Hreinsunardagur Harðar

Næsta fimmtudag, sumardaginn fyrsta er komið að því að hreinsa hverfið okkar, reiðgöturnar og nær umhverfið eins og við gerum hvert vor.

Við hittumst við reiðhöllina kl 9.30.

Allir fá úthlutað svæði til að hreinsa, og plastpokum til að setja ruslið í. Það er nóg pláss fyrir alla og fólk hvatt til að taka þátt, ungir sem aldnir. Gott er að hafa með malarhrífur séu slíkar tiltækar og þeir sem eiga léttar kerrur mega gjarnan hafa þær með. Gámur verður að venju við reiðhöllina og í hann losum við ruslið.

Um klukkan 12 verður boðið upp á grillaða hamborgara og pylsur við reiðhöllina.

Eins og félagsmenn vita, þá er hreinsunin á svæðinu okkar bæði gagnleg og skemmtileg og mikilvægt að við stöndum öll saman í að gera snyrtilegt í kringum hesthúsin og okkar íþróttasvæði. Því fleiri sem leggja hönd á plóg því betra 😊

Mætið tímanlega, eigum skemmtilegan dag saman!

hreinsunardag.jpg