- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, janúar 22 2025 13:19
-
Skrifað af Sonja
Föstudaginn næsta (24.jan) verður opinn æfingatími þar sem Fredrica okkar verður á staðnum milli 18:00-20:00 reiðubúin að aðstoða og gefa knöpum punkta!
Frábært tækifæri fyrir þá sem vilja til dæmis fá hjálp fyrir vetrarmótið á laugardaginn eða æfingamótið á sunnudaginn! Völlurinn verður settur upp og eina sem þið þurfið að gera er að mæta, pikka í Fredricu og njóta!
Vonandi nýta sem flestir sér þetta!
Minnum einnig á að höllin er opin utanfélagsmönnum milli 18-22 á föstudaginn til að koma og æfa sig fyrir æfingamótið á sunnudaginn!

- Nánar
-
Skrifað þann Laugardagur, janúar 18 2025 19:55
-
Skrifað af Sonja
Við í Fræðslunefnd fatlaðra hjá Hestamannafélaginu Herði leitum að áhugasömum aðstoðarmönnum til að hjálpa okkur í starfinu í vetur. Aðstoðin felst meðal annars í:
Aðstoð í tímum
Að undirbúa hesta og knapa
Að hjálpa knöpum á bak
Að teyma undir nemendum
Að aðstoða við frágang
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í þessu mikilvæga starfi og stuðla að jákvæðri upplifun nemenda, endilega hafðu samband við nefndina með því að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Við hlökkum til að heyra frá þér!

- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, janúar 07 2025 12:48
-
Skrifað af Sonja
Þorvaldur Kristjánsson, hrossaræktarráðunautur, verður með fyrirlestur hjá hestamannafélaginu Herði og fer yfir liðið sýningarár kynbótahrossa og fer yfir það sem er á döfinni á komandi ári.
📍 Hvar: Harðarból, félagsheimili Harðar, Varmárbakka
📆 Hvenær: Fimmtudagurinn 16. janúar klukkan 20:00
Kaffi og léttar veitingar verða í boði, svo við hvetjum alla til að mæta, njóta góðs félagsskapar og fræðast!
Ekki láta þetta framhjá þér fara – allir hestamenn og áhugasamir um hrossarækt eru hjartanlega velkomnir. Deilið endilega til þeirra sem gætu haft áhuga! 🐴
🌟 Sjáumst í Harðarbóli! 🌟
Kveðja
Kynbótanefnd Hestamannafélagsins Harðar
