- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, september 16 2025 10:49
-
Skrifað af Sonja
Pilates fyrir knapa – Tveggja helga námskeið
Viltu bæta ásetuna þína og dýpka tengslin við hestinn þinn? Þetta einstaka námskeið sameinar fyrirlestra, sýnikennslu á hesti, Pilates-æfingar á dýnu og í stúdíói til að hjálpa þér að skilja líkama þinn og nota hann markvissar í hnakknum.
Þú munt læra að:
- Viðhalda öruggri og jafnvægisríkri líkamsstöðu á hestbaki
- Nota fíngerðar, næstum ósýnilegar ábendingar
- Fylgja hreyfingum hestsins á feti, stígandi ásetu og tölti
- Bæta taumsamband, hraðabreytingar og vinnu á hring
Hver þátttakandi fær lista með heimaæfingum.
Smærri hópar (8–10 á dýnu, 4–6 í stúdíói) tryggja persónulega leiðsögn og athygli.
Kennari – Heiðrún Halldórsdóttir
Heiðrún hefur verið knapi frá því hún man eftir sér og hóf að kenna Pilates árið 2008. Hún er einn af eigendum Eldrún Pilates Studio sem fagnar 10 ára afmæli í febrúar. Heiðrún starfaði við tamningar í um tíu ár og stundar hestamennsku enn í dag. Hún útskrifaðist sem Pilates for Dressage kennari árið 2012 og vinnur í nánu samstarfi við meistarakennara í Pilates til að útskrifa kennara í Romana's Pilates.
Með þessari einstöku reynslu úr bæði Pilates og hestamennsku leiðir hún nemendur áfram með áherslu á líkamsvitund, jafnvægi og hreyfingu í samspili við hestinn.
Kennt helgarnar 4. – 5. Október & 8.- 9. Nóvember
Í félagsheimilinu og reiðhöllinni hjá Herði mosfellsbæ ásamt Eldrún pilates studio í skipholti 50b
Byggðu upp betri samskipti, ásetu og ánægjulegra samband við hestinn þinn!
Athugið! Aðeins 20 laus pláss á þetta námskeið svo um að gera að vera fljótur að skrá sig!
Aldurstakmarkið er 16 ára á árinu (fæd 2009)
Verð: 47.000kr
Skráning er hafin inn á https://www.abler.io/shop/hfhordur

- Nánar
-
Skrifað þann Sunnudagur, september 07 2025 15:44
-
Skrifað af Sonja
Bóklegt Knapamerki Haust 2025!
Allt kennt í Harðarbóli
Skráning opnar: 8.september klukkan 16:00 inn á https://www.abler.io/shop/hfhordur
Próf fer fram í Harðarbóli 20.nóvember 17:00-20:00!
Ath. skilyrði fyrir að skrá sig í knapamerki 2, 3, 4 og 5 er að hafa lokið knapamerkinu á undan 
Markmið Knapamerkjanna
Að stuðla að auknum áhuga á reiðmennsku á íslenskum hestum og hestaíþróttum.
Að auðvelda aðgengi að skipulagðri og markvissri menntun í reiðmennsku og hestaíþróttum fyrir unga sem aldna.
Að bæta þekkingu á meðferð, notkun og umhirðu íslenska hestsins á breiðum grunni.
Knapamerki er mælt með fyrir knapa á 12 aldursári og upp úr
Knapamerki 1 (Miðvikudagar)
4x1,5klst
17:00-18:30
Október: 22., 29.
Nóvember: 5., 12.
Verð fullorðnir (>21): 11.000kr
Verð börn/unglingar/ungmenni (<21): 9.350kr
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Knapinn ætti að öðlast þekkingu á eftirfarandi þáttum:
- Skilji grunnþætti í atferli, eðli og hegðun hesta
- Þekkja líkamsbyggingu og heiti á líkama hestsins
- Kunna skil á helstu öryggisatriðum er lúta að hestahaldi og búnaði fyrir hest og knapa
- Þekkja gangtegundir íslenska hestsins
- Þekkja helstu reiðtygi, notkun þeirra og umhirðu
- Þekki helstu ásetur og rétt taumhald
Knapamerki 2 (Miðvikudagar)
4x1,5klst
18:30-20:00
Október: 22., 29.
