Námskeið fræðslunefndar 2023
TAKMARKAÐ PLÁSS Á FLEST NÁMSKEIÐ!
Gæðingafiminámskeið með Fredricu Fagerlund - FULLT
Gæðingalistnámskeið með Fredricu Fagerlund (hordur.is)
Í vetur verður Fredrica Fagerlund aftur með námskeið í Gæðingafimi en Fredrica hefur náð góðu gengi sjálf í gæðingafimi.
Námskeiðið er hugsað fyrir öllum aldurshópnum og þá líka þau sem stefna á taka sínu fyrsta skref í að keppni í greininni.
Námskeiðið byggist á einum bóklegum tíma þann 13. des, sýnikennsla þann 31.janúar ásamt 6 verklegum 45 mínútna einkatímum. Verklegur hluti er því dreift yfir 3 helgar.
Bóklegt í Harðarbol: 13.des kl 1830-2000
Sýnikennsla: 31.jan kl 19:00
Verkleg kennsla fer fram helgarnar 16.-17. desember – 27.-28. janúar – 24.-25. febrúar
8pláss í boði
Verð 73000
Skráning opnar þriðjudaginn 07.november kl 12:00
Á töltnámskeiðinu verður lögð áhersla á mýkt, þjálni og rétta líkamsbeitingu hests og knapa.
Notast verður við ýmsar mismunandi reiðleiðir við styrkingu gangtegundarinnar tölts, sem er verður hægt að bæta í verkfærakistu knapans.
Knapi þarf að hafa góða grunnstjórnun á hesti sínum.
Kennt verður á föstudögum og er námskeiðið 6 skipti í heildina.
Kennt verður á eftirfarandi dagsetningum: 19.1. / 26.1. / 16. 2. / 23. 2. / 15. 3. / 22. 3.
18:45-19:30
9:30-20:15
Kennt verður í 4 manna hópum í 45 mínútur í senn.
Verð: 17500kr
Kennari námskeiðsins verður Guðrún Margrét Valsteinsdóttir sem er útskrifuð með B.Sc. í Reiðmennsku og reiðkennslu frá Háskólanum á Hólum.
Hindrunarstökksnámskeið er skemmtileg og fjölbreytt námskeið þar sem unnið er með hindranir og brokkspýrur til að styrkja þor og styrk bæði hjá hesti og knapa. Byrjað er á lágum hindrunum og eru þær hækkaðar hægt og rólega eftir getu knapa og hests. Knapi þarf að hafa góða stjórn á hesti sínum og þarf að hafa gott grunnjafnvægi.
Kennt er í 45 mínútur í senn, í 4-5 manna hópum. Kennt verður á föstudögum og er námsekiðið 6 skipti í heildina. Kennt verður á eftirfarandi dagsetningum: 19.1. / 26.1. / 16. 2. / 23. 2. / 15. 3. / 22. 3.
17:45-18:30
Kennari námskeiðsins verður Guðrún Margrét Valsteinsdóttir sem er útskrifuð með B.Sc. í Reiðmennsku og reiðkennslu frá Háskólanum á Hólum.
Verð: 17500kr
Vinna í hendi - námskeið - FULLTBÓKAÐ
6 skipti kennt á þriðjudögum kl.18:30 í Blíðubakkahöllinni.
Tíminn er í 45min - 2hópar í boði (1830 og 1915)
Fyrsti tími 16. Janúar
Farið verður í gegnum nokkrar mismunandi útfærslur af vinnu við hendi.
Vinna við hendi styrkir samband knapa og hests, eykur fjölbreytni í þjálfun, er liðkandi (fyrir bæði mann og hest) æfir stjórnun og samhæfingu og svo mætti lengi telja.
Vinna við hendi er líka frábær undirbúningur fyrir það sem koma skal á baki.
Kennari verður Ingunn Birna Ingólfsdóttir en hún er útskrifaður þjálfari og reiðkennari frá Hólum og að auki með áralanga reynslu af tamningum og þjálfun.
Verð: 18500 kr
4pláss á hóp
Fimi og Flæði - fullt
Villt þú ná betra samspili með hestinum þínum og bæta líkamsbeytingu þína og hestsins?
Hestamannafélagið Hörður mun bjóða upp á fiminámskeið í vetur þar sem lagt verður áherslu á að bæta líkamsbeitingu knapa og hests í gegnum fimiæfingar.
Hvort sem verið er að stefna á keppni eða að byggja upp þjálan og góðan reiðhest þá er þetta námskeið fyrir alla sem hafa áhuga á að þróa sig og hestinn sinn áfram.
Námskeiðið er kennt sirka einu sinni í mánuði á fimmtudögum í 4 skipti - í formi hópatíma.
Dagsetningar:
11. janúar
01. febrúar
07.mars
21.mars
Tíma: 19:00-20:00
Verð: 13 000kr
4 pláss
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Kennslustað: Blíðubakkahöllinn
Karlahópur - FULLT
LOKSINS er aftur kominn karlahópur !!!
Áhersla á Töltþjálfun og þjálni.
Það verða 3 saman í 45min kennslu.
Inga María er 55 ára reiðkennari frá Hólum. Búin að vera í hestum frá blautu barnsbeini. Frumtamningar og almenn þjálfun hesta í 35 ár þau 6 ár sem ég starfaði á Feti voru á bilinu 40-50 tryppi tamin á hverju hausti og tók ég fullan þátt í því. Var einnig við kennslu frumtamningar á Hólum 2 haust.
