- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, desember 08 2025 12:49
-
Skrifað af Sonja
Skráning á bland í poka her hafin!
Ath. Takmarkaður fjöldi plássa svo um að gera að vera fljótur að skrá sig!
Bland í poka er nýtt námskeið sem hefur göngu sína í vetur! Námskeið fyrir alla sem vilja kynnast fjölbreyttum hliðum hestamennskunnar! Hér fá nemendur tækifæri til að vinna með alls konar reiðkennurum og mismunandi þema er eftir vikum! Til hvers að einblína á eitthvað eitt þegar hægt er að prófa fleira?
Meðal þess sem farið verður yfir er vinna við hendi, sætisæfingar, grunnþjálfun gangtegunda, liberty þjálfun, þjálfun fyrir keppni, vinna með brokkspírur og fleira spennandi! Kennt er í 45 mínútur í senn og eru 3-4 saman í hóp.
Námskeiðið er 15 skipti og hefst: 13.janúar. Öll kennsla fer fram í stóru höllinni.
Kennarar eru:
Ingunn Birna Ingólfsdóttir
Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Fredrica Fagerlund
Sonja Noack
Thelma Rut Davíðsdóttir
Verð fullorðnir: 55.000
Verð 21 árs og yngri: 25.000
Skráning inn á abler.io/shop/hfhordur

- Nánar
-
Skrifað þann Laugardagur, desember 06 2025 09:54
-
Skrifað af Sonja
Viðburður á vegum sameiginlegu fræðslunefnda höfuðrborgarsvæðisins!
Fimmtudaginn 11.desember verður fyrirlestur um alls kyns hagnýt atriði sem tengjast því að hafa hest á húsi og taka hest inn!Kennari er Hrafnhildur Blöndahl sem er menntaður hestafræðingur, leiðbeinandi og tamningamaður.
Fyrirlesturinn fer fram í veislusal Spretts í Kópavogi og hefst klukkan 18:00!
Létt snarl verður í boði! Hvetjum alla sem eru með hesta á húsi og aðstandendur sem vilja bæti við sig þekkingu til að mæta!


- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, desember 04 2025 13:25
-
Skrifað af Sonja
Ath. skráning hefst klukkan 20:00 í kvöld (4.des) inn á https://www.abler.io/shop/hfhordur
Takmarkaður fjöldi plássa í boði svo um að gera að vera fljótur að skrá sig!
Skráningarfrestur er út 9.janúar
Keppnisnámskeið fullorðinna
Námskeið í formi 30 mínútna einkatíma einu sinni í viku! Frábært fyrir alla sem stefna á þátttöku í keppni og vilja einstaklingsmiðaða kennslu yfir tímabilið! Stefnt er á að hafa nokkra bóklega tíma inn í þessu sem miða að því að dýpka skilning knapa á keppni og þjálfun samhliða verklegri kennslu.
Kennari er Ylfa Guðrún Svafarsdóttir.
Námskeiðið hefst 14.janúar og er 10 skipti samtals (möguleiki á framhaldi ef áhugi er fyrir).
Verð: 70.000kr
Janúar: 14./ 21./ 28./
Febrúar: 4./ 11./ 18./ 25.
Mars: 4./ 11./ 18.
Keppnisnámskeið yngri flokka
Námskeið sem hentar öllum nemendum í yngri flokkum sem stefna á þátttöku í keppni.
30 mínútna einkatímar einu sinni í viku í allan vetur sem gerir námskeiðið mjög einstaklingsmiðað! Sérlega góður undirbúningur fyrir knapa sem stefna á Landsmót næsta sumar! Stefnt er á að hafa nokkra bóklega tíma inn í þessu sem miða að því að dýpka skilning knapa á keppni og þjálfun samhliða verklegri kennslu.
Kennarar námskeiðsins eru Súsanna Sand Ólafsdóttir og Þórdís Inga Pálsdóttir.
Námskeiðið hefst 12.janúar og er kennt alveg fram að úrtöku (miðjan júní).
Verð: 30.000kr

- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, desember 03 2025 17:23
-
Skrifað af Sonja
Skráning er hafin í verklega hluta Knapamerkjanna! Knapamerkin eru frábær grunnur fyrir alla hestamenn hvort sem stefnan er að stunda hana til frístunda eða keppnisíþrótt. Farið er stig af stigi í gegnum grundvallar atriði sem varða þjálfun og umhirðu hesta.
Námskeiðin enda á verklegu prófi og er kennt bæði í Stóru höllinni og Blíðubakkahöll. Ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að hafa samband við yfirreiðkennara á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða senda skilaboð á Thelmu Rut.
Mælum með að vera fljótur að skrá sig þar sem takmarkaður fjöldi plássa er á hvert námskeið! Skráningu lýkur um það bil einni og hálfri viku áður en námskeið hefst.
ATH. Búið þarf að vera að ljúka bóklega hlutanum áður en skráð er í verklegt
Til þess að skrá sig í næsta knapamerki þarf að vera búinn með knapamerkið á undan (1, 2, 3...)
Knapamerki 1
Knapamerki 1 er fyrsta stigið þar sem knapi á í lok námskeiðs að hafa náð valdi á eftirfarandi atriðum:
- Að undirbúa hest rétt fyrir reið
- Geti teymt hestinn á múl eða beisli við hlið sér á feti og brokki/tölti
- Geti farið á og af baki beggja megin
- Kunni rétt taumhald og að stytta rétt í taumi
- Geti setið hest í lóðréttri (hlutlausri) ásetu á feti, tölti/brokki og hægu stökki
- Geti framkvæmt nokkrar sætisæfingar í hringtaum skv. stjórnun frá kennara
- Geti skipt á milli hlutlausrar ásetu, hálfléttrar og stígandi ásetu (1. stig stígandi ásetu)
- Kunni að skilja rétt við hest og búnað að reiðtíma loknum
Námskeiðið er tíu skipti, kennt á mánudögum í Blíðubakkahöll og hefst 12.janúar.
Verð fullorðnir: 35.500kr
Verð yngri flokkar (til og með 21 árs): 18.500kr
Kennari: Sonja Noack
Janúar: 12./ 19./ 26.
Febrúar: 2./ 9./ 16./ 23.
Mars: 2./ 9./ 16./ 23. (Próf)
Knapamerki 2
Á öðru stigi knapamerkjanna á nemandi í lok námskeiðsins að hafa náð valdi á eftirfarandi atriðum:
- Geta látið hestinn kyssa ístöð á baki og við hönd, til beggja hliða
- Riðið einfaldar gangskiptingar
- Riðið helstu reiðleiðir á reiðvelli
- Geta riðið í hlutlausri lóðréttri ásetu, hálfléttri og stígandi ásetu
- Hafa gott jafnvægi á baki hestsins og nota rétt taumhald
- Látið hestinn stoppa, standa kyrran og ganga aftur af stað
- Geta riðið á slökum taum
- Sýna það í reiðmennsku og umgengni við hestinn að hann hafi tileinkað sér rétt viðhorf til hans
- Geta riðið hesti á víðavangi, haft góða stjórn og gætt fyllsta öryggis
Námskeiðið er tólf skipti, kennt á fimmtudögum og hefst 8.janúar. Öll kennsla fer fram í stóru höllinni.
Verð fullorðnir: 40.000kr
Verð yngri flokkar: 22.000kr
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Janúar: 8./ 15./ 22./ 29./
Febrúar: 5./ 12./ 19./ 26./
Mars: 5./ 12./ 19./ 26.
Apríl: 2. (Próf?)
Skráning inn á https://www.abler.io/shop/hfhordur