Harðarkonur - Harðarkonur

Við höfum fengið boð frá Andvarakonum um Golureið.  þeir sem hafa áhuga endilega skrá sig hjá This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..  Kvennadeildin verður ekki með neina skipulagðar bílferðir að þessu sinni.  

Lagt verður af stað frá félagsheimili Andvara kl. 18:30 og sameiginleg reið við allra hæfi (einhesta!). Stjórn félagsins hittir okkur í reiðinni með glaðning.

Að reið lokinni verður boðið upp á kvöldverð í félagsheimilinu (innifalið í þáttökugjaldinu – skráning hjá
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ) og drykki á vægu verði.
Hinn landskunni Sjonni Brink sér um brjálað stuðball og karlar eindregið hvattir til að mæta eftir kl. 23:30 og tjútta með okkur stelpunum.

Þátttökugjald: kr. 1.500 með mat.

Konur vinsamlega tilkynnið þátttöku fyrir miðvikudag 5. maí í síma 6975000 eða e-mail:
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. svo allar fái nóg í gogginn.
 

 

Harðarkonur

Næstkomandi föstudag 30.apríl ætlum við að taka hestabíl frá Naflanum inn í Fák, þar sem við ætlum að ríða með Fákskonum á móti Gustkonum og aftur til baka í Fák þar sem bílinn mun ná í hestana. Bíllinn leggur af stað frá Naflanum kl 17.30 og við munum síðan leggja af stað frá Fáki kl. 18:30. Verð fyrir bílinn er 1.000 kr. á hestinn. Allar Harðarkonum velkomnar.

Skráning er hjá Sveinu í S.867-6179 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kvennadeild Harðar

Hlustaðu á sönginn

Hinn frábæri kór söngelskra hestamanna og hestaunnenda, Brokkkórinn, heldur tónleika laugardaginn 24. apríl n.k. ásamt Borgarkórnum og Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsóknar. Tónleikarnir eru í Fella- og Hólakirkju og hefjast kl. 17.  Stjórnendur kóranna eru Magnús Kjartansson og Gróa Hreinsdóttir. Aðgangseyrir aðeins kr. 1.000 (frítt fyrir 12 ára og yngri). Allir velkomnir.

Smalamót Harðar

Laugardaginn 6.febrúar, kl.14 verður haldið smalamót í reiðhöllinni og þar verða veitt verðlaun fyrir 1, 2 og 3 sæti í barna-, unglinga-, ungmenna- og fullorðinsflokkum. Markmiðið í þeirri keppni er að fá sem fæstar fellur í þrautunum sem þar verða settar upp á sem stystum tíma.Skráningar fara fram á föstudaginn næstkomandi í reiðhöllinni, milli 18 og 20. Ekkert skráningargjald. ATH. opið verður fyrir æfingar á föstudaginn eftir kl.20.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Nefndin

Lesefni um hestamennsku á Bókasafni Mosfellsbæjar

Góður vilji er fyrir því að auka tengsl milli Bókasafnsins/Listasalarins og félagasamtaka í bænum og hefur félögum verið sent bréf til að vekja athygli á listasalnum sem hægt er að fá til afnota endurgjaldslaust á afgreiðslutíma safnsins undir félags- og menningarstarfsemi, ef öllum er opinn aðgangur.


Nánar...

Smáauglýsing

Er með laus pláss í hagagöngu í haust, 2.500 kr. pr.mán. án gjafar en m/gjöf
kr. 6.500. Er í Flóahreppi 15 km. austar en Stokkseyri og 20km. neðar en
Selfoss. Hafið samband í s: 867-6179 eða netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sveina
Brimi, Flóahreppi

Æfingar hjá Brokkkórnum

Þriðjudaginn 15. september n.k hefjast æfingar hjá Brokkkórnum að nýju í Fáksheimilinu. Við bjóðum söngáhugafólk úr röðum hestamanna velkomið í hópinn. Ekki síst vantar okkur öflugar karlaraddir. Framundan er spennandi vetur með söng og glensi í bland við reiðtúra og aðra skemmtun. Við stjórnvölinn er hinn víðkunni tónlistarmaður Magnús Kjartansson og um raddæfingar sér Gróa Hreinsdóttir. Æfingar verða alla þriðjudaga kl. 20 og annan hvern fimmtudag verða raddæfingar. Heimasíða kórsins er www.123.is/brokk og við erum líka sem hópur á Facebook.

Sjáumst hress, stjórnin.

Bolir til styrktar landsliðinu í hestaíþróttum

Lífland og LH hafa tekið höndum saman og hrundið af stað fjáröflun fyrir landsliðið okkar sem keppir í Sviss í ágúst.  Bolir hafa verið hannaðir og prentuð á þá númer sem dregið verður úr þegar landsliðið verður formlega kynnt í júlí.

Vinningarnir eru hinir glæsilegustu m.a flugferð til Evrópu með Iceland Air, einkatímar hjá reiðkennurum, fataúttektir í Líflandi að verðmæti 20.000, fóður, hestabækur, bíómiðar, reiðtygi og ótal margt fleira.  Sala á bolunum hefst á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks sem fram fer nú um helgina.  Bolirnir verða meðal annars seldir í verslunum Líflands í Reykjavík og á Akureyri, í versluninni Baldvin og Þorvaldur á Selfossi og Knapanum í Borgarnesi.

Kveðja, starfsfólk Líflands

Hófapressan

Loksins er búið að opna sér Íslenskan myndbanda, samskiptavef sem er sérhannaður fyrir hestaheiminn. Vefurinn ber nafnið www.hofapressan.is og er að öllu leiti frír. Í stað þess að upploda myndböndum (video) inn á Youtube eða sambærilega vefi þar sem hestamyndböndin (videoin) hreinlega tínast í allri myndbandaflórunni þá er Hófapressan lausnin. Allir netþjónar/serverar Hófapressunnar eru hýstir hér á landi sem gerir vefinn mjög hraðvirkan bæði í áhorfi og svo ekki sé talað um (upload) á myndböndum.


Nánar...

Steikarhlaðborð í Víðidalnum

Nú er rétti tíminn til að bregða sér bæjarleið á fjörugum fákum enda vor í lofti og bjart fram eftir kvöldi.

Björn Baldursson fyrrum Harðarfélagi og veitingamaður í Reiðhöllinni í Víðidal býður upp á steikarhlaðborð í reiðhöllinni þann 30. maí n.k. Veislan hefst kl. 18 og stendur til kl. 22 og er hægt að koma hvenær sem er á þeim tíma í hlaðborðið. Borð munu svigna undan kræsingum og verðinu er stillt í hóf, aðeins 1.890kr á manninn. Gott er að láta vita fyrirfram um mætingu svo allir fái nú örugglega nóg, sérstaklega ef um hópa er að ræða. Síminn hjá Birni er 8961250.