Meistaradeild æskunnar og ungmenna í Herði
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Þriðjudagur, febrúar 25 2025 08:43
- Skrifað af Sonja
Keppni í gæðingalist Meistaradeildar æskunnar verður haldin í Herði sunnudaginn 9.3.
Hvert lið fær 1 klukkutíma aðgang í alla höllina (höllin lokuð á meðan) til æfinga fyrir mótið.
Einnig verður Meistaradeild Ungmenna með slaktaumatölt í höllinni okkar, föstudaginn 21.3. Þar er fyrirkomulagið eins, hvert lið fæ 1klst fyrir sig inni höllinni og höllinn lokuð á meðan.
Nú erum við byrjuð að bóka inn þessa tíma og því biðjum við alla að skoða vel dagatal reiðhallirnar á hordur.is, einnig reynum við að pósta tímana inn hér með plan reiðhallirnar. Fjólublái liturinn stendur fyrir að höllinn sé alveg lokuð.
Flestir tímar verða um kvöldin og byrjar þetta núna á laugardagskvöldið.
Mjög spennandi að fá þessu flott mót hingað í höllina okkar og vonum við að se flesta nýta sér þetta og mæta og horfa á.
Eigið góðan dag!