- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 09 2024 11:40
-
Skrifað af Sonja
Það er komið að næsta viðburði hjá æskulýðsnefnd Harðar og hvetjum við alla unga Harðarfélaga að mæta og spreyta sig á að sýna mismunandi gangtegundir.
Ragnheiður Þorvalds og Thelma Rut munu leiðbeina á meðan æfingunni stendur og mun hver þátttakandi fá umsögn á blaði hvað gekk vel og hvað má æfa til að bæta enn frekar.
Það verður í boði að sýna þrígang (tölt, brokk, fet) og síðan fjórgangsprógramm (hægt tölt, brokk, fet, stökk og hratt tölt - V2) og verða 2 inná í einu. Það verður einnig í boði að fá að æfa fjórgangsprógramm (V1) og þá er hver þátttakandi einn inn á í einu.
Börn (10-13 ára), Unglingar (14-17 ára) og Ungmenni (18-21)
Þegar allir hafa lokið rennsli söfnumst við öll saman í reiðhöllinni þar sem grillaðar pylsur verða í boði ásamt drykkjum og ís.
Við hlökkum til að sjá sem flesta unga Harðarfélaga taka þátt á sunnudaginn 14. apríl næstkomandi
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, apríl 04 2024 14:15
-
Skrifað af Sonja
VORFAGNAÐUR
heldri Harðarfélaga 60+
🎪🎉🌞🌻
verður haldinn föstudaginn
12.apríl í Harðarbóli
húsið opnar klukkan 18:30
borðhald hefst klukkan 19:30
🐴🌹
REIÐTÚR
til Gísla í Dalsgarði
verður farinn frá Reiðhöllinni klukkan 17:30
Léttar veitingar
🎪
GRILLVAGNINN
slær upp grillveislu með öllu tilheyrandi
með dýrindis kalkún og lamb á grillinu
kaffi og meðlæti
drykkir verða seldir á barnum, en fólki er velkomið að koma með sitt eigið vín
🤩
HÁKON mætir með gítarinn og KRISTÍN með nikkuna
NONNI MAGGI tekur lagið
🎉höfum það gaman saman🎉
MÆTUM ÖLL
🎉
AÐGANGSEYRIR aðeins 6.500 kr
ÞÁTTTAKA tilkynnist í síma 695 3390 - HJÖRDÍS Sigmundsdóttir
eða með e mail This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
í síðasta lagi 10.apríl
- Nánar
-
Skrifað þann Laugardagur, mars 23 2024 19:15
-
Skrifað af Sonja
Skriftstofa Harðar verður lokuð 24.3. - 7. apríl.
Ef þið eru með erindi sem getur alls ekki beðið, þá getið þið haft samband við Margrét Dögg formaður, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Annars er líka hægt að bjalla í Rúnar framkvæmdastjóri í 8647753
Ef það er eitthvað áríðandi vegna reiðhallarlyklar er hægt að heyra í Nathalie í 7625810