OPINN ÆFINGATÍMI FYRIR FÉLAGSMENN!

Föstudaginn næsta (24.jan) verður opinn æfingatími þar sem Fredrica okkar verður á staðnum milli 18:00-20:00 reiðubúin að aðstoða og gefa knöpum punkta!

Frábært tækifæri fyrir þá sem vilja til dæmis fá hjálp fyrir vetrarmótið á laugardaginn eða æfingamótið á sunnudaginn! Völlurinn verður settur upp og eina sem þið þurfið að gera er að mæta, pikka í Fredricu og njóta!

Vonandi nýta sem flestir sér þetta!😁

Minnum einnig á að höllin er opin utanfélagsmönnum milli 18-22 á föstudaginn til að koma og æfa sig fyrir æfingamótið á sunnudaginn!🤠

474510129_1159069036228482_5194215559672999794_n.jpg