- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, desember 27 2024 20:03
-
Skrifað af Sonja
Einstaklingsmiðað námskeið þar sem markmiðið er að nemendur bæti jafnvægi og ásetu. Farið verður í ýmsar ásetuæfingar sem stuðla að því að bæta jafnvægi og ásetu knapa sem leiðir af sér aukið samspil knapa og hests. Kennari hringteymir nemanda og fer í alls kyns ásetuæfingar sem hjálpa nemandanum að öðlast meiri styrk og jafnvægi á hestbaki. Kennslan er 20 mínútur í senn en mælst er til að knapar séu búnir að hita hestana upp fyrir tímann.
Námskeiðið er sex skipti og kennt aðra hvora viku á fimmtudögum. Kennsla fer fram í Blíðubakkahöllinni og hefst 23.janúar.
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Verð: 27.000
Skráning inn á
https://www.abler.io/shop/hfhordur
- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, desember 27 2024 20:00
-
Skrifað af Sonja
Einstaklingsmiðað námskeið fyrir fullorðna sem stefna á þátttöku í keppni. Námskeiðið verður kennt einu sinni í viku á miðvikudögum frá 18:00-21:00 í formi einkatíma (30mín) og paratíma (60mín) en tímarnir fara bæði fram í Blíðubakka höllinni og Stóru höllinni. Eins verða haldnir nokkrir bóklegir tímar yfir tímabilið þar sem markmiðið er að fara yfir reglur í keppni, keppnisform og aðrar áherslur sem koma að góðum notum í keppni og þjálfun. Ath. Aðeins sex pláss laus á þetta námskeið.
Námskeiðið hefst 15.janúar og er átta skipti. Möguleiki á framhaldi ef áhugi er fyrir.
Kennari: Ylfa Guðrún Svafarsdóttir
Verð: 60.000
https://www.sportabler.com/shop/hfhordur


- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, desember 27 2024 19:32
-
Skrifað af Sonja
Kæru félagar.
Að venju verður farið ríðandi í Varmadal til Nonna og Haddýjar á gamlársdag,
skemmtileg hefð sem við höldum í heiðri.
Lagt verður af stað úr naflanum klukkan 12,
léttar veitingar á staðnum, allir velkomnir.
Kveðja,Stjórnin

- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, desember 25 2024 21:45
-
Skrifað af Sonja
Kæru félagsmenn,
við hjá Herði viljum senda ykkur öllum innilegar jólakveðjur og bestu óskir um gleðilegt og farsælt nýtt ár!
Takk fyrir allar góðar stundir á árinu sem er að líða – hvort sem það var á hestbaki, í félagsstarfinu eða á viðburðum félagsins.
Við hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári. Framundan er spennandi ár, vetrarstarfið er fullt af spennandi námskeiðum, viðburðum og mótum, þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Njótið hátíðanna með fjölskyldu, vinum – og auðvitað hestunum.
Með jólakveðju,
Starfsmenn og stjórn Hestamannafélagsins Harðar
