Námskeið fræðslunefndar 2025
TAKMARKAÐ PLÁSS Á FLEST NÁMSKEIÐ!
Skráning inn á
https://www.abler.io/shop/hfhordur
Fyrir alla þá sem vilja bæta sig og hestinn sinn, fá nýjar hugmyndir já eða dusta rykið af gömlum. Lagt verður upp með að vinna með tölt sem megin gangtegund en það geta verið margir mismunandi hlutir sem geta hjálpað og bætt það.
Kennari verður Ingunn Birna Ingólfsdóttir en hún er útskrifaður þjálfari og reiðkennari frá Hólum og að auki með áralanga reynslu af tamningum og þjálfun.
Námskeiðið er sex skipti, kennt á fimmtudögum og er hver tími 45 mínútur en það eru þrír saman í hóp. Kennsla fer fram í Stóru höllinni og hefst 30.janúar. Takmarkaðir fjöldi plássa í boði svo um að gera að vera fljótur að skrá sig!
Verð: 22.000
Skráning inn á https://www.abler.io/shop/hfhordur
Dagsetningar
Janúar: 30.
Febrúar: 6. / 13. / 20. / 27.
Mars: 6.
Kvennatölt: 19:00-19:45
Karlatölt: 19:45-20:30
Einstaklingsmiðað námskeið þar sem markmiðið er að nemendur bæti jafnvægi og ásetu. Farið verður í ýmsar ásetuæfingar sem stuðla að því að bæta jafnvægi og ásetu knapa sem leiðir af sér aukið samspil knapa og hests. Kennari hringteymir nemanda og fer í alls kyns ásetuæfingar sem hjálpa nemandanum að öðlast meiri styrk og jafnvægi á hestbaki. Kennslan er 20 mínútur í senn en mælst er til að knapar séu búnir að hita hestana upp fyrir tímann.
Námskeiðið er sex skipti og kennt aðra hvora viku á fimmtudögum. Kennsla fer fram í Blíðubakkahöllinni og hefst 23.janúar.
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Verð: 27.000
Keppnisnámskeið Fullorðinna! - FULLT
Einstaklingsmiðað námskeið fyrir fullorðna sem stefna á þátttöku í keppni. Námskeiðið verður kennt einu sinni í viku á miðvikudögum frá 18:00-21:00 í formi einkatíma (30mín) og paratíma (60mín) en tímarnir fara bæði fram í Blíðubakka höllinni og Stóru höllinni. Eins verða haldnir nokkrir bóklegir tímar yfir tímabilið þar sem markmiðið er að fara yfir reglur í keppni, keppnisform og aðrar áherslur sem koma að góðum notum í keppni og þjálfun. Ath. Aðeins sex pláss laus á þetta námskeið.
Námskeiðið hefst 15.janúar og er átta skipti. Möguleiki á framhaldi ef áhugi er fyrir.
Kennari: Ylfa Guðrún Svafarsdóttir
Verð: 60.000
Vinna við hendi - FULLT
Farið verður í gegnum nokkrar mismunandi útfærslur af vinnu við hendi. Vinna við hendi styrkir samband knapa og hests, eykur fjölbreytni í þjálfun, er liðkandi (fyrir bæði mann og hest) æfir stjórnun og samhæfingu og svo mætti lengi telja. Vinna við hendi er líka frábær undirbúningur fyrir það sem koma skal á baki.
Námskeiðið er sex skipti og hver tími er 45 mínútur.
Kennt aðra hverja viku á fimmtudögum í Blíðubakka höllinni og hefst 16.janúar.
Kennari verður Ingunn Birna Ingólfsdóttir en hún er útskrifaður þjálfari og reiðkennari frá Hólum og að auki með áralanga reynslu af tamningum og þjálfun.
Verð: 22.000kr
Leiðtogafærni og samspil - FULLT
Frábært námskeið til að auka fjölbreytni í þjálfun og ná meiri tengslum við hestinn sinn í gegnum alls konar leiki og kúnstir!
Á þessu námskeiði er farið í ýmiskonar leiðtoga æfingar með hestinn. Nemendur læra að bera sig rétt og staðsetja sig. Læra að lesa í atferli hestsins og líkamsstöðu. Fá virðingu og fanga athygli hans. Fá hestinn rólegan, færanlegan og samstarfsfúsann. Unnið er með hestinn í hendi við snúrumúl og langan vað. Unnið er út frá hugmyndafræði Pat Parelli og Monty Roberts.
Námskeiðið er sex skipti (6 vikur) og möguleiki er á framhaldi ef áhugi er fyrir. Kennt er á þriðjudögum og kennsla hefst 28.janúar. Öll kennsla í stóru höll. Takmörkuð pláss í boði svo um að gera að vera fljótur að skrá sig!
Kennari: Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Verð yngri flokkar (21 og undir): 11.500
Verð fullorðnir: 16.500
Dagsetningar
Janúar: 28.
Febrúar: 4. / 11. / 18. / 25.
Mars: 4.
Yngri: 19:00-19:45
Fullorðnir: 19:45-20:30
Verklegt Knapamerki veturinn 2025
Skráning er hafin í verklega hluta Knapamerkjanna! Knapamerkin eru frábær grunnur fyrir alla hestamenn hvort sem stefnan er að stunda hana til frístunda eða keppnisíþrótt. Farið er stig af stigi í gegnum grundvallar atriði sem varða þjálfun og umhirðu hesta.
