Pop-Up Gangskiptingar!
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Þriðjudagur, nóvember 04 2025 12:58
- Skrifað af Sonja
Sunnudaginn næstkomandi 9.nóvember er næsta Pop-Up námskeið vetrarins!
Pop-Up námskeið eru eins dags námskeið það sem þema námskeiðsins er breytilegt eftir tímum! Skráð er í hvern tíma fyrir sig og hver tími er auglýstur hverju sinni.
Gangskiptingar og Hraðabreytingar eru lykillinn að betri gangtegundum. En hvernig geri ég góðar gangskiptingar? Í þessum tíma ætlum við að búta niður þessi hugtök sem virka svo flókin og nálgast markmiðin skref fyrir skref: Gera frábæra gangskiptingar og Hraðabreytingar.
Þetta námskeið er í boði fyrir fólk á öllum aldri! Tímarnir eru um 45 mínútur og skipt verður í hópa eftir skráningu.
Skráning er hafin inn á https://www.abler.io/shop/hfhordur og lýkur laugardaginn 8.nóvember klukkan 12:00
Verð (>21): 3000kr
Verð (<21): 2000kr
Kennari: Fredrica Fagerlund


