ÖLL HÖLL ER LOKUÐ
- Nánar
- Skrifað þann Laugardagur, mars 01 2025 10:05
- Skrifað af Sonja
ÖLL HÖLL ER LOKUÐ um helgina vegna æfingar meistaradeild á eftirfarandi tímum:
Í dag, laugardaginn 18-19
Sunnudaginn 2.3.
Kl 18-21
ÖLL HÖLL ER LOKUÐ um helgina vegna æfingar meistaradeild á eftirfarandi tímum:
Í dag, laugardaginn 18-19
Sunnudaginn 2.3.
Kl 18-21
Dýraatferlisfræðingurinn Eva Bertilsson kemur í heimsókn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn 10. til 14. mars nk. Hún er dýraþjálfari með margra ára reynslu af því að vinna með dýr, auk þess að sinna kennslu og veita ráðgjöf um dýraþjálfun til almennings og þeirra sem vinna með dýr í sínum störfum. Hún notast við jákvæðar þjálfunaraðferðir með það að leiðarljósi að auka lífsgæði dýranna sem gæti nýst fólki í þjálfun með hestum.
Eva ætlar að miðla kunnáttu sinni til starfsfólks sem og almennings í heimsókn sinni. Fyrstu þrjá dagana ætlar starfsfólk garðsins að sækja í viskubrunn hennar. Vonir eru bundnar við að heimsókn hennar og fróðleikur hafi jákvæðar afleiðingar í för með sér fyrir starfsfólk Húsdýragarðsins og dýrin sem þar búa. Aðferðir hennar geta hjálpað starfsfólki að efla tengsl við dýrin og fært þeim kunnáttu til að þjálfa þau á jákvæðan hátt fyrir t.d. dýralæknaskoðanir og eftir þörfum.
Unnið verður með mörgum dýrum í garðinum (meðal annars hestum) og hægt að yfirfæra aðferðir tengdri jákvæðri styrkingu á hestaþjálfun.
Fimmtudaginn 13.mars gefst þeim sem vinna með dýr að atvinnu tækifæri að læra af henni og föstudaginn 14. mars ætlum við að bjóða almenningi upp á að skyggnast bak við tjöldin í þjálfuninni.
Takmarkaður fjöldi kemst að báða dagana.
Dagskrá 13.mars fyrir fólk sem vinnur með dýr í sínum störfum.
Dagskrá 14. mars. Almenningur (10 ára aldurstakmark)
Starfsfólk garðsins notar nú þegar jákvæðar og fjölbreyttar aðferðir við þjálfun dýranna og eru spennt fyrir heimsókn Evu og þeim aðferðum sem hún mun bæta við í verkfærakistu þeirra.
Keppni í gæðingalist Meistaradeildar æskunnar verður haldin í Herði sunnudaginn 9.3.
Hvert lið fær 1 klukkutíma aðgang í alla höllina (höllin lokuð á meðan) til æfinga fyrir mótið.
Einnig verður Meistaradeild Ungmenna með slaktaumatölt í höllinni okkar, föstudaginn 21.3. Þar er fyrirkomulagið eins, hvert lið fæ 1klst fyrir sig inni höllinni og höllinn lokuð á meðan.
Nú erum við byrjuð að bóka inn þessa tíma og því biðjum við alla að skoða vel dagatal reiðhallirnar á hordur.is, einnig reynum við að pósta tímana inn hér með plan reiðhallirnar. Fjólublái liturinn stendur fyrir að höllinn sé alveg lokuð.
Flestir tímar verða um kvöldin og byrjar þetta núna á laugardagskvöldið.
Mjög spennandi að fá þessu flott mót hingað í höllina okkar og vonum við að se flesta nýta sér þetta og mæta og horfa á.
Eigið góðan dag!