NÁMSKEIÐ ÆSKULÝÐSNEFNDAR VETURINN 2026
NÁMSKEIÐ ÆSKULÝÐSNEFNDAR VETURINN 2026
Öll námskeið eru auglýst með fyrirvara um næga þátttöku og tímasetningu og jafnframt með fyrirvara um innsláttarvillur í auglýsingatexta. Mæta þarf með eigin hest og búnað nema annað kemur fram.
TAKMARKAÐ PLÁSS Á FLEST NÁMSKEIÐ!
Knapamerki 1 er fyrsta stigið þar sem knapi á í lok námskeiðs að hafa náð valdi á eftirfarandi atriðum:
- Að undirbúa hest rétt fyrir reið
- Geti teymt hestinn á múl eða beisli við hlið sér á feti og brokki/tölti
- Geti farið á og af baki beggja megin
- Kunni rétt taumhald og að stytta rétt í taumi
- Geti setið hest í lóðréttri (hlutlausri) ásetu á feti, tölti/brokki og hægu stökki
- Geti framkvæmt nokkrar sætisæfingar í hringtaum skv. stjórnun frá kennara
- Geti skipt á milli hlutlausrar ásetu, hálfléttrar og stígandi ásetu (1. stig stígandi ásetu)
- Kunni að skilja rétt við hest og búnað að reiðtíma loknum
Námskeiðið er tíu skipti, kennt á mánudögum í Blíðubakkahöll og hefst 12.janúar.
Verð fullorðnir: 35.500kr
Verð yngri flokkar (til og með 21 árs): 18.500kr
Kennari: Sonja Noack
Janúar: 12./ 19./ 26.
Febrúar: 2./ 9./ 16./ 23.
Mars: 2./ 9./ 16./ 23. (Próf)
Á öðru stigi knapamerkjanna á nemandi í lok námskeiðsins að hafa náð valdi á eftirfarandi atriðum:
- Geta látið hestinn kyssa ístöð á baki og við hönd, til beggja hliða
- Riðið einfaldar gangskiptingar
- Riðið helstu reiðleiðir á reiðvelli
- Geta riðið í hlutlausri lóðréttri ásetu, hálfléttri og stígandi ásetu
- Hafa gott jafnvægi á baki hestsins og nota rétt taumhald
- Látið hestinn stoppa, standa kyrran og ganga aftur af stað
- Geta riðið á slökum taum
- Sýna það í reiðmennsku og umgengni við hestinn að hann hafi tileinkað sér rétt viðhorf til hans
- Geta riðið hesti á víðavangi, haft góða stjórn og gætt fyllsta öryggis
Námskeiðið er tólf skipti, kennt á fimmtudögum og hefst 8.janúar. Öll kennsla fer fram í stóru höllinni.
Verð fullorðnir: 40.000kr
Verð yngri flokkar: 22.000kr
Bland í poka er nýtt námskeið sem hefur göngu sína í vetur! Námskeið fyrir alla sem vilja kynnast fjölbreyttum hliðum hestamennskunnar! Hér fá nemendur tækifæri til að vinna með alls konar reiðkennurum og mismunandi þema er eftir vikum! Til hvers að einblína á eitthvað eitt þegar hægt er að prófa fleira?
Meðal þess sem farið verður yfir er vinna við hendi, sætisæfingar, grunnþjálfun gangtegunda, liberty þjálfun, þjálfun fyrir keppni, vinna með brokkspírur og fleira spennandi! Kennt er í 45 mínútur í senn og eru 3-4 saman í hóp.
Námskeiðið er 15 skipti og hefst: 13.janúar. Öll kennsla fer fram í stóru höllinni.
Kennarar eru:
Ingunn Birna Ingólfsdóttir
Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Fredrica Fagerlund
Sonja Noack
Thelma Rut Davíðsdóttir
Verð fullorðnir: 55.000
Verð 21 árs og yngri: 25.000
Skráning inn á abler.io/shop/hfhordur
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Janúar: 8./ 15./ 22./ 29./
Febrúar: 5./ 12./ 19./ 26./
Mars: 5./ 12./ 19./ 26.
Apríl: 2. (Próf?)
Námskeið fyrir börn og polla undir 10 ára!
Almennt reiðnámskeið fyrir polla og börn þar sem markmiðið er að bæta jafnvægi og grunnstjórnun í gegnum ýmsa leiki og þrautir.
Hjá minna vönum pollum sem eru að stíga sín fyrstu skref í hestamennsku eru foreldrar með og teyma undir börnunum. Hjá meira vönu pollunum er markmiðið að fara dýpra samspil hests og knapa og ná meiri tökum á undirstöðu atriðum í reiðmennsku í gegnum ýmsar skemmtilegar æfingar.
Námskeið fyrir áhugasama krakka sem vilja öðlast meira jafnvægi, skilning og þekkingu á almennri þjálfun hesta. Farið verður yfir ýmis öryggisatriði og umgengni við hestinn, hvernig á að ná betri stjórn og samspili við hestinn og lögð áhersla á yfirvegaðar og léttar ábendingar.
Í lok þessa námskeiðs ættu nemendur að vera komnir með grunnskilning í reiðmennsku, þekkja helstu gangtegundir og hvernig þjálfun getur verið skemmtileg bæði fyrir hest og knapa.
Námskeiðið er níu skipti og er kennt í Blíðubakkahöll. Kennt er einu sinni í viku á fimmtudögum og krakkar mæta með eigin hest og búnað. Hefst 29.janúar!
Hóparnir eru eftirfarandi:
Pollar teymdir
Pollar ríða sjálfir
Börn minna vön
Börn meira vön
Kennari áskilur sér rétt til að færa nemendur milli hópa
Kennari: Sóllilja Baltasarsdóttir
Janúar: 29.
Febrúar: 5./ 12./ 19./ 26.
Mars: 5./ 12./ 19./ 26.
Skráning inn á abler.io/shop/hfhordur
Verð pollar: 5000kr
Verð börn : 7000kr

