Ársskýrsla mótanefnd 2024
- Nánar
- Skrifað þann Miðvikudagur, nóvember 06 2024 11:55
- Skrifað af Sonja
Félagshesthús Harðar var starfrækt í fjórða sinn yfir veturinn 2023/24.
8 börn og unglingar á aldrinum 12 Ɵl 16 ára tóku þátt í þetta sinn. Tveir þátttakendur hættu yfir veturinn út af persónulegum aðstæðum.
Hestamannafélagið leigði 8 stíur í Blíðubakkahúsinu frá 01.10.23. Krakkarnir tóku þátt með sína eigin hesta eða hestum sem þau fengu að láni.
Nathalie Moser var umsjónarmaður félagshesthúss og sá um skipulagið í samstarfi við Sonju Noack. Nathalie aðstoðaði krakkana til dæmis við að fara í reiðtúra, undirbúning fyrir knapamerkjaprófin í vor, almenna reiðkennslu, o.s.frv. Hún var líka alltaf til taks ef það komu upp einhverjar spurningar í kringum hestaumhirðu.
Á tveggja vikna fresti var svo farið saman í reiðtúr eða haldinn viðburður í samstarfi við æskulýðsnefnd sem var ókeypis fyrir krakkana í félagshesthúsinu, eins og ratleikur, hestanuddnámskeið, hestateygjunámskeið, knapafimi eða hindrunarstökksnámskeið. Félagshesthúsatímabilinu lauk svo 15. júní. Þátttakendur voru hvatttir til að skrá sig í námskeið á vegum hestamannafélagsins, þá sérstaklega knapamerkisnámskeið og það voru flestir sem nýttu sér það.
Við viljum þakka æskulýðsnefnd og Helga í Blíðubakkahúsinu fyrir gott samstarf síðasta vetur.
Í kynbótanefnd síðasta árs voru: Eysteinn Leifsson, Einar Frans Ragnarsson og Jón Geir Sigurbjörnsson.
Nefndin stóð ekki fyrir neinum atburði síðasta vetur, en sá að vanda um að halda utan um útreikningana á kynbótarhrossi ársins 2023. Þar er leitað eftir hæst dæmda hrossi úr kynbótadómi þess árs og er ræktað af Harðarfélaga.
Nefndin auglýsti eftir tilnefningum og alls skiluðu sér 5 tilnefningar frá félagsmönnum.
Tilnefningar sem bárust voru:
Hæsta kynbótahrossið að þessu sinni var Guttormur frá Dallandi, en hann hlaut 8,44 fyrir byggingu og 8,70 fyrir hæfileika, og í aðaleinkunn 8,61.
Fyrir hönd kynbótanendar
Jón Geir Sigurbjörnsson