Námskeið fræðslunefndar 2019

Námskeið fræðslunefndar 2019

Öll námskeið eru auglýst með fyrirvara um næga þátttöku og tímasetningu og jafnframt með fyrirvara um innsláttarvillur í auglýsingatexta.

SÍÐASTI SKRÁNINGADAGUR ER LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2018 !
TAKMARKAÐ PLÁSS Á FLEST NÁMSKEIÐ!

Knapamerki Námskeið

Nánar undir Námskeið æskulýðsnefnd – allir velkomnir og erum alltaf með bæði fullorðnir og unglingar / ungmenni.

 

Hnakkfastur – sætisæfinganámskeið - FULLBÓKAÐ

Áseta knapans er eitt þvi mikilvægasta sem hann þarf að tileinka sér. Hún fegrar ekki bara heildarmyndina, heldur er knapi í góðu jafnvægi þægilegri fyrir hestinn, notar skilvirkari ábendingar til að stjórna hestinum og síðast en ekki síst bætir það öryggið þar sem knapinn dettur siður af baki. Kosturinn við ásetuæfingar í hringtaum er að knapinn getur einbeitt sér einungis á sig og sinn líkama án þess að þurfa að stjórna hestinum. Gerum æfingar bæði á hesti og á gólfi með markmiðið að bæta líkamsstöðu og -vitund okkar á hestbaki sem og í daglegu lífi.
Á námskeiðinu er unnið í pörum þar sem annar nemandinn hringteymir og hinn gerir æfingar á hesti til skiptis. Max 6-8manns.
Nemendur fá hest til afnota. 

Kennt verður í 6 skipti á miðvikudögum kl 17:00
Dagsetningar:
09. janúar
16. Janúar
23. Janúar
30. Janúar
06. Febrúar
13. Febrúar

Kennari verður Fredrica Fagerlund

Verð: 13.900 kr


Töltnámskeið  - aðra umferð / nýtt námskeið

Lögð verður áhersla á ásetu og stjórnum. Form, mýkt, jafnvægi og samspil ábendinga.
Kennt verður í 6 skipti á miðvikudögum kl 20:00

Dagsetningar:
27. febrúar
06. mars
13. mars
20. mars
03. april
10. april 

Kennari verður Ragnheiður Þorvaldsdóttir

Verð: 17.900 kr


Gangsetning og grunnþjálfun unga hestsins  - FULLBÓKAÐ

Á námskeiðið er unnið í að bæta svörun grunnábendinga og auka samspil ábendinga, meðal annars í gegnum léttar hliðagangsæfingar. Gangsetning er hafin og ganglag hestsins ræður þvi hversu langt er náð með töltið. Unnið er með hrossin bæði undir hnakk og við hendi með markmiðið að bæta líkamsbeitingu og búa til grunnin fyrir endingagóðan og skemmtilegan reiðhest. Hrossið þarf að vera orðið reiðfært og laust við vandamál eins og hrekki, kergju og rokur svo námskeiðið nýtist sem best.

Dagsetningar:
16. Janúar
23. Janúar
30. Janúar
06. Febrúar
13. Febrúar
20. Febrúar
Kl 18-19

Kennari verður Fredrica Fagerlund

Verð: 17.900 kr

 

Einkatímapakki

Námskeiðið sérsniðið að þörfum hvers og eins.  Hentar hestum og knöpum á öllum aldri og öllum stigum reiðmennskunnar. Í boði eru einkatímar í 30 mínútur eða tveir nemendur saman í 60 mínútur. 
Kennt í 5 skipti og verður skipt milli daga og kennara eftir skráningu og laus reiðhöll. Timasetningar er samkomuatriði milli nemenda og kennara og stundaskrá. Auðveldast að koma að fyrir/um hádegi eða föstudag. Enn alltaf hægt að skoða líka aðrar tímar. Endilega hafið samband This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ef þið eru með sérstaka tíma í huga.

Kennarar:
Hinrik Sigurðsson - mánudagar efitr keppnisnámskeið / föstudagar eftir reiðmanninum (hafið samband við áhuga í This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. )
Sara Rut Heimisdóttir - þridudags og fimmtudagskvöld 
Fredrica Fagerlund
Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Súsanna Sand Ólafsdóttir

Verð fullorðnir: 26.900 kr á 30min pakkinn
Nema er Hinrik með 4x einkatima á eftirfarandi föstudögum 11Jan / 01Feb / 01Mars / 29Mars eftir kl 19, Verð 21500

 

Helgarnámskeið 2019

16.-17. Febrúar 2018 SIRKUSNÁMSKEIÐ

Nánar auglýst síðar

 

Fleiri Helgarnámskeið verða kynnt nánar á heimasíðu Harðar og feisbook síðu félagsins þegar líða fer að þeim.

Skráning skal eiga sér stað í gegnum Sportfeng (velja skráningarkerfi) og er nú þegar hægt að skrá sig:
http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add

  1. Velja námskeið.
  2. Velja hestamannafélag (Hörður).
  3. Skrá kennitölu þátttakanda – (Ef kennitala ekki í félagaskrá, þarf að fara inn á www.hordur.is og sækja um aðild).
  4. Velja atburð (og hóp ef fleiri en einn hópur).
  5. Setja í körfu.
  6. Velja greiðslufyrirkomulag: Greiðslukort eða millifærsla. Skráning telst ekki gild nema greiðsla hafi borist. Ef valið er millifærslu: Alltaf senda afrit á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.