NÁMSKEIÐ ÆSKULÝÐSNEFNDAR VETURINN 2025
NÁMSKEIÐ ÆSKULÝÐSNEFNDAR VETURINN 2025
Öll námskeið eru auglýst með fyrirvara um næga þátttöku og tímasetningu og jafnframt með fyrirvara um innsláttarvillur í auglýsingatexta. Mæta þarf með eigin hest og búnað nema annað kemur fram.
TAKMARKAÐ PLÁSS Á FLEST NÁMSKEIÐ!
Pollar minna, meira eða mikið vanir
Almennt reiðnámskeið fyrir polla þar sem markmiðið er að bæta jafnvægi og grunnstjórnun í gegnum ýmsa leiki og þrautir. Hjá minna vönum pollum sem eru að stíga sín fyrstu skref í hestamennsku eru foreldrar með og teyma undir börnunum. Hjá meira vönu pollunum er markmiðið að fara dýpra samspil hests og knapa og ná meiri tökum á undirstöðu atriðum í reiðmennsku í gegnum ýmsar skemmtilegar æfingar. Mikið vanir er ætlað pollum sem hafa komið oft á námskeið áður (Búið að hafa samband við þá foreldra). Námskeiðið er sex skipti og er kennt annað hvort í Blíðubakkahöll eða Stóru höll. Kennt er einu sinni í viku á miðvikudögum og krakkar mæta með eigin hest og búnað.
Námskeiðið hefst 29.janúar og er hver tími 30 mínútur.
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Verð: 5000
Börn minna eða meira vön
Námskeið fyrir áhugasama krakka sem vilja öðlast meira jafnvægi, skilning og þekkingu á almennri þjálfun hesta. Farið verður yfir ýmis öryggisatriði og umgengni við hestinn, hvernig á að ná betri stjórn og samspili við hestinn og lögð áhersla á yfirvegaðar og léttar ábendingar. Í lok þessa námskeiðs ættu nemendur að vera komnir með grunnskilning í reiðmennsku, þekkja helstu gangtegundir og hvernig þjálfun getur verið skemmtileg bæði fyrir hest og knapa. Námskeiðið er sex skipti og kennt á miðvikudögum, skipt verður í hópa eftir fjölda. Kennt verður í Stóru höllinni og Blíðubakkahöllinni og nemendur mæta með eigin hest og búnað.
Námskeiðið hefst 29.janúar og er hver tími 30 mínútur.
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Verð: 12.000
Keppnisnámskeið 2025 - FULLBÓKAÐ
Keppnisnámskeið yngri flokka er einstaklingsmiðað námskeið fyrir knapa sem stefna á keppni í barna-, unglinga- og ungmennaflokki.
Námskeiðið verður kennt einu sinni í viku á mánudögum frá 15:30-21:30 í formi einka- og paratíma en tímarnir fara bæði fram í Blíðubakka höllinni og Stóru höllinni. Eins verða haldnir nokkrir bóklegir tímar yfir tímabilið þar sem markmiðið er að fara yfir reglur í keppni, keppnisform og aðrar áherslur sem koma að góðum notum í keppni og þjálfun. Ath. Aðeins tólf pláss laus á þetta námskeið og skráning opnar klukkan 18:00 fimmtudaginn 2.janúar!
Kennarar: Ragnhildur Haraldsdóttir og Þórdís Inga Pálsdóttir
Ragnhildur er útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum og hefur verið áberandi á keppnisbrautinni undan farin ár. Ásamt því að vera í íslenska Landsliðinu var hún einnig valin íþróttaknapi ársins 2020.
Þórdís Inga er útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum og hefur gert góða hluti á keppnisbrautinni undan farin ár. Þórdís var hluti af U21 landsliðshóp Íslands á sínum tíma og sigraði unglingaflokk á Landsmóti árið 2014 svo eitthvað sé nefnt.
Erum mjög spennt að fá þessa flottu knapa inn í kennarateymið okkar!
Námskeiðið hefst mánudaginn 13.janúar og er 14 skipti.
Verð: 45.000kr
Skráning inn á https://www.abler.io/shop/hfhordur (opnar 02.01 klukkan 18:00)
Einstaklingsmiðað námskeið þar sem markmiðið er að nemendur bæti jafnvægi og ásetu. Farið verður í ýmsar ásetuæfingar sem stuðla að því að bæta jafnvægi og ásetu knapa sem leiðir af sér aukið samspil knapa og hests. Kennari hringteymir nemanda og fer í alls kyns ásetuæfingar sem hjálpa nemandanum að öðlast meiri styrk og jafnvægi á hestbaki. Kennslan er 20 mínútur í senn en mælst er til að knapar séu búnir að hita hestana upp fyrir tímann.
Námskeiðið er sex skipti og kennt aðra hvora viku á fimmtudögum. Kennsla fer fram í Blíðubakkahöllinni og hefst 23.janúar.
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Verð: 27.000
Frábært námskeið til að auka fjölbreytni í þjálfun og ná meiri tengslum við hestinn sinn í gegnum alls konar leiki og kúnstir!
Á þessu námskeiði er farið í ýmiskonar leiðtoga æfingar með hestinn. Nemendur læra að bera sig rétt og staðsetja sig. Læra að lesa í atferli hestsins og líkamsstöðu. Fá virðingu og fanga athygli hans. Fá hestinn rólegan, færanlegan og samstarfsfúsann. Unnið er með hestinn í hendi við snúrumúl og langan vað. Unnið er út frá hugmyndafræði Pat Parelli og Monty Roberts.
