Grímutölt laugardaginn 15.2.

Annað vetrarmót Harðar 2025 - Grímutölt!
Mótið verður haldið þann 15. Febrúar og keppt verður í hálfgerðri T7 tölt keppni, nema ekki er snúið við. Þannig hægt tölt og síðan frjáls ferð á tölti eftir þul upp á vinstri hönd.
Skráning fer fram á Sportfeng.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum
Pollar - teymdir
Pollar - ríða sjálfir
Barnaflokkur
Unglingaflokkur
Ungmennaflokkur
3.flokkur
2.flokkur
1.flokkur
Skráning fer fram í gegnum sportfeng, einnig er hægt að skrá sig inní reiðhöll milli 11 og 12 laugardaginn 15. Febrúar.

grimu.jpg