Umgengnisreglur á Harðarsvæðinu
Nr.238/1997
SAMÞYKKT
um umgengi og þrifnað í hesthúsahverfinu á Varmárbökkum.
Gildissvið.
1. gr.
1. gr.
Samþykkt þessi gildir um hesthúsahverfið á Varmárökkum (þ.m.t. opin
svæði, tamningargerði og hólf, svo og gerði við hvert hús).
Umsjón með framkvæmd.
2. gr.
Um eftirlit með framkvæmd samþykktar þessarar fer samkvæmt lögum um
hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit og reglugerðum settum samkvæmt þeim.
Útlit húsa og gerða.
3. gr.
3. gr.
Húsunum skal vel við haldið, bæði hvað varðar málningu og annan frágang
utanhúss.
Jarðvegur innan gerða, og utan eftir því sem við á, skal vera malaborin og
ávallt haldið snyrtilegum.
Almenn umgengni.
4. gr.
Þeir, sem nota hesthús í hverfinu, skulu ganga vel um umhverfi sitt. Bannað
er að skilja eftir hvers konar rusl eða annað óviðkomandi utanhúss, s.s.
sagpoka,heyrúllur og rúllubaggaplast,timbur og verkfæri.
Í hverju hesthúsi skal vera viðurkennt sorpílát og skulu hesthúsaeigendur
kosta uppsetningu þess og tæmingu. Urðun úrgangsefna í hesthúsinu og öll
brennsla er bönnuð. Hættulegum úrgangi skal halda aðskildum frá öðrum
úrgangi og skila inn til mótökustöðva fyrir spilliefni.
Óheimilt er að geyma hey og spón utandyra á svæðinu, svo og að dreifa
spóni og heyi um svæðið.
Lausagangur hesta er bönnuð. Eigendur bera ábyrgð á leigjendum sínum
hvað varðar alla umgengni í hesthúsahverfinu.
Taðþrær
5. gr.
Taðþrær skulu vera þannig úr garði gerðar að þær valdi ekki mengun.
Sérstaklega skal þess gætt að ekki geti lekið úr þeim.
Hreinsa skal taðþrær reglulega og skulu eigendur hesthúsa bera kostnað við
hreinsunina ef einhver er.
Bannað er að setja annað í taðþrærnar en hrossatað og moð og gæta skal þess
að þær yfirfyllist ekki.
Gæta skal fyllsta öryggis svo börnum stafi ekki hætta af þrónum.
Rotþrær og safnþrær.
6. gr.
Eigendur hesthúsa skulu ganga frá tengingum og öðrum útbúnaði, svo sem
salernum, rotþróm og safnþróm. Þetta á við hvort sem um er að ræða þegar
uppsettan eða nýjan búnað og skulu framkvæmdir fara fram innan hæfilegs
frests sem heilbrigðisfulltrúi og byggingarfulltrúi ákveða.
Hreinsun þróa skal framkvæmd reglulega eða áður en þær yfirfyllast.
Hestakerrur, vinnuvélar, bílar, gámar o.fl.
7.gr.
Bannað er að geyma ógangfæra eða númerslausa bíla, gáma, vinnuvélar,
óskráðar kerrur, palla eða hliðstæða hluti á svæðinu. Skráðar kerrur og
léttikerrur skal geyma á þar til gerðu kerrustæði.
Hundahald á svæðinu.
8.gr.
Gæta skal þess að hundar á svæðinu valdi ekki slysahættu, fæli hesta eða
valdi nágrönnum ónæði. Hundar eiga alltaf að vera undi eftirliti eiganda, sbr.
samþykkt um hundahald í Mosfellsbæ.
Komin í ljós að eigandi hafi ekki stjórn á hundi sínum hvað þessi atriði
varðar skal hætta að koma með hundinn inn á svæðið.
Notkun hesthúsa.
9.gr.
Ekki er heimilt að nota hesthús fyrir annað en hesta, hey, félagstöðu og
annað sem hestamennsku viðkemur.
Brot og viðurlög.
10.gr.
Með brot á samþykkt þessari og um valdasvið, þvingunarúrræði,
málsmeðferð, útskurði og viðurlög fer samkvæmt lögum um hollustuhætti
og heilbrigðiseftirlit, nr. 81/1988, með síðari breytingum.
11.gr.
Samþykkt þessi, sem bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum 2.
október 1996 og 19. febrúar 1997, staðfestist hér með samkvæmt 18. gr. laga
um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, nr.81/1988, með síðari breytingum, til
að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga máli.
Umhverfisráðuneytinu, 7. apríl 1997
F.h.r.
Ingimar Sigurðsson
________________________
Sigurbjörg Sæmundsdóttir
Sigurbjörg Sæmundsdóttir