- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, janúar 19 2023 09:16
-
Skrifað af Sonja
- Kynbótanefnd óskar eftir tilnefningum á kynbótahrossum félagsmanna fyrir árið 2022.
Tilnefnd hross skulu vera fædd félagsmanni og hafa verið sýnd til fullnaðardóms á árinu 2022,
tilnefningar skulu sendast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., þar sem nafn og kennitala félagsmanns og nafn og IS-númer hross koma fram.
Tilnefningar þurfa að hafa borist fyrir 15. febrúar.
- Mat á sköpulagi hrossa:
Fyrirlestur og sýnikennsla með Þorvaldi Kristjánssyni kynbótadómara þann 11.mars. Skráning mun fara fram á sportabler.
Vorferð á ræktunarbú: Dagskrá og tímasetningar verða auglýstar síðar en stefnt er á að hún fari fram í apríl.

- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, janúar 16 2023 14:14
-
Skrifað af Sonja

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, desember 30 2022 14:12
-
Skrifað af Sonja
Á morgun er stefnt að hinni hefðbundnu gamlársdagsreið okkar Harðarmanna í Varmadal. Veðurhorfur eru ekki sérlega góðar, en við tökum bara stöðuna í fyrramálið, förum ekki að ana í neina vitleysu. Höldum plani þangað til annað kemur í ljós og sjáumst vonandi sem flest hress og kát 
Lagt af stað úr naflanum klukkan 12.
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, desember 29 2022 17:17
-
Skrifað af Sonja
Sigvaldi Lárus Guðmundsson, hestamaður og reiðkennari ætlar að vera með sýnikennslu í Reiðhöllinni í Herði xxx. Sigvaldi ætlar að fjalla um sýnar hugmyndir sem snúa að hestamennskunni, tamningu, þjálfun og reiðmennsku. Við fáum að kynnast hans nálgun við tamningu og þjálfun ungra hesta og ekki síður knapa með virðingu og traust að leiðarljósi. Hann verður með unga og efnilega einstaklinga með í för.
Sigvaldi er útskrifaður Reiðkennari frá Háskólanum á Hólum, starfað sem reiðkennari á Hólum og við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, kenndi Reiðmanninn og er nú yfirreiðkennari Hæfileikamótunar LH fyrir krakka á aldrinum 14-17 ára ásamt því að hafa tamið og þjálfað víða til margra ára.
Aðgangseyri er 1000kr
Frítt fyrir 21 og yngri