- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, janúar 06 2025 11:10
-
Skrifað af Sonja
Kæra félagsmenn
Nú er komin ný flís í reiðhöll enn þurfa frosna kubbana enn smá tíma til að jafna sig út, enn þetta kemur!
Endilega munið að taka skít strax þegar verið er að þjálfa inni reiðhöll og gangi vel um!
Nú er heldur betur búin að bætast við hesta og fólk inni hverfi, enda kominn af stað aðaltímabil vetrarsins!
Viljum við bara minna á að tala saman og vera kurteis, sýna tillitsemina og hjálpast að 
Reikningar fyrir reiðhöll eru farin út á þá alla flesta (í gegnum sportabler - kemur greiðsluseðill frá greiðslumiðlun). Viljum minna á að allir þurfa sinn eigin lykill og má ekki lána lykla! Börn til og með 13ára fá frían aðgang enn þurfa fylgd fullorðna.
Félagsgjöld eru komnar inni a og abler biðjum við ALLA félagsmennn að fara inni markaðstorg í abler appið og undir Hestamannafélag Hörður er hægt að skrá og borga félagsgjald 2025.
Takk fyrir og njótið hestana ykkar!
Kv
Sonja
Starfsmaður
- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, janúar 03 2025 12:20
-
Skrifað af Sonja

- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, janúar 02 2025 22:03
-
Skrifað af Sonja
Einkatímar með reiðkennaranum Antoni Páli Níelssyni fimmtudaginn 23.jan og fimmtudaginn 30.jan!
Tona þarf vart að kynna en hann kenndi við Hólaskóla í fjölda mörg ár auk þess að sinna reiðkennslu víða um heim og rækta hross. Anton Páll hefur verið einn af þjálfurum íslenska landsliðsins í hestaíþróttum sem og nokkrum erlendum landsliðum, t.d. því sænska og austurríska. Anton Páll er þekktur fyrir einfalda, hreinskilna, hestvæna og mjög árangursríka nálgun í reiðkennslu sinni.
Tímarnir eru 45 mínútna einkatímar sniðnir að hverjum og einum knapa og eru kenndir í reiðhöll Harðar frá 8:30-15:30. Námskeiðið er hugsað fyrir knapa sem stefna á keppni. Takmarkaður fjöldi plássa í boði svo um að gera að vera fljótur að skrá sig!
Stefnt er á að hann komi svo tvisvar í mánuði í vetur í framhaldinu en skráning fyrir hverja tíma verða auglýstir síðar.
Skráning hefst sunnudaginn 05.janúar klukkan 20:00.
Verð: 17.500 kr fyrir einn tíma, 35.000kr fyrir tvo tíma.
Skráning inn á https://www.abler.io/shop/hfhordur

- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, janúar 02 2025 11:07
-
Skrifað af Sonja
FULLBÓKAÐ
Keppnisnámskeið yngri flokka er einstaklingsmiðað námskeið fyrir knapa sem stefna á keppni í barna-, unglinga- og ungmennaflokki.
Námskeiðið verður kennt einu sinni í viku á mánudögum frá 15:30-21:30 í formi einka- og paratíma en tímarnir fara bæði fram í Blíðubakka höllinni og Stóru höllinni. Eins verða haldnir nokkrir bóklegir tímar yfir tímabilið þar sem markmiðið er að fara yfir reglur í keppni, keppnisform og aðrar áherslur sem koma að góðum notum í keppni og þjálfun. Ath. Aðeins tólf pláss laus á þetta námskeið og skráning opnar klukkan 18:00 fimmtudaginn 2.janúar!
Kennarar: Ragnhildur Haraldsdóttir og Þórdís Inga Pálsdóttir
Ragnhildur er útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum og hefur verið áberandi á keppnisbrautinni undan farin ár. Ásamt því að vera í íslenska Landsliðinu var hún einnig valin íþróttaknapi ársins 2020.
Þórdís Inga er útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum og hefur gert góða hluti á keppnisbrautinni undan farin ár. Þórdís var hluti af U21 landsliðshóp Íslands á sínum tíma og sigraði unglingaflokk á Landsmóti árið 2014 svo eitthvað sé nefnt.
Erum mjög spennt að fá þessa flottu knapa inn í kennarateymið okkar!
Námskeiðið hefst mánudaginn 13.janúar og er 14 skipti.
Verð: 45.000kr
Skráning inn á https://www.abler.io/shop/hfhordur (opnar 02.01 klukkan 18:00)

