Umgengni í Mosfellsdalnum

Okkur barst erindi frá stjórn Víghóls, íbúasamtaka í Mosfellsdal með ábendingu sem við að sjálfsögðu tökum vel í og hvetjum alla til að ganga vel um fallega dalinn okkar.

"Nú þegar daginn er tekið að lengja og hlýnar í veðri eykst umferð
hestamanna um reiðstíga Mosfellsdals sem og annars staðar. Því miður
fylgir aukinni umferð hestamanna í Dalnum ýmiss konar úrgangur sem
leiðinlegt er að horfa uppá. Má t.d. nefna dósir og flöskur alls konar,
salernispappír, sígarettustubba og tóbakspúða. Þennan úrgang er að finna
jafnt á reiðleiðum sem og í áningastöðum."


Jafnframt minna samtökin á á að góð
umgengni gerir allt skemmtilegra og betra.

mosfellsdal.jpg