NÁMSKEIÐ ÆSKULÝÐSNEFNDAR VETURINN 2023/24

NÁMSKEIÐ ÆSKULÝÐSNEFNDAR VETURINN 2023/2024

Öll námskeið eru auglýst með fyrirvara um næga þátttöku og tímasetningu og jafnframt með fyrirvara um innsláttarvillur í auglýsingatexta. Mæta þarf með eigin hest og búnað nema annað kemur fram.

 

TAKMARKAÐ PLÁSS Á FLEST NÁMSKEIÐ!

Haustþjálfun Harðarkrakka
Nýtt og mjög spennandi námskeið fyrir krakka í Herði.
Aldur er ca 10-15ára (reynum að hópa eftir aldri ef það verða nógu margar skráningar).
Námskeiðið er byggt upp á bæði verklegum og bóklegum hluta.
Námskeiðið byrjar á bóklegan tíma í Harðarboli 11.október kl 17 - 1830.
Verklegir tímar fara svo fram í Reiðhöll Harðar á eftirfarandi dagsetningum (miðvikudögum) - verklegt kennslu er tengd helgarfjörhlutinum (sjá hér neðar):
18.10.
25.10.
01.11.
08.11.
15.11.
Það verða helst bara 4-5 í hóp og er tíminn 45min á hvern hóp
Tímasetningar fara eftir skráningum en eru á milli kl 17-19
Kennari bóklegt/verklegt: Thelma Rut Davíðsdóttir
Helgarfjör – þar erum við með námskeið aðra hverja viku sem verður opið fyrir önnur börn/unglinga/ungmenni utan námskeiðs til að bóka sig í á vægu verði (fylgir með fyrir þau sem eru skráð á allt námskeiðið)
21.10. laugardagur verða Teygjur – Líkamsmeðvitund fyrir unga knapa með Berghildi Ásdísi sjúkraþjálfara og Thelmu Rut reiðkennara í Harðabóli. Mjög mikilvægt námskeið fyrir alla hestakrakka!
Nánari upplýsingar síðar.
04.11. laugardagur verða Grunnteygjur og Nudd fyrir hesta með Thelmu Rut og Nathalie Moser.
Nánari upplýsingar síðar.
Verð á hvern þáttakanda er 18000 kr
Það verður framhald í boði!
Skráning er hafinn!!!
 

Pollanámskeið – teymdir og ekki teymdir - 2024 - 5 skipti

Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki og grunnstjórnun hestsins í gegn um leik og þrautir. Foreldrar teyma undir börnunum eða eru á staðnum. Höfum gaman saman með hestinum. Ætlað fyrir 7 ára og yngri. 

ATH: KRAKKAR MÆTTA MEÐ EIGIN HEST OG BÚNAÐ. 

Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir

Dagsetningar Þriðjudagar 

BYRJAR 24.1.

24. janúar

31. janúar

07. febrúar 

14. febrúar 

21. febrúar 

kl 1630-1700 teymdir

kl 1700-1730 ekki teymdir

Kennt einu sinni í viku í hálftíma í 5 skipti

Verð: 5000 kr

 

farið verður í:
- allan grunn, umgengni við hestinn og almenn öryggisatriði
- ásetu, sjórnun og aukið jafnvægi
- reiðleiðir, umferðareglur í reiðhöllinni og fjölbreytt þjálfun
- nemendur læri að þekkja gangtegundirnar
Hentar vel krökkum sem hafa mikinn áhuga á hestum og vilja aukinn skilning og þekkingu á almennri þjálfun ásamt því að ná lengra með hestinum sínum. Farið verður í að auka jafnvægi knapa og hests, ná yfirvegaðari og einbeittri reiðmennsku með nákvæmar og léttar ábendingar. Þrautir og leikir á hestbaki.
ATH: KRAKKAR MÆTTA MEÐ EIGIN HEST OG BÚNAÐ.
Ef það er lítið skráning verður bara 1 hópur.
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Kennt einu sinni í viku á miðvikudögum, kl 1730-18(minna vanir) og 18-1830(meira vanir), 6 skipti.
Dagsetningar 2024
17. janúar
24. janúar
31. janúar
07. febrúar
14. febrúar
21. febrúar
Verð: 14000kr

 


 Keppnisnámskeið Steinar Sigurbjörnsson

8.1. ZOOM fundur

12.1. Opin Sýnikennsla

15.1. byrjar verklega kennsla

   

Knapamerki 2 – bóklegt og verklegt 

Knapinn öðlast vald og þekkingu á eftirfarandi þáttum: 

