- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, janúar 04 2024 11:47
-
Skrifað af Sonja
Villt þú ná betra samspili með hestinum þínum og bæta líkamsbeytingu þína og hestsins?
Hestamannafélagið Hörður mun bjóða upp á fiminámskeið í vetur þar sem lagt verður áherslu á að bæta líkamsbeitingu knapa og hests í gegnum fimiæfingar.
Hvort sem verið er að stefna á keppni eða að byggja upp þjálan og góðan reiðhest þá er þetta námskeið fyrir alla sem hafa áhuga á að þróa sig og hestinn sinn áfram.
Námskeiðið er kennt sirka einu sinni í mánuði á fimmtudögum í 4 skipti - í formi hópatíma.
Dagsetningar:
11. janúar
01. febrúar
07.mars
21.mars
Tíma: 19:00-20:00
Verð: 13 000kr
4 pláss
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Kennslustað: Blíðubakkahöllinn
Skráning: https://www.sportabler.com/shop/hfhordur
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, janúar 03 2024 13:12
-
Skrifað af Sonja
Kæru hestamenn!
Um leið og við óskum ykkur gleðilegs Landsmótsárs 2024 tilkynnum við að forsölutilboð okkar á miðum á Landsmót hestamanna í Reykjavík 2024 hefur verið framlengt til og með fimmtudagsins 4.janúar vegna fjölda áskorana og beiðna.
Tryggið ykkur miða á besta verðinu, 21.900kr, á tix.is. Hlökkum til að sjá ykkur á Landsmóti í Reykjavík!
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, janúar 02 2024 10:48
-
Skrifað af Sonja
SORPA vill vekja athygli á því að hægt er að skila heyrúlluplasti
í móttöku- og flokkunarstöðina í Gufunesi, gjaldfrjálst.
Hins vegar ef heyrúlluplasti er skilað á endurvinnslustöð er það
gjaldskylt, þar sem það fellur ekki undir almennan heimilisúrgang.
Greiða skal skv. gjaldskrá fyrir farminn, sem eru þá 9.600 kr. fyrir
rúmmeterinn.
Heyrúlluplast skal fara í gám fyrir filmuplast, alls ekki í
pressuna.
Með bestu kveðju,
Karen H. Kristjánsdóttir
Verkefnastjóri endurvinnslustöðva
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, janúar 02 2024 10:02
-
Skrifað af Sonja
Í vetur verður gerð tilraun með að hafa sérstaka „fókus“ tíma í reiðhöllinni, það er að segja að fólk viti hvernig aðstæður það er að fara í fyrirfram. Annars vegar verður tími fyrir hesta og knapa sem vilja taka því rólega, vinna fínvinnu og vera í nokkuð öruggum aðstæðum. Hins vegar verða tímar þar sem hægt er að láta gamminn geysa, æfa hraðari gangtegundir og hafa hærra spennustig.
Tímarnir verða í janúar:
Þriðjudagar 1730-1830 hraðari umferð
Fimmtudagar 1730-1830 hægari umferð
Þetta er liður í að fækka árekstrum á milli fólks við notkun á reiðhöllinni, auka svigrúm þeirra sem hafa sérþarfir ef svo má að orði komast. Annars gildir auðvitað áfram almenn tillitssemi og samtal okkar á milli
Að auki verða opnir tímar í Blíðbakkahöllinni fyrir þá sem eru með lykil að stóru reiðhöllinni, nánar auglýst síðar og jafn óðum.
Við mælumst til þess að fólk leigi sér tíma þar fyrir einkatíma til dæmis, en nokkur námskeið á vegum félagsins munu fara fram þar líka.