- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, ágúst 27 2025 20:04
-
Skrifað af Sonja
Hjólakeppni á morgun 28.ágúst!!
Kl 18.00-20:00
Fengum viðkomandi tilkynningu:
Þá er komið Fellahringnum sem er hluti af Í Túninu Heima og að venju verður hjólað um Skammadal, upp með Köldukvísl upp að Skeggjastöðum. Niður með Leirvogsá og gegnum Varmadal og síðan uppfyrir iðnaðarsvæðið við Tungumela og það niður að Varmá.
Með von um tillit sé tekið til hjólreiðarmanna í þessa rúmlega tvo klukkutíma.
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, ágúst 25 2025 14:22
-
Skrifað af Sonja
Til beitarhafa.
Nú er líkt og undanfarin ár tími randbeitar liðinn og skal hugað að því að beita ekki stíft þó strengir séu notaðir til að stýra beit núna fram að beitarlokum.
Hross skulu vera farin úr hólfum og gengið frá þeim í samræmi við reglur, þann 10. september. Svigrúm verður veitt fram að helginni eftir ef svo ber undir.
Úttekt Landgræðslunnar og Mosfellsbæjar á öllum beitarhólfum verður svo gerð að beitartíma loknum.
Ef einhver þarf að rifja upp reglur um beit þá eru þær hér:
https://hordur.is/index.php/felagid/beitarholf
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, ágúst 19 2025 09:33
-
Skrifað af Sonja
Stjórn Harðar hefur sett upp nýjar reglur um kerrustæðin. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér reglurnar vel, ekki síst þeir sem hafa stæði á leigu eða hafa hug á að fá slíkt.
Í september verður lokið við að fara yfir stæðin, gera uppfærðan lista yfir leigjendur og úthluta stæðum sem eru laus. Jafnframt verða gerðir samningar í samræmi við reglurnar.
https://hordur.is/index.php/felagid/hestakerrustaedi
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, júní 16 2025 21:26
-
Skrifað af Sonja
Skráning er hafin í opnar greinar á Fjórðungsmót Vesturlands 2025.
Fjórðungsmót Vesturlands fer fram dagana 2. - 6. júlí í Borgarnesi og er nú búið að opna fyrir skráningar í opnar greinar og hvetjum við áhugasama knapa til að tryggja sér þátttöku.
Þær opnar greinar sem eru í boði:
Tölt T1
Tölt T3
Tölt T3 U17
P2 100 m Flugskeið
Skráning fer fram í gegnum Sportfeng og er skráningarfrestur og þar að leiðandi seinasti dagur til að greiða skráningu miðnætti 27. júní nákvæmlega.
Athugið að fjöldi keppenda í hverri grein er takmarkaður svo fyrstur kemur fyrstur fær!
Komum saman og fögnum íslenska hestinum á Fjórðungsmóti í Borgarnesi !
