Vetrarmót
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Miðvikudagur, janúar 22 2025 13:22
- Skrifað af Sonja
Fyrsta vetrarmót Harðar 2025. Mótið verður haldið þann 25. Janúar og keppt verður í hálfgerðri T7 tölt keppni, nema ekki er snúið við. Þannig hægt tölt og síðan frjáls ferð á tölti eftir þul upp á vinstri hönd.
Skráning fer fram á Sportfeng.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
Pollar - teymdir
Pollar - ríða sjálfir
Barnaflokkur
Unglingaflokkur
Ungmennaflokkur
3.flokkur
2.flokkur
1.flokkur
Skráning fer fram í gegnum Sportfeng, einnig er hægt að skrá sig inní reiðhöll milli 11 og 12 laugardaginn 25.janúar.
Næsta vetrarmót verða:
15.2. Vetrarmót 2
15.3. Árshátíð Harðar / Vetrarmót 3