Uppskeruhátíð æskulýðsnefnd Harðar
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Sunnudagur, október 19 2025 08:53
- Skrifað af Sonja
Uppskeruhátíð æskulýðs Harðar verður haldin sunnudaginn 16. Nóvember kl.17:00 í Harðarbóli.
Það verða veitt verðlaun fyrir besta keppnisárangur ársins í barna-, unglinga- og ungmennaflokki.
ATH! Það þarf að senda keppnisárangur knapa á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Upplýsingar og reglur varðandi keppnisárangur má finna hér:
Uppfærð viðmið til afreksverðlauna Harðar
Eftir viðurkenningarathöfnina ætlum við svo að eiga skemmtilegt kvöld saman, þar sem við spilum, borðum pizzu og fáum okkur eitthvað gott með.
Við hvetjum alla til að koma og og gleðjast með okkur. Einnig hvetjum við alla sem eru nýjir að kíkja við, sem og að bjóða vinum sem eru í hestunum í Herði að koma og kynnast okkur.
Þetta verður skemmtilegt kvöld!
Kveðja, æskulýðsnefndin.