- Nánar
 
		- 
										Flokkur: Aðsent						
 
		- 
		Skrifað þann Þriðjudagur, maí 08 2012 16:58		
 
	- 
				
							Skrifað af Super User				
 
 
	
			Kæru
HARÐARKONUR nú fer að líða að FORMANNSFRÚARREIÐINNI. Ferðin í ár verður
með svipuðu sniði og í fyrra.  Riðið verður frá Skógarhólum í Hörð 
laugardaginn 26. maí.  Farastjóri er hún Lilla okkar, sem skilaði okkur 
svo frábærlega í hús í fyrra.  Ferðin er 39.5 km á lengd og tekur ca 6-8
tíma. konur geta valið hvort þær ríða hálfa eða alla leið.  Þetta er 
allavega 2ja hesta ferð.
 Á morgun verður kvennadeildin með reiðtúr, 
Dalshringinn, og ætlar Lilla að vera farastjóri og gefa okkur sjörþefinn
af því hverning er riðið í svona ferð, ferðahraði, passa að dragast 
ekki afturúr og fyrir þær sem ætla að teyma er gott að prufa það núna, 
sérstaklega ef þið fáið lánshest sem þið þekkið ekki af eigin raun 
hvernig teymist.  Ég hvet þær konur sem hugsa sér að fara í ferðina að 
koma með í túrinn á morgun.
 Ég set nánara ferðaplan og upplýsingar á síðuna fyrir helgi og áætla að skráning veði svo 16-18 maí.
 Hlakka til að sjá sem flestar á morgun,
 Anna Björk