Ungir á uppleið

Smellið á myndina

Sunnudaginn 12. febrúar kl:19:30 í reiðhöll hestamannafélags Harðar. Ungir á uppleið. Félag tamningamanna í samstarfi við unga og efnilega reiðkennara halda sýnikennsluna: Skilja - Vilja - Velja.

Fram koma; Linda Rún Pétursdóttir, Rósa Birna Þorvaldsdóttir, Ragnhildur Haraldsdóttir og James Faulkner.

Hvetjum alla hestamenn til að mæta og fylgjast með ungafólkinu. 1000 kr inn- Frítt fyrir skuldlausa FT félaga.

Náið ykkur í frábæra bók-1001 Þjóðleið

1001 ÞjóðleiðJónas Kristjánsson hefur áratugum saman skrásett þjóðleiðir á Íslandi og birtist afraksturinn í einstakri bók sem nú býðst félagsmönnum í hestamannafélögum á sérstöku kynningartilboði sem gildir til 1. des nk.

Í bókinni er yfir 1.000 reið- og gönguleiðum lýst og þær sýndar á vönduðum kortum. Stafrænn diskur sem gerir kleift að hlaða leiðunum inn í GPS-tæki fylgir.

KJÖRGRIPUR FYRIR ALLA HESTAMENN SEM FERÐAST UM LANDIÐ.

Nánar...

Aðventukvöld kvennadeildar Gusts

Smellið á myndina til að sjá hana stærriNú er að koma að hinu árlega aðventukvöldi kvennadeildar Gusts. Það verður haldið fimmtudaginn 8. desember kl. 19:30 í reiðhöll Gusts í Glaðheimum.


Aðventukvöldið hefur verið geysivinsælt undanfarin ár og mjög notaleg stemning hjá hestkonum.
Dagskráin hefst kl. 20:00 en gestir kvöldsins eru Felix Bergsson, Lay Low og Hallgrímur Helgason. Einnig verður happdrætti, Handverk og hönnun og léttar veitingar. Aðgangseyrir er kr. 1.000.

Landsmótsjakkar

Verð í Harðabóli miðv.kvöld kl. 7-9 með jakka, peysur til mátunar. Einnig er ég með ábreiður til sölu sem verða merktar Herði eins með nafni ef fólk vill. Verð á jökkum og peysum er 7800 kr.

Fríða s. 6997230  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Líkamsbeiting á hestbaki

Annette HohenrainerAnnette Hohenrainer frá Þýskalandi er stödd hér á landi um þessar mundir. Hún hefur þjálfað og kennt reiðmennsku á íslenskum hestum um árabil og lagt sérstaka áherslu á samband hests og knapa og líkamsbeitingu á hestbaki.

Hún hefur áhuga á að komast í kynni við fólk sem vinnur á þessu sviði og einnig getur hún boðið áhugasömum uppá kennslutíma.

Nánar...

Frá Hestamannafélaginu Sörla í Hafnarfiði

Hið árlega skírdagskaffi Hestamannafélagsins Sörla þar sem borð svigna undan veitingum verður á skírdag, fimmtudaginn 21. apríl á Sörlastöðum. Húsið opnar kl. 14:00 og aðgangseyrir er kr. 1500 fyrir fullorðna og 500 fyrir börn 12 ára og yngri.

Sörlafélagar ríða á móti gestum að vanda.

Allir velkomnir!

Skemmtinefnd Sörla

Opið fyrir umsóknir í Reiðmanninn!

Fjölmargar umsóknir hafa borist í Reiðmanninn sem hefst næstkomandi haust, þó þeim sé misskipt á milli staða sem auglýstir hafa verið, þ.e. Hvammstanga, Hellu og í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.

Þar sem fólk hefur verði nokkuð upptekið á úrtökumótum og í hrossastússi, höfum við ákveðið að framlengja umsóknarfrestinn út júní í Reiðmanninn. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar eru á vefnum www.lbhi.is/namskeid undir Reiðmaðurinn í vinstri stiku. Endilega vísið áhugafólki og félögum á þetta, og komið á framfæri þessari seinkunn á umsóknarfresti.

Þeir sem nú þegar hafa sótt um í Reiðmanninn, mega gera ráð fyrir því að fá svör um inngöngu fyrir miðjan júlí ef allt gengur eftir.

Nánar...

Kjötsúpa og söngur

KJÖTSÚPA OG SÖNGUR Í HARÐARBÓLI

FÖSTUDAGINN LANGA verður boðið upp á kjötsúpu og söng í Harðarbóli milli kl 16 og 19. Kjötsúpan verður á vægu verði (1000 kr/ 500 kr börn 12 ára og yngri) KARLAKÓR KJALNESINGA sér um sönginn.

 

KARLAKÓR KJALARNESINGA OG HESTAMANNAFÉLAGIÐ HÖRÐUR