Námskeiðin enda á verklegu prófi og er kennt bæði í Stóru höllinni og Blíðubakkahöll. Ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að hafa samband við yfirreiðkennara á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða senda skilaboð á Thelmu Rut.
Knapamerki 1
Knapamerki 1 er fyrsta stigið þar sem knapi á í lok námskeiðs að hafa náð valdi á eftirfarandi atriðum:
- Að undirbúa hest rétt fyrir reið
- Geti teymt hestinn á múl eða beisli við hlið sér á feti og brokki/tölti
- Geti farið á og af baki beggja megin
- Kunni rétt taumhald og að stytta rétt í taumi
- Geti setið hest í lóðréttri (hlutlausri) ásetu á feti, tölti/brokki og hægu stökki
- Geti framkvæmt nokkrar sætisæfingar í hringtaum skv. stjórnun frá kennara
- Geti skipt á milli hlutlausrar ásetu, hálfléttrar og stígandi ásetu (1. stig stígandi ásetu)
- Kunni að skilja rétt við hest og búnað að reiðtíma loknum
Námskeiðið er tólf skipti, kennt á miðvikudögum og hefst 22.janúar.
Verð fullorðnir: 47.000kr
Verð yngri flokkar (til og með 21 árs): 36.500
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Knapamerki 2
Á öðru stigi knapamerkjanna á nemandi í lok námskeiðsins að hafa náð valdi á eftirfarandi atriðum:
- Geta látið hestinn kyssa ístöð á baki og við hönd, til beggja hliða
- Riðið einfaldar gangskiptingar
- Riðið helstu reiðleiðir á reiðvelli
- Geta riðið í hlutlausri lóðréttri ásetu, hálfléttri og stígandi ásetu
- Hafa gott jafnvægi á baki hestsins og nota rétt taumhald
- Látið hestinn stoppa, standa kyrran og ganga aftur af stað
- Geta riðið á slökum taum
- Sýna það í reiðmennsku og umgengni við hestinn að hann hafi tileinkað sér rétt viðhorf til hans
- Geta riðið hesti á víðavangi, haft góða stjórn og gætt fyllsta öryggis
Námskeiðið er tólf skipti, kennt á mánudögum og hefst 13.janúar
Verð fullorðnir: 47.000kr
Verð yngri flokkar: 36.500kr
Kennari: Sonja Noack
Knapamerki 3
Á þriðja stigi knapamerkjanna á nemandi í lok námskeiðs að hafa náð valdi á eftirfarandi atriðum:
- Að láta hestinn víkja um fram og afturhluta
- Knapinn hafi vald á lóðréttri ásetu, stígandi ásetu og hálfléttri ásetu
- Knapinn geti riðið gangskiptingar markvisst og af nákvæmni
- Knapinn geti riðið við slakan taum og langan taum
- Knapinn geti látið hestinn fara krossgang áfram og til hliðar á sama tíma
- Knapinn hafi gott vald á að nota reiðvöllinn rétt
- Knapinn hafi tileinkað sér rétt viðhorf gagnvart hestinum bæði í reiðmennsku og umgengni
- Knapinn geti látið hestinn fara rétt yfir slár og stökkva yfir litla hindrun
Námskeiðið er átján skipti, kennt á þriðjudögum og hefst 21.janúar. Einnig verða einhverjir tímar á föstudögum í samráðivið kennara og nemendur.
Verð fullorðnir: 68.250kr
Verð yngri flokkar: 52.500kr
Kennari: Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Knapamerki 4
Á fjórða stigi knapamerkjanna á nemandi í lok námskeiðs að hafa náð tökum á eftirfarandi atriðum:
- Mjög gott vald á lóðréttri og stígandi ásetu og gott jafnvægi á baki hestsins
- Hafa nákvæmt og næmt taumhald
- Geta riðið réttan krossgang til beggja hliða í góðu jafnvægi
- Hafa gott vald á baugavinnu og reiðleiðum á vellinum á feti, tölti/brokki og stökki
- Geta riðið gangskiptingar markvisst og af nákvæmni
- Geta látið hestinn stöðva, bíða eftir ábendingu frá knapanum og fara rétt af stað í góðu jafnvægi
- Hestur og knapi séu spennulausir, í andlegu og líkamlegu jafnvægi
Námskeiðið er átján skipti, kennt á miðvikudögum og hefst 22.janúar. Einnig verða einhverjir tímar á föstudögum í samráðivið kennara og nemendur.
Verð fullorðnir: 68.250kr
Verð yngri flokkar: 52.500kr
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Knapamerki 5
Endilega þeir sem hafa áhuga á að taka Knapamerki 5 að hafa samband við yfirreiðkennara á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Einkatímapakki með kennara af eigin vali í Blíðubakkahöllinni
Thelma Rut Davíðsdóttir
Ingunn Birna Ingólfsdóttir
Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Sonja Noack
Námskeið sérsniðað á hvern og eitt nemandi.
5x30min einkatímar - dagsetningar og tímasetingar eftir samkomulag enn aðallega eru lausar tíma fyrr á daginn – litill laus í reiðhöllinni um kvöldið nema fimmtudaga. Endilega hafið samband í gegnum This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og við tökum stöðuna.
Skráning í gegnumThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Skráning á flest námskeið fara fram í gegnum Sportabler
https://www.sportabler.com/shop/hfhordur
Helgarnámskeið 2025
22.-23. febrúar Knapaþjálfun með Bergrúnu Ingólfsdóttir