Haustfjarnám 2023 allra stiga
- Nánar
- Skrifað þann Fimmtudagur, september 07 2023 14:06
- Skrifað af Sonja
Haustfjarnám 1. 2. og 3. stigs ÍSÍ hefst mánudaginn 25. september nk.
Eins og þeir vita sem eru með beitarhólf á vegum félagsins lýkur beitartíma almennt samkvæmt samkomulagi við Mosfellsbæ þann 10. september ár hvert.
Í sumar fór spretta óvenju seint af stað en spratt verulega vel um mitt sumar og er töluverð beit enn í mörgum hólfum.
Heimilt verður því að nýta hólf áfram þar sem hægt er, þar sem beit er farin að minnka þarf fólk auðvitað að gæta þess að ganga ekki of nærri landi og fjarlægja hrossin í tíma. Randbeit ætti víðast hvar að vera lokið þessa dagana þegar hægir á sprettu.
Við beitarlok fer fram venjubundin úttekt hólfanna og mikilvægt að þeim sé skilað í viðunandi ástandi. Samkvæmt reglum um beitarhólf getur það varðað missi hólfs að skila því ekki í góðu lagi.
Eins þarf þessa síðustu daga beitar að huga vel að rafmagni á girðingum og að þær séu heilar.
Bæjarhátíðun Í túninu heima er hafin og nokkrir viðburðir snerta okkar svæði, reiðleiðir eða öryggi hrossa umfram aðra. Tindahlaupið á laugardag og hjólaviðburðurinn Fellahringurinn í dag (kvöld) fara fram árlega en okkur hafa ekki borist beinar upplýsingar um lokanir og leiðir, upplýsingar á vefslóðum í samantektinni hér að neðan. Við sýnum tillitssemi að vanda og skemmtum okkur vel saman. Fólk er hvatt til að gera ráðstafanir með hross í beitarhólfum vegna flugeldasýningarinnar, taka þau inn eða færa á örugga staði séu þau mjög nærri.
Fimmtudagur 24. ágúst.
19:00 Fellahringurinn – samhjól EKKI KEPPNI – SENNILEGA EKKERT LOKAÐ
Hjóladeild Aftureldingar stendur fyrir samhjóli þar sem hjólaður verður bæði litli Fellahringurinn sem er 15 km og stóri Fellahringurinn 30 km. Samhjólið hefst að Varmá og endar á smá veitingum í boði hjóladeildarinnar að Varmá. Útivera, samvera og gleði.
https://www.strava.com/routes/9729777 og https://www.strava.com/routes/2862819023435245748
Föstudagur 25. ágúst
20:30 Skrúðgöngur leggja af stað
Hestamannafélagið Hörður leiðir gönguna með vöskum fákum. Göngustjórar frá Leikfélagi Mosfellssveitar. Tufti Túnfótur, þriggja metra hátt tröll, tekur þátt í göngu.
Laugardagur 26. ágúst
9:00-17:00 Íþróttasvæðið á Tungubökkum
Fótboltamót Aftureldingar og Weetos, 6. og 7. flokkur karla og kvenna.
9:00-16:00 Tindahlaupið
Náttúruhlaup sem hefst við Íþróttamiðstöðina að Varmá. Ræst verður í þremur ráshópum, 5 og 7 tindar kl. 9:00, 1 tindur og 3 tindar kl. 11:00. Fjórar vegalengdir í boði, 7 tindar (38 km), 5 tindar (34 km), 3 tindar (19 km) og 1 tindur (12 km). Tindahlaup Mosfellsbæjar er í boði Nettó.
Hlaupaleiðir á korti: https://tindahlaup.is/hlaupaleidir/ Hlaupinu lýkur í síðasta lagi kl 16.00.
12:00-17:00 Wings and Wheels – Tungubakkaflugvöllur
Gamlar flugvélar, dráttarvélar úr Mosfellsbæ, mótorhjól, fornbílar og flugsýning. Heitt á könnunni fyrir gesti og karamellukast fyrir káta krakka kl. 16:30.
21:00-23:00 Stórtónleikar á Miðbæjartorgi
Skemmtun fyrir alla fjölskylduna þar sem Mosfellsbær býður upp á stórtónleika á Miðbæjartorginu. Fram koma: Sigga Ózk, Mugison, Páll Rósinkranz úr Jet Black Joe, Sprite Zero Klan, Diljá Pétursdóttir og Páll Óskar. Kynnir verður Dóri DNA. Björgunarsveitin Kyndill skýtur upp flugeldum af Lágafelli skömmu eftir að tónleikum lýkur.
Sunnudagur 27. ágúst
9:00-17:00 Íþróttasvæðið á Tungubökkum
Fótboltamót Aftureldingar og Weetos, 6. og 7. flokkur karla og kvenna