- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, apríl 18 2024 11:42
-
Skrifað af Sonja
Aðalfundarboð
Aðalfundur Félags hesthúsaeigenda á Varmábökkum verður haldin fimmtudaginn 2. maí 2024 kl. 18:00 í Harðarbóli
Dagskrá aðalfundar:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla formanns um starfsemi félagsins árið 2022.*
3. Endurskoðaður ársreikningur félagsins lagður fram til afgreiðslu.
4. Lagabreytingar.
5. Ákvörðun um félagsgjald. *
6. Kosning til stjórnar félagsins. *
7. Kosning endurskoðanda.*
8. Önnur mál
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, apríl 15 2024 09:24
-
Skrifað af Sonja
Vegna reglubundins viðhalds og vökvunar á gólfi verður reiðhöllin lokuð framvegis í hádeginu á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum milli kl 12-13.
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, apríl 10 2024 13:00
-
Skrifað af Sonja
🎉
ætlar þú ekki að mæta á
VORFAGNAÐINN
fyrir 60+ Harðarfèlaga?
🎪
Þá verður þú að taka frá sæti fyrir þig
í síðasta lagi í dag 10. apríl
í síma 695 3390- HJÖRDÍS
🤩
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 09 2024 11:40
-
Skrifað af Sonja
Það er komið að næsta viðburði hjá æskulýðsnefnd Harðar og hvetjum við alla unga Harðarfélaga að mæta og spreyta sig á að sýna mismunandi gangtegundir.
Ragnheiður Þorvalds og Thelma Rut munu leiðbeina á meðan æfingunni stendur og mun hver þátttakandi fá umsögn á blaði hvað gekk vel og hvað má æfa til að bæta enn frekar.
Það verður í boði að sýna þrígang (tölt, brokk, fet) og síðan fjórgangsprógramm (hægt tölt, brokk, fet, stökk og hratt tölt - V2) og verða 2 inná í einu. Það verður einnig í boði að fá að æfa fjórgangsprógramm (V1) og þá er hver þátttakandi einn inn á í einu.
Börn (10-13 ára), Unglingar (14-17 ára) og Ungmenni (18-21)
Þegar allir hafa lokið rennsli söfnumst við öll saman í reiðhöllinni þar sem grillaðar pylsur verða í boði ásamt drykkjum og ís.
Við hlökkum til að sjá sem flesta unga Harðarfélaga taka þátt á sunnudaginn 14. apríl næstkomandi