- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, maí 02 2023 14:36
-
Skrifað af Sonja
Á laugardaginn kemur, þann 6. maí munum við taka á móti nágrönnum okkar í Fáki sem koma ríðandi til okkar að venju. Lagt verður af stað til móts við þau frá naflanum klukkan 13.00. Matarmikil súpa og meðlæti í reiðhöllinni eftir reiðtúr.
Höldum í þessa skemmtilegu hefð og fjölmennum að taka á móti Fáksfólki!
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, apríl 26 2023 10:06
-
Skrifað af Sonja
Næsta laugardag 29. apríl er FÁKSREIÐIN samkvæmt dagskrá. Lagt af stað frá Naflanum kl. 13:00
Fáksmenn taka á móti okkur við Guðmundarstofu með kjötsúpu og gleði eins og þeim einum er lagið.
Þessi reið er frábær hefð og við fjölmennum auðvitað í hana, veðurspáin fyrir laugardaginn er feikna góð! Fáksfélagar munu ríða til móts við okkur að venju.
Hlökkum til!
Stjórnin.

- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, apríl 26 2023 10:05
-
Skrifað af Sonja
Næsta laugardag 29. apríl er FÁKSREIÐIN samkvæmt dagskrá. Lagt af stað frá Naflanum kl. 13:00
Fáksmenn taka á móti okkur við Guðmundarstofu með kjötsúpu og gleði eins og þeim einum er lagið.
Þessi reið er frábær hefð og við fjölmennum auðvitað í hana, veðurspáin fyrir laugardaginn er feikna góð! Fáksfélagar munu ríða til móts við okkur að venju.
Hlökkum til!
Stjórnin.

- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 18 2023 10:51
-
Skrifað af Sonja
Nú er komið að hinni árlegu firmakeppni Harðar sem fer fram á fimmtudaginn 20.apríl, sumardaginn fyrsta og verður haldin í framhaldinu af árlega hreinsunardeginum okkar.
Eftirfarandi flokkar verða í boði:
- Pollaflokkur
- Barnaflokkur
- Unglingaflokkur
- Ungmennaflokkur
- 3.flokkur
- 2.flokkur
- 1.flokkur
- Heldri menn og konur (60+)
Polla og barnaflokkarnir verða riðnir á hringvellinum en aðrir flokkar á skeiðbrautinni. Formið er með hefðbundnum hætti, hægt tölt að höll og yfirferðargangur til baka frá reiðhöllinni.
Alls verða riðnar 4 ferðir (tvær að höll og tvær frá).
Skráning fer fram í reiðhöllinni á milli 12-13, og mótið hefst svo klukkan 14:00.
Þátttaka er frí, þökk sé okkar góðu styrktaraðilum.
Hlökkum til að sjá ykkur öll á fimmtudaginn.
