Sprettur - upphitun fyrir landsmót

spretturÞau skötuhjú Helgi Björnsson og Vilborg Halldórsdóttir ferðast um landið í júní og taka hús á nokkrum af þeim fjöldamörgu einstaklingum sem eru að undirbúa sig fyrir Landsmót hestamanna, hápunkt hestamennskunnar á Íslandi. Fjöldi viðmælenda prýða þáttinn, sem verður einkar áhugaverður fyrir hestaáhugafólk sem og hina sem langar að fræðast meira um Landsmót og allt það sem lítur að hestamennsku hér á landi.

Meðal viðmælenda eru reiðkennarar og dómarar, frægir knapar, aðstandendur Landsmótsins og vonarstjörnur Landsmótsins, auk þess sem rætkunarbú verða heimsótt og hestalitir teknir til umfjöllunnar svo fátt eitt sé nefnt. Þá verður stiklað á stóru í sögu Landsmóts hestamanna.
Þættirnir sem verða sýndir á stöð 2, verða á léttum og skemmtilegum nótum og eru fullkomin upphitun fyrir Landsmótið og hestamennskuna í sumar.

Fyrsti þátturinn verður sunnudaginn 3.júní klukkan 19.40  ... ekki missa af því !

Skoðaðu myndskeið með því að smella hér.