Námskeið fræðslunefndar 2021
TAKMARKAÐ PLÁSS Á FLEST NÁMSKEIÐ!
Knapamerki Námskeið
Knapamerki 1 – Námskeið - bóklegt og verklegt - FULLBÓKAÐ
- Að undirbúa hest rétt fyrir reið
- Geta teymt hestinn á múl eða beisli við hlið sér á feti og brokki/tölti
- Geta farið á og af baki beggja megin
- Kunna rétt taumhald og að stytta rétt í taumi
- Geta setið hest í lóðréttri (hlutlausri) ásetu á feti, tölti/brokki og hægu stökki
- Geta framkvæmt nokkrar sætisæfingar í hringtaum skv. stjórnun frá kennara
- Geta skipt á milli hlutlausrar ásetu, hálfléttrar og stígandi ásetu (1. stig stígandi áseta)
- Kunni að skilja rétt við hest og búnað að reiðtíma loknum
Kennt verður 2 bóklega (1,5h) og 8 verklegir tímar (plús verklega próf og bóklega próf),
Námskeið byrjar á bóklega tíma 4.janúar 2021 Kl 1700-1830, Aldurstakmark er 12 ára.
Dagsetningar:
Bóklegar tímar í Hardabol á mánudögum:
4.1. og 11.1. kl 1700-1830
Bóklegt próf miðvikudaginn 21. janúar 2021 – í Hardarboli Kl 1800-1900
Verklegar tímar á mánudögum kl 19-20
18. / 25. Janúar 2021
1. / 8. / 15. / 22. Febrúar 2021
01. / 08. / 15. Mars 2021
Verklegt Próf: 22mars2021 Kl 19-21
Kröfur til hestsins: Hesturinn verður að vera spennulaus og rólegur. Hesturinn þarf að hringteymast og fara um á brokki án vandarmála.
Kennari : Oddrún Sigurðardóttir
Verð: Ungmenni 35.000 krónur með prófi og skírteini
Verð: Fullorðnir 40.000 krónur með prófi og skírteini
Knapamerki 3 – Fullorðnir
verklegur hluti (bóklegt verður í fjarkennslu, sérnámskeið)
- Að láta hestinn víkja um fram og afturhluta
- Knapinn hafi vald á lóðréttri ásetu, stígandi ásetu og hálfléttri ásetu
- Knapinn geti riðið gangskiptingar markvisst og af nákvæmni
- Knapinn geti riðið við slakan taum og langan taum
- Knapinn geti látið hestinn fara krossgang áfram og til hliðar á sama tíma
- Knapinn hafi gott vald á að nota reiðvöllinn rétt
- Knapinn hafi tileinkað sér rétt viðhorf gagnvart hestinum bæði í reiðmennsku & umgengni
- Knapinn geti látið hestinn fara rétt yfir slár og stökkva yfir litla hindrun
Kennt verður 1x í viku, á miðvikuögum, 20 verklegir tímar plús prófi og skírteini :
Tímasetningar: Miðvikudagur Kl 20-21
ATH: Þannig er að þessi námskeið er mjög langur og því getur verið að sökum COVID að frestum þyrfti eitthvað. Ef það gerist ætlum við að skipta námskeið í tvennt og kenna annað hluti af því á næsta vetri. Þetta gerðist fyrir Knapamerki 3 á þessu ári og eru þau að klára núna í 2021.
Einnig getur verið að við förum að hafa námskeið 2x í viku þegar liður á veturinn.
Kennari : Sonja Noack
Minnst 4, max 5 manns.
Námskeiðið byrjar 13. janúar 2021
Verð: Fullorðnir 49.000 krónur
Almennt reiðnámskeið – Fullorðnir - FULLBÓKAÐ
Skemmtilegt námskeið fyrir alla sem vilja bæta ásetu, stjórnun og gangtegundir. Farið verður í vinnu við hendi, samspil ábendinga, fimiæfingar og þjálfun gangtegunda.
Knapar mæta með eigin hest og búnað.