Nóvember: 5., 12.
Verð fullorðnir (>21): 11.000kr
Verð börn/unglingar/ungmenni (<21): 9.350kr
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Knapinn ætti að öðlast þekkingu á eftirfarandi þáttum:
- Sögu íslenska hestsins
- Réttu viðhorfi til hestsins með tilliti til skaps hans og skynjunar
- Þekkja helstu ábendingar og notkun þeirra
- Vita hvernig á að ríða hestinum áfram og stoppa hann
- Þekkja reiðvöllinn og notkun hans
- Kunna skil á réttu taumhaldi og taumsambandi
- Þekkja grunnatriði sem gilda þegar unnið er við hönd
- Þekkja æfinguna “að kyssa ístöð”
- Þekkja einfaldar gangskiptingar
- Þekkja reglur sem gilda um útreiðar á víðavangi
Knapamerki 3 (Fimmtudagar)
6x1,5klst
17:30-19:00
Október: 9., 16., 23., 30.,
Nóvember: 6., 13.
Verð fullorðnir (>21): 16.000kr
Verð börn/unglingar/ungmenni (<21): 13.600kr
Kennari: Sonja Noack
Knapinn ætti að öðlast þekkingu á eftirfarandi þáttum:
- Þekkja vel allar gangtegundir íslenska hestsins
- Kunna skil á helstu þáttum er lúta að fóðrun hesta og umhirðu
- Þekkja rólegan hest frá spenntum
- Þekkja helstu þætti í byggingu hestsins og þvi hvernig hann hreyfir sig rétt
- Þekkja helstu þjálfunarstig og hugtök þeim tengd
- Þekkja einfaldar fimiæfingar og grundvallaratriði þeirra
- Vita hvað liggur til grundvallar gangtegundaþjálfun
- Vita hvernig á að undirbúa og ríða hesti yfir slár og hindranir
Knapamerki 4 (Mánudagar)
7x1,5klst
17:00-18:30
Október: 6., 13., 20. 27.
Nóvember: 3., 10., 17.
Verð fullorðnir (>21): 18.500kr
Verð börn/unglingar/ungmenni (<21): 15.700kr
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Knapinn ætti að öðlast þekkingu á eftirfarandi þáttum:
- Markmiðssetningu og hugþjálfun
- Réttri líkamsbeitingu knapans og þjálfun hans
- Þekkja helstu staðreyndir er lúta að heilbrigði og heilsufari hesta
- Þekkja helstu staðreyndir er lúta að umhirðu fóta og járningum
- Þekkja vel mismunandi þjálfunarstig og hugtök þeim tengd
- Þekkja vel æfingar er lúta að því að bæta jafnvægi hestsins og skilja hvað liggur þeim til grundvallar
- Þekkja grundvallaratriði hringteyminga og teyminga á hesti
Knapamerki 5 (Mánudagar)
7x1,5klst
18:30-20:00
Október: 6., 13., 20. 27.
Nóvember: 3., 10., 17.
Verð fullorðnir (>21): 18.500kr
Verð börn/unglingar/ungmenni (<21): 15.700kr
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Knapinn ætti að öðlast þekkingu á eftirfarandi þáttum:
- Þekkja grunn í sögu reiðmennsku og þróun fram á daginn í dag
- Kunna skil á helstu þáttum þjálfunarlífeðlisfræði og þjálfunar hesta
- Skilja hvað liggur til grundvallar æfingunum opnum sniðgangi og að láta hestinn ganga aftur á bak
- Þekkja mjög vel gangtegundir íslenska hestsins og hvað liggur til grundvallar þjálfunar þeirra
- Þekkja og skilja virkni íslenskra stangaméla
- Þekkja helstu stofnanir og félagskerfi íslenskrar hestamennsku

