Knapamerki bóklegt Haustið 2025

Bóklegt Knapamerki Haust 2025!

Allt kennt í Harðarbóli

Skráning opnar: 8.september klukkan 16:00 inn á https://www.abler.io/shop/hfhordur

Próf fer fram í Harðarbóli 20.nóvember 17:00-20:00!

Ath. skilyrði fyrir að skrá sig í knapamerki 2, 3, 4 og 5 er að hafa lokið knapamerkinu á undan 🙂

 

Markmið Knapamerkjanna

Að stuðla að auknum áhuga á reiðmennsku á íslenskum hestum og hestaíþróttum.

Að auðvelda aðgengi að skipulagðri og markvissri menntun í reiðmennsku og hestaíþróttum fyrir unga sem aldna.

Að bæta þekkingu á meðferð, notkun og umhirðu íslenska hestsins á breiðum grunni.

Knapamerki er mælt með fyrir knapa á 12 aldursári og upp úr

 

 

Knapamerki 1 (Miðvikudagar)

4x1,5klst

17:00-18:30

Október: 22., 29.

Nóvember: 5., 12.

Verð fullorðnir (>21): 11.000kr

Verð börn/unglingar/ungmenni (<21): 9.350kr

Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir

Knapinn ætti að öðlast þekkingu á eftirfarandi þáttum:

  • Skilji grunnþætti í atferli, eðli og hegðun hesta
  • Þekkja líkamsbyggingu og heiti á líkama hestsins
  • Kunna skil á helstu öryggisatriðum er lúta að hestahaldi og búnaði fyrir hest og knapa
  • Þekkja gangtegundir íslenska hestsins
  • Þekkja helstu reiðtygi, notkun þeirra og umhirðu
  • Þekki helstu ásetur og rétt taumhald

 

 

Knapamerki 2 (Miðvikudagar)

4x1,5klst

18:30-20:00

Október: 22., 29.

Nóvember: 5., 12.

Verð fullorðnir (>21): 11.000kr

Verð börn/unglingar/ungmenni (<21): 9.350kr

Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir

Knapinn ætti að öðlast þekkingu á eftirfarandi þáttum:

  • Sögu íslenska hestsins
  • Réttu viðhorfi til hestsins með tilliti til skaps hans og skynjunar
  • Þekkja helstu ábendingar og notkun þeirra
  • Vita hvernig á að ríða hestinum áfram og stoppa hann
  • Þekkja reiðvöllinn og notkun hans
  • Kunna skil á réttu taumhaldi og taumsambandi
  • Þekkja grunnatriði sem gilda þegar unnið er við hönd
  • Þekkja æfinguna “að kyssa ístöð”
  • Þekkja einfaldar gangskiptingar
  • Þekkja reglur sem gilda um útreiðar á víðavangi

 

 

Knapamerki 3 (Fimmtudagar)

6x1,5klst

17:30-19:00

Október: 9., 16., 23., 30.,

Nóvember: 6., 13.

Verð fullorðnir (>21): 16.000kr

Verð börn/unglingar/ungmenni (<21): 13.600kr

Kennari: Sonja Noack

Knapinn ætti að öðlast þekkingu á eftirfarandi þáttum:

  • Þekkja vel allar gangtegundir íslenska hestsins
  • Kunna skil á helstu þáttum er lúta að fóðrun hesta og umhirðu
  • Þekkja rólegan hest frá spenntum
  • Þekkja helstu þætti í byggingu hestsins og þvi hvernig hann hreyfir sig rétt
  • Þekkja helstu þjálfunarstig og hugtök þeim tengd
  • Þekkja einfaldar fimiæfingar og grundvallaratriði þeirra
  • Vita hvað liggur til grundvallar gangtegundaþjálfun
  • Vita hvernig á að undirbúa og ríða hesti yfir slár og hindranir

 

 

Knapamerki 4 (Mánudagar)

7x1,5klst

17:00-18:30

Október: 6., 13., 20. 27.

Nóvember: 3., 10., 17.

Verð fullorðnir (>21): 18.500kr

Verð börn/unglingar/ungmenni (<21): 15.700kr

Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir

Knapinn ætti að öðlast þekkingu á eftirfarandi þáttum:

  • Markmiðssetningu og hugþjálfun
  • Réttri líkamsbeitingu knapans og þjálfun hans
  • Þekkja helstu staðreyndir er lúta að heilbrigði og heilsufari hesta
  • Þekkja helstu staðreyndir er lúta að umhirðu fóta og járningum
  • Þekkja vel mismunandi þjálfunarstig og hugtök þeim tengd
  • Þekkja vel æfingar er lúta að því að bæta jafnvægi hestsins og skilja hvað liggur þeim til grundvallar
  • Þekkja grundvallaratriði hringteyminga og teyminga á hesti

 

 

Knapamerki 5 (Mánudagar)

7x1,5klst

18:30-20:00

Október: 6., 13., 20. 27.

Nóvember: 3., 10., 17.

Verð fullorðnir (>21): 18.500kr

Verð börn/unglingar/ungmenni (<21): 15.700kr

Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir

Knapinn ætti að öðlast þekkingu á eftirfarandi þáttum:

  • Þekkja grunn í sögu reiðmennsku og þróun fram á daginn í dag
  • Kunna skil á helstu þáttum þjálfunarlífeðlisfræði og þjálfunar hesta
  • Skilja hvað liggur til grundvallar æfingunum opnum sniðgangi og að láta hestinn ganga aftur á bak
  • Þekkja mjög vel gangtegundir íslenska hestsins og hvað liggur til grundvallar þjálfunar þeirra
  • Þekkja og skilja virkni íslenskra stangaméla
  • Þekkja helstu stofnanir og félagskerfi íslenskrar hestamennsku

 

 

Ist möglicherweise ein Bild von Text „KNAPAMERKI 1234 1 2 1月2人 23 3 3/415 4 5 MENNTUN FYRIR MENN MENNTUNFYRIRMENNOGHESTA OG HESTA HORDUR“544926628_1361463745989009_5208521956028654060_n.jpg