Námskeiðið er sex skipti (6 vikur) og möguleiki er á framhaldi ef áhugi er fyrir. Kennt er á þriðjudögum og kennsla hefst 21.janúar. Öll kennsla í stóru höll. Takmörkuð pláss í boði svo um að gera að vera fljótur að skrá sig!
Kennari: Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Verð yngri flokkar (21 og undir): 11.500
Verð fullorðnir: 16.500
Dagsetningar
Janúar: 28.
Febrúar: 4. / 11. / 18. / 25.
Mars: 4.
Yngri: 18:00-18:45
Fullorðnir: 18:45-19:30
Skráning fer fram inn á https://www.abler.io/shop/hfhordur
Verklegt Knapamerki veturinn 2025
Skráning er hafin í verklega hluta Knapamerkjanna! Knapamerkin eru frábær grunnur fyrir alla hestamenn hvort sem stefnan er að stunda hana til frístunda eða keppnisíþrótt. Farið er stig af stigi í gegnum grundvallar atriði sem varða þjálfun og umhirðu hesta.
Námskeiðin enda á verklegu prófi og er kennt bæði í Stóru höllinni og Blíðubakkahöll. Ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að hafa samband við yfirreiðkennara á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða senda skilaboð á Thelmu Rut.
Knapamerki 1
Knapamerki 1 er fyrsta stigið þar sem knapi á í lok námskeiðs að hafa náð valdi á eftirfarandi atriðum:
- Að undirbúa hest rétt fyrir reið
- Geti teymt hestinn á múl eða beisli við hlið sér á feti og brokki/tölti
- Geti farið á og af baki beggja megin
- Kunni rétt taumhald og að stytta rétt í taumi
- Geti setið hest í lóðréttri (hlutlausri) ásetu á feti, tölti/brokki og hægu stökki
- Geti framkvæmt nokkrar sætisæfingar í hringtaum skv. stjórnun frá kennara
- Geti skipt á milli hlutlausrar ásetu, hálfléttrar og stígandi ásetu (1. stig stígandi ásetu)
- Kunni að skilja rétt við hest og búnað að reiðtíma loknum
Námskeiðið er tólf skipti, kennt á miðvikudögum og hefst 22.janúar.
Verð fullorðnir: 47.000kr
Verð yngri flokkar (til og með 21 árs): 36.500
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Knapamerki 2
Á öðru stigi knapamerkjanna á nemandi í lok námskeiðsins að hafa náð valdi á eftirfarandi atriðum:
- Geta látið hestinn kyssa ístöð á baki og við hönd, til beggja hliða
- Riðið einfaldar gangskiptingar
- Riðið helstu reiðleiðir á reiðvelli
- Geta riðið í hlutlausri lóðréttri ásetu, hálfléttri og stígandi ásetu
- Hafa gott jafnvægi á baki hestsins og nota rétt taumhald
- Látið hestinn stoppa, standa kyrran og ganga aftur af stað
- Geta riðið á slökum taum
- Sýna það í reiðmennsku og umgengni við hestinn að hann hafi tileinkað sér rétt viðhorf til hans
- Geta riðið hesti á víðavangi, haft góða stjórn og gætt fyllsta öryggis
Námskeiðið er tólf skipti, kennt á mánudögum og hefst 13.janúar
Verð fullorðnir: 47.000kr
Verð yngri flokkar: 36.500kr
Kennari: Sonja Noack
Knapamerki 3
Á þriðja stigi knapamerkjanna á nemandi í lok námskeiðs að hafa náð valdi á eftirfarandi atriðum:
- Að láta hestinn víkja um fram og afturhluta
- Knapinn hafi vald á lóðréttri ásetu, stígandi ásetu og hálfléttri ásetu
- Knapinn geti riðið gangskiptingar markvisst og af nákvæmni
- Knapinn geti riðið við slakan taum og langan taum
- Knapinn geti látið hestinn fara krossgang áfram og til hliðar á sama tíma
- Knapinn hafi gott vald á að nota reiðvöllinn rétt
- Knapinn hafi tileinkað sér rétt viðhorf gagnvart hestinum bæði í reiðmennsku og umgengni
- Knapinn geti látið hestinn fara rétt yfir slár og stökkva yfir litla hindrun
Námskeiðið er átján skipti, kennt á þriðjudögum og hefst 21.janúar. Einnig verða einhverjir tímar á föstudögum í samráðivið kennara og nemendur.
Verð fullorðnir: 68.250kr
Verð yngri flokkar: 52.500kr
Kennari: Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Knapamerki 4
Á fjórða stigi knapamerkjanna á nemandi í lok námskeiðs að hafa náð tökum á eftirfarandi atriðum:
- Mjög gott vald á lóðréttri og stígandi ásetu og gott jafnvægi á baki hestsins
- Hafa nákvæmt og næmt taumhald
- Geta riðið réttan krossgang til beggja hliða í góðu jafnvægi
- Hafa gott vald á baugavinnu og reiðleiðum á vellinum á feti, tölti/brokki og stökki
- Geta riðið gangskiptingar markvisst og af nákvæmni
- Geta látið hestinn stöðva, bíða eftir ábendingu frá knapanum og fara rétt af stað í góðu jafnvægi
- Hestur og knapi séu spennulausir, í andlegu og líkamlegu jafnvægi
Námskeiðið er átján skipti, kennt á miðvikudögum og hefst 22.janúar. Einnig verða einhverjir tímar á föstudögum í samráðivið kennara og nemendur.
Verð fullorðnir: 68.250kr
Verð yngri flokkar: 52.500kr
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Knapamerki 5
Endilega þeir sem hafa áhuga á að taka Knapamerki 5 að hafa samband við yfirreiðkennara á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Skráning á flest námskeið fara fram í gegnum Sportabler
https://www.sportabler.com/shop/hfhordur