- Nánar
-
Skrifað þann Laugardagur, apríl 05 2025 10:13
-
Skrifað af Sonja
Fimmtudaginn næst komandi 10.apríl verður fyrirlestur í Harðarbóli með Svafari Magnús og Halldóri Victors íþróttadómurum. Fyrirlesturinn verður í Harðarbóli og hefst klukkan 19:00.
Þessi fyrirlestur er fyrir alla sem stefna á keppni eða vilja fræðast um hvað dómarar líta eftir þegar þeir dæma hesta.
Farið verður yfir eftirfarandi atriði:
- Kynning á reglum og leiðara
- Sjónarhorn og starf dómara
- Hvernig geta knapar bætt sig
- Dæma hesta eftir myndbandi til að gefa nemendum innsýn inn í þeirra hugsun
Frítt fyrir alla svo við hvetjum alla sem hafa áhuga á að fræðast meira um íþróttakeppni að mæta!
Skyldumæting er fyrir knapa á keppnisnámskeiði æskunnar, ef vegna einhverrar ástæðu að knapar komast ekki þarf að láta vita með skýringu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Allir að mæta !!!!
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, apríl 03 2025 13:35
-
Skrifað af Sonja
Æskulýðsnefnd Harðar mun halda páskafitness / leiki þriðjudaginn 15. apríl næstkomandi kl. 17:00-18:30. Við förum saman í allskyns leiki og þrautir án hesta.
Foreldrar/ömmur/afar hvattir til að taka þátt með krökkunum.
Þið megið endilega skrifa hér undir viðburðinum hvað koma mörg börn/unglingar frá ykkur.
Allir krakkar sem taka þátt fá páskaegg í glaðning fyrir þátttöku 
Viðburðurinn
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, mars 25 2025 10:06
-
Skrifað af Sonja
Eins og undanfarin ár geta skuldlausir félagar sótt um beit á heimasíðu félagsins undir hnappnum „Sækja um beit.“
Allir sem vilja fá beitarhólf þurfa að sækja um, líka þeir sem voru með beit í fyrra eða undafarin ár. Eins þurfa umsækjendur nú að sækja fræðslu um rafgirðingar sem verður auglýst síðar.
Kynnið ykkur VANDLEGA úthlutunarreglurnar á heimasíðunni áður en þið fyllið út umsókn, reglurnar hafa verið endurskoðaðar í ár eins og undanfarin ár og þær aðlagaðar:
https://hordur.is/index.php/felagid/beitarholf
Umsóknir verða að berast fyrir 10. apríl n. k. og er stefnt að því að úthlutun sé lokið fyrir miðjan maí hið síðasta.
Eindagi á greiðslu fyrir beitina verður 1.júní. Sé ekki greitt fyrir þann tíma verður hólfinu úthlutað öðrum.
Umsóknarform má finna hér:
https://hordur.is/index.php/saekja-um-beit
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, mars 18 2025 16:46
-
Skrifað af Sonja
Stjórn Meistaradeildar Líflands og æskunnar vill þakka Hestamannafélaginu Herði og Blíðubakkahúsinu, fyrir frábærar móttökur og undirbúning fyrir mótið okkar í gæðingalist sem haldið var í Herði 9. mars. Einnig viljum við þakka æskulýðsnefndinn fyrir að hafa opna sjoppu.
Alltaf jafn gaman að koma til ykkar.