- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, nóvember 14 2024 12:40
-
Skrifað af Sonja
Næsti viðburður í Vetrarfjörinu okkar verður næstkomandi sunnudag (17.nóv) þar sem farið verður yfir vinnu í hendi. Farið stig af stigi í gegnum ýmsar aðferðir við að vinna í hendi, sem er nauðsynlegur grunnur til að bæta samskipta kerfið mill manns og hests. Samspil ábendinga, misstyrk hjá hestinum, hafa hann færanlegan og sveigjanlegan Unnið er með hestinn við beisli og keyri.
Námskeiðið hefst klukkan 14:00 en skipt verður í hópa eftir þáttakendafjölda ef þess þarf. Krökkum er frjálst að mæta með eigin hest, hestlaus eða hafa samband við Sonju Noack (Hestasnilld) um að fá hest að láni en það þarf þá að hafa samband við hana sem fyrst. Hvetjum alla til að mæta!
Skráning er hafin inn á Vetrarfjör | Skráning Sportabler og lýkur á laugardagskvöldið.
Kennari að þessu sinni er Ragnheiður Þorvaldsdóttir!
Hlökkum til að sjá ykkur!
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, nóvember 13 2024 09:13
-
Skrifað af Sonja
Helgina 9.-11.janúar 2025 verður haldin endurmenntunar helgi fyrir starfandi reiðkennara. Námskeiðið verður haldið í hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ. Kennari helgarinnar verður Mette Moe Mannseth og verður þemað mismunandi nálgun í reiðkennslu.
Helgin hefst á föstudags kvöldinu með fyrirlestri.
Þetta námskeið mun gilda sem símenntunarnámskeið LH og FEIF og uppfyllir þær kröfur FEIF til þess að reiðkennarar geta haldið skráningu sinni á reiðkennaralista FEIF (Matrix list).
Nánari dagskrá og skráning verður auglýst síðar. Endilega takið helgina frá!
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, nóvember 13 2024 09:10
-
Skrifað af Sonja
Á komandi tímabili hafa fræðslunefndir hestamannafélaganna á höfuðborgarsvæðinu ákveðið að samræmast um sýnikennslur og fræðsluviðburði. Ákvörðunin var tekinn til að auka fjölda á hverjum viðburði fyrir sig og geta því jafnvel haldið stærri og flottari viðburði fyrir hestafólk á höfuðborgasvæðinu.
Síðustu ár hafa félögin verið að halda keimlík fræðsluerindi með fáum þáttakendum sem hafa jafnvel endað á því að standa ekki undir kostnaði.
Með þessum hætti geta félögin unnið saman, haldið stærri viðburði og hjálpast við að halda fræðsluna.
Við hvetjum alla til að mæta á viðburðina og auka þekkingu og færni hjá sér og sínum hestum. Hlökkum til að sjá sem flesta á þeim flottu fræðsluviðburðum sem verða í boði í vetur.
Fræðslunefndir hestamannafélagana á höfuðborgasvæðinu.
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, nóvember 11 2024 12:46
-
Skrifað af Sonja
Nú er komið að tilnefningu Harðar til Íþróttakonu og
Íþróttakarli Mosfellsbæjar 2024.
Viðkomandi eru jafnframt íþróttafólk Harðar fyrir árið 2024.
Útnefning íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2024 fer
fram 9. janúar 2025.
Við biðjum félagsmenn að senda inn tillögur á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
til síðasta lagi 15. nóvember 2024.
Reglur
Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttafólk Mosfellsbæjar skulu
koma úr röðum starfandi íþróttafélaga /deilda í
bæjarfélaginu eða eru með lögheimili í Mosfellsbæ en stunda
íþrótt sína utan sveitarfélagsins. Komi útnefning frá tveimur
félögum í sömu íþróttagrein má nefndin leita til sérsambands
ÍSÍ um álit.
Tilnefna skal tvo einstaklinga (konu og karl) sem fulltrúa
félags/deildar í kjöri til íþróttakonu og íþróttakarls
Með tilnefningunni skal fylgja texti þar sem tilgreint er:
• Helstu afrek ársins, með félagsliði eða sem einstaklingur.
• Æfingamagn, ástundun, félagsleg færni og annað sem á erindi í textann
um viðkomandi einstakling.
• Mynd af viðkomandi íþróttamanni.
• Símanúmer og netfang hjá viðkomandi.
• Greinagerðin skal að hámarki vera um 80 orð.
Ítrekum sérstaklega að hafa góðan texta og góða mynd!
Reglur um kjör íþróttafólks Mosfellsbæjar.
Viðmið til afreksverðlauna Harðar.