- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, mars 17 2023 22:24
-
Skrifað af Sonja
Loksins eru vinsælu húfurnar með Harðarmerkinu komnar aftur í sölu. Þær seldust upp í fyrra en verða nú í sölu í Harðarbóli á Vetrarmótinu, laugardaginn, 18.mars og einnig í næstu viku:
Þriðjudaginn, 21.mars – frá 17-18 í reiðhöllinni
Fimmtudaginn, 23.mars frá 17-18 í reiðhöllinni.
Húfur verð: 2000.- stk
Buff (hálsklútur): 1000.- stk
Sett með prjónahúfu, derhúfu og buffi: 4000.-kr.



- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, mars 17 2023 12:58
-
Skrifað af Sonja
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um beitarhólf fyrir sumarið.
Athugið að vegna verulegrar hækkunar á áburðarverði bæði í fyrra og núna hefur verið ákveðið að hækka beitargjald um 1500 á hest.
Eins og undanfarin ár geta skuldlausir félagar sótt um beit á heimasíðu félagsins undir hnappnum „Sækja um beit.“
Allir sem vilja fá beitarhólf þurfa að sækja um, líka þeir sem voru með beit í fyrra eða undafarin ár.
Kynnið ykkur vandlega úthlutunarreglurnar á heimasíðunni áður en þið fyllið út umsókn:
https://hordur.is/index.php/felagid/beitarholf
Umsóknir verða að berast fyrir 16. apríl n. k. og er stefnt að því að úthlutun sé lokið fyrir miðjan mai.
Eindagi á greiðslu fyrir beitina verður 1.júní. Sé ekki greitt fyrir þann tíma verður hólfinu úthlutað öðrum.
Umsóknarform má að finna hér:
https://hordur.is/index.php/saekja-um-beit
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, mars 13 2023 11:45
-
Skrifað af Sonja
Keppni í gæðingalist Meistaradeildar æskunnar verður haldin í Herði sunnudaginn 26.3. Mjög spennandi að fá þetta flotta mót hingað í höllina okkar.
Hvert lið fær 1 klukkutíma aðgang í alla höllina (höllin lokuð á meðan) til æfinga fyrir mótið.
Nú erum við byrjuð að bóka inn þessa tíma (10 klukkutímar alls) og því biðjum við alla að skoða vel dagatal reiðhallirnar á hordur.is Fjólublái liturinn stendur fyrir að höllinn sé alveg lokuð.
Takk
fyrir skilninginn og eigið góðan dag!
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, mars 07 2023 12:59
-
Skrifað af Sonja
Ingimar Sveinsson Harðarfélagi varð 95 ára þann 27.febrúar síðastliðinn.
Af því tilefni færði hestamannafélagið Hörður honum smá glaðining, þakklætisvott fyrir hans ómetanlega framlag til hestamennsku á Íslandi.
Myndina málaði Sigríður Ævarsdóttir og hafði til hliðsjónar hugmynd Ingimars um frelsi hestsins,
hann var upphafsmaður að tamningaaðferð sem hann kallaði af frjálsum vilja
Jón Geir Sigurbjörnsson varaformaður Harðar og Hákon Hákonarson Harðarfélagi afhentu Ingimar myndina fyrir hönd félagsins.



