- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, febrúar 24 2023 09:25
-
Skrifað af Sonja
Skemmtilegt námskeið fyrir hressa polla með áherslu á jafnvægi, undirstöðuatriði í reiðmennsku og fjölbreytar þrautir.
Ætlað fyrir 7 ára og yngri.
ATH: KRAKKAR MÆTTA MEÐ EIGIN HEST OG BÚNAÐ.
Knari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Dagsetningar Þriðjudagar
BYRJAR 28.2.
Staðsetningu: Stóra Reiðhöllin!
kl 1600-1630 teymdir
kl 1630-1700 ekki teymdir
Kennt einu sinni í viku í hálftíma í 6 skipti (ekki kennt 4.4.)
Skráning:
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, febrúar 23 2023 16:36
-
Skrifað af Sonja
Þjálfun reiðhestsins - Fullorðinsnámskeið
Frábært námskeið fyrir fólk sem vill læra að byggja upp endingargóðan og skemmtilegan reiðhest með áherslu á líkamsbeitingu hests og knapa
Kennt verður í 6 skipti á þriðjudögum kl 19:00
28. febrúar
07. mars
14. mars
21. mars
28. mars
11. apríl
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir, reiðkennari frá Hólum
Verð: 20000 kr
Skráning opnar í kvöld, fimmtudag, kl 21:00
- Nánar
-
Skrifað þann Laugardagur, febrúar 18 2023 14:28
-
Skrifað af Sonja
Miðaverð 1500kr - frítt fyrir 21ára og yngri
Hlökkum til að sjá sem flesta í Reiðhöllinni í Herði í Mosfellsbær

Súsanna Sand er reiðkennari frá Hólum og hefur endurmenntað sig undanfarin ár í spænskri reiðmennsku í Andalúsíu. Þar er lögð áhersla á líkamsbeitingu knapa og hests með áherslu á burð léttleika og þjálni, sem nýtist afar vel inn i okkar reiðmennsku.
Súsanna er einnig íþrótta og gæðingakeppnisdómari.
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, febrúar 06 2023 16:33
-
Skrifað af Sonja
Fredrica Fagerlund tamningakona, þjálfari og reiðkennari, hefur tekið þátt í Gæðingalist efstu deilda sl. ár með eftirtektarverðum árangri. Hún þykir einstaklega fær og fágaður knapi sem mætir með hross sín sérlega vel undirbúin og vel þjálfuð. Í sýnikennslunni ætlar hún að veita okkur innsýn í sína þjálfun og hvernig hún undirbýr bæði minna og meira vana hesta fyrir Gæðingalist.
15.febrúar miðvikudag Kl 19:00 í Reiðhöllinni Harðar í Mosó
Verð 1000kr
frítt fyrir 21árs og yngri
Allir velkomnir!