- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, nóvember 11 2024 12:46
-
Skrifað af Sonja
Nú er komið að tilnefningu Harðar til Íþróttakonu og
Íþróttakarli Mosfellsbæjar 2024.
Viðkomandi eru jafnframt íþróttafólk Harðar fyrir árið 2024.
Útnefning íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2024 fer
fram 9. janúar 2025.
Við biðjum félagsmenn að senda inn tillögur á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
til síðasta lagi 15. nóvember 2024.
Reglur
Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttafólk Mosfellsbæjar skulu
koma úr röðum starfandi íþróttafélaga /deilda í
bæjarfélaginu eða eru með lögheimili í Mosfellsbæ en stunda
íþrótt sína utan sveitarfélagsins. Komi útnefning frá tveimur
félögum í sömu íþróttagrein má nefndin leita til sérsambands
ÍSÍ um álit.
Tilnefna skal tvo einstaklinga (konu og karl) sem fulltrúa
félags/deildar í kjöri til íþróttakonu og íþróttakarls
Með tilnefningunni skal fylgja texti þar sem tilgreint er:
• Helstu afrek ársins, með félagsliði eða sem einstaklingur.
• Æfingamagn, ástundun, félagsleg færni og annað sem á erindi í textann
um viðkomandi einstakling.
• Mynd af viðkomandi íþróttamanni.
• Símanúmer og netfang hjá viðkomandi.
• Greinagerðin skal að hámarki vera um 80 orð.
Ítrekum sérstaklega að hafa góðan texta og góða mynd!
Reglur um kjör íþróttafólks Mosfellsbæjar.
Viðmið til afreksverðlauna Harðar.
- Nánar
-
Skrifað þann Sunnudagur, nóvember 10 2024 10:13
-
Skrifað af Sonja
Kennt verður 3 bóklega (1,5h) tíma og bóklegt próf.
25.11. 18:30-20:00
2.12. 18-19:30
9.12. 18-19:30
PRÓF 16.12. 18-19
Kennsla fer fram í Harðarboli, Félagsheimilið Hestamannafélag Harðar.
Kennari : Sonja Noack
Verð: börn, unglingar, ungmenni 10 000 krónur
Verð: Fullorðnir 12 000 krónur
Skráning:
https://www.sportabler.com/shop/hfhordur
- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, nóvember 08 2024 10:46
-
Skrifað af Sonja
Stjórn Harðar hefur farið yfir reglur og stigagjöf fyrir íþróttafólk Harðar og uppfært þær í samræmi með hina Hestamannafélög á Höfuðborgasvæði.
Þetta eru reglur sem gilda fyrir keppnisárið 2024.
Eftirfarandi verðlaun verða veitt:
Besti keppnisárangur í barna, unglinga og ungmennaflokka.
Íþróttakarl Harðar
Íþróttakona Harðar
Eftirtalin mót gefa stig: Landsmót, Íslandsmót, Gæðingakeppni Harðar, Íþróttamót Harðar, öll WR mót, öll opin íþróttamót, öll opin gæðingamót, öll opin mót innanhúss, Heimsmeistaramót og Norðurlandamót.Meistaraflokks prógram, T1, V1, F1, T2 gefa 5 auka stig fyrir hvert sæti í öllum flokkum.
Stigahæsti einstaklingurinn í fullorðins eða ungmennaflokki verður útnefndur keppnisknapi Harðar.
Þurfi að skera úr um sigurvegara í hverjum flokki verður það gert með sætaröðun, sá/sú sem hefur oftar verið í 1.sæti sigrar.
Opin Íþróttamót, opin Gæðingamót, öll opin mót innanhúss, hver grein gefur eftirfarandi stig
1. sæti 20 / 2. sæti 15 / 3. sæti 10 / 4. sæti 9 / 5. sæti 8
6. sæti 7 / 7. sæti 6 / 8. sæti 5 / 9. sæti 4 /10. sæti 3Íþróttamót Harðar, Gæðingamót Harðar, öll WR mót,
Áhugamannamót Íslands, íþróttakeppni Landsmóts
1.sæti 50/ 2. Sæti 45/ 3. Sæti 40 / 4. Sæti 35 / 5. Sæti 30
6. sæti 25 / 7. Sæti 20 / 8. Sæti 15 / 9. Sæti 10 / 10. Sæti 5
Landsmót (gæðingakeppni), Íslandsmót og Norðurlandamót
1.sæti 150 / 2. Sæti 100 / 3. Sæti 50 / 4. Sæti 40 / 5. Sæti 35
6. sæti 30 / 7.sæti 25 / 8. Sæti 20 / 9. Sæti 15 / 10. Sæti 10
Skeiðgreinar
1. sæti 40 / 2. Sæti 35 / 3. sæti 30 / 4. Sæti 25 / 5. Sæti 20
Heimsmeistaramót 1. Sæti 200 stig/ 2. Sæti 100 stig /3. Sæti 50 stig /4. Sæti 40 stig/5. Sæti 35 stig 6. sæti 30 stig/ 7.sæti 25 stig/ 8. Sæti 20 stig /9. Sæti 15 stig/10. Sæti 10 stig
Stig fyrir samanlagðan sigurvegara eru eingöngu veitt fyrir 1.sæti.
Lokaniðurstaða móts, þ.e. að úrslitum loknum, telur í stigagjöf.
Komi knapi tveimur hestum eða fleiri í úrslit þá telja stig fyrir þann hest sem riðið er í úrslitum.
Gestagreinar á stórmótum, t.d. íþróttakeppni á Landsmóti og gæðingakeppni á Íslandsmóti telja ekki til stiga fyrir Landsmót/Íslandsmót, heldur falla undir íþróttakeppni Landsmóts og opin gæðingakeppni.
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, nóvember 07 2024 14:17
-
Skrifað af Sonja
Uppskeruhátíð æskulýðs Harðar verður haldin sunnudaginn 10. nóvember kl. 17
Það verða veitt verðlaun fyrir besta keppnisárangur ársins í barna-, unglinga- og ungmennaflokki. Einnig verða veitt hvatningarverðlaun fyrir fulltrúa Harðar á landsmóti 2024 í barnaflokki.
Eftir viðurkenningarathöfnina ætlum við að eiga skemmtilegt kvöld saman þar sem allir eiga að koma með skemmtilegt spil með sér og við spilum saman, pöntum pizzu og fáum okkur eitthvað gott með því.
Við hvetjum alla sem eru nýir að koma og gleðjast með okkur. Hvetjum einnig ykkur sem hafið mætt áður til að bjóða vinum sem eru í hestunum í Herði að koma og kynnast okkur fyrir veturinn. Þetta verður skemmtilegt kvöld !
Kveðja æskulýðsnefndin