Ratleikur - Laugardagur 13. janúar kl. 13 - 15 Æskulýðsnefnd
- Nánar
- Skrifað þann Mánudagur, desember 25 2023 15:44
- Skrifað af Sonja
Íslandsmót barna og unglinga 2024 í Mosfellsbæ
Hestamannafélagið Hörður er stolt af því að tilkynna að við munum halda Íslandsmót barna og unglinga í Mosfellsbæ í júlí 2024. Þetta spennandi mót ætlum við að gera að minnisstæðri upplifun fyrir unga hestamenn og áhorfendur!
Við leitum nú að eldhugum og áhugasömu fólki í framkvæmdarstjórn til að gera þennan viðburð enn magnaðri. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem elska hestamennsku og vilja leggja sitt að mörkum til að skapa ógleymanlega viðburði.
Við óskum eftir fólki sem hefur:
Hlutverk framkvæmdastjórnar er:
Þetta er frábær leið til að efla þekkingu og reynslu í hestamennsku og viðburðastjórnun, ásamt því að eiga skemmtilegar stundir og mynda varanleg tengsl.
Ef þú hefur áhuga, vinsamlegast hafðu samband við okkur á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringdu í Margréti Dögg í síma 824-7059.
Vertu hluti af þessu ævintýri – að skapa magnað Íslandsmót í Mosfellsbæ 2024!
Kæru félagar.
Að venju verður farið ríðandi í Varmadal til Nonna og Haddýjar á gamlársdag, skemmtileg hefð sem við höldum í heiðri. Lagt verður af stað úr naflanum klukkan 12, léttar veitingar á staðnum, allir velkomnir.
Kveðja,
Stjórnin
1 laust pláss
Hindrunarstökksnámskeið er skemmtileg og fjölbreytt námskeið þar sem unnið er með hindranir og brokkspýrur til að styrkja þor og styrk bæði hjá hesti og knapa. Byrjað er á lágum hindrunum og eru þær hækkaðar hægt og rólega eftir getu knapa og hests. Knapi þarf að hafa góða stjórn á hesti sínum og þarf að hafa gott grunnjafnvægi.
Kennt er í 45 mínútur í senn, í 4-5 manna hópum. Kennt verður á föstudögum og er námsekiðið 6 skipti í heildina. Kennt verður á eftirfarandi dagsetningum: 19.1. / 26.1. / 16. 2. / 23. 2. / 15. 3. / 22. 3.
17:45-18:30
Kennari námskeiðsins verður Guðrún Margrét Valsteinsdóttir sem er útskrifuð með B.Sc. í Reiðmennsku og reiðkennslu frá Háskólanum á Hólum.
Skráning: https://www.sportabler.com/shop/hfhordur
Verð: 17500kr