- Nánar
-
Skrifað þann Laugardagur, janúar 18 2025 19:55
-
Skrifað af Sonja
Við í Fræðslunefnd fatlaðra hjá Hestamannafélaginu Herði leitum að áhugasömum aðstoðarmönnum til að hjálpa okkur í starfinu í vetur. Aðstoðin felst meðal annars í:
Aðstoð í tímum
Að undirbúa hesta og knapa
Að hjálpa knöpum á bak
Að teyma undir nemendum
Að aðstoða við frágang
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í þessu mikilvæga starfi og stuðla að jákvæðri upplifun nemenda, endilega hafðu samband við nefndina með því að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Við hlökkum til að heyra frá þér!
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, janúar 16 2025 12:54
-
Skrifað af Sonja
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, janúar 07 2025 12:48
-
Skrifað af Sonja
Þorvaldur Kristjánsson, hrossaræktarráðunautur, verður með fyrirlestur hjá hestamannafélaginu Herði og fer yfir liðið sýningarár kynbótahrossa og fer yfir það sem er á döfinni á komandi ári.
📍 Hvar: Harðarból, félagsheimili Harðar, Varmárbakka
📆 Hvenær: Fimmtudagurinn 16. janúar klukkan 20:00
Kaffi og léttar veitingar verða í boði, svo við hvetjum alla til að mæta, njóta góðs félagsskapar og fræðast!
Ekki láta þetta framhjá þér fara – allir hestamenn og áhugasamir um hrossarækt eru hjartanlega velkomnir. Deilið endilega til þeirra sem gætu haft áhuga! 🐴
🌟 Sjáumst í Harðarbóli! 🌟
Kveðja
Kynbótanefnd Hestamannafélagsins Harðar
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, janúar 06 2025 12:16
-
Skrifað af Sonja
Pollar minna, meira eða mikið vanir
Almennt reiðnámskeið fyrir polla þar sem markmiðið er að bæta jafnvægi og grunnstjórnun í gegnum ýmsa leiki og þrautir. Hjá minna vönum pollum sem eru að stíga sín fyrstu skref í hestamennsku eru foreldrar með og teyma undir börnunum. Hjá meira vönu pollunum er markmiðið að fara dýpra samspil hests og knapa og ná meiri tökum á undirstöðu atriðum í reiðmennsku í gegnum ýmsar skemmtilegar æfingar. Mikið vanir er ætlað pollum sem hafa komið oft á námskeið áður (Búið að hafa samband við þá foreldra). Námskeiðið er sex skipti og er kennt annað hvort í Blíðubakkahöll eða Stóru höll. Kennt er einu sinni í viku á miðvikudögum og krakkar mæta með eigin hest og búnað.
Námskeiðið hefst 29.janúar og er hver tími 30 mínútur.
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Verð: 5000
Börn minna eða meira vön
Námskeið fyrir áhugasama krakka sem vilja öðlast meira jafnvægi, skilning og þekkingu á almennri þjálfun hesta. Farið verður yfir ýmis öryggisatriði og umgengni við hestinn, hvernig á að ná betri stjórn og samspili við hestinn og lögð áhersla á yfirvegaðar og léttar ábendingar. Í lok þessa námskeiðs ættu nemendur að vera komnir með grunnskilning í reiðmennsku, þekkja helstu gangtegundir og hvernig þjálfun getur verið skemmtileg bæði fyrir hest og knapa. Námskeiðið er sex skipti og kennt á miðvikudögum, skipt verður í hópa eftir fjölda. Kennt verður í Stóru höllinni og Blíðubakkahöllinni og nemendur mæta með eigin hest og búnað.
Námskeiðið hefst 29.janúar og er hver tími 30 mínútur.
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Verð: 12.000
Skráning inn á https://www.abler.io/shop/hfhordur