- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, janúar 19 2024 09:07
-
Skrifað af Sonja
Í samstarfi við hestavöru- og reiðfataframleiðandann Hrímni,
bjóðum við upp á að panta sérframleiddan fatnað merktan Herði.
Miðvikudaginn 31. janúar bjóðum við upp á mátunardag í
félagsheimilinu frá kl. 17 til 19, en þá koma fulltrúar Hrímnis
með
allar stærðir af fatnaðnum svo hægt sé að velja rétta
stærð.
Við bjóðum félagsmönnum að greiða aðeins helming við pöntun og
restina við afhendingu í maí.
Hvetjum við alla félagsmenn að nýta tækifærið til að fá sér
vandaðan fatnað á sérkjörum.
Við mætum svo öll á Landsmót í sumar vel merkt okkar félagi og
styðjum okkar fólk
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, janúar 16 2024 10:09
-
Skrifað af Sonja
FYRSTA VETRARMÓT HARÐAR
Fyrsta vetrarmót Harðar 2024. Mótið verður haldið þann 20. janúar og keppt verður í hálfgerðri T7 tölt keppni, nema ekki er snúið við. Þannig hægt tölt og síðan frjáls ferð á tölti eftir þul upp á vinstri hönd.
Skráning fer fram á sportfeng.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum
Pollar - teymdir
Pollar - ríða sjálfir
Barnaflokkur
Unglingaflokkur
Ungmennaflokkur
3.flokkur
2.flokkur
1.flokkur
OPIÐ TÖLUMÓT HARÐAR V1
Opnað hefur verið fyrir skráningu á V1 opið tölumót Harðar skráningu lokar fimmtudaginn 18.janúar kl 24.00. þrír dómarar munu dæma mótið og verður í boði að fá dómarablöð að móti loknu þar sem ritarar munu taka niður comment dómara eftir bestu getu.
Í boði verður upphitunar aðsataða í Blíðubakka höllinni en hún er í aðeins 150 m fjarlægð frá reiðhöll Harðar.
Aðeins er riðin forkeppni og ekki verða veitt verðlaun.
Athygli er vakin á því að dagskrá gæti hafist fyrr ef þátttaka er mikil.
Mótið er opið fyrir Barnaflokk og uppúr.
Þáttökugjald er 5.000-kr
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, janúar 08 2024 11:17
-
Skrifað af Sonja
Karlahópur - FULLT
LOKSINS er aftur kominn karlahópur !!!
Áhersla á Töltþjálfun og þjálni.
Það verða 3 saman í 45min kennslu.
Inga María er 55 ára reiðkennari frá Hólum. Búin að vera í hestum frá blautu barnsbeini. Frumtamningar og almenn þjálfun hesta í 35 ár þau 6 ár sem ég starfaði á Feti voru á bilinu 40-50 tryppi tamin á hverju hausti og tók ég fullan þátt í því. Var einnig við kennslu frumtamningar á Hólum 2 haust.
Dagsetningar:
14. 21. 28. februar
6. 13. 20. mars
Kl 20:15-21:00
Kennslan fer fram í Stóra Höllinni.
Verð: 22500kr
Skráning: https://www.sportabler.com/shop/hfhordur