Lesefni um hestamennsku á Bókasafni Mosfellsbæjar

Góður vilji er fyrir því að auka tengsl milli Bókasafnsins/Listasalarins og félagasamtaka í bænum og hefur félögum verið sent bréf til að vekja athygli á listasalnum sem hægt er að fá til afnota endurgjaldslaust á afgreiðslutíma safnsins undir félags- og menningarstarfsemi, ef öllum er opinn aðgangur.


Við viljum einnig benda félagsmönnum Harðar á að safnið hefur upp á fjölbreytt efni um hestamennsku að bjóða; bækur og myndefni. Í viðhengi er bæklingur með lista yfir efni um hestamennsku á bókasafninu. Bæklinginn er einnig hægt að nálgast á heimasíðu Bókasafnsins http://mos.is/media/PDF/hestabaekurA.pdf

Þá viljum við líka benda á allar tillögur um kaup á efni til safnsins eru vel þegnar og reynt að verða við þeim eins og kostur er.

Nánari upplýsingar veita:

Kristín I. Pálsdóttir (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) bókmenntafræðingur Bókasafni Mosfellsbæjar og

Marta Hildur Richter (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) forstöðumaður Bókasafns Mosfellsbæjar

 

Bókasafn Mosfellsbæjar, Kjarna, Þverholti 2, 270 Mosfellsbær

Sími 566 6822,  Fax 566 8114

Veffang www.mos.is/bokasafn

Afgreiðslutími: Mánud. - föstud. 12 – 19, laugardagar 12 – 15, sunnudagar lokað

Upplýsingar í síma frá kl. 08.30 mánud. - föstud.