Jafnréttisstefna
- Nánar
- Skrifað þann Miðvikudagur, nóvember 11 2015 14:15
- Skrifað af Super User
Jafnréttisstefna Hestamannafélagsins Harðar
Endurskoðuð og samþykkt á stjórnarfundi félagsins þann 10. apríl 2018
- Hestamannafélagið Hörður er lýðræðislega uppbyggt félag sem byggist á sjálfboðaliðastarfi.
- Jöfn þátttaka kvenna og karla í ákvarðanatöku og stefnumótun er nauðsynleg í lýðræðislegu samfélagi.
- Markmið jafnréttisstefnu Hestamannafélagsins Harðar er að:
- Allt starf innan félagsins uppfylli ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og sé í samræmi við Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum og héruðum.
Hestamannafélagið Hörður hyggst uppfylla þessi markmið með því að :
- Jafnréttisstefnan verði samofin öllu starfi og markvisst fléttuð inn í alla stefnumótun og verklag innan félagsins.
- Allir iðkendur innan vébanda félagsins geti iðkað íþrótt sína og unnið að sínum persónulegu markmiðum óháð kynferði, trúarbrögðum, skoðunum, þjóðerni, kynþætti, litarhætti, ætterni, efnahag, kynhneigð eða stöðu að öðru leyti.
- Að jafnræðis og sanngirni sé gætt við úthlutun kennslutíma.
- Að sömu kröfur séu gerðar til hæfni þjálfara drengja og stúlkna og sömu laun séu greidd fyrir sambærilega hæfni og störf.
- Að bæði karlar og konur verði hvött til þátttöku í innra starfi félagsins og að í ábyrgðarstörf innan þess veljist sem jafnast hlutfall karla og kvenna hverju sinni.
- Að bæði karlar og konur verði hvött til að sækja um störf hjá félaginu.
- Vinna gegn staðalímyndum kynjanna.