  • Geta látið hestinn kyssa ístöð á baki og við hönd, til beggja hliða 
  • Riðið einfaldar gangskiptingar  
  • Riðið helstu reiðleiðir á reiðvelli  
  • Geta riðið í hlutlausri lóðréttri ásetu, hálfléttri og stígandi ásetu  
  • Hafa gott jafnvægi á baki hestsins og nota rétt taumhald  
  • Látið hestinn stoppa, standa kyrran og ganga aftur af stað  
  • Geta riðið á slökum taum og léttri taumsambandi  
  • Grunnskilningur fyrir samspil ábendinga 
  • Sýna það í reiðmennsku og umgengni við hestinn að hann hafi tileinkað sér rétt viðhorf til hans  
  • Geta riðið hesti á víðavangi, haft góða stjórn og gætt fyllsta öryggis 

Kennt verður 2 bóklega (1,5h) og 12 verklegir tímar (plús verklega próf og bóklega próf). 

Námskeið byrjar á bóklega tíma 2.janúar 2023 Kl 1830.

Dagsetningar: Bóklegar tímar í Hardabol á mánudögum: 
2.1. og 09.1. kl 1830-2000
Bóklegt próf mánudaginn 16. janúar 2023 – í Hardarboli Kl 1800-1900 
 
Verklegar tímar Þriðjudagshópa Ragnheiður 20-21 (ungmenni/fullorðnir) LAUS PLÁSS
10.jan / 17jan / 24jan / 31jan
07feb / 14feb / 21feb / 28feb
07mars / 14mars / 21mars / 28mars

Verklegt Próf: 04april2022 Kl 20-21

Verklegar tímar Miðvikudagshópur (Sonja) kl 18-19  - FULLT
11jan / 18jan /25jan
01feb / 08feb / 15feb / 22feb
01mars / 08mars / 15mars / 22mars / 29mars
Verklegt próf 05april kl 18-19

Verklegar tímar fimmtudagshópa Ragnheiður kl 16-17 (Unglingar / Ungmenni) - FULLT
og 17-18 (Fullorðnir Kristjana Hópur) 1 PLÁSS LAUS

5jan / 12jan / 19jan / 26jan / 
02feb / 09feb / 16feb / 23feb 
02mars / 09mars / 16mars / 23mars
Próf 30mars 

Kröfur til knapans: Það þarf að vera búin með bóklega Knapamerki 1. 

Kröfur til hestsins: Hesturinn verður að vera spennulaus og rólegur. Hesturinn þarf að fara um á brokki án vandarmála og einnig þarf að geta riðið tölt og taka stökk.

Kennarar: Ragnheiður Þorvalds á þriðjudögum og Sonja Noack á miðvikudögum

Verð: Ungmenni 38.000 krónur með prófi og skírteini 

Verð: Fullorðnir 48.000 krónur með prófi og skírteini 

 

Knapamerki 3 - verklegt - FULLT

verklegur hluti (bóklegt er sérnámskeið sem alltaf kennt er um haustið) 

Knapinn öðlast vald og þekkingu á eftirfarandi þáttum: 

Að láta hestinn víkja um fram og afturhluta 

Knapinn hafi vald á lóðréttri ásetu, stígandi ásetu og hálfléttri ásetu 

Knapinn geti riðið gangskiptingar markvisst og af nákvæmni 

Knapinn geti riðið við slakan taum og langan taum 

Knapinn geti látið hestinn fara krossgang áfram og til hliðar á sama tíma 

Knapinn hafi gott vald á að nota reiðvöllinn rétt 

Knapinn hafi tileinkað sér rétt viðhorf gagnvart hestinum bæði í reiðmennsku & umgengni 

Knapinn geti látið hestinn fara rétt yfir slár og stökkva yfir litla hindrun 

Kennt verður 1-2x í viku, á mánudögum og stundum á fimmtudögum, 18 verklegir tímar plús prófi og skírteini : 

Kröfur til knapans: Búin með bóklega og verklega Knapamerki 2. Best er þegar Knapinn er búin að taka bóklega hluti í Knapamerki 3 um haustið. 

Kröfur til hestsins: Hesturinn á að vera spennulaus og vera með fín gangskil af 4 gangtegundum.

Tímasetningar: Kl 19-20 (Miðvikudaga og suma föstudaga)

Dagsetningar 

Janúar m11 / m18 / m25 / f27
Febrúar m01 / f03 / m08 / f10 / m15 / f17 / m22
Mars m01 / f03 /m08 / m15 / f17 / m22 / m29 
Verklegt próf f31mars kl 18-20

Kennari : Sonja Noack 

Minnst 4, max 4 manns. 

Námskeiðið byrjar 11. janúar 2023

Verð: Unglingar/Ungmenni 44.000 krónur 

Verð: Fullorðnir 52.000 krónur með prófi og skírteini 

 

 

 

Skráning á flest námskeið fara fram í  gegnum Sportabler 

https://www.sportabler.com/shop/hfhordur