- Nánar
-
Flokkur: Aðsent
-
Skrifað þann Miðvikudagur, mars 09 2011 17:53
-
Skrifað af Super User
- Endurmenntun LbhÍ býður fram námskeið í kynbótadómum í samstarf við
Hrossaræktarsamtök Suðurlands.
Markmið: Markmið með námskeiðinu er að nemendur fræðist um hæfileika hrossa. Farið
verður yfir dómkvarðann og hross skoðuð í reið. Hver gangtegund verður tekin
fyrir og þeir þættir sem horft er til þegar hún er metin. Vilji og geðslag og
fegurð í reið eru tekin fyrir á sama hátt. Námskeiðið byggist á sýnikennslu og
fyrirlestrum þar sem hross af ýmsum toga verða notuð sem dæmi.
Hámarksfjöldi þátttakenda 23.
Kennarar: Eyþór Einarsson og Valberg Sigfússon, kynbótadómarar.
Stund og staður: Sun. 13. mars, kl.
9:30 - 16:30 (8,5 kennslustundir), Harðarhöllin í Mosfellsbæ
Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Aðsent
-
Skrifað þann Þriðjudagur, júlí 27 2010 14:17
-
Skrifað af Super User
Hvernig væri að skella sér á Vesturlandið og ríða í Dalina. Ábúendur að Seljalandi í Hörðudal ætla að taka á móti fólki og hestum í allt sumar. Eru með svefnaðstöðu fyrir allt að 12-16 manns inni, og einnig er tjaldsvæði með snyrtingum og vaskaborði til uppþvotta.
Hægt er að panta með fyrirvara kjötsúpu eða grill fyrir þreytta ferðalanga, uppábúin rúm og morgunmat.
Nánari upplýsingar í síma: 894 2194 / 434 1116 eða í netfangi: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Níels Sigurður og Ragnheiður.
- Nánar
-
Flokkur: Aðsent
-
Skrifað þann Þriðjudagur, nóvember 16 2010 11:13
-
Skrifað af Super User
Þegar áföll eins og bruninn í sl. viku dynur yfir þá vekur það okkur til umhugsunar hvort hægt sé að tryggja sig betur. Harðarfélaginn Hákon, tók saman upplýsingar fyrir okkur hvað við þurfum að huga að við tryggingar hesthúsa og lausafjár.
Brunatrygging húseigna
Brunatryggingin er lögboðin trygging húseigna sem bætir tjón vegna eldsvoða. Vátryggingafjárhæð miðast við brunabótamat sem Fasteignamat ríkisins ákveður. Matið getur verið gamalt og of lágt. Í slíkum tilvikum er tvennt í stöðunni: Að óska eftir endurmati eða kaupa Viðbótarbrunatryggingu. Vátryggingafjárhæðin á að miðast við hvað kosti að endurbyggja húsið á sama stað, en á ekki að endurspegla markaðsverðmæti. Brunatryggingin bætir húsið sjálft auk fastra innréttinga, eldavéla, snyrtinga, raf- skólp – og hitalagna auk kostnað vegna hreinsunar brunarústa og nýrra teikninga ef með þarf.
Lausafjártrygging
Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Aðsent
-
Skrifað þann Fimmtudagur, júlí 01 2010 22:42
-
Skrifað af Super User
Helgi Björns og reiðmenn vindanna munu spila á afmælishátíð Gamla Kaupfélagsins á írskum dögum á Akranesi föstudaginn 2.júlí (aðgangur ókeypis í tilefni afmælisins) og einnig laugardaginn 3. júlí. Miðar í forsölu kr. 1000.- eða ... sjáið tilboðið með því að smella á myndina.
- Nánar
-
Flokkur: Aðsent
-
Skrifað þann Þriðjudagur, september 14 2010 12:30
-
Skrifað af Super User
Á síðunni www.eidfaxi.is er hægt að skrá sig á netfangalista Eiðfaxa.
Þeir sem skrá sig þar fá m.a frítt vefrit sent 6 sinnum á ári.
Einnig eru aðrir tenglar undir Tenglasafninu hér til vinstri. Þar er Eiðfaxi undir Miðlar.
- Nánar
-
Flokkur: Aðsent
-
Skrifað þann Miðvikudagur, júní 02 2010 14:38
-
Skrifað af Super User
Séu einhverjir hestamenn á höfuðborgarsvæðinu svo lánsamir að vera með fullfrísk hross og hyggja á sleppitúra á næstunni þ.e. um Hellisheiði þá eru nokkur atriði að varast. Framkvæmdum við Hellisheiðarvirkjun og Hellisheiðaræð hefur tafist frá því sem upphaflega var áætlað. Framkvæmdum við virkjunina lýkur 2011, en við Hellisheiðaræð í ág. – sept. 2010.
Nánar...