Dagsetningar:
14. 21. 28. februar
6. 13. 20. mars
Kl 20:15-21:00
Kennslan fer fram í Stóra Höllinni.
Verð: 22500kr
Það verða 3 saman í 45min kennslu.
Inga María er 55 ára reiðkennari frá Hólum. Búin að vera í hestum frá blautu barnsbeini. Frumtamningar og almenn þjálfun hesta í 35 ár þau 6 ár sem ég starfaði á Feti voru á bilinu 40-50 tryppi tamin á hverju hausti og tók ég fullan þátt í því. Var einnig við kennslu frumtamningar á Hólum 2 haust.
Dagsetningar:
14. 21. 28. februar
6. 13. 20. mars
Kl 18:30-19:15(fullt) og 19:15-20:00(1 laust)
Kennslan fer fram í Blíðubakkahöllinni.
Verð: 22500kr
Unghestaþjálfun með Ingu Maríu - FULLT
Unghestar - reiðfærir - gangsetningar - framhaldsþjálfun
Það verða 2 saman í 30min í senn.
Inga María er 55 ára reiðkennari frá Hólum. Búin að vera í hestum frá blautu barnsbeini. Frumtamningar og almenn þjálfun hesta í 35 ár þau 6 ár sem ég starfaði á Feti voru á bilinu 40-50 tryppi tamin á hverju hausti og tók ég fullan þátt í því. Var einnig við kennslu frumtamningar á Hólum 2 haust.
Dagsetningar:
14. 21. 28. februar
6. 13. 20. mars
Kl 17-17:30 og 17:30-18:00 og 18:00-18:30
Kennslan fer fram í Blíðubakkahöllinni.
Verð: 25000kr
Knapamerki 3 - verklegt - fullorðna - FULLT
verklegur hluti (bóklegt er sérnámskeið sem alltaf kennt er um haustið)
Knapinn öðlast vald og þekkingu á eftirfarandi þáttum:
Að láta hestinn víkja um fram og afturhluta
Knapinn hafi vald á lóðréttri ásetu, stígandi ásetu og hálfléttri ásetu
Knapinn geti riðið gangskiptingar markvisst og af nákvæmni
Knapinn geti riðið við slakan taum og langan taum
Knapinn geti látið hestinn fara krossgang áfram og til hliðar á sama tíma
Knapinn hafi gott vald á að nota reiðvöllinn rétt
Knapinn hafi tileinkað sér rétt viðhorf gagnvart hestinum bæði í reiðmennsku & umgengni
Knapinn geti látið hestinn fara rétt yfir slár og stökkva yfir litla hindrun
Kennt verður 1-2x í viku, á þriðjudögum 1930 og stundum á fimmtudögum 19
18 verklegir tímar plús prófi og skírteini.
Kröfur til knapans: Búin með bóklega og verklega Knapamerki 2. Best er þegar Knapinn er búin að taka bóklega hluti í Knapamerki 3 um haustið.
Kröfur til hestsins: Hesturinn á að vera spennulaus og vera með fín gangskil af 4 gangtegundum.
Tímasetningar: Kl 1930-2030 (Þriðjudaga og suma fimmtudaga 19-20
Dagsetningar
Janúar þ02 / þ09 / f04 / þ16 / f18 / þ 23 / þ30
Febrúar f 08 / þ06 / þ13 / f15 /þ20 / þ27 /f29 /
Mars þ05 / þ12 / f14 /þ19 /
Verklegt próf þriðjudagur 21. Mars
Kennari : Sonja Noack
Minnst 4, max 4 manns.
Námskeiðið byrjar 02. janúar 2024
Verð: fullorðna 66000 krónur
Leiðtogafærni og samspil - Helgarnámskeið
Á þessu námskeiði er farið í ýmiskonar leiðtogaæfingar með hestinn. Nemendur
æfa að bera sig rétt og staðsetja sig. Læra
lesa í atferli hestsins og líkamsstöðu.
Fá virðingu og fanga athygli hanns. Fá hestinn rólegan, færanlegann og
samstarfsfusann. Unnið er með hestinn í
hendi við snúrumúl og langan vað. Unnið
er út frá hugmyndafræði Pat Parelli og Monty Roberts.
Kennari: Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Þáttakendur þurfa að vera allavega 12ára
Dagsetning: 14. og 15.janúar 2023
Verð: 12000kr
Minnst 8 max 12 manns :)
Einkatímapakki með kennara af eigin vali í Blíðubakkahöllinni
Thelma Rut Davíðsdóttir
Ingunn Birna Ingólfsdóttir
Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Sonja Noack
Námskeið sérsniðað á hvern og eitt nemandi.
5x30min einkatímar - dagsetningar og tímasetingar eftir samkomulag enn aðallega eru lausar tíma fyrr á daginn – litill laus í reiðhöllinni um kvöldið nema fimmtudaga. Endilega hafið samband í gegnum This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og við tökum stöðuna.
Skráning í gegnumThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Skráning á flest námskeið fara fram í gegnum Sportabler og opna 28.11.
https://www.sportabler.com/shop/hfhordur
Sýnikennslur 2023
12 janúar Sigvaldi Lárús
02 febrúar Fredrica Fagerlund
Helgarnámskeið 2023
Gæðingafiminámskeið yfir 5 helgar með Fredrica Fagerlund
14.-15. janúar Námskeið: Leiðtogafærni og samspil (hordur.is) Ragnheiður Þorvalds
20.-22. Janúar Kennslunámskeið fyrir Reiðkennarar með Mette Mannseth
11.-12 febrúar Fríða Hansen