Ársskýrsla fræðslunefnd fatlaðra 2024
- Nánar
- Skrifað þann Miðvikudagur, nóvember 06 2024 11:36
- Skrifað af Sonja
Félagshesthús Harðar var starfrækt í fjórða sinn yfir veturinn 2023/24.
8 börn og unglingar á aldrinum 12 Ɵl 16 ára tóku þátt í þetta sinn. Tveir þátttakendur hættu yfir veturinn út af persónulegum aðstæðum.
Hestamannafélagið leigði 8 stíur í Blíðubakkahúsinu frá 01.10.23. Krakkarnir tóku þátt með sína eigin hesta eða hestum sem þau fengu að láni.
Nathalie Moser var umsjónarmaður félagshesthúss og sá um skipulagið í samstarfi við Sonju Noack. Nathalie aðstoðaði krakkana til dæmis við að fara í reiðtúra, undirbúning fyrir knapamerkjaprófin í vor, almenna reiðkennslu, o.s.frv. Hún var líka alltaf til taks ef það komu upp einhverjar spurningar í kringum hestaumhirðu.
Á tveggja vikna fresti var svo farið saman í reiðtúr eða haldinn viðburður í samstarfi við æskulýðsnefnd sem var ókeypis fyrir krakkana í félagshesthúsinu, eins og ratleikur, hestanuddnámskeið, hestateygjunámskeið, knapafimi eða hindrunarstökksnámskeið. Félagshesthúsatímabilinu lauk svo 15. júní. Þátttakendur voru hvatttir til að skrá sig í námskeið á vegum hestamannafélagsins, þá sérstaklega knapamerkisnámskeið og það voru flestir sem nýttu sér það.
Við viljum þakka æskulýðsnefnd og Helga í Blíðubakkahúsinu fyrir gott samstarf síðasta vetur.
Í kynbótanefnd síðasta árs voru: Eysteinn Leifsson, Einar Frans Ragnarsson og Jón Geir Sigurbjörnsson.
Nefndin stóð ekki fyrir neinum atburði síðasta vetur, en sá að vanda um að halda utan um útreikningana á kynbótarhrossi ársins 2023. Þar er leitað eftir hæst dæmda hrossi úr kynbótadómi þess árs og er ræktað af Harðarfélaga.
Nefndin auglýsti eftir tilnefningum og alls skiluðu sér 5 tilnefningar frá félagsmönnum.
Tilnefningar sem bárust voru:
Hæsta kynbótahrossið að þessu sinni var Guttormur frá Dallandi, en hann hlaut 8,44 fyrir byggingu og 8,70 fyrir hæfileika, og í aðaleinkunn 8,61.
Fyrir hönd kynbótanendar
Jón Geir Sigurbjörnsson
Ársskýrsla fræðslunefndar Harðar
Markmið fræðslunefndar Harðar er að halda uppi öflugu fræðslustarfi sem höfðar til félagsmanna og stuðla þannig að eflingu hestamennskunnar.
Í fræðslunefnd Harðar eru: Anna Jóna Huldudóttir, Anna Lísa Guðmundsdóttir, Þórdís Þorleifsdóttir og Berghildur Ásdís Stefánsdóttir
Fræslunefnd hefur unnið í góðri samvinnu við Sonju Noack starfsmann Harðar og yfirreiðkennnara
Fræðslunefnd hittist tvisvar sinnum á fundi á starfsárinu og nýtir auk þess messanger hóp vel til samskipta og skipulags.
Viðburðir starfsársins
Thelmu Rut Davíðsdóttur
Ingunni Birnu Ingólfsdóttur
Ragnheiði Þorvaldsdóttur
Sonju Noack
Búið var að skipuleggja bæði “ Liberty” sýnikennslu og námskeið með Steinari Sigurbjörnssyni sem því miður þurfti að fela niður
6.des 2023 var Sýnikennslu með Súsönnu Sand sem var vel sótt og mjög skemmtileg og svo var 7. febrúar Sýnikennsla með Fredricu Fagerlund sem var líka mjög vel heppnuð og vel mætt.
Aflýsa þurfti skyndihjálpanámskeiði vegna dræmrar þáttöku.
Þórdís Þorleifsdóttir sem verið hefur í fræðslunefnd síðustu ár tekur sér nú hlé frá nefnindi og þökkum við henni góð störf.
Fræðslunefnd vinnur að skipulagi vetrarins í samvinnu við Thelmu Rut Davíðsdóttur nýjan yfirreiðkennara félagsins og Sonju Noack starfsmann félagsins.
Nefndin tekur gjarnan við tilögum eða óskum frá félgsmönnum um fræðslustarf.