- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, maí 27 2025 07:20
-
Skrifað af Sonja
Tungubakkahringurinn er í sérlega góðu ástandi núna og þannig viljum við halda honum. Það fylgir því töluverð vinna og kostnaður að halda reiðvegum í lagi, sérstaklega þeim sem mikið eru farnir.
Að gefnu tilefni skal það áréttað að einungis er heimilt er að keyra vélknúin ökutæki um reiðvegi til að sinna hrossum í beitarhólfum á sumrin og þegar verið er að reka á morgnana yfir vetrartímann (Tungubakkahringur). Á öðrum tímum og af öðrum ástæðum er akstur vélknúinna ökutækja um reiðvegi óheimill.
Bent skal á að þegar verið er að sinna hrossum í beitarhólfum við reiðvegi skal takmarka akandi umferð eins og kostur er, við erum almennt að reyna að takmarka slíka umferð á öllum reiðvegum og getum ekki ætlast til að það gangi vel þegar við sjálf förum ekki eftir tilmælum, almennri skynsemi eða hugum að því að reyna að halda reiðvegunum okkar í lagi.
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, maí 26 2025 14:38
-
Skrifað af Sonja
Opið Mosfellsbæjarmeistaramót Harðar verður haldið 29. Maí - 01. Júní næstkomandi.
Skráning er hafin í Sportfeng, www.sportfengur.com, og stendur til miðnættis Mánudaginn, 26. Maí.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum og greinum:
Meistaraflokkur: V1, F1, F2, T1, T2, PP1 og P2
1.flokkur: V2, F2, T3, T4, T7, PP1 og P2
2.flokkur: V2, V5, F2, T3, T4, T7 og PP1
Ungmennaflokkur: V1, V2, F1, F2, T1, T2, T3, T4 og PP1
Unglingaflokkur: V2, F2, T3, T4, T7 og PP1
Barnaflokkur: V2, V5, T3 og T7
Skráningargjöld í fullorðins- og ungmennaflokki eru 7.000 kr.
Skráningargjöld í unglinga- og barnaflokki eru 5.000 kr.
Mótshaldari áskilur sér rétt að sameina flokka eða fella niður ef dræm þáttataka er (viðmið er færri en 5 skráningar).
Einungis verður tekið við afskráningum í gegnum messenger á facebook síðu mótanefndar Harðar.
- Unghrossakeppni Harðar er ein vinsælasta greinin á hverju vori hjá Harðarfélögum en þar etja kappi 4 og 5 vetra unghross (fædd 2020 og 2021) (skráning á messenger Mótanefndar Harðar) skráningargjald er 5.000-kr
-Nafn á hrossi
-Aldur
-Knapi
-Eigandi / Ræktandi
-Litur
-Foreldrar
-Smá lýsing á hrossi (ekki nauðsynlegt)
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, maí 20 2025 09:47
-
Skrifað af Sonja
Laugardaginn 24.maí er vorreið Harðarfélaga. Hvetjum alla, börn, konur og karla til að slást í för með okkur. Lagt af stað úr Nafla kl. 13.
Riðið verður meðfram Æsustaðahlíðinni inn í Helgadal. Þar verður áning og hestunum sleppt í hólf. Varðeldur og gítarspil ef veður leyfir. Frjáls leið og reið heim. Kjörin ferð fyrir tvo hesta en vel mögulegt að fara á einum hesti í góðu formi.
Ferðin er sem fyrr segir ætluð öllum Harðarfélögum. Við hvetjum fólk til að nesta sig til ferðarinnar og njóta dagsins með okkur.
Ferðanefnd Harðar