Sprettur - upphitun fyrir landsmót
- Nánar
- Flokkur: Aðsent
- Skrifað þann Miðvikudagur, júní 06 2012 14:28
- Skrifað af Super User
Þau skötuhjú Helgi Björnsson og Vilborg
Halldórsdóttir ferðast um landið í júní og taka hús á nokkrum af þeim
fjöldamörgu einstaklingum sem eru að undirbúa sig fyrir Landsmót hestamanna,
hápunkt hestamennskunnar á Íslandi. Fjöldi viðmælenda prýða þáttinn, sem verður
einkar áhugaverður fyrir hestaáhugafólk sem og hina sem langar að fræðast meira
um Landsmót og allt það sem lítur að hestamennsku hér á landi.
Þættirnir sem verða sýndir á stöð 2, verða á léttum og skemmtilegum nótum og eru fullkomin upphitun fyrir Landsmótið og hestamennskuna í sumar.
Fyrsti þátturinn verður sunnudaginn 3.júní klukkan 19.40 ... ekki missa af því !