- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, desember 05 2024 14:30
-
Skrifað af Sonja
Opið er fyrir umsóknir í félagshesthús Harðar fyrir tímabilið 2024-2025.
Ekki er skilyrði að hesthúspláss sé leigt á ákveðnum stað, heldur verður niðurgreitt pláss þar sem viðkomandi kýs að vera.
Þetta er skemmtilegt tækifæri fyrir krakka sem eru á 12. til 16. ári á starfsárinu 2024 og eru með eigin hest (eða hest sem þau eru með í láni), til að komast inn í hestamennskuna og kynnast félagsstarfinu.
Í boði eru 10 pláss á þessu ári.
Félagshesthúsatímabilið er frá des/jan til loka maí - félagið greiðir niður hesthúsaplássið fyrir börn 12.-16.ára um 18.000 á mánuði.
Meðlimir í félagshesthúsi fá aðgang að hjálp frá leiðbeinanda 1-2 sinnum í viku. Ef þörf er á meiri hjálp er hægt að semja um það við leiðbeinanda/umsjónarmann félagshesthúss. Leiðbeinandinn er til aðstoðar ef einhver vandamál koma upp, fer með krökkunum í reiðtúr ef þess þarf, sérstaklega í byrjun, svarar spurningum varðandi umhirðu hesta og er í raun og veru til staðar fyrir allt sem getur komið uppá. Meðlimir skulu taka virkan þátt í starfi og viðburðum æskulýðsnefndar og sækja námskeið.
Skilyrði fyrir þátttöku í félagshesthúsi Harðar:
Krakkarnir þurfa vera skráðir í Hestamannafélagið Hörð eða skrá sig þegar starfið hefst.
Stuttu eftir að hestarnir koma á hús verður framkvæmd heilbrigðisskoðun af yfirreiðkennara og leiðbeinanda félagshús sem hestarnir þurfa að standast. Ef það eru einhver vafaatriði verður dýralæknir kallaður til.
Hver og einn ber fulla ábyrgð á sínum hesti varðandi umhirðu, járningar osfrv. Hestarnir þurfa að vera orma- og lúsahreinsaðir, tannraspaðir (munnholsskoðun framkvæmd af dýralækni) og skaufahreinsaðir þegar þeir koma á hús.
Í upphafi tímabils verður skrifað undir samning milli barns/unglings/forráðamanns og Harðar varðandi umgengnii, framkomu og viðveru í verkefninu.
Auk þess hvetjum við alla að nýta sér knapamerkjanámskeiðin sem eru í boði hestamannafélagsins.
Hér er hlekkur til að sækja um pláss, fyrstir koma fyrstir fá:
https://forms.gle/7myp3BxL7EjZMZSC9
Umsóknarfrestur er til 15.12.2024.
Ef einhverjar spurningar vakna má senda tölvupóst á
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Félagið áskilur sér rétt til að hafna umsóknum eftir að hafa metið þær. Félagshesthús er ætlað börnum sem eiga ekki bakland í hestamennsku, sem tækifæri til að komast inn í hana.
- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, nóvember 15 2024 18:49
-
Skrifað af Sonja
Hvað ungur nemur, gamall temur.Sigvaldi Lárus Guðmundsson, tamningamaður og reiðkennari, verður með sýnikennslu í Lýsishöllinni í Fáki fimmtudaginn 21. nóvember kl.19:00
Í ár ætlar Sigvaldi að mæta 3-4 hesta á mismunandi aldri og á ólikum stað í þjálfunarstiganum.
Þá ætlar Sigvaldi að fjalla um hans hugmyndir og þjálfunaraðferðir og sýna hvernig hann vinnur með yngri hross í hendi og hvernig hann yfirfærir svo þjálfunina á hestinn þegar komið er í hnakkinn. Með honum til aðstoðar verða ungir og efnilegir knapar þau Helgi og Elísabet.
Spennandi, áhugaverð og skemmtileg samtvinning í sýnikennslu með bæði eldri og yngri knöpum og hestum.
Sigvaldi er útskrifaður Reiðkennari frá Háskólanum á Hólum, hefur starfað sem reiðkennari á Hólum og við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, kenndi Reiðmanninn og er nú yfirreiðkennari hæfileikamótunar LH fyrir krakka á aldrinum 14-17 ára ásamt því að hafa tamið og þjálfað víða til margra ára.
Viðburðurinn er haldin sameiginlega af hestamannafélögunum á höfuðborgarsvæðinu og er sá fyrsti af fjórum sem verða í vetur, Síðustu ár hafa félögin verið að halda keimlík fræðsluerindi með fáum þáttakendum sem hafa jafnvel endað á því að standa ekki undir kostnaði. Með þessum hætti geta félögin unnið saman, haldið stærri viðburði og hjálpast að við að halda fræðsluna.
Við hvetjum alla til að mæta á viðburðina og auka þekkingu og færni hjá sér og sínum hestum.
Aðgangseyrir er 2000kr fyrir fullorðna, 500kr fyrir ungmenni og unglinga. Frítt er fyrir börn 12 ára og yngri.
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, nóvember 14 2024 12:40
-
Skrifað af Sonja
Næsti viðburður í Vetrarfjörinu okkar verður næstkomandi sunnudag (17.nóv) þar sem farið verður yfir vinnu í hendi. Farið stig af stigi í gegnum ýmsar aðferðir við að vinna í hendi, sem er nauðsynlegur grunnur til að bæta samskipta kerfið mill manns og hests. Samspil ábendinga, misstyrk hjá hestinum, hafa hann færanlegan og sveigjanlegan Unnið er með hestinn við beisli og keyri.
Námskeiðið hefst klukkan 14:00 en skipt verður í hópa eftir þáttakendafjölda ef þess þarf. Krökkum er frjálst að mæta með eigin hest, hestlaus eða hafa samband við Sonju Noack (Hestasnilld) um að fá hest að láni en það þarf þá að hafa samband við hana sem fyrst. Hvetjum alla til að mæta!
Skráning er hafin inn á Vetrarfjör | Skráning Sportabler og lýkur á laugardagskvöldið.
Kennari að þessu sinni er Ragnheiður Þorvaldsdóttir!
Hlökkum til að sjá ykkur!
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, nóvember 13 2024 09:13
-
Skrifað af Sonja
Helgina 9.-11.janúar 2025 verður haldin endurmenntunar helgi fyrir starfandi reiðkennara. Námskeiðið verður haldið í hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ. Kennari helgarinnar verður Mette Moe Mannseth og verður þemað mismunandi nálgun í reiðkennslu.
Helgin hefst á föstudags kvöldinu með fyrirlestri.
Þetta námskeið mun gilda sem símenntunarnámskeið LH og FEIF og uppfyllir þær kröfur FEIF til þess að reiðkennarar geta haldið skráningu sinni á reiðkennaralista FEIF (Matrix list).
Nánari dagskrá og skráning verður auglýst síðar. Endilega takið helgina frá!