Knapamerki bóklegt
- Nánar
- Skrifað þann Þriðjudagur, september 24 2024 21:41
- Skrifað af Sonja
Boðið verður upp á bóklegt nám í öllum knapamerkjunum í haust sem fer fram á formi fjarkennslu. Því lýkur svo á skriflegu prófi sem fer fram í TM-höllinni í Spretti. Kennari er Sigrún Sig Hörður mun síðan bjóða upp á verklega kennslu eftir áramót ef þátttaka næst og verður það auglýst síðar. Hvetjum alla til að skrá sig í þetta skemmtilega og gagnlega nám sem hentar öllum aldurshópum!
Bókleg knapamerkjakennsla haustið 2024
Bókleg knapamerki verða kennd í október/ nóvember (ef næg þátttaka fæst) og lýkur námskeiðunum með skriflegum prófum í haust..
Námskeiðið er opið öllum þeim er hafa áhuga á að ljúka bóklegu námi í haust.
Knapamerkjabækurnar fast td í Líflandi, Ástund og hjá Hólaskóla. Sum bókasöfn eiga einnig eintök. ( ATH Nýjustu bækurnar eru allar gormabækur)
Áætlaðir kennsludagar eru
Km 1 og 2 30/10-4/11-6/11-11/11
Km 3 31/10-5/11-7/11-12/11-14/11-19/11
Km 4. 31/10-5/11-7/11-12/11-14/11-19/11-21/11
KM 5 Áhugasamir sendi línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Knapamerki 1. 8 bóklegir tímar (4 skipti) og próf Kr. 19.000.-
Knapamerki 2. 8 bóklegir tímar (4 skipti) og próf kr. 19.000.-
Knapamerki 3. 12 Bóklegir tímar (6 skipti)og próf kr. 22.000-
Knapamerki 4 14 bóklegir tímar ( 7skipti) og próf kr. 32.000
Kennsla er að mestu á netinu og verða sendar nánari upplýsingar á þátttakendur þegar nær dregur. Öll skrifleg próf fara fram í TM höllinni í Spretti.
Skráning á sportabler þar sem skráð er í hvert km fyrir sig.
Kennari: Sigrún Sig