Líkamsbeiting á hestbaki
- Nánar
- Flokkur: Aðsent
- Skrifað þann Miðvikudagur, október 12 2011 00:02
- Skrifað af Super User
Annette Hohenrainer frá Þýskalandi er stödd hér á landi um
þessar mundir. Hún hefur þjálfað og kennt reiðmennsku á íslenskum hestum um
árabil og lagt sérstaka áherslu á samband hests og knapa og líkamsbeitingu á
hestbaki.
Hún hefur áhuga á að komast í kynni við fólk sem vinnur á þessu sviði og einnig getur hún boðið áhugasömum uppá kennslutíma.
Annette mun bjóða uppá sýnikennslu í aðferðum sínum nk. fimmtudag í Andvara klukkan 19:00-21:00 og eru allir áhugasamir boðnir velkomnir. Hægt er að lesa nánar um Annette og aðferðir hennar í með því að smella hér eða á myndina.