- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, febrúar 25 2025 08:43
-
Skrifað af Sonja
Keppni í gæðingalist Meistaradeildar æskunnar verður haldin í Herði sunnudaginn 9.3.
Hvert lið fær 1 klukkutíma aðgang í alla höllina (höllin lokuð á meðan) til æfinga fyrir mótið.
Einnig verður Meistaradeild Ungmenna með slaktaumatölt í höllinni okkar, föstudaginn 21.3. Þar er fyrirkomulagið eins, hvert lið fæ 1klst fyrir sig inni höllinni og höllinn lokuð á meðan.
Nú erum við byrjuð að bóka inn þessa tíma og því biðjum við alla að skoða vel dagatal reiðhallirnar á hordur.is, einnig reynum við að pósta tímana inn hér með plan reiðhallirnar. Fjólublái liturinn stendur fyrir að höllinn sé alveg lokuð.
Flestir tímar verða um kvöldin og byrjar þetta núna á laugardagskvöldið.
Mjög spennandi að fá þessu flott mót hingað í höllina okkar og vonum við að se flesta nýta sér þetta og mæta og horfa á.
Eigið góðan dag!
https://www.mdeild.is/dagskrain
https://eidfaxi.is/dagskra-meistaradeildar-ungmenna/
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, febrúar 18 2025 13:26
-
Skrifað af Sonja

- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, febrúar 13 2025 09:59
-
Skrifað af Sonja
Annað vetrarmót Harðar 2025 - Grímutölt!
Mótið verður haldið þann 15. Febrúar og keppt verður í hálfgerðri T7 tölt keppni, nema ekki er snúið við. Þannig hægt tölt og síðan frjáls ferð á tölti eftir þul upp á vinstri hönd.
Skráning fer fram á Sportfeng.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum
Pollar - teymdir
Pollar - ríða sjálfir
Barnaflokkur
Unglingaflokkur
Ungmennaflokkur
3.flokkur
2.flokkur
1.flokkur
Skráning fer fram í gegnum sportfeng, einnig er hægt að skrá sig inní reiðhöll milli 11 og 12 laugardaginn 15. Febrúar.

- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, febrúar 05 2025 20:16
-
Skrifað af Sonja
Við bjóðum uppá heyefnagreiningar fyrir hestamenn. Tvennskonar, minni greining kostar 5630.- kr án vsk og stærri greining kostar 11332.- kr án vsk . Minni greiningin er með orkuefnagreiningum (Meltanleiki, prótein, tréni, sykur, hestafóðureiningar) og útreikningum á heygjöf á dag pr hest útfrá ykkar heyi. Í stærri greiningunni bætist við helstu stein- og snefilefni.
Þið setjið heyið í poka (100-200 gr hvert sýni) fer eftir hversu þurrt heyið er. Merkið með nafni, heimilisfangi, kt og tölvupóstfangi
Ég kem til ykkar á sunnudaginn 9. febrúar kl. 16:30 og verð við Reiðhöllina ykkar til kl 17:00. Verð á gráum Renault Koleos
Ef ykkur vantar nánari upplýsingar þá er síminn hjá mér 6612629 og tölvupóstfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Meðfylgjandi er niðurstöðublað sem sýnir niðurstöður í stærri greiningu og einnig viðmið.
