- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, nóvember 12 2025 08:58
-
Skrifað af Sonja
Skráning opnaði í dag, 11. nóvember!
Frábært tækifæri fyrir:
vana keppnisknapa sem vilja efla þekkingu sína
vana reiðmenn sem langar að stíga sín fyrstu skref í keppni
Námið býður upp á einstaklingsmiðaða kennslu frá reyndum reiðkennurum og keppnisknöpum — með góðri leiðsögn og sterku utanumhaldi.
Takmörkuð pláss á hverjum kennslustað – tryggðu þér sæti í dag!
Skráðu þig hér: https://endurmenntun.lbhi.is/keppnisnam/
Landbúnaðarháskóli Íslands

- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, nóvember 10 2025 13:03
-
Skrifað af Sonja

- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, nóvember 06 2025 13:17
-
Skrifað af Sonja
Nú er komið að tilnefningu Harðar til íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2025.
Viðkomandi eru jafnframt íþróttafólk Harðar fyrir árið 2025.
Við biðjum félagsmenn að senda inn tillögur á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til síðasta lagi 14. nóvember 2025.
Reglur
Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttafólk Mosfellsbæjar skulu koma úr röðum starfandi íþróttafélaga /deilda í bæjarfélaginu eða eru með lögheimili í Mosfellsbæ en stunda íþrótt sína utan sveitarfélagsins.
Komi útnefning frá tveimur félögum í sömu íþróttagrein má nefndin leita til sérsambands ÍSÍ um álit.
Tilnefna skal tvo einstaklinga (konu og karl) sem fulltrúa félags/deildar í kjöri til íþróttakonu og íþróttakarls
Með tilnefningunni skal fylgja texti þar sem tilgreint er:
• Helstu afrek ársins, með félagsliði eða sem einstaklingur.
• Æfingamagn, ástundun, félagsleg færni og annað sem á erindi í textann um viðkomandi einstakling.
• Mynd af viðkomandi íþróttamanni.
• Símanúmer og netfang hjá viðkomandi.
• Greinagerðin skal að hámarki vera um 80 orð.
Ítrekum sérstaklega að hafa góðan texta og góða mynd! Reglur um kjör íþróttafólks Mosfellsbæjar.
Viðmið til afreksverðlauna Harðar.

- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, nóvember 06 2025 09:32
-
Skrifað af Sonja
Knapaþjálfun með Bergrúnu 
29.-30.nóvember
Hestaíþróttir eru ekki frábrugðnar öðrum íþróttum, að því leyti, að til þess að hámarksárangur náist þurfa hestur og knapi að vera í góðu líkamlegu ástandi. Markmið í þjálfun hesta er fyrst og fremst að auka endingu þeirra og að þeir geti stöðugt verið að bæta sig. Þegar kemur að knöpunum sjálfum er ekki síður mikilvægt að huga að sama markmiði.
Bergrún er Reiðkennari frá Háskólanum á Hólum ásamt því að vera Einkaþjálfari frá ÍAK. Hún kenndi Knapaþjálfun við Háskólann á Hólum í fjögur ár og var einmitt hluti af því teymi sem sá um að þróa áfangann.
Með Knapaþjálfun leggur hún áherslu á líkamsbeitingu knapans með og án hests. Aðstoðar viðkomandi knapa við að finna sína styrkleika og bæta veikleika sem kunna að hafa áhrif á reiðmennsku viðkomandi. Hún horfir mikið til líkamsstöðu, samhæfinguar og hvernig hægt er að bæta sig á hestbaki einfaldlega með því að vera meira meðvitaður um hvað má betur fara.
Helgarnámskeiðin er hugsuð þannig að nemandinn fái sem flest "verkfæri" til að bæta líkamsbeytingu sína, bæði á hestbaki en líka í gegnum æfingar/ æfingatækni sem hægt er að nota heima og/eða í ræktinni.
Innifalið í námskeiðinu er:
Fyrirlestur
- Líkamsstöðugreining
- 2x Einkatímar á baki
- Einn léttur æfingatími
Námskeið sem þú mátt ekki missa af !
Skráning er hafin inn á https://www.abler.io/shop/hfhordur
Skráningu lýkur miðvikudaginn 26.nóvember klukkan 22:00
Aldurstakmark miðast við 14 ára (fædd 2011)
Verð: 27.500kr
