NÁMSKEIÐ ÆSKULÝÐSNEFNDAR VETURINN 2021

NÁMSKEIÐ ÆSKULÝÐSNEFNDAR VETURINN 2021

Öll námskeið eru auglýst með fyrirvara um næga þátttöku og tímasetningu og jafnframt með fyrirvara um innsláttarvillur í auglýsingatexta. Mæta þarf með eigin hest og búnað nema annað kemur fram.


Ef notað er frístundaávisunn hjá Mosfellsbær, er hægt að gera það í gegnum íbúagátt Mosfellsbæjar og verður því að gerast um leið og þið vilja skrá (ekki í gegnum sportfeng). Sendið sama tima skilaboð til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

TAKMARKAÐ PLÁSS Á FLEST NÁMSKEIÐ!

Knapamerki 3 – Æskulýðsnefnd
verklegur hluti (bóklegt verður í fjarkennslu, sérnámskeið)

 • Að láta hestinn víkja um fram og afturhluta
 • Knapinn hafi vald á lóðréttri ásetu, stígandi ásetu og hálfléttri ásetu
 • Knapinn geti riðið gangskiptingar markvisst og af nákvæmni
 • Knapinn geti riðið við slakan taum og langan taum
 • Knapinn geti látið hestinn fara krossgang áfram og til hliðar á sama tíma
 • Knapinn hafi gott vald á að nota reiðvöllinn rétt
 • Knapinn hafi tileinkað sér rétt viðhorf gagnvart hestinum bæði í reiðmennsku & umgengni
 • Knapinn geti látið hestinn fara rétt yfir slár og stökkva yfir litla hindrun

Kennt verður 1x í viku, á mánudögum, 20 verklegir tímar plús prófi og skírteini :

Tímasetningar: Mánudagar Kl 16-17 / 17-18

ATH: Þannig er að þessi námskeið er mjög langur og því getur verið að sökum COVID að frestum þyrfti eitthvað. Ef það gerist ætlum við að skipta námskeið í tvennt og kenna annað hluti af því á næsta vetri. Þetta gerðist fyrir Knapamerki 3 á þessu ári og eru þau að klára núna í 2021.
Einnig getur verið að við förum að hafa námskeið 2x í viku þegar liður á veturinn.


Kennari : Ragnheiður Þorvalsdóttir
Minnst 4, max 5 manns.

Námskeiðið byrjar 11. janúar 2021 og verður alveg út maí

Verð: Unglingar/Ungmenni 45.000 krónur

 

Almennt reiðnámskeið 8 – 10 ára / 11 - 14ára, 6 skipti -- FULLBÓKAÐ

Almenn reiðnámskeið fyrir alla krakka.

Farið verður í:

 • Ásetu og stjórnun.
 • Reiðleiðir og umferðarreglur í reiðhöllinni.
 • Umgengni við hestinn og almenn öryggisatriði.
 • Nemendur læri að þekkja gangtegundirnar.

Áhersla lögð á ásetu og stjórnun hestsins og aukið sjálfstæði í umgengni við hestinn.  Leikir og þrautir á hestbaki.

Ef það er lítið skráning verður bara 1 hópur.

Kennari: Róbert Petersen

Kennt einu sinni í viku á fimmtudögum í 45min, kl 1730-1815 (8-10ára) og 1815-19(11-14ára), 6 skipti.


Dagsetningar 2021:
14. Janúar
21. Janúar
28. Janúar
04. febrúar
11. febrúar
18. febrúar

Verð: 15000 kr
Skráningafrestur er 08.01.2021

 

Pollanámskeið – teymdir og ekki teymdir 6 skipti

Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki og grunnstjórnun hestsins í gegn um leik og þrautir. Foreldrar teyma undir börnunum eða eru á staðnum. Höfum gaman saman með hestinum. Ætlað fyrir 7 ára og yngri.
ATH: KRAKKAR MÆTTA MEÐ EIGIN HEST OG BÚNAÐ.

Kennari: Ragnheiður Þorvaldsdóttir

Dagsetningar Fimmtudagar
BYRJAR 11.2.
11.2.
18.2.
25.2.
04.3.
11.3.

Ath: Staðsetningu: BLÍÐUBAKKAHÚSIÐ!
kl 17-1730 teymdir
kl 1730-18 ekki teymdir

Kennt einu sinni í viku í hálftíma í 5 skipti
Skraning í gegnum email This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Verð: 5000 kr

 

Keppnisnámskeið 2021 – Arnar Bjarki - FULLBÓKAÐ

12 jan
19 jan
26 jan
30 jan – bóklegt kennslu í fjarkennslu
2 feb
9 feb
16 feb

Á námskeiðinu verður lögð áhersla á stjórnun knapans á líkamlegu og andlegu jafnvægi hestsins og hvernig gott jafnvægi bætir gangtegundirnar. Einnig verður farið yfir uppbyggingu þjálfunar og þjálfunarstundar og tekur kennslan mið af hverju og einu pari. Kennt verður í einkatímum, 30 mínútur í senn. Verkleg kennsla hefst Þriðjudag 12. Janúar.

Kennari: Arnar Bjarki Sigurðarson

Arnar Bjarki er menntaður sem reiðkennari frá Hólum, hefur starfað sem þjálfari U21 landsliðsins í hestaíþróttum ásamt að hafa þjálfað yngri knapa með miklum árangri.

Verð 27.500 kr

Skráningafrestur 06.01.2020

 

Fimleikar á hestbaki - FULLBÓKAÐ

 

Á námskeiðinu gerum við skemmtilegar fimleika æfingar á hestbaki sem bæta jafnvægi, styrk og líkamsvitund sem og auka kjark og sjálfstraust í kringum hesta. Börnin fá þæg hross til afnota og vinna í pörum þar sem annar hringteymir og hinn gerir æfingar á hesti til skiptis, en við byrjum námskeiðið á því að æfa okkur í að hringteyma hest. Börnin mæta með hjálm í tíma.

Max 6 manns

Kennt verður á föstudögum kl 18-19

Dagsetningar

08jan / 15jan / 29jan / 05feb / 19feb / 26feb

Kennari verður Fredrica Fagerlund

Verð: 14.000 kr

Skráningafrest Sunnudag 03.01.2021

 

Skráning skal eiga sér stað í gegnum Sportfeng (velja skráningarkerfi) og er nú þegar hægt að skrá sig:
http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add

 • Velja námskeið.
 • Velja hestamannafélag (Hörður).
 • Skrá kennitölu þátttakanda – (Ef kennitala ekki í félagaskrá, þarf að fara inn á www.hordur.is og sækja um aðild).
 • Velja atburð (og hóp ef fleiri en einn hópur).
 • Setja í körfu.
 • Greiðsla með greiðslukort. Skráning telst ekki gild nema greiðsla hafi borist.