Kennt verður í 6 skipti á mánudögum kl 18:00
Dagsetningar 2021:
18. janúar
25. janúar
01. febrúar
08. febrúar
15 febrúar
22 febrúar
Kennari verður Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Verð: 19.000 kr
Hnakkfastur – sætisæfinganámskeið fyrir minna vanir - FULLBÓKAÐ
Áseta knapans er eitt því mikilvægasta sem hann þarf að tileinka sér. Hún fegrar ekki bara heildarmyndina, heldur er knapi í góðu jafnvægi þægilegri fyrir hestinn, notar skilvirkari ábendingar til að stjórna hestinum og siðast en ekki síst bætir það öryggið þar sem knapinn dettur síður af baki. Kosturinn við ásetuæfingar í hringtaum er að knapinn getur einbeitt sér að sínum eigin líkama og ásetu án þess að þurfa að stjórna hestinum. Á námskeiðinu gerum við æfingar aðallega á hesti en líka á gólfi með markmiðið að bæta líkamsstöðu og -vitund okkar á hestbaki sem og í daglegu lífi. Á námskeiðinu er unnið í pörum þar sem annar hringteymir og hinn gerir æfingar á hesti til skiptis. Nemendur fá hest til afnota og þurfa bara að mæta með hnakk og hjálm. Max 6manns.
Kennt verður í 6 skipti á miðvikudögum kl 17:00
Dagsetningar 2021:
13. Janúar
20. Janúar
27. Janúar
03. Febrúar
10. Febrúar
17 febrúar
Kennari verður Fredrica Fagerlund
Verð: 19.000 kr
Skráningafrestur er sunnudagur 03.01.2021
Hnakkfastur – sætisæfinganámskeið fyrir meira vanir / krefjandi
Áseta knapans er eitt þvi mikilvægasta sem hann þarf að tileinka sér. Hún fegrar ekki bara heildarmyndina, heldur er knapi í góðu jafnvægi þægilegri fyrir hestinn, notar skilvirkari ábendingar til að stjórna hestinum og síðast en ekki síst bætir það öryggið þar sem knapinn dettur siður af baki. Kosturinn við ásetuæfingar í hringtaum er að knapinn getur einbeitt sér einungis á sig og sinn líkama án þess að þurfa að stjórna hestinum. Gerum æfingar bæði á hesti og á gólfi með markmiðið að bæta líkamsstöðu og -vitund okkar á hestbaki sem og í daglegu lífi. Á námskeiðinu er unnið í pörum þar sem annar nemandinn hringteymir og hinn gerir æfingar á hesti til skiptis.
Max 6 manns. Nemendur fá hest til afnota.
Kennt verður í 6 skipti á miðvikudögum kl 17:00
Dagsetningar 2021:
24. febrúar
03. mars
10. mars
17. mars
24. mars
31. mars
Kennari verður Fredrica Fagerlund
Verð: 19.000 kr
Töltnámskeið - FULLBÓKAÐ
Lögð verður áhersla á ásetu og stjórnum. Form, mýkt, jafnvægi og samspil ábendinga.
Kennt verður í 6 skipti á föstudögum, 2x á mánuði, kl 17:00
Dagsetningar 2021:
15. janúar
29. janúar
05. febrúar
26. febrúar
12. mars
19. mars
Kennari verður Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Verð: 19.000 kr
Grunnþjálfun unga hestsins - FULLBÓKAÐ
Á námskeiðið er unnið í að bæta svörun grunnábendinga og auka samspil ábendinga, meðal annars í gegnum léttar hliðagangsæfingar. Gangsetning er hafin og ganglag hestsins ræður þvi hversu langt er náð með töltið. Unnið er með hrossin bæði undir hnakk og við hendi með markmiðið að bæta líkamsbeitingu og búa til grunnin fyrir endingagóðan og skemmtilegan reiðhest. Hrossið þarf að vera orðið reiðfært og laust við vandamál eins og hrekki, kergju og rokur svo námskeiðið nýtist sem best.
Miðvikudagar, 6 skipti, Kl 18-19
Dagsetningar:
13. Janúar
20. Janúar
27. Janúar
03. Febrúar
10. Febrúar
17. Febrúar
Kennari verður Fredrica Fagerlund
Verð: 19.000 kr
Helgarnámskeið 2021
30.-31. janúar 2021 Sirkusnámskeið Ragnheiður Þorvalds
Nánar auglýst síðar
Skráning skal eiga sér stað í gegnum Sportfeng (velja skráningarkerfi) og er nú þegar hægt að skrá sig:
http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
- Velja námskeið.
- Velja hestamannafélag (Hörður).
- Skrá kennitölu þátttakanda – (Ef kennitala ekki í félagaskrá, þarf að fara inn á www.hordur.is og sækja um aðild).
- Velja atburð (og hóp ef fleiri en einn hópur).
- Setja í körfu.
- Greiðsla með greiðslukort. Skráning telst ekki gild nema greiðsla hafi borist.