- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, október 20 2025 10:36
-
Skrifað af Sonja
Framboð til stjórnar Hestamannafélagsins Harðar
Hestamannafélagið Hörður vekur athygli á því að þeir félagsmenn sem hafa áhuga á að gefa kost á sér til setu í stjórn félagsins skulu senda tilkynningu þess efnis á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 22. október 2025.
Kosning til stjórnar fer fram á aðalfundi félagsins þann 29. október 2025.
Samkvæmt lögum félagsins er á hverjum aðalfundi kosið um formann og helming meðstjórnenda (4).
Virðingarfyllst,
Stjórn Hestamannafélagsins Harðar
- Nánar
-
Skrifað þann Sunnudagur, október 19 2025 22:41
-
Skrifað af Sonja
Boðað er til aðalfundar hestamannafélagsins Harðar miðvikudaginn 29. október 2025 kl 20 í Harðarbóli.
Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 5. gr félagsins.
Dagskrá aðalfundar skal vera:
Formaður setur fund og tilnefnir fundarstjóra og fundarritara
Formaður flytur skýrslu stjórnar
Gjaldkeri skýrir reikninga félagsins og kynnir 9 mánaða milliuppgjör
Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins
Reikningar bornir undir atkvæði
Fjárhagsáætlun næsta árs og umræður
Árgjald ákveðið
Lagabreytingar
Kosningar samkvæmt 6. grein laga félagsins
Önnur mál
Fundarslit
6.grein
Stjórn félagsins skipa átta manns auk formanns. Stjórnin skiptir með sér verkum að undanskildum formanni, sem kosinn er beinni kosningu. Kosning stjórnar og formanns félagsins skal fara fram á aðalfundi félagsins samkvæmt eftirfarandi reglum:
Formaður skal kosinn til eins árs í senn og getur verið endurkjörinn alls þrisvar sinnum.
Átta meðstjórnendur skulu kosnir til tveggja ára þannig að fjórir stjórnarmenn gangi úr stjórn ár hvert. Þeir sem ganga úr stjórn með þessum hætti geta verið endurkjörnir.
Á aðalfundi skal kjósa tvo skoðunarmenn reikninga félagsins til eins árs í senn.
Þá skal og kjósa fulltrúa félagsins á ársþing og aðalfundi þeirra samtaka sem félagið á aðild að en formaður félagsins skal þó teljast vera sjálfkjörinn. Aðalfundur getur heimilað stjórn að tilnefna fulltrúa til setu á fundum þeim sem getið er hér að framan.
Einungis félagar eldri en átján ára eru kjörgengir í kosningum til stjórnar, formanns félagsins, til að vera skoðunarmenn ársreikninga og til að vera fulltrúar félagsins á ársþingum og aðalfundum þeirra samtaka sem félagið á aðild að.
Framboð til kosninga á aðalfundi skulu berast stjórn minnst 7 dögum fyrir aðalfund.
- Nánar
-
Skrifað þann Sunnudagur, október 19 2025 08:53
-
Skrifað af Sonja
Uppskeruhátíð æskulýðs Harðar verður haldin sunnudaginn 16. Nóvember kl.17:00 í Harðarbóli.
Það verða veitt verðlaun fyrir besta keppnisárangur ársins í barna-, unglinga- og ungmennaflokki.
ATH! Það þarf að senda keppnisárangur knapa á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Upplýsingar og reglur varðandi keppnisárangur má finna hér:
Uppfærð viðmið til afreksverðlauna Harðar
Eftir viðurkenningarathöfnina ætlum við svo að eiga skemmtilegt kvöld saman, þar sem við spilum, borðum pizzu og fáum okkur eitthvað gott með.
Við hvetjum alla til að koma og og gleðjast með okkur. Einnig hvetjum við alla sem eru nýjir að kíkja við, sem og að bjóða vinum sem eru í hestunum í Herði að koma og kynnast okkur.
Þetta verður skemmtilegt kvöld!
Kveðja, æskulýðsnefndin.

- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, október 17 2025 18:43
-
Skrifað af Sonja
Viltu bæta ásetuna þína og dýpka tengslin við hestinn þinn? Þetta einstaka námskeið sameinar fyrirlestra, sýnikennslu á hesti, Pilates-æfingar á dýnu og í stúdíói til að hjálpa þér að skilja líkama þinn og nota hann markvissar í hnakknum.
Þú munt læra að:
- Viðhalda öruggri og jafnvægisríkri líkamsstöðu á hestbaki
- Nota fíngerðar, næstum ósýnilegar ábendingar
- Fylgja hreyfingum hestsins á feti, stígandi ásetu og tölti
- Bæta taumsamband, hraðabreytingar og vinnu á hring
Hver þátttakandi fær lista með heimaæfingum.
Smærri hópar (8–10 á dýnu, 4–6 í stúdíói) tryggja persónulega leiðsögn og athygli.
Kennari – Heiðrún Halldórsdóttir
Heiðrún hefur verið knapi frá því hún man eftir sér og hóf að kenna Pilates árið 2008. Hún er einn af eigendum Eldrún Pilates Studio sem fagnar 10 ára afmæli í febrúar. Heiðrún starfaði við tamningar í um tíu ár og stundar hestamennsku enn í dag. Hún útskrifaðist sem Pilates for Dressage kennari árið 2012 og vinnur í nánu samstarfi við meistarakennara í Pilates til að útskrifa kennara í Romana's Pilates.
Með þessari einstöku reynslu úr bæði Pilates og hestamennsku leiðir hún nemendur áfram með áherslu á líkamsvitund, jafnvægi og hreyfingu í samspili við hestinn.
Kennt helgina 8.- 9. Nóvember
Í félagsheimilinu og reiðhöllinni hjá Herði mosfellsbæ ásamt Eldrún pilates studio í skipholti 50b
Byggðu upp betri samskipti, ásetu og ánægjulegra samband við hestinn þinn!
Athugið! Aðeins 20 laus pláss á þetta námskeið svo um að gera að vera fljótur að skrá sig!
Aldurstakmarkið er 16 ára á árinu (fæd 2009)
Ath. Ekki þarf að vera með hest á þessu námskeiði
Verð: 27.500
Skráning er hafin inn á https://www.abler.io/shop/hfhordur
Skráningu lýkur þriðjudaginn 4.nóvember klukkan 20:00!
