef þú hefur áhuga á að taka þátt eða vilt fá nánari upplýsingar, vinsamlegast sendu okkur línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða á heimsíðunni.
Komdu með og leggðu þitt af mörkum til að gera Hestamannafélagið Hörð að enn betra félagi fyrir alla!
https://hordur.is/index.php/frambod-i-innra-starf