- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, maí 20 2025 09:47
-
Skrifað af Sonja
Laugardaginn 24.maí er vorreið Harðarfélaga. Hvetjum alla, börn, konur og karla til að slást í för með okkur. Lagt af stað úr Nafla kl. 13.
Riðið verður meðfram Æsustaðahlíðinni inn í Helgadal. Þar verður áning og hestunum sleppt í hólf. Varðeldur og gítarspil ef veður leyfir. Frjáls leið og reið heim. Kjörin ferð fyrir tvo hesta en vel mögulegt að fara á einum hesti í góðu formi.
Ferðin er sem fyrr segir ætluð öllum Harðarfélögum. Við hvetjum fólk til að nesta sig til ferðarinnar og njóta dagsins með okkur.
Ferðanefnd Harðar
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, maí 14 2025 20:12
-
Skrifað af Sonja
Á laugardaginn kemur þann 17. maí fer fram KB þrautin hér í Mosfellsbæ.
Að hluta verður hlaupið á reiðleið frá Brúarlandi og að Köldukvísl, sem sagt frá brúnni við Brúarland (við Vesturlandsveginn) meðfram íþróttamiðstöðinni að Varmá og niður að brúnni við Leirvogstunguna – þar beygja hlauparar í átt að Ævintýragarðinum.
Þeir sem ræsa hlauparana munu brýna fyrir þeim að taka tillit til hestamanna, ef einhverjir verða á leið þeirra.
Hlaupararnir verða á ferðinni á þessum hluta leiðarinnar frá ca 9:45 til 11.30 á laugardaginn.
Aðstandendur hlaupsins þakka tillitssemi og vonandi veldur viðburðurinn ekki raski á útreiðum þennan tíma.


- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, apríl 30 2025 12:43
-
Skrifað af Sonja
Næstkomandi laugardag 3. maí eru Harðarmenn að taka á móti Fáksmönnum.
Við munum ríða á móti þeim í Óskot og lóðsa þeim í hverfið okkar í mat og gleðskap.
Hvetjum alla til að mæta.
Leggjum af stað úr Naflanum kl 13.
Kv. Ferðanefnd Harðar
- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, apríl 25 2025 13:21
-
Skrifað af Sonja
Harðarfélagar ætla að lyfta sér upp og heimsækja vini sína í Fák næstkomandi laugardag. Þeir munu ríða á móti og hitta okkur í Óskoti. Lagt verður af stað úr naflanum kl 13.
Smá bras er að komast framhjá framkvæmdum sem eru við undigöngin undir Reykjaveg, en Ingibjörg fararstjóri mun leiða okkur krókaleið til þess að komast upp á Skarhólabraut og þaðan í Fák.
Ef eru einhverjar spurningar getið þið heyrt í Ingibjörgu Ástu s. 8220589, eða sent henni skilaboð.
Harðarmenn koma í heimsókn – Laugardag klukkan 13:00 – Fákur