Reiðleið um Hellisheiði
- Nánar
- Flokkur: Aðsent
- Skrifað þann Miðvikudagur, júní 02 2010 14:38
- Skrifað af Super User
Vegna framkvæmda getur verið erfitt að fara um Hellisskarð og milli hrauns og hlíðar, sérstaklega á það við um tímabilið 6. – 26. júní en þá verða allar borholur á svæðinu látnar blása. Auðveldast verður að fara gömlu reiðleiðina, þ.e. upp hjá Fossvallarétt og Sandskeiði, hjá Litlu kaffistofunni að Hellisheiðarvirkjun og þaðan reiðleiðina upp hjá Skíðaskálanum í Hveradölum. (Smellið á myndina til að stækka hana)
Best er að kanna stöðu framkvæmda hverju sinni á http://www.or.is eða í gestamóttöku Hellisheiðavirkjunnar sími 516 7508.
Góða ferð,
Samgöngunefnd LH og Reiðveganefnd SV-svæðis