- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, desember 12 2025 10:09
-
Skrifað af Sonja
Hestamannafélagið Hörður var stofnað árið 1950 og fagnar því 75 ára afmæli í ár.
Við ætlum að fagna tímamótunum í reiðhöll Harðar 14. desember næstkomandi á milli 13 og 15. Það verður skemmtileg sýning frá 13-14 þar sem ungir og aldnir munu sýna hesta og reiðmennsku og kynna starf félagsins. Að sýningu lokinni verður teymt undir börnum til klukkan 15.
Vöfflur og drykkir í boði og allir velkomnir!

- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, desember 08 2025 12:49
-
Skrifað af Sonja
Skráning á bland í poka her hafin!
Ath. Takmarkaður fjöldi plássa svo um að gera að vera fljótur að skrá sig!
Bland í poka er nýtt námskeið sem hefur göngu sína í vetur! Námskeið fyrir alla sem vilja kynnast fjölbreyttum hliðum hestamennskunnar! Hér fá nemendur tækifæri til að vinna með alls konar reiðkennurum og mismunandi þema er eftir vikum! Til hvers að einblína á eitthvað eitt þegar hægt er að prófa fleira?
Meðal þess sem farið verður yfir er vinna við hendi, sætisæfingar, grunnþjálfun gangtegunda, liberty þjálfun, þjálfun fyrir keppni, vinna með brokkspírur og fleira spennandi! Kennt er í 45 mínútur í senn og eru 3-4 saman í hóp.
Námskeiðið er 15 skipti og hefst: 13.janúar. Öll kennsla fer fram í stóru höllinni.
Kennarar eru:
Ingunn Birna Ingólfsdóttir
Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Fredrica Fagerlund
Sonja Noack
Thelma Rut Davíðsdóttir
Verð fullorðnir: 55.000
Verð 21 árs og yngri: 25.000
Skráning inn á abler.io/shop/hfhordur

- Nánar
-
Skrifað þann Laugardagur, desember 06 2025 09:54
-
Skrifað af Sonja
Viðburður á vegum sameiginlegu fræðslunefnda höfuðrborgarsvæðisins!
Fimmtudaginn 11.desember verður fyrirlestur um alls kyns hagnýt atriði sem tengjast því að hafa hest á húsi og taka hest inn!Kennari er Hrafnhildur Blöndahl sem er menntaður hestafræðingur, leiðbeinandi og tamningamaður.
Fyrirlesturinn fer fram í veislusal Spretts í Kópavogi og hefst klukkan 18:00!
Létt snarl verður í boði! Hvetjum alla sem eru með hesta á húsi og aðstandendur sem vilja bæti við sig þekkingu til að mæta!


- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, desember 04 2025 13:25
-
Skrifað af Sonja
Ath. skráning hefst klukkan 20:00 í kvöld (4.des) inn á https://www.abler.io/shop/hfhordur
Takmarkaður fjöldi plássa í boði svo um að gera að vera fljótur að skrá sig!
Skráningarfrestur er út 9.janúar
Keppnisnámskeið fullorðinna
Námskeið í formi 30 mínútna einkatíma einu sinni í viku! Frábært fyrir alla sem stefna á þátttöku í keppni og vilja einstaklingsmiðaða kennslu yfir tímabilið! Stefnt er á að hafa nokkra bóklega tíma inn í þessu sem miða að því að dýpka skilning knapa á keppni og þjálfun samhliða verklegri kennslu.
Kennari er Ylfa Guðrún Svafarsdóttir.
Námskeiðið hefst 14.janúar og er 10 skipti samtals (möguleiki á framhaldi ef áhugi er fyrir).
Verð: 70.000kr
Janúar: 14./ 21./ 28./
Febrúar: 4./ 11./ 18./ 25.
Mars: 4./ 11./ 18.
Keppnisnámskeið yngri flokka
Námskeið sem hentar öllum nemendum í yngri flokkum sem stefna á þátttöku í keppni.
30 mínútna einkatímar einu sinni í viku í allan vetur sem gerir námskeiðið mjög einstaklingsmiðað! Sérlega góður undirbúningur fyrir knapa sem stefna á Landsmót næsta sumar! Stefnt er á að hafa nokkra bóklega tíma inn í þessu sem miða að því að dýpka skilning knapa á keppni og þjálfun samhliða verklegri kennslu.
Kennarar námskeiðsins eru Súsanna Sand Ólafsdóttir og Þórdís Inga Pálsdóttir.
Námskeiðið hefst 12.janúar og er kennt alveg fram að úrtöku (miðjan júní).
Verð: 30.000kr
