Harðarból - útleiga

Félagsheimilið Harðarból tekur um 160 manns í sæti og um 200 í standandi veislu. Það er leigt út til mannfagnaða af ýmsu tagi s.s. afmæli, brúðkaup, erfidrykkjur og fundi.

Harðarból er staðsett við keppnisvelli Harðar á Varmárbökkum með einstöku útsýni í átt til Esjunnar yfir Leirvoginn. Nýlega hefur verið byggt við Harðarból og er aðstaðan hin glæsilegasta. Eldhúsið hefur verið endurgert. Borðbúnaður, stólar og borð eru fyrir 160 manns.

Leigugjald á salnum er 95.000 kr fyrir föstudags- laugardagskvöld og sunnudaga

Skuldlausir félagsmenn Harðar fá salinn á 75.000 kr.

Leigugjald fyrir vikra daga á kvöldin er 50.000kr.

Leigugjald fyrir hluta úr virkum degi er 50.000kr.

Innifalið í leigugjaldinu er aðgangur að eldhúsi, leirtaui, borðum, stólum og öðru sem er á staðnum.

Engir dúkar eru í salnum en hægt er að leigja þá gegn gjaldi í Fönn.

Hljóðkerfið er hægt að nota fyrir talað orð og létta bakgrunnstónlist, en í stærri viðburði þarf að leigja kerfi. Hægt er að leigja hljóðkerfi hjá t.d. HljóðX.

Leigja þarf starfsmann á okkar vegum sem sér um frágang og er til aðstoðar á staðnum allan tímann en hann þjónar ekki til borðs. Fari gestafjöldi yfir 50 manns og vín er í salnum, þarf að leigja að lágmarki tvær manneskjur og greiða þarf þeim á staðnum. Lágmarksgreiðsla fyrir hvern starfsmann eru fjórir tímar.

 

imageimage


Öll aðstaða er til fyrirmyndar og er salurinn hinn glæsilegasti, gott aðgengi er fyrir fatlaða og aðstaða fyrir dansgólf. Gott fatahengi er í húsinu og góð snyrtiaðstaða.

Staðfestingargjald er 30.000 kr og greiðist við pöntun og fæst það ekki endurgreitt þó hætt sé við leiguna. Salurinn er ekki tekin frá fyrr en staðfestingargjaldið hefur verið greitt. Full leigugreiðsla þarf að berast eigi síðar en þrem vikum fyrir leigudag og fæst það ekki endurgreitt sé hætt við innan þriggja vikna. Leggja má leigugreiðsluna og staðfestingargjaldið inn á reikning nr.549-26-4259 á kennitölu 650169-4259 og vinsamlega sendið kvittun á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Vinsamlegast athugið! Salurinn telst ekki frátekinn fyrr en staðfestingargjaldið hefur verið greitt.
 
Aldurstakmark við leigu á salnum er 25 ára.

Bókanir og upplýsingar:
 
netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.