Árshátíð 15.3.2025
- Nánar
- Skrifað þann Fimmtudagur, janúar 30 2025 12:48
- Skrifað af Sonja


Fyrsta vetrarmót Harðar 2025. Mótið verður haldið þann 25. Janúar og keppt verður í hálfgerðri T7 tölt keppni, nema ekki er snúið við. Þannig hægt tölt og síðan frjáls ferð á tölti eftir þul upp á vinstri hönd.
Skráning fer fram á Sportfeng.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
Pollar - teymdir
Pollar - ríða sjálfir
Barnaflokkur
Unglingaflokkur
Ungmennaflokkur
3.flokkur
2.flokkur
1.flokkur
Skráning fer fram í gegnum Sportfeng, einnig er hægt að skrá sig inní reiðhöll milli 11 og 12 laugardaginn 25.janúar.
Næsta vetrarmót verða:
15.2. Vetrarmót 2
15.3. Árshátíð Harðar / Vetrarmót 3
Föstudaginn næsta (24.jan) verður opinn æfingatími þar sem Fredrica okkar verður á staðnum milli 18:00-20:00 reiðubúin að aðstoða og gefa knöpum punkta!
Frábært tækifæri fyrir þá sem vilja til dæmis fá hjálp fyrir vetrarmótið á laugardaginn eða æfingamótið á sunnudaginn! Völlurinn verður settur upp og eina sem þið þurfið að gera er að mæta, pikka í Fredricu og njóta!
Vonandi nýta sem flestir sér þetta!![]()
Minnum einnig á að höllin er opin utanfélagsmönnum milli 18-22 á föstudaginn til að koma og æfa sig fyrir æfingamótið á sunnudaginn!![]()

Við í Fræðslunefnd fatlaðra hjá Hestamannafélaginu Herði leitum að áhugasömum aðstoðarmönnum til að hjálpa okkur í starfinu í vetur. Aðstoðin felst meðal annars í:
Aðstoð í tímum
Að undirbúa hesta og knapa
Að hjálpa knöpum á bak
Að teyma undir nemendum
Að aðstoða við frágang
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í þessu mikilvæga starfi og stuðla að jákvæðri upplifun nemenda, endilega hafðu samband við nefndina með því að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Við hlökkum til að heyra frá þér!
