Úrslitakvöld Stable-Quiz

Nú er komið að loka - og úrslitakvöldinu á Spurningakeppni hestamannafélaganna "Stable-quiz" en Fimmtudaginn 18.apríl mætast Fákur og Hörður og keppa um farandbikarinn fína.
Spáð er harðri og skemmtilegri keppni en í liðunum er fólk sem eru nánast nördar þegar að kemur að ættfræði hrossa og árangri hesta í brautinni í gegnum tíðina, einnig eru í liðunum fólk sem að veit ýmislegt um allskonar hluti sem eru mjög sértækir og sérstakir svo ekki sé nú meira sagt!
Húsið opnar kl 20:30 og keppnin hefst kl 21:00.

Komdu og skemmtu þér með okkur og styrktu stækkunarsjóð Harðarbóls um leið.

sjáumst Nefndin

Keppnin er styrkt af Líflandi, Prjónastofunni Kidka, Ullmax, Ástund og Á Fáksspori.

Sprettur - upphitun fyrir landsmót

spretturÞau skötuhjú Helgi Björnsson og Vilborg Halldórsdóttir ferðast um landið í júní og taka hús á nokkrum af þeim fjöldamörgu einstaklingum sem eru að undirbúa sig fyrir Landsmót hestamanna, hápunkt hestamennskunnar á Íslandi. Fjöldi viðmælenda prýða þáttinn, sem verður einkar áhugaverður fyrir hestaáhugafólk sem og hina sem langar að fræðast meira um Landsmót og allt það sem lítur að hestamennsku hér á landi.

Nánar...

2. Landsmót UMFÍ 50+ í Mosfellsbæ

2. Landsmót UMFÍ 50+Helgina 8. - 10. júní verður haldið 2. Landsmót UMFÍ 50 + í Mosfellsbæ.

Á mótinu verður keppt í hestaíþróttum: fjórgangi, fimmgangi og tölti. Við hvetjum ykkur til að taka þátt í þessu skemmtilega móti og sýna ykkur og ykkar hesta Cool.

Mótið er íþrótta - og heilsuhátíð með fjölbreyttri dagskrá. Ásamt keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum verða frítt á fyrirlestrar, kynningar á íþróttagreinum, hóptímar í m.a. sundleikfimi, Zumba og línudansi. Einnig verður boðið upp á heilsufarsmælingar og fræðslu um hollustu og heilbrigðan lífsstíl ásamt fjöldi annarra viðburða.

Nánar...

Formannsfrúarreiðin

Kæru HARÐARKONUR nú fer að líða að FORMANNSFRÚARREIÐINNI. Ferðin í ár verður með svipuðu sniði og í fyrra. Riðið verður frá Skógarhólum í Hörð laugardaginn 26. maí. Farastjóri er hún Lilla okkar, sem skilaði okkur svo frábærlega í hús í fyrra. Ferðin er 39.5 km á lengd og tekur ca 6-8 tíma. konur geta valið hvort þær ríða hálfa eða alla leið. Þetta er allavega 2ja hesta ferð.
Á morgun verður kvennadeildin með reiðtúr, Dalshringinn, og ætlar Lilla að vera farastjóri og gefa okkur sjörþefinn af því hverning er riðið í svona ferð, ferðahraði, passa að dragast ekki afturúr og fyrir þær sem ætla að teyma er gott að prufa það núna, sérstaklega ef þið fáið lánshest sem þið þekkið ekki af eigin raun hvernig teymist. Ég hvet þær konur sem hugsa sér að fara í ferðina að koma með í túrinn á morgun.
Ég set nánara ferðaplan og upplýsingar á síðuna fyrir helgi og áætla að skráning veði svo 16-18 maí.
Hlakka til að sjá sem flestar á morgun,
Anna Björk

Gleðilegt sumar

Við hjá umhverfisnefnd viljum þakka öllum þeim sem tóku til hendinni í gær, það er ótrúlega gaman að vinna með svona stórum hóp og sannar að margar hendur vinna létt verk. Með ósk um gleðilegt og gott sumar.

Umhverfisnefnd.

Hestadagar 2012

Hin árlega vetrarhátíð íslenska hestsins verður haldin dagana 29. mars-1. apríl. Margt skemmtilegt verður í boði þessa daga, s.s. kynbótaferðir, hestasýningar, skrúðganga og fjölskylduhátíð. Öll fjölskyldan ætti að finna eitthvað við sitt hæfi þessa daga, fjör og gaman alla dagana.

Dagskráin er komin inn á heimasíður Hestadaga http://www.icelandichorsefestival.is/is

Kynningarmyndband hestadaga: http://www.youtube.com/watch?v=Xh-sPtibs88&feature=youtu.be

Bleika töltmótið í Fák

Smellið á myndina Bleika töltmótið verður haldið í reiðhöllinni Víðidal á sjálfan konudaginn, 19. febrúar.

Mótið er einungis ætlað konum 17 ára og eldri. Skráningargjöldin eru frjáls framlög og renna óskert til Krabbameinsfélags Íslands.

SMELLIÐ HÉR EÐA Á MYNDINA TIL AÐ SJÁ AUGLÝSINGUNA í pdf

Bleika slaufan er alþjóðlegt tákn í baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Við hvetjum því knapa og áhorfendur að klæðast bleiku í tilefni dagsins og sýna samstöðu.