Bolir til styrktar landsliðinu í hestaíþróttum

Lífland og LH hafa tekið höndum saman og hrundið af stað fjáröflun fyrir landsliðið okkar sem keppir í Sviss í ágúst.  Bolir hafa verið hannaðir og prentuð á þá númer sem dregið verður úr þegar landsliðið verður formlega kynnt í júlí.

Vinningarnir eru hinir glæsilegustu m.a flugferð til Evrópu með Iceland Air, einkatímar hjá reiðkennurum, fataúttektir í Líflandi að verðmæti 20.000, fóður, hestabækur, bíómiðar, reiðtygi og ótal margt fleira.  Sala á bolunum hefst á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks sem fram fer nú um helgina.  Bolirnir verða meðal annars seldir í verslunum Líflands í Reykjavík og á Akureyri, í versluninni Baldvin og Þorvaldur á Selfossi og Knapanum í Borgarnesi.

Kveðja, starfsfólk Líflands