Námskeið: Hæfileikar hrossa
- Nánar
- Flokkur: Aðsent
- Skrifað þann Miðvikudagur, mars 09 2011 17:53
- Skrifað af Super User
- Endurmenntun LbhÍ býður fram námskeið í kynbótadómum í samstarf við Hrossaræktarsamtök Suðurlands.
Markmið: Markmið með námskeiðinu er að nemendur fræðist um hæfileika hrossa. Farið verður yfir dómkvarðann og hross skoðuð í reið. Hver gangtegund verður tekin fyrir og þeir þættir sem horft er til þegar hún er metin. Vilji og geðslag og fegurð í reið eru tekin fyrir á sama hátt. Námskeiðið byggist á sýnikennslu og fyrirlestrum þar sem hross af ýmsum toga verða notuð sem dæmi. Hámarksfjöldi þátttakenda 23.
Kennarar: Eyþór Einarsson og Valberg Sigfússon, kynbótadómarar.
Stund og staður: Sun. 13. mars, kl. 9:30 - 16:30 (8,5 kennslustundir), Harðarhöllin í Mosfellsbæ
Verð: 15.000 kr fyrir félagsmenn innan Hrossaræktarsamtaka Suðurlands, en 20.000 kr fyrir utanfélagsmenn.
(Bent er á að hægt er að sækja um aðild að HS að uppfylltum félagslögum þess, sjá heimasíðu samtakanna http://www.bssl.is/ Skuldlausir félagsmenn árið 2010 njóta afsláttarins.)
Skráningar hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 433 5000/843 5302 (fram komi nafn, kennitala, heimili og sími. Auk þess hvort viðkomandi er félagsmaður HS).
Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 3.500 kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590 og senda kvittun á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.