- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, desember 30 2022 14:12
-
Skrifað af Sonja
Á morgun er stefnt að hinni hefðbundnu gamlársdagsreið okkar Harðarmanna í Varmadal. Veðurhorfur eru ekki sérlega góðar, en við tökum bara stöðuna í fyrramálið, förum ekki að ana í neina vitleysu. Höldum plani þangað til annað kemur í ljós og sjáumst vonandi sem flest hress og kát 
Lagt af stað úr naflanum klukkan 12.
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, desember 29 2022 17:17
-
Skrifað af Sonja
Sigvaldi Lárus Guðmundsson, hestamaður og reiðkennari ætlar að vera með sýnikennslu í Reiðhöllinni í Herði xxx. Sigvaldi ætlar að fjalla um sýnar hugmyndir sem snúa að hestamennskunni, tamningu, þjálfun og reiðmennsku. Við fáum að kynnast hans nálgun við tamningu og þjálfun ungra hesta og ekki síður knapa með virðingu og traust að leiðarljósi. Hann verður með unga og efnilega einstaklinga með í för.
Sigvaldi er útskrifaður Reiðkennari frá Háskólanum á Hólum, starfað sem reiðkennari á Hólum og við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, kenndi Reiðmanninn og er nú yfirreiðkennari Hæfileikamótunar LH fyrir krakka á aldrinum 14-17 ára ásamt því að hafa tamið og þjálfað víða til margra ára.
Aðgangseyri er 1000kr
Frítt fyrir 21 og yngri
- Nánar
-
Skrifað þann Laugardagur, desember 24 2022 21:29
-
Skrifað af Sonja
Kæru Harðarfélagar fjölskyldur og aðrir velunnarar.
Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld og gleði á nýju ári. Þökkum skemmtilegt ár sem er að líða.
Stjórn Harðar
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, desember 21 2022 19:47
-
Skrifað af Sonja
Kæru Harðarfélagar.
Þá getum við loksins farið aftur í okkar hefðbundnu reið á gamlársdag! Að venju verður farið ríðandi til þeirra sæmdarhjóna Nonna og Haddýjar í Varmadal.
Lagt verður af stað úr Naflanum kl.12.00. Léttar veitingar verða á staðnum, heitt súkkulaði og fleira. Hlökkum til að sjá sem flesta.
Kveðja, stjórnin