- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, mars 11 2024 12:03
-
Skrifað af Sonja
Á heimasíðu LH er góð samantekt fyrir þá sem ætla að taka þátt í mótum í sumar.
https://www.lhhestar.is/is/frettir/felagsadild-og-thatttaka-i-motum?fbclid=IwAR1QtRr-MlcNy3SK9qzchoKirTOn5tYTmYHXIzO9F13UOasm_RbD_hO0-DQ
Vakin er athygli á því að einungis þeir sem eru skráðir í Hörð við starfsskýrsluskil þann 15. apríl hafa rétt til að keppa fyrir hönd félagsins á Landsmóti.
Keppandi getur aðeins tekið þátt í mótum í nafni eins félags á einu keppnistímabili. Þ.e.a.s. keppandi getur bara keppt fyrir eitt félag á árinu.
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, mars 06 2024 09:28
-
Skrifað af Sonja
Það er sönn ánægja að upplýsa hesthúseigendur um að lóðarleigusamningar vegna allra hesthúsalóða á félagssvæði Harðar hafa verið útbúnir hjá Mosfellsbæ.
Til að spara fólki sporin og auðvelda undirritun er hér með boðað til undirritunardaga í Harðarbóli, annars vegar miðvikudaginn 13.mars og hins vegar mánudaginn 18.mars, báða dagana klukkan 17-20.
Þeir samningar sem verða óundirritaðir eftir þennan tíma munu liggja frammi í afgreiðslu sveitarfélagsins í Þverholti 2, 2. hæð, þar sem lóðarhafar geta sótt skjölin til undirritunar.
Athugið:
- Allir eigendur eignarhluta í viðkomandi hesthúsi þurfa að skrifa undir. Þeir eru allir tilgreindir á fremstu síðu samningsins svo það á að vera ljóst hverjir það eru. Hesthús er hver lengja.
- Séu hjón/sambýlisfólk skráð saman fyrir eignarhluta þurfa þau bæði að skrifa undir en eins og áður greinir koma nöfn þeirra beggja fram á fremstu síðu samningsins.
- Eigendur bera sjálfir ábyrgð á því að koma lóðarleigusamningi til þinglýsingar og greiða þinglýsingarkostnað sem er 2700 krónur. Mikilvægt er jafnframt að frumritinu verði skilað til bæjarins, þegar það kemur úr þinglýsingu.
- Hver og einn eigandi á að fá eitt eintak af samningnum til varðveislu.
Stjórnin
- Nánar
-
Skrifað þann Sunnudagur, mars 03 2024 10:55
-
Skrifað af Sonja
Knapaþjálfun – Reiðnámskeið fyrir fullorðna
Hestaíþróttir eru ekki frábrugðnar öðrum íþróttum, að því leyti, að til þess að hámarksárangur náist þurfa hestur og knapi að vera í góðu líkamlegu ástandi. Markmið í þjálfun hesta er fyrst og fremst að auka endingu þeirra og að þeir geti stöðugt verið að bæta sig.
Þegar kemur að knöpunum sjálfum er ekki síður mikilvægt að huga að sama markmiði. Hestamennska getur verið krefjandi líkamlega og ef ekki er hugað að réttri líkamsbeitingu
er hætt við að ending okkar í faginu verði ekki löng. Jafnvægi, styrkur og þol eru mikilvægir þættir og geta stuðlað að miklum framförum í reiðmennsku, knapar í góðu formi líkamlega og andlega koma alltaf til með að standa betur að vígi en þeir sem ekki búa yfir sömu eiginleikum.
Bergrún Ingólfsdóttir er menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum ásamt því að vera einkaþjálfar frá ÍAK. Hún hefur mikið verið að vinna með knöpum í að bæta líkamsbeitingu sína á hestbaki og kenndi meðal annars Knapaþjálfun á Hólum í 4 ár. Núna stundar hún tamningar og þjálfun, ásamt því að halda fyrirlestra og kenna Knapaþjálfun.
6. mars Fyrirlestur og líkamsstöðugreining - Í skriftstofu félagsheimili, byrjar kl 17:30 - 20:00
13. mars Reiðtímar - 30 mín einkatímar Blíðubakkahöll
milli 17:00 - 20: 00
20. mars Æfingar og líkamsbeiting - 1,5 klst í Félagsheimili
27. mars Reiðtímar - 30 mín einkatímar Blíðubakkahöll
milli 17:00-20:00