- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, ágúst 30 2022 10:25
-
Skrifað af Sonja
Föstudaginn 2. september verður afmælishátíð Skógræktarfélags Íslands haldin í Meltúnsreit. Er því reiðleiðin þar í gegn lokuð efrir kl 15 þann dag og frameftir kvöldi.
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, ágúst 25 2022 10:51
-
Skrifað af Sonja
Athugið!
Fyrirhugað frumtamningarnámskeið með Robba Pet verður tvær þriggja daga helgar 🦄🦄🦄
23.-25.9. og
30.9.-02.10
Endilega sendið email This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ef þið hafið áhuga ;)
Nánari upplýsingar síðar.
- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, ágúst 19 2022 11:07
-
Skrifað af Sonja
Kæru félagar
Á laugardaginn kemur, þann 20.ágúst verður flugeldasýning Menningarnætur á hafnarbakkanum í Reykjavík. Vert er að huga að hrossum sem eru í beitarhólfum í bænum og gera viðeigandi ráðstafanir, taka þau inn á hús jafnvel. Hross hér hafa fælst vegna þessarar sýningar þó hún sé ekki alveg í nágreinni við okkur.
Eins verður flugeldasýning laugardagskvöldið 27. ágúst hér í Mosfellsbæ á bæjarhátiðinni Í túninu heima, skotið upp frá Lágafelli um klukkan 23.00 (eftir tónleika á miðbæjartorgi).

- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, ágúst 18 2022 11:06
-
Skrifað af Sonja
Hestamenn athugið!
Hjólreiðakeppnin Fellahringurinn verður haldinn 25. ágúst 2022 og ræst frá Varmá kl 19:00.
Hjólað er um stíga og slóða umhverfis fellin í Mosfellsbæ. Boðið er upp á tvo mögulega hringi, litla 15km og stóra 30km.
https://www.facebook.com/events/527925345779946/?ref=newsfeed
Báðar leiðirnar fara inn á reiðvegi okkar Harðarmanna sem verður lokað á meðan keppnin fer fram. Hestamenn eru beðnir að forðast að vera á ferli á þessum vegum þetta kvöld á meðan keppnin stendur.
