Töltnámskeið með Ingunni Birnu!

Hið sívinsæla töltnámskeið með Ingunni Birnu verður á sínum stað! Frábært fyrir knapa sem vilja aðstoð með að þjálfa sinn hest á uppbyggilegan hátt með áherslu á tölt! Námskeiðið er í formi hópatíma og verður kennt á föstudögum. Námskeiðið verður ekki í hverri viku sem gefur nemendum góðan tíma til að æfa sig heima á milli tíma! Kennt verður á föstudögum og námskeiðið hefst 16.janúar. Námskeiðið er ætlað knöpum 21 árs og eldri.

Skráning er hafin inn á abler.io/shop/hfhordur og lýkur 11.janúar!

Kennari: Ingunn Birna Ingólfsdóttir

Janúar: 16. / 23.

Febrúar: 13. / 20.

Mars: 27.

Apríl: 10.

Verð: 24.000

 

600442323_1455295283272521_3241683418757069759_